Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.01.2004, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sunna kemur í dag. Arc- tic Wolf fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lómur 2. fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Miðar á þorrablót verða seld- irmánudag 19. jan. og þriðjudag 20. jan. kl. 13– 17. Félag eldri borgara, Ásgarði Glæsibæ. Félag eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni, ferða- nefndir um utanlands- og innanlandsferðir halda kynningarfund sunnudaginn 18. janúar kl. 14 í Ásgarði Glæsibæ um fyrirhugaðar ferðir árið 2004. Kynntar verða ferðir innan lands og utan. Gerðuberg, félagsstarf. Fjölbreytt dagskrá hvern virkan dag frá 9– 16.30, veitingar í kaffitíma og hádegi í Kaffi Berg. Sím 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14 á morgun sunnudag kl. 14. Kaffiveitingar. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl.14. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tartanbrautir eru opnar almennu göngufólki og göngu- hópum frá kl. 10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferð- ir blóðbankabílsins: sjá www.blodbankinn.is. Minningarkort Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. S. 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í s. 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í s. 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í s. 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. All- ur ágóði rennur til starf- semi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í s. 588 9390. Í dag er laugardagur 17. janúar, 17. dagur ársins 2004, Ant- óníusmessa. Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (1.Kor. 16, 13-14.23.) Vefþjóðviljinn fjallarum samkvæmni í um- ræðunni um lagasetningu gegn hringamyndun í viðskiptalífinu: „Í Við- skiptablaðinu í gær er bent á að ýmsir þeir sem nú berjast gegn lagasetn- ingu gegn hringamyndun hafa í raun unnið mál- stað sínum ógagn með framgöngu sinni. Þessir aðilar hafi, í stað þess að ræða málið efnislega, reynt að láta svo líta út að andstæðingar þeirra, einkum Morgunblaðið og forsætisráðherra, séu í máli þessu að halda fram afstöðu sem sé önnur en þeir hafi áður fylgt. En eins og rakið er í Við- skiptablaðinu þá er af- staða bæði Morgunblaðs- ins og forsætisráðherra sú sama og jafnan áður, óháð því hvernig vindar blása í atvinnulífinu.     Viðskiptablaðið minnirá að „Morgunblaðið gerði atlögu að við- skiptaveldi Eimskips upp úr 1990“ og rifjar jafn- framt upp að þegar á ní- unda áratug síðari aldar var Morgunblaðið farið að velta því upp hvort „útþensla fyrirtækisins sé að verða of mikil fyrir þetta fámenna sam- félag“. Og Viðskiptablað- ið minnir á að strax í stjórnarsáttmála fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, árið 1991, var eindregið stefnt að „löggjöf gegn einokun og hringamyndun“. Og þetta var tveimur árum fyrir EES, svona ef ein- hverjum þykir það skipta máli. Og eins og meðal annars kemur fram í Viðskiptablaðinu hefur forsætisráðherra síðan verið áfram um þetta mál. Sama má segja um ýmsa þingmenn Alþýðu- flokksins, síðar Samfylk- ingarinnar, og rekur Við- skiptablaðið ýmis gömul og ný stóryrði til dæmis Össurar Skarphéð- inssonar og Ólafs Ragn- ars Grímssonar í þá átt.     Menn geta haft sínarskoðanir á því hvort eðlilegt sé að lög gildi um það sem kallað er hringamyndun. Gegn því má færa rök, en það gera þeir ekki sem reyna að halda því fram að til að mynda forsætisráð- herra og Morgunblaðið sveiflist í málinu eftir því hvernig vindar blási. Bæði blaðið og ráð- herrann hafa verið sjálf- um sér samkvæm, rétt eins og Vefþjóðviljinn,“ segir á vefritinu. Pistl- inum lýkur á vangavelt- um um afstöðu þeirra Samfylkingarmanna sem áður hafi fjölyrt um nauðsyn lagasetningar gegn hringamyndun: „Ef þeir hafa einfaldlega sannfærst um röksemdir Vefþjóðviljans og ann- arra slíkra, og þá vænt- anlega líka sömu rök- semdir gegn samkeppnislögum al- mennt, þá er það fagn- aðarefni. Ef þeir eru að skipta um skoðun af öðr- um ástæðum, þá er það rannsóknarefni, að minnsta kosti fyrir al- menna flokksmenn þeirra.