Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 68

Morgunblaðið - 17.01.2004, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 10.05. B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins HJ. MBL Sýnd kl. 8 og 10.10. Einnig sýnd í Sambíóunum Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6 og 9. The Rolling Stone SV. Mbl „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið  ÓHT. Rás2 Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Kvikmyndir.isGH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL Sýnd kl. 9. Einnig sýnd í Sambíóunum Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION  VG DV Hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig. Samleikur systkinanna er með ólíkindum. Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál” - ÞÞ Fréttablaðið 15.000 MANNS Á TVEIMUR VIKUM! Næstbesta opnun íslenskrar kvikmyndar frá upphafi! Kvikmyndasýningar hefjast í dag kl. 20. Vegna afmælishátíðar Eimskipafélags íslands Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. ÞAÐ er þrettán tíma munur áÍslandi og Nýja-Sjálandi.Þeir andfætlingar eru áundan. Eru vaknaðir áður en við förum að sofa. Fara að sofa áð- ur en sum okkar skríða fram úr. Það var því búið að vera hið mesta basl fyrir okkur Jane Campion, sem stödd er á heimaslóðum sínum í kærkomnu fríi, að stilla saman strengi okkar. Hún hafði fyrst lagt til að við töluðum saman kl. 17 síðdegis. Ókei, sagði ég. Sem það líka var, allt þar til ég komst að því að þá er kl. 4 að nóttu hjá mér. Niðurstaðan varð að ég myndi hringja kl. 20 því þá væri hún að vakna. Og ég vakti hana. Klukkan hjá henni var þá 9 að morgni. „Vildirðu vera svo vænn að hringja eftir 10 mínútur,“ sagði hún svefn- drukkinni röddu. Og ég hringdi 10 mínútum síðar. Hún var ennþá syfj- uð. „Fyrirgefðu mér. Þannig er það bara hérna þegar ég er í fríi að þá sef ég framundir hádegi. En þetta er í góðu. Dagurinn fallegur. Gott að ná aðeins meira af honum en venjulega.“ Vakin af værum blundi Það er ekkert þægilegt að vekja fólk. Hvað þá einhvern sem maður hefur dáðst alllengi að úr fjarlægð fyrir myndir á borð við An Angel At My Table og The Piano. Hefði alveg viljað hafa fyrstu kynnin önnur. En henni virtist sama. Komin með sitt kaffi. Var afslöppuð. „Ég er komin í gírinn. Með ljós- myndabók um Ísland fyrir framan mig. Alveg tilbúin. Þú ert íslenskur og vilt væntanlega ræða um Hilmar Örn,“ sagði hún einkar stóískum rómi, ennþá svefn- drukkin. Ég gat ekki neitað því og vatt mér því strax að efninu. Spurði hana beint út; hvers vegna hann? „Þannig var að Laurie Parker, einn framleiðenda myndarinnar, tek- ur tónlistina sérlega alvarlega og lagði mjög mikið upp úr að finna rétta tónskáldið fyrir myndina. Hún er mikill tónlistarunnandi og hefur sterkar skoðanir á kvikmyndatónlist á meðan ég hef alltaf verið frekar óör- ugg þegar kemur að þeim þætti kvik- myndagerðarinnar. Ég nýt þess að hlusta á góða kvikmyndatónlist en tækilega finnst mér ég alltaf vanhæf til að dæma um hvað sé fyrir bestu. Við komum okkur saman um að við vildum að í myndinni hljómaði tónlist sem væri nýtískuleg en í senn sígild. Og hún þurfti líka að búa yfir dýpt, sem leiddi okkur ósjálfrátt til Norð- urlanda, síðan Íslands og þar fundum við auðvitað tónlist Hilmars Arnar, sem við féllum fyrir þegar í stað. Við byrjuðum á að nota eldri tónlist hans til bráðabirgða og komust svo að þeirri niðurstöðu að hann gæti best túlkað tilfinningar sögupersónanna og aðstæður þeirra. Síðan kynntumst við honum og komumst að því að maðurinn semur ekki aðeins dásamlega tónlist heldur býr hann einnig yfir ómótstæðilegum persónutöfrum. Ég féll strax fyrir honum og dái hann hreinlega.