Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FINNSKIR liðsmenn öryggislög- reglu landsins tóku þátt í því með ör- yggislögreglu nasista, Gestapo, að pynta Norðmenn sem grunaðir voru um samstarf við Sovétríkin í seinni heimsstyrjöld, að sögn Aftenposten. Finnar börðust við hlið Þjóðverja gegn Sovétríkjunum fram til 1944 er þeir sömdu um vopnahlé en herir Hitlers hernámu Noreg 1940 og héldu landinu til 1945. Blaðið vitnar í frásögn frétta- manns norska útvarpsins, Mortens Jentofts, sem hefur kynnt sér rit finnska sagnfræðingsins Elina Sana. Hún hefur kannað gögn í skjalasafni sovésku öryggislögregl- unnar, KGB, í Múrmansk en hefur einnig fengið að sjá hluta af skjala- safni finnsku öryggislögreglunnar. „Finnska öryggislögreglan, SUPO, lék aðalhlutverkið í aðgerð- unum gegn skæruliðasveitunum á syðri hluta Varangurs-skaga [í Norður-Noregi] frá 1941 til 1943,“ segir Jentoft. Þekktasti skæruliðinn var Osvald Harjo sem Þjóðverjar handtóku 1942. Þeir yfirheyrðu hann og pyntuðu en Harjo tókst með aðstoð norsks lögreglumanns að flýja í október sama ár. Finnarnir tóku þátt í yfirheyrslunum og pynt- ingunum og kemur það fram í skýrslum um yfirheyrslurnar, einn- ig í vitnisburði Harjos sem öryggis- lögregla Sovétmanna, NKVD er síð- ar nefndist KGB, yfirheyrði síðar. „Finnska öryggislögreglan og þýska Gestapo fóru mjög illa með mig“, segir í vitnisburði Harjos hjá NKVD sem segir að fantaskapurinn hafi byrjað þrem dögum eftir hand- tökuna. „Finnarnir börðu mig í and- litið, spörkuðu í klofið á mér, þeir létu mig standa með hendurnar út- réttar og brenndu á mér hendurn- ar.“ Einnig var hann barinn með gúmmíkylfu með blýfyllingu og datt þá á gólfið og var dreginn á hárinu um herbergið. Þrátt fyrir baráttu Harjos gegn Þjóðverjum hlaut hann harkalega meðferð hjá NKVD og var hann dæmdur í 15 ára fangabúðavist. Ein- ar Gerhardsen, þáverandi forsætis- ráðherra Noregs, tók mál hans upp við sovéska ráðamenn og var Harjo sleppt 1955. Harjo ritaði endur- minningar sínar og nefndi þær „Moskva kjenner ingen tårer“. Finnar áttu fram til 1944 aðgang að Norður-Íshafinu við Petsamo sem nú er í Rússlandi og heitir Petj- enga. Jentoft segir að finnskir lög- reglumenn hafi í lok fjórða áratug- arins fylgst vel með öllu á svæðinu þar sem landamærin voru umdeild. Hafi þeir safnað upplýsingum um Norðmenn þar. Er Finnar háðu Vetrarstríðið við Sovétmenn 1939–1940 hafði norski lögreglumaðurinn Jonas Lie umsjón með eftirliti af hálfu Norðmanna og átti náið samstarf við Finna. Lie varð seinna ráðherra lögreglumála í stjórn Vidkuns Quislings er nasistar gerðu að forsætisráðherra þegar norska stjórnin og konungurinn flýðu frá Noregi til Bretlands eftir hernámið vorið 1940. Að sögn Jentofts vildu norsk stjórnvöld ekki spilla sambandinu við Finna eftir stríð með því að skýra opinberlega frá samstarfinu við Gestapo og enginn Finni var ákærður vegna meðferðarinnar á norsku skæruliðunum. Fór svo að nokkrir finnskir lögreglumenn, sem höfðu unnið með Gestapo, störfuðu áfram eftir stríð með fulltrúum nýrra ráðamanna í Ósló eftir daga Quislings. Finnska öryggislögreglan vann með Gestapo Þjóðverja í stríðinu Pyntuðu norskar frelsishetjur ENN eru miklar vetrarhörkur í austurhluta Bandaríkjanna og í Kanada og víða mikill snjór, meðal annars í New York þar sem frostið fór í 17 gráður á celsius aðfaranótt föstudags. Hefur það ekki mælst svo mikið í borginni síðan 1893. Sums staðar auka rok og snjókoma enn á vandann og skólar voru víð- ast hvar lokaðir í gær á svæðinu, flugferðir féllu niður og ferjur sem sigla milli New Jersey og New York-borgar komust hvergi vegna ísalaga. Vitað er um minnst sex manns sem hafa látið lífið af völd- um veðursins. Hefur frost í stór- borginni Boston farið í meira en 40 stig. Myndin var tekin í New York í gær af klakahröngli á Austurá, í fjarska eru Brooklyn-brúin og Man- hattan. Reuters Norður-amerískur kuldaboli í ham ÍRÖNSK stjórnvöld sögðu í gær, að 41 þúsund manns, hið minnsta, hefðu týnt lífi í landskjálftanum sem reið yfir suðausturhluta landsins 26. des- ember. Háttsettur aðstoðarmaður Alis Khameneis, leiðtoga klerkastjórnar- innar, segir að tala látinna geti farið upp í 45 þúsund. Áður höfðu stjórn- völd sagt að 30–35 þúsund manns hefðu látist. Khamenei heimsótti í gær borgina Bam í annað skipti eftir jarðskjálft- ann en borgin er rústir einar. Enn er verið að grafa lík upp úr húsarústum í Bam. 41.000 fórst í Bam Teheran. AFP. Jarðskjálftinn í Íran FRAKKAR íhuga nú hvort þeir