Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Laugardalur | Sú nýbreytni hefur
verið tekin upp í Húsdýragarðinum
að bjóða upp á sérstaka vinnu-
morgna fyrir sjöttu bekkinga
grunnskóla. Fræðsludeild Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins hefur
meðal annars það hlutverk að taka
á móti skólahópum og fræða krakk-
ana um dýrin í garðinum. Bæði er
boðið upp á leiðsögn og einnig sér-
stök námskeið þar sem farið er ofan
í kjölinn á ákveðnum þáttum sem
varða dýrin.
Vinnumorgnarnir eru lang-
vinsælasta námskeiðið á vegum
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Fullbókað er á námskeiðið þetta
skólaár og ekki verður byrjað að
taka á móti skráningum fyrir næsta
skólaár fyrr en í ágúst.
Þátttakendur í Vinnumorgni
þurfa að vera mættir í garðinn
stundvíslega klukkan 07:45 að
morgni. Einn bekkur mætir í senn
og er honum skipt í þrjá hópa. Einn
hópurinn sér um umhirðu dýranna í
fjár- og hesthúsi, annar hópurinn
um dýrin í fjósinu, kýrnar og svínin
og sá þriðji um villtu dýrin, hrein-
dýr, minka og refi. Ekki er um ná-
kvæmlega sömu verkin að ræða í
öllum húsunum því það þarf að
kemba hestunum og mjólka kýrnar,
en ekki er mögulegt að eiga slíka
snertingu við villtu dýrin.
Viðvarandi fróðleikur
Allir hóparnir fá viðamikla
fræðslu um þau dýr sem þeir sjá
um. Þegar verkum er að mestu lok-
ið fara krakkarnir inn í hlýjuna og
fá sér í svanginn og taka þau þá vel
til matar síns. Síðan miðla hóparnir
þekkingu sinni til hinna með ör-
stuttum fyrirlestrum um dýrin sem
þau höfðu umsjón með, segja frá
skemmtilegum atvikum og því sem
kom þeim mest á óvart við vinnuna.
Námskeiðinu lýkur svo við sela-
laugina við það að selunum er gefið
og þau fá síðan með sér fræðslu-
pakka til að taka með í skólann svo
hægt sé að halda áfram að nýta
fróðleikinn sem þau tileinkuðu sér.
Í gær fengu nemendur í sjötta
bekk AH í Lindaskóla að vinna
sveitastörfin. Þeim fannst afar
gaman að því að fá að vinna með
dýrunum og spurðu margra spurn-
inga. Unnur Sigurþórsdóttir
fræðslufulltrúi í Húsdýragarðinum
segir reynsluna af þessu starfi mjög
góða. „Krakkarnir vita oft ekki
mjög mikið þegar þau koma en þau
vita mun meira þegar þau fara.
Þeim finnst þetta allt mjög spenn-
andi og þetta höfðar til þeirra, sér-
staklega af því að við erum með
þennan aldur,“ segir Unnur. „Þetta
eru mest börn úr Reykjavík og ná-
grenni, sem fá ekki að skoða dýrin
með þessum hætti nema í mesta
lagi einu sinni á ári eða svo og upp-
lifunin þeirra er alveg stórkostleg.
Þau átta sig á því að þetta eru ekki
bara dýr sem hægt er að slökkva á
á kvöldin, heldur þarf að huga að
þeim allan daginn alla daga.“
Önnur námskeið í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum eru skynfæra-
námskeið fyrir nemendur í 3. bekk
grunnskóla og námskeið um villt
dýr fyrir nemendur á gagnfræði-
skólastigi. Einnig var haldið síðast-
liðið sumar vel heppnað dýranám-
skeið fyrir 10–12 ára krakka sem
einnig verður á komandi sumri.
Vinnumorgnar fyrir börn í Húsdýragarðinum
Stórkostleg upplifun
Morgunblaðið/Ásdís
Puð og púl í morgunsárið: Hvort sem um er að ræða sparnaðaraðgerð af hálfu Húsdýragarðsins eða góðan valkost
í fræðslu barna hefur þessi nýbreyttni mælst afar vel fyrir og börnin skemmtu sér konunglega við sveitastörfin.
Miