Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.01.2004, Qupperneq 26
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Risahús áður á dagskrá | Stórhýsi frá Butler sem nú er verið að reisa fyrir BYKO vekur upp minningar um að fyrir ríflega áratug kom til greina að reisa hús frá sömu aðilum á Selfossi sem íþróttahús og byggja yfir mal- arvöllinn á Selfossi. Þau áform komust það langt að teikningar voru komnar og málið var í alvar- legri skoðun en ekki varð af fram- kvæmdum. Margur hugsar að gaman hefði nú verið að eiga svona stórt knattspyrnuhús og vera samstiga höfuðborgarsvæð- inu í aðstöðu.    Riftun samnings | Bæjarráð Árborgar tók sl. fimmtudag fyrir álit frá Lögmönnum Suðurlandi, minnisblað um riftun kaupsamn- ings um lóðirnar Sigtún 5 og 5a. Í framhaldi af því samþykkti bæj- arráðið að nýta heimild til rift- unar á kaupum á lóðunum Sigtún 5 og 5a samkvæmt heimild í kaup- samningi.    Skólamál | Ráðning skólastjóra að Suðurbyggðarskóla kom fyrir bæjarráð á fimmtudag en skóla- nefnd hefur ekki lokið umfjöllun um málið þar sem ráðgjafar nefndarinnar hafa verið fjarver- andi. Stefnt er að því að afgreiða álit skólanefndar á aukafundi bæj- arráðs. Aukafundur í bæjarráði verður haldinn fyrir bæjarstjórn- arfund miðvikudaginn 21. janúar 2004.    Náttúran | Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að Sveitarfélagið Árborg verði sam- starfsaðili FnS við framkvæmd ráðstefnunnar. Ráðstefna Fræðslunets Suðurlands – Nátt- úran í ríki markmiðanna – sem haldin verður á Selfossi vorið 2005.    Sýnir í Listagjánni | Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistarkennari og listamaður á Selfossi, sýnir vatnslita- og pastelmyndir í jan- úar í Listagjánni sem er nýlegur sýningarstaður á neðri hæð Bæj- ar- og héraðsbókasafnsins. Mynd- irnar eru frá árinu 2003. Jón Ingi hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis. Sýningin stendur út janúar og er opin á af- greiðslutíma Bæjar- og héraðs- bókasafnsins. Bæjarmál í Árborg SUÐURNES Selfoss | Stórhýsi BYKO á Sel- fossi rís hratt við Langholt aust- ast í bænum. Um er að ræða 4.400 fermetra hús sem hýsa mun byggingavöruverslun og timb- urlager. Hin nýja verslun verður opnuð á vordögum. Það er fyr- irtækið Borgarafl sem reisir hús- ið sem er frá fyrirtækinu Butler í Skotlandi en Íslenskir að- alverktakar eru aðalverktakar að byggingunni. Á myndinni vinna starfsmenn Borgarafls, þeir Bergsveinn Magnússon og Aðalsteinn Grét- arsson, við að ganga frá járnbit- um áður en þeir eru settir á sinn stað í húsinu. Stórhýsi BYKO rís hratt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfoss | „Við smíðuðum sérstakan brunahana sem slökkviliðið getur tengt sig við og dælt úr. Þessir hanar hafa verið settir ofan í holurnar og síðan má dæla úr þeim,“ segir Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri en fyrirtæki hans, Ræktunar- samband Flóa og Skeiða, hefur borað eftir köldu vatni á nokkrum stöðum á Selfossi, sett niður rör og síðan er vatni dælt upp úr holunum. Ólafur segir mikið vatn í Þjórsárhrauninu sem er allt upp í 20 metrar á þykkt og Selfosskaup- staður stendur á en hraunið gengur fram í sjó eins og kunnugt er. Það verður ekki sagt annað en það sé nokkuð sérstakt að geta borað beint niður og síðan bara tengt brunahanann við holuna án þess að leggja að honum neinar vatnsleiðslur. Í kynningu á þessu verkefni spyr Ræktunar- sambandið hvort Flóamenn sitji á vatni en fyr- irtækið hefur borað holur ofan í berggrunninn og mælingar hafa sýnt að þar mé fá 20 – 30 lítra á sek- úndu úr hverri holu. „Þetta er langhagkvæmasta leiðin til að ná í slökkvivatn,“ segir í kynningunni. Ólafur segir fyrirtækið líka hafa borað ofan í hraunið eftir vatni fyrir fyrirtæki sem þurfi á miklu kælivatni að halda fyrir vélar og losnað þannig við að taka vatn frá vatnsveitu bæjarins. „Það er klárt að vatnið rennur hér undir fótum okkar. Vatnsborðið í án- um, Hvítá og Þjórsá, hefur þarna mikil áhrif. Vatnið rennur hérna í hrauninu og kemur svo und- an því langt úti í sjó,“ segir Ólafur Snorrason. Hann segir einnig að þetta geti verið tilvalin lausn á vatnsöflun