“ Campion segir að Hilmar Örn hafi platað þær Parker til Íslands sem hún segir hafa verið frábært. Gaman að kynnast fleiri Íslendingum, skoða landið og Reykjavík. Ótæpileg kaffidrykkja á Íslandi Campion og Hilmar Örn komu miklu í verk hér og hún segir dvölin hér að mestu leyti hafa farið í vinnu. „Við góndum á tölvuskjáinn og hlustuðum á sömu tónbútana aftur og aftur og aftur. Fórum út. Komum inn, héldum áfram að góna og hlusta á sama bútinn. Svo snæddum við kvöldverð með Hilmari og vinum hans. Og ég las mikið, einkum Sjálf- stætt fólk, sem ég hafði náð mér í stuttu áður en ég fór til Íslands. Það var fyrsta bókin sem ég sá þegar ég fór í bókabúð í Ástralíu í leit að ís- lenskri bók og greip hana þá með mér. Alveg dásamleg bók. Hreint dásamleg. Svo drakk ég ótæpilega mikið af kaffi.“ – „Kaffi!?! Hvers vegna?“ „Nú, er það ekki þjóðardrykkur ykkar? Aðalfrístundaiðjan að fara á kaffihús og fá sér gott kaffi.“ Þegar blaðamaður spyr Campion út í hvort hún hafi vitað af því að það sé þegar búið að skrifa kvikmynda- handrit að Sjálfstæðu fólki, sagðist hún hafa hitt Snorra Þórisson, að- standanda fyrirhugaðrar myndar, og rætt við hann um verkefnið. „Okkur varð vel til vina og ég hefði sannarlega haft áhuga á að taka að mér að kvikmynda þessa frábæru sögu ef ég hefði ekki verið búin að ákveða að taka mér gott frí eftir In the Cut.“ En hún segist þó hafa fallið fyrir Laxness við það að lesa Sjálfstætt fólk. „Þetta var eins og að lesa Tolstoj í fyrsta skiptið, svo greinilega eitt af höfuðskáldum sem uppi hafa verið. Hann er snillingur.“ „Þetta var stóra Íslandsárið mitt,“ hélt Campion síðan áfram. – „Hvernig þá?“ „Ég kynnist Hilmari, heimsæki landið, les Sjálfstætt fólk, kynnist Snorra, fer svo til Lundúna og sé þar íslenska uppfærslu á Rómeó og Júlíu, sem mér þótti algjörlega frábær. Hvernig þau fór að því að gefa sirk- usbrögðum einhvern alvöru tilgang. Það var afar heillandi og líflegt. Og í sömu ferð fór ég í Tate Modern, sá stóru íslensku sólina og sagði guð minn góður!“ Þegar ég segi henni frá því að lista- maðurinn sem átti heiðurinn að verk- inu í Tate, Ólafur Elíasson, væri eig- inlega líka Dani, en við Íslendingar vildum eigan hann út af fyrir okkur þá greip hún það á lofti og sagðist skilja það vel. Hún skynjaði nefnilega að margt væri sameiginlegt með smáþjóðunum Íslendingum og Nýsjálendingum hvað þetta varðaði, væru báðar svo litlir, afskekktar og einangraðar. Þannig að þegar raddir þeirra heyrðust í hinum stóra heimi þá rifnuðu allir að stolti og gleði. Mannfræðingur með myndlistarmenntun Og maður leggur líka við hlustir þegar hún ber þessar fjarlægu en áþekku þjóðir saman því Campion er mannfræðingur að mennt. Nam þau fræðin við Victoria-háskólann í heimaborg sinni Wellington, þar sem hún fæddist fyrir 49 árum og 9 mán- Jane Campion leikstýrði kvikmyndinni In the Cut Þetta var stóra Íslandsárið mitt „Það er draumur að vinna með honum ,“ segir Jane Campion sem fékk Hilmar Örn Hilmarsson til þess að semja tónlist fyrir mynd sína In the Cut. Hún segir Skarphéðni Guðmundssyni að liðið ár hafi verið mikið Íslandsár fyrir sig, því þá hafi hún heimsótt landið, lesið Sjálfstætt fólk og séð Rómeó og Júlíu og stóru sólina í Lundúnum. Jane Campion stendur á fimmtugu og er eina konan sem hlotið hefur hinn eftirsótta Gullpálma kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.