Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 15

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF PHARMACO hlaut í gær Íslensku þekkingarverðlaunin sem Félag við- skiptafræðinga og hagfræðinga, FVH, veitti í fjórða sinn. Jafnframt hlaut Róbert Wess- mann, forstjóri Pharmaco, viður- kenningu félagsins sem viðskipta- fræðingur ársins 2003. Er það í annað skiptið sem FVH afhendir þá viðurkenningu. Á þekkingardegi FVH í gær var yfirskriftin Stjórnun breytinga og var við val á þekkingarfyrirtæki árs- ins horft til þess að velja fyrirtæki sem skarað hefur fram úr þegar kemur að stjórnun breytinga. Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna, Baugur Group, KB banki, Medcare- Flaga og Pharmaco. Að sögn Gylfa Dalmanns, for- manns dómnefndar í vali á þekking- arfyrirtæki ársins, einkennir Pharmaco að sams konar stjórnar- uppbygging sé fyrir allar einingar sem hafi m.a. átt þátt í að auðvelda þann mikla ytri vöxt sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum. „Fyrirtækið hefur markvisst virkjað lykilstarfsmenn og stjórnendur við val á verkefnum og gengið vel að nýta og virkja krafta starfsmanna þeirra fyrirtækja sem fyrirtækið hefur yfirtekið. Vinna við þróun æskilegrar fyrirtækjamenningar og innleiðingu sameiginlegra gilda hef- ur einkennt breytingarsýnina,“ að því er fram kom í vali dómnefndar á Pharmaco. Viðskiptafræðingur ársins Margrét Sigurðardóttir, formaður dómnefndar við val á viðskiptafræð- ingi/hagfræðingi ársins, sagði í ræðu sinni að það hefði verið einróma mat dómnefndar að Róbert Wessmann, forstjóri Pharmaco, hefði sýnt það og sannað að hann væri hæfileikarík- ur stjórnandi sem hefði tekist á skömmum tíma að byggja upp stórt alþjóðlegt félag sem keppti við helstu fyrirtæki heims í framleiðslu samheitalyfja og stefndi nú að skrán- ingu í London. Róbert er fæddur árið 1969 og lauk prófi frá Viðskiptadeild Há- skóla Íslands árið 1993. Á árunum 1993–1999 gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum hjá Samskipum, var meðal annars forstjóri Samskipa í Þýskalandi. Um mitt ár 1999 tók hann við starfi forstjóra Delta þar til félagið sameinaðist Pharmaco þar sem hann hefur verið forstjóri síðan. Róbert sagði þegar hann tók við viðurkenningunum að vinnan við að byggja upp alþjóðlegt félag á fáum árum væri ekki verk eins manns heldur margra. Starfsmenn hefð- ukomið að af fullum krafti og mjög margir starfsmenn lagt meira á sig heldur en hægt væri að krefjast af þeim. Sagði hann að viðurkenning- arnar myndu hvetja sig og sam- starfsfólk sitt til dáða og það væri mikill heiður bæði fyrir hann sjálfan og Pharmaco að hljóta þessar við- urkenningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valgerður Sverrisdóttir,viðskiptaráðherra afhenti Róberti Wessmann, for- stjóra Pharmaco, tvær viðurkenningar í gær. FVH valdi Róbert viðskipta- fræðing ársins og Pharmaco hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin. Róbert Wessmann viðskiptafræð- ingur ársins hjá FVH Pharmaco hlýtur Íslensku þekk- ingarverðlaunin STJÓRNARANDSTAÐAN í Bret- landi sótti fast að stjórninni í gær eft- ir að Tony Blair forsætisráðherra við- urkenndi að hann hefði ekki haft vitneskju um mikilvægar upplýsingar frá leyniþjónustunni um meinta ger- eyðingarvopnaeign Íraka fyrir inn- rásina í Írak. Blair hélt því fram fyrir stríðið að samkvæmt gögnum leyniþjónustunn- ar gætu Írakar beitt efna- eða sýkla- vopnum með 45 mínútna fyrirvara en forsætisráðherrann kvaðst í fyrradag ekki hafa vitað á þeim tíma hvort þar var átt við eldflaugar eða skamm- drægari „vígvallarvopn“. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust í gær svara við því hvernig á því stæði að forsætisráðherrann hefði ekki gengið úr skugga um þetta áður en hann fyrirskipaði breskum her- mönnum að ráðast inn í Írak. „Ef ég væri forsætisráðherrann og hefði lát- ið hjá líða að spyrja þessarar grund- vallarspurningar áður en ég sendi hermenn okkar í stríð myndi ég taka stöðu mína til alvarlegrar athugun- ar,“ sagði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins. Leiðrétti ekki fjölmiðlana Geoff Hoon varnarmálaráðherra hefur viðurkennt að hann hafi vitað fyrir stríðið að fullyrðingin um 45 mínútna fyrirvarann ætti aðeins við um sprengikúlur. „Þetta var ekki mikið deilumál opinberlega á þessum tíma,“ sagði Hoon í útvarpsviðtali í gær og kvaðst telja að of mikið væri gert úr málinu. Fullyrðingin um að Írakar hefðu getað beitt efna- eða sýklavopnum með 