Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
ekki enn tekið ákvörðun um að
fækka bandarískum hermönnum í
Evrópu, að sögn bandarísks emb-
ættismanns sem neitaði frétt í Fin-
ancial Times um að stjórnin í
Washington væri að búa sig undir
að fækka hermönnunum í Evrópu
um allt að þriðjung.
Bandaríski embættismaðurinn
sagði í gær að stjórnin héldi áfram
viðræðum við ráðamenn í Evrópu.
„Hvers konar fréttir sem gefa til
kynna að við séum í þann veginn að
taka ákvörðun í þessu máli eru ein-
faldlega ekki nákvæmar,“ sagði
hann.
Financial Times sagði í frétt á
miðvikudaginn var að Bandaríkja-
stjórn væri að „búa sig undir að
fækka hermönnum í Evrópu um
allt að þriðjung“ og það yrði ein
mesta fækkun bandarískra her-
manna í álfunni eftir síðari heims-
styrjöldina.
Blaðið hafði eftir stjórnarerind-
rekum að stjórnin í Washington
hygðist ekki koma upp nýjum og
varanlegum herstöðvum í Austur-
Evrópu. Óttast hafði verið að það
yrði gert til að refsa nokkrum ríkj-
um Vestur-Evrópu fyrir að leggj-
ast gegn innrásinni í Írak.
Viðræðum haldið áfram
„Ef eitthvað er, verða hermenn-
irnir, sem teknir verða frá Evrópu,
sendir heim,“ hafði Financial Tim-
es eftir stjórnarerindreka eins af
aðildarríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO. „Þaðan verða þeir
sendir á heræfingar eða í þjálfun-
arferðir til lítilla herstöðva sem
komið verður upp til bráðabirgða í
Póllandi, Rúmeníu eða Búlgaríu.“
Bandarískur heimildarmaður
fréttastofunnar AFP lagði áherslu
á að viðræðum Bandaríkjastjórnar
við NATO-ríki væri ekki lokið og
engar tillögur í þessum efnum
hefðu verið lagðar fyrir Donald
Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna. Rumsfeld hyggst
sitja óformlegan fund varnarmála-
ráðherra NATO-ríkja í München á
föstudag, fyrir árlegan fund um ör-
yggismál sem haldinn verður í
borginni.
„Mikið er í veði“
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í lok janúar
að endurskipulagning bandaríska
heraflans leiddi til þess að her-
mönnum í Evrópu yrði fækkað, en
nefndi engar tölur í því sambandi.
Powell sagði ennfremur Vladím-
ír Pútín Rússlandsforseta á fundi
þeirra í Moskvu í vikunni sem leið
að Bandaríkjastjórn hefði ekki í
hyggju að koma upp herstöð nær
Rússlandi.
Financial Times hafði eftir
stjórnarerindrekum að varnar-
málaráðuneytið í Washington
hygðist stofna litlar og mjög hreyf-
anlegar sveitir sem hægt yrði að
flytja fljótt í herstöðvar sem not-
aðar yrðu til bráðabirgða.
„Bandaríkjastjórn hefur enn
mikið samráð við bandamenn sína.
Hún hefur ekki enn tekið loka-
ákvörðun um hvaða stöðvum verð-
ur lokað,“ hafði Financial Times
eftir þýskum stjórnarerindreka.
„Mikið er í veði. Framtíð heilu
þorpanna byggist á herstöðvunum,
einkum í Þýskalandi. Menn geta
bara ekki eyðilagt þessi 60 ára
gömlu tengsl.“
Um 119.000 bandarískir her-
menn eru nú í Evrópu, þar af
80.000 í Þýskalandi. Þegar kalda
stríðið var í hámarki voru yfir
300.000 bandarískir hermenn í
Vestur-Evrópu.
Segjast ekki hafa ákveð-
ið að fækka hermönnum
Brussel. AFP.