fyrir bændur. Einn brunahananna er við Húsasmiðjuna, sem er stór bygging. Þar var lausn Ræktunarsam- bandsins beitt og líka í iðnaðarhverfi við Gagn- heiði þar sem eru fyrirtæki á báðar hendur. Einföld lausn í brunavörnum á Selfossi Smíðuðu brunahana til að setja ofan í borholur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðstæður nýttar: Ólafur Snorrason fram- kvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða við brunaholuhana í Gagnheiði á Selfossi. Stokkseyri | Íslandspóstur hefur lokað afgreiðslu sinni á Stokkseyri og samið við Shellskálann á Stokkseyri um að annast póstþjónustu og aðra þá starfsemi sem Íslandspóstur sinnti hér áður fyrr. Þessi breyting hefur það í för með sér að þjónustan eykst í formi þess að afgreiðslutíminn lengist til muna eða úr því að vera á milli 13 og 16 virka daga í að vera frá kl. 9 til 22 alla daga vikunnar. Það má segja að Jón Jónsson og Elsa Gunnþórsdóttir hafi gert Shells- kálann að þjónustumiðstöð fyrir Stokkseyringa þar sem boðið er upp á allar helstu nauðsynjar til heimilis- ins,vörur fyrir bílinn, veitingar, vide- oleigu og umboð fyrir happdrættin svo eitthvað sé nefnt. Þegar ut- anaðkomandi aðilar hafa ákveðið að skera niður þjónustu á Stokkseyri hafa þau bætt henni við hjá sér. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Þjónusta: Jón Jónsson og Elsa Gunnþórsdóttir á Stokkseyri. Pósturinn flytur um set Grindavík | Helgasport heitir líkams- ræktarstöð sem Helgi Jónas Guð- finnsson körfuknattleiksmaður hef- ur opnað í Grindavík. Stöðin er í húsi sem kennd er við Lagmetið vegna þeirrar starfsemi sem þar hefur verið. Áður var lík- amsræktarstöð í húsnæði sundlaug- ar Grindavíkur en Helgasport er í tvöfalt stærra húsnæði, á um 200 fermetrum. Möguleikar eru á stækk- un um 100 fermetra til viðbótar. Þá hefur tækjum verið fjölgað. „Þetta fer mjög vel af stað og „spinning“ hefst samkvæmt stunda- skrá eftir helgi. Við erum með fimm- tán hjól. Ég er mjög bjartsýnn á reksturinn þrátt fyrir að markaður- inn sé óljós enda rennslið þessa fyrstu daga mjög fínt,“ sagði Helgi Jónas. Helgi Jónas opnar líkamsræktarstöð Morgunblaðið/Garðar Páll VignissonStarfsemi er hafin af krafti í líkamsræktarstöð Helga Jónasar Guðfinnssonar. Suðurnes | Atvinnuleysi var hlut- fallslega mest á Suðurnesjum á síð- asta ári. Þó voru atvinnulausir færri í desember en í sama mánuði 2002. Skráð atvinnuleysi var að með- altali 4% af mannafla á Suðurnesj- um á árinu 2003, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Er það nokk- uð umfram landsmeðaltal sem var 3,4% og meira en í öðrum lands- hlutum. Samsvarar þetta því að 339 Suðurnesjamenn hafi verið atvinnu- laustir að meðaltali allt árið. Í desember voru 317 skráðir at- vinnulausir á Suðurnesjum og hafði þeim fjölgað nokkuð frá nóvember. Atvinnulausum körlum fjölgaði um nítján og konum um tólf. Hins veg- ar voru færri atvinnulausir í desem- ber en í sama mánuði á árinu 2002. Í lok desember voru 380 án vinnu á Suðurnesjum, 164 karlar og 216 konur. Heldur virðist hafa fjölgað á atvinnuleysisskránni síðan því á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að í gær voru 416 á skrá og er öll aukningin vegna fjölgunar karla á skrá. Mesta atvinnuleysið á Suðurnesjum Að meðaltali 339 án vinnu allt árið Reykjanesbær | Foreldrafélög leik- skólanna í Reykjanesbæ efna til op- ins fundar í sal Njarðvíkurskóla næstkomandi mánudagskvöld vegna hækkunar leikskskólagjalda nú um áramótin. Fundurinn hefst kl. 20. Gjaldskrá leikskólanna í Reykja- nesbæ hækkaði um áramót, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Tímagjaldið hækkaði um 23% en matur og hressing um 3–7%. For- eldri barns á leikskóla þarf að greiða 27 þúsund krónur á mánuði fyrir átta tíma vistun, hádegismat og hressingu, en á síðasta ári var gjaldið fyrir sömu þjónustu tæplega 22.800 kr. Hækkunin er því liðlega 4.200 krónur á mánuði eða 18,5%. Á fundinum skýra talsmenn for- eldrafélaganna gagnrýni sína og Árni Sigfússon bæjarstjóri situr fyrir svörum af hálfu bæjaryf- irvalda. Mótmæla hækkun leikskólagjalda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.