eigi að leggja fram einhvern skerf til að stuðla að bættu öryggi í Írak, þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda í París við innrásina í landið sl. vor. Slík stefnu- breyting mun þó ekki koma til greina fyrr en eftir að völd í landinu hafa ver- ið afhent innlendum aðilum en Bandaríkjamenn stefna að því að það verði gert í lok júní. Þjóðverjar munu ef til vill aðstoða við mannúðarstörf í landinu og leggja til herflugvélar sem nota má til að flytja særða á sjúkra- hús. „Við munum kanna hvaða óskir Írakar bera upp varðandi öryggis- mál,“ sagði Dominique de Villepin, ut- anríkisráðherra Frakklands, í gær. „Við munum gefa upp endanlega af- stöðu okkar þegar ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak.“ Ráðherrann tók skýrt fram að ekki væri á döfinni að senda núna herlið til landsins. Skorturinn á stjórnendum með póli- tískt umboð í Írak væri að mati Frakka kjarni vandans sem við væri að stríða þar. De Villepin sagði að þrátt fyrir ágreining um Írak ættu Frakkar og Bandaríkjamenn fullt samstarf í alþjóðlegu stríði gegn hryðjuverkum. Rætt við Rumsfeld Frakkar hafa fram til þessa vísað algerlega á bug öllum hugmyndum um að þeir sendi herlið til Íraks. Varnarmálaráðherra Frakka, Mic- hele Alliot-Marie, átti fund með koll- ega sínum í Washington, Donald Rumsfeld, vestra á fimmtudag og sagðist hún þá telja að fyrir hendi væri raunverulegur vilji til að bæta samskipti ríkjanna. Frakkar hafa þegar boðist til að veita írösku lögreglunni aðstoð við þjálfun lögreglumanna. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ítrek- aði í gær í viðtali við sjónvarpsstöðina ARD að Þjóðverjar myndu ekki senda hermenn til Íraks. „Það merkir auðvitað ekki að við getum ekki veitt hjálparhönd sé þörf fyrir að aðstoða særða,“ sagði kansl- arinn. Dagblaðið Die Welt sagði í vik- unni að Schröder hefði tjáð þing- mönnum að hann væri reiðubúinn að senda flugvélar þýska flughersins á vettvang í Írak til að aðstoða við sjúkraflutninga á fórnarlömbum hryðjuverkamanna. En lokaákvörðun yrði tekin í þessum efnum þegar inn- lend stjórn hefði tekið við í Írak. Dagblaðið Le Monde hafði á fimmtudag eftir ónafngreindum að- stoðarmanni Jacques Chirac Frakk- landsforseta að ríkisstjórnin væri að velta því fyrir sér að leggja til lið í fjöl- þjóðlegan herafla undir stjórn Sam- einuðu þjóðanna í Írak þegar innlend stjórn hefði tekið við völdum. Skilyrði yrði hins vegar að íraska stjórnin færi fram á slíka hjálp og SÞ hæfu aftur störf í Írak. Samtökin drógu nær allt erlent lið sitt frá Írak eftir mannskætt tilræði í Bagdad í ágúst sl. Íhuga aðstoð við ör- yggisgæslu í Írak Skilyrði ráðamanna Frakka og Þjóðverja fyrir aðstoð að innlend stjórn Íraks fari fram á slíka hjálp París, Berlín. AFP, AP. JAPANSKUR herforingi hneigir sig eftir að hafa tekið við herfána við athöfn í Tókýó í gær áður en hann og um 30 aðrir hermenn héldu til Íraks til að undirbúa komu 600 manna japansks herliðs þangað. Er þetta í fyrsta skipti frá síðari heims- styrjöldinni sem japanskir hermenn eru sendir til lands þar sem átök eiga sér stað. Meðal almennings í Japan er mikil andstaða við þá ákvörðun Junichiros Koizumis for- sætisráðherra að senda herliðið til Íraks og hún magnaðist þegar tveir japanskir stjórnarerindrekar voru myrtir þar í nóvember. AP Japanskir hermenn sendir til Íraks ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda áfram að greiða skoskum bændum bætur vegna tjóns sem þeir verða fyrir af völdum gæsa sem dvelja í Skotlandi á veturna þar til þær halda á varpstöðvarnar á Íslandi, að því er fram kemur á fréttavef The Scotsm- an. Bæturnar eiga að nema alls 90.000 pundum, andvirði 11,5 millj- óna króna, á tveimur árum. Scottish Natural Heritage, stofn- un sem fer með yfirstjórn náttúru- verndar í Skotlandi, hóf greiðslurnar árið 2001. Tugir þúsunda gæsa, meðal ann- ars allt að fjórðungur allra heiða- gæsa í heiminum, dvelja á veturna við Strathbeg-vatn í Skotlandi. Vegna sérstæðs dýralífs hefur svæð- ið verið lýst sérstakt evrópskt vernd- arsvæði, votlendi sem hefur alþjóð- legt mikilvægi og svæði með sérstakt vísindagildi. Bændurnir fá greiðslurnar vegna þeirra búsifja sem þeir verða að þola vegna verndunar gæsanna sem éta kynstrin öll af grasi, meðal annars á bithögum nautgripa, áður en þær halda í árlega ferð sína til Íslands. Þetta getur aukið fóðurkostnað bænda og minnkað heyfenginn til votheysverkunar. Skoskir bændur fá bætur vegna gæsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.