Bandaríkjamenn neita því að þeir
hafi ákveðið að fækka hermönnum
sínum í Evrópu um allt að þriðjung
TVÍBURABRÆÐUR sem fóru fyrir hópi
lúxusbílaþjófa í Malasíu hafa verið rausn-
arlegir í framlögum sínum til mun-
aðarleysingjahæla og annarra góðgerð-
arstofnana, að því er The Daily Star
greinir frá. Þessir nútíma Hróar hettir,
sem stela frá hinum ríku og gefa að
minnsta kosti hluta þýfisins til hinna fá-
tæku, eru taldir hafa gefið matvæli fyrir
sem svarar hundruðum þúsunda króna til
nokkurra munaðarleysingjahæla. Bræð-
urnir eru 25 ára. Þjófagengið sem þeir
veita forstöðu sérhæfir sig í að stela
Mercedes Benz og BMW, og eru taldir hafa
komið höndum yfir um 20 slíka undanfarið
ár. Lögregla komst á snoðir um góð-
mennsku þjófanna þegar fjórir ungir
menn voru handteknir nýlega og reyndust
hafa í fórum sínum kvittanir fyrir fram-
lögum til góðgerðarstofnana.
Þeir kasta
slátrinu …
SKIPULEGGJENDUR hálandahátíðar í
Ástralíu hafa kallað yfir sig reiði sannra
Skota með því að ætla að nota „sláturlíki“ í
stað alvöru sláturkeppa, eða „haggis“, í slát-
urkastskeppni sem er liður í leikunum. Slát-
urlíkið, að líkindum haframjöl og sag í poka,
átti að nota til að komast hjá „sóðaskap“ á
Berwick-hálandaleikunum, sem fram fara í
Melbourne nú um helgina. En slátrarinn
Rob Boyle, sem sérhæfir sig í hefðbundnum
skoskum, írskum og enskum kjötréttum,
telur skipuleggjendur leikanna vera að gera
mikil mistök, og hefur boðist til að láta þá
hafa ekta sláturkeppi, pakkaða í lofttæmdar
umbúðir svo að enginn verði nú sóðaskap-
urinn. Sláturkastsmeistari Ástralíu, Eddie
Harman, segir alvöru sláturkeppi hafa verið
notaða á meistaramótinu í Skotlandi, og svo
ætti einnig að vera í Ástralíu.
Háloftagóðgæti
FARÞEGAR með vélum flugfélagsins
Cathay Pacific, sem staðsett er í Hong
Kong, geta átt von á kræsingum. Til þess
að bæta þjónustuna við farþega sína fór
flugfélagið þess á leit við starfsfólk sitt að
það legði til uppskriftir að góðum, kín-
verskum mat handa farþegum. Eftir að
matreiðslukeppni hafði farið fram voru
valdir 12 sigurvegarar og í lok apríl verð-
ur farið að bera rétti þeirra fram á fyrsta
og viðskiptafarrými í flugi félagsins á milli
Hong Kong og Vancouver í Kanada. Meðal
þess sem þar verður boðið upp á er rétt-
urinn sem sigraði í keppninni, mjólkurbúð-
ingur með engifersafa, sem búinn verður
til um borð í vélinni af höfundunum sjálf-
um, Steven Sim og Yvonne Lam. Einnig
verða á þessum „úrvalsmatseðli“ hörpu-
skel- og rækjubollur með svartbaunasósu,
og humar með spínati í hörpuskelsósu.
Idjót!
SVO FÓR, að í bræði sinni drap Li Yong
páfagaukinn sinn, sem aldrei gat lært að
segja einfaldlega halló, en var óspar á sví-
virðingar. Li, sem er Kínverji og býr í Hen-
an-héraði, tjáði þarlendum fjölmiðlum að
hann hefði keypt fuglinn fyrir átta mán-
uðum og árangurslaust reynt að kenna hon-
um að segja „halló“ og „bless“. Li fékk sig
að lokum fullsaddan og í bræði sinni æpti
hann að páfagauknum: „Idjót!“ Fuglinn
svaraði fullum hálsi í sömu mynt og bætti
fáeinum fúkyrðum við. Það var þá sem Li
lógaði páfagauknum. Ekki er útlit fyrir að
ótti við fuglaflensu hafi ráðið þarna nokkru
um.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Hrói höttur í
Malasíu
Reuters
Þrívíddarpúsluspil af jarðkringlunni,
sem kynnt var á leikfangasýningu
sem nú stendur í Nürnberg. Sýningin
er sú viðamesta í heiminum.