45 mínútna fyrirvara kom fram í skýrslu sem breska stjórnin notaði til að réttlæta innrásina. Blair fjallaði um þetta í formála að skýrslunni en ekki kom fram hvers konar vopn þetta væru nákvæmlega. Daginn eftir birtu breskir fjöl- miðlar fréttir – sem ekki voru leið- réttar – um að Írakar gætu gert efna- eða sýklavopnaárásir á nálæg ríki. Söluhæsta dagblað Bretlands, The Sun, birti forsíðufrétt með fyrirsögn- inni: „Bretar 45 mínútum frá dóms- degi“. Þegar Hoon kom fyrir varnarmála- nefnd þingsins í gær var hann spurð- ur hvers vegna hann hefði ekki leið- rétt þetta. Hann kvaðst þá ekki hafa verið í landinu á þessum tíma og ekki lesið blöðin. George W. Bush Bandaríkjaforseti varði í gær innrásina í Írak og kvaðst ekki iðrast hennar þótt engin gereyð- ingarvopn hefðu fundist í landinu. „Frelsun Íraks var réttlætisaðgerð, kúguð þjóð var frelsuð undan valdi illrar stjórnar,“ sagði hann. Fast sótt að Blair forsætisráðherra á breska þinginu London. AFP. Geoff HoonTony Blair Vissi ekki hvort Írakar gátu beitt eldflaugum STARFSFÓLK BBC, breska ríkisútvarpsins, mótmælti í gær við höfuðstöðvarnar í London og við mörg útibú stofnunarinnar því, sem það kallar árás stjórnvalda á stofnunina og óháða fréttamennsku. Mótmælti það nið- urstöðu Hutton-rannsóknarinnar á dauða vísindamannsins Davids Kellys en hún hvítþó ríkisstjórnina af allri sök en fordæmdi fréttaflutning BBC. „Látið BBC í friði“ var helsta slagorðið í mótmælunum. Reuters Starfsmenn BBC mótmæla KÓLUMBÍA stendur frammi fyrir meiri hörmungum en nokkurt annað ríki utan Afríku, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Þar er haft eftir Kamel Morjane, aðstoðarflóttamannafulltrúa Sam- einuðu þjóðanna, að ástandið sé að- eins verra í Lýðveldinu Kongó og Súdan. Tvær til þrjár milljónir manna hafa flúið heimkynni sín vegna borg- arastyrjaldar sem geisað hefur í Kól- umbíu í 39 ár. Morjane skoraði á þjóðir heims að leiða ekki vandann hjá sér og kvaðst ætla að beita sér fyrir því að þær legðu meira af mörkum til hjálpar- starfsins í Kólumbíu. „Mér fannst ég vera í einu af al- snauðustu löndum Afríku, það var átakanlegt að sjá aðstæður fólksins,“ sagði embættismaðurinn. Þúsundir Kólumbíumanna hafa flúið til grannríkjanna eða leitað hælis í Bandaríkjunum og Evrópu vegna átakanna. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna vonast til þess að finna leiðir til að beina athygli heimsins að þjáningum flóttafólksins í Kólumbíu. Lítið hefur verið fjallað um þetta vandamál á alþjóðavettvangi og at- hyglin hefur einkum beinst að eitur- lyfjasmygli og átökum milli kólumb- íska stjórnarhersins og uppreisnarhreyfinga, að því er BBC hefur eftir Morjane. Hörmungarástand ríkir í Kólumbíu FJÖLDI nýskráðra hlutafélaga og einkahlutafélaga hjá fyrirtækjaskrá var 2.389 á síðasta ári. Nýskrán- ingum fækkaði því um rúm 23% frá árinu 2002, þegar 3.120 ný félög voru skráð. Flestar nýskráningar á síðasta ári, eða um 35%, voru í greinum sem tilheyra yfirflokknum fast- eignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta. Undir þennan flokk falla meðal annars rekstur eignarhaldsfélaga, leiga at- vinnuhúsnæðis, hugbúnaðargerð og rekstrarráðgjöf. Þeir yfirflokkar sem á eftir komu voru verslun og ýmis viðgerðarþjónusta, með 16%, og byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð, með 12%. Af einstökum atvinnugreinum voru flestar ný- skráningar í flokknum leiga at- vinnuhúsnæðis. Þá voru mörg hinna nýskráðu félaga með starfsemi á sviði húsbygginga og mannvirkja- gerðar, reksturs eignarhaldsfélaga og smábátaútgerðar. Langflest ný hlutafélög voru skráð á höfuðborgarsvæðinu, eða 69% allra skráninga. Vestfirðir voru hins vegar með flestar nýskrán- ingar miðað við íbúafjölda, eða 9,2 á hverja þúsund íbúa. Höfuðborgar- svæðið fylgdi fast á eftir með 9,1 nýskráningu á hverja þúsund íbúa. Nýskráningum hlutafélaga fækkar HÆTTA er á, að lifrarbólga C verði að faraldri í Evrópu og valdi gríðarlegu álagi á heil- brigðiskerfið og framlög til þess. Kemur það fram í nýrri skýrslu frá stofnun, sem fylgist með lyfjanotkun og lyfjafíkn. Í skýrslunni segir, að hugs- anlega þjáist „nokkrar milljón- ir“ manna í ríkjum Evrópusam- bandsins af sjúkdómnum en lifrarbólguveiran smitast eink- um við kynmök og með smituðu blóði, til dæmis með óhreinum sprautunálum. 60 til 90% af ný- smituninni eiga sér stað meðal fíkniefnaneytenda. Varað við lifrarbólgu- faraldri Lissabon. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.