“ STAKSTEINAR Hringamyndun og samkvæmni Víkverji skrifar... Víkverja þykir gott að hlusta áútvarp, sérstaklega þegar um er að ræða vitsmunalega umræðu en ekki endalausa síbylju hinna „frjálsu“ útvarpsstöðva, sem virð- ast þó aldrei spila annað en það sem situr fremst í plöturekkum plötuverslana sem fyrir furðulega tilviljun eru í eigu sama eiganda og „frjálsu“ útvarpsstöðvarnar. Þegar Víkverji beið eftir vini sínum um daginn kveikti hann á bílútvarpinu og hlustaði á Kast- ljósið í Ríkisútvarpinu. Þar karp- aði þingmaður af hægri kantinum við hátt settan hjúkrunarfræðing um fjárhagsvanda heilbrigðiskerf- isins. Víkverji hefur löngum borið virðingu fyrir þingmanninum vegna hreinskilni hans og ein- lægni, en í þetta skiptið þótti Vík- verja þingmaðurinn skjóta langt yfir markið. Þingmanninum varð tíðrætt um þá hugmynd að heilbrigðiskerfið væri að sliga skattborgarana og klingdi þá í kunnugum bjöllum hægra heilahvelsins. Sömu rök koma þegar kvartað er og kveinað yfir sköttum og skyldum og hinu hræðilega ríkisbákni sem ætlar allt lifandi að drepa með skatt- píningu sinni. Víkverji er kannski bara meðsvona sterkt bak, en hann hefur, þrátt fyrir að vera fyr- irvinna heimilisins, lítið fundið fyrir sligun eða gríðarlegum þunga. Hann borgar sína skatta með bros á vör og veit að hann getur gengið að einni bestu heil- brigðisþjónustu í heimi og ágætu menntakerfi, sem þó má vel bæta. Orðið „bara“ kom oft fyrir hjá þingmanninum, en það orð nota þeir gjarnan sem telja lausnina svo einfalda að viðmælandinn hljóti að vera tregur að geta ekki séð hana. Dæmi um notkun: „Þú bara forgangsraðar þjónustunni,“ eða „þú bara skipuleggur þig bet- ur.“ Síðan er það algerlega óljóst hvort „barafólkið“ myndi í raun standa sig betur þegar það ætti að bregðast við þeim vandamálum sem það átti svo auðvelt með að leysa í stólnum í Kastljósinu. Vík- verji sér fyrir sér þingmanninn takast á við þau erfiðu mál sem upp koma á hverjum degi hjá starfsfólki heilbrigðisstofnana. Það dugar ekkert „bara“ þegar tekist er á við flókin vandamál lífsins. Í orðinu „bara“ felst of mikil einföldun. Fimm ára dóttir Víkverja skiptir hann mestu máli í heim- inum. Að hún geti gengið að ókeypis og öruggri læknisþjón- ustu ef eitthvað kemur fyrir skiptir Víkverja meira en nokkrir þúsundkallar á mánuði, sem þá færu bara í einhvern bévítans óþarfa eins og venjulega. Ef Vík- verji mætti ráða, þá væri byrjað á því að lækka kostnað spítalanna með því að losa þá við einokun lyfjaheildsala. Það væri ágætis byrjun á góðu verki. En Víkverji kannast ekki við að vera sligaður, þjáður og píndur af sköttum. Morgunblaðið/Golli Hvar á „bara“ að skera niður? LÁRÉTT 1 tvístígur, 4 snauð, 7 giftast aldrei, 8 aft- urkalla, 9 rödd, 11 skrif- aði, 13 verkfæri, 14 kind- urnar, 15 falskur, 17 mjög góð, 20 illgjörn, 22 huldumaður, 23 illkvittið, 14 út, 25 hirða um. LÓÐRÉTT 1 hörfar, 2 taki snöggt í, 3 sefar, 4 flutning, 5 spjald, 6 lyftitæki, 10 hót- ar, 12 hreinn, 13 ósoðin, 15 ríki, 16 heimshlutinn, 18 varkár, 19 blaðra, 20 spaug, 21 atlaga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 merkilegt, 8 lifur, 9 ræpan, 10 lóð, 11 karra, 13 illur, 15 bossa, 18 gatan, 21 sær, 22 lærin, 23 espir, 24 fagnaðinn. Lóðrétt: 2 elfur, 3 kurla, 4 lærði, 5 gepil, 6 slök, 7 knýr, 12 rós, 14 lóa, 15 bóls, 16 sorta, 17 asnan, 18 greið, 19 túpan, 20 næra. Krossgáta  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Útvarp Saga á Akureyri? ÉG bý á Akureyri og vil ég koma á framfæri þakk- læti mínu fyrir Útvarp Sögu. Það eru góðir þættir hjá þeim öllum á stöðinni. Stöðin er mjög skemmti- legt talmálsútvarp og er hennar sárt saknað hér á Akureyri. Maður vildi gjarnan borga eitthvert afnota- gjald ef það yrði til þess að hægt væri að endurvarpa stöðinni hér fyrir norðan. Væri ekki hægt að fá þessa stöð aftur á Norður- landið? Hlustandi. Nálarstungur við mígreni MIG langar að athuga hvort einhver getur bent mér á einhverja sem eru með nálarstungur eða ann- að sem virkar á mígreni. Ég er búin að prófa nál- arstungur hjá heimilis- lækni og Kínverjunum í Kópavogi og hvorugt dug- ar. Ég fór í nálarstungur hjá Úlfi Ragnarssyni fyrir a.m.k. tíu árum og losnaði algerlega við mígrenið þar til nú fyrir stuttu. Þeir sem gætu liðsinnt mér eru beðnir að hafa samband við Jóhönnu í síma 862 2737 eða á n10@bl.hhi.is Myndasögurnar aftur MYNDASÖGULESARI vildi koma þeirri skoðun sinni á framfæri að hann vildi fá gömlu, góðu myndasögurnar aftur í Morgunblaðið því hann er mjög óánægður með þess- ar nýju. Tapað/fundið Lítill bangsi í óskilum LÍTILL bangsi fannst á bílastæðunum við Kringl- una um jólaleytið. Upplýs- ingar í síma 568 7215. Kvengullúr týndist KVENGULLÚR týndist í Kringlunni eða á leiðinni upp á Sogaveg. Skilvís finnandi hafi samband í síma 693 0464. Heyrnartól í óskilum 13. janúar sl. fundust ný- leg heyrnartól á Jófríðar- staðavegi í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 555 4028 eða 864 4028. Dýrahald Sólon er týndur SÓLON er hvítur með svart skott með hvítum hring og svart á öðru eyra. Hann týndist frá Klepps- vegi 82 sl. sunnudag. Hann er með svarta ól en ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 695 1278. Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar, fress og læða, fást gefins, 8 vikna, kassavanir. Upplýs- ingar í síma 661 1920. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.