Margbrotið verk
SILVIO Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, lýsti í gær yfir
stuðningi sínum við Alain
Juppe, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakklands, en hann
hefur verið dæmdur í 18 mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyr-
ir spillingu.
„Kommúnisminn á sér aðra
birtingarmynd. Það er komm-
únismi án kommúnisma,“ sagði
Berlusconi, sem sjálfur á yfir
höfði sér spillingarákærur, í
ræðu, sem hann flutti á fundi
hægriflokka í Brussel. „Það er
hættulegasta myndin vegna
þess, að hún er svo ógreinileg.
Fulltrúar hennar segjast ekk-
ert eiga skylt við kommúnisma
en beita samt aðferðum hans.
Ég leyfi mér að lýsa yfir stuðn-
ingi við Juppe, sem ég þekki og
met mikils.“
Klöppuðu nokkrir fyrir ræð-
unni en annars voru viðbrögðin
heldur vandræðaleg.
Berlusconi styður Juppe
Brussel. AFP.
BANDARÍSKI flugherinn birti nýlega þessa ljós-
mynd sem sýnir flugmann skjóta sér út úr stjórn-
klefa herþotu innan við sekúndu áður en hún skall
til jarðar á flugsýningu við herstöð í Bandaríkj-
unum í september í fyrra. Í tilkynningu flughersins
segir, að flugmaðurinn, sem slapp ómeiddur, hafi
stýrt þotunni frá um 60 þúsund manna áhorf-
endahópi og fullvissað sig um að hann gæti ekki
bjargað henni áður en hann skaut sér úr henni. Þot-
an var af gerðinni F-16 Falcon og tilheyrði sýning-
arhópi slíkra véla, svokölluðum Thunderbirds, sem
flugherinn hefur haft á sínum snærum frá 1982.
Reuters
Skaut sér út sekúndu fyrir hrap
GEORGE W. Bush Banda-
ríkjaforseti gagnrýndi í gær
nýjan úrskurð hæstaréttar
Massachusetts-ríkis sem heim-
ilar hjónabönd samkyn-
hneigðra.
Rétturinn úrskurðaði í nóv-
ember að bann ríkisins við
hjónaböndum samkynhneigðra
stangaðist á við stjórnarskrána
og þing ríkisins fékk hálfs árs
frest til að breyta hjúskapar-
lögunum. Þingmenn báðu dóm-
stólinn að útskýra úrskurðinn
frekar og spurðu hvort nóg
væri að heimila staðfesta sam-
búð samkynhneigðra til að full-
nægja úrskurðinum. Dómstóll-
inn komst að þeirri niðurstöðu í
fyrradag að svo væri ekki og að
sögn The Washington Post
þurfa yfirvöld í Massachusetts
að heimila hjónabönd samkyn-
hneigðra frá og með 16. maí.
Bush sagði úrskurðinn „mik-
ið áhyggjuefni“ og kvaðst ætla
að gera það sem væri „lagalega
nauðsynlegt til að vernda helgi
hjónabandsins“.
Forsetinn gaf til kynna að til
greina kæmi að breyta stjórn-
arskránni til að hindra hjóna-
bönd samkynhneigðra, sem
hafa hvergi verið leyfð í Banda-
ríkjunum. Stjórnarskrárbreyt-
ingar taka þó langan tíma.
Hjónabönd
samkynhneigðra
Bush
gagnrýn-
ir nýjan
úrskurð
Boston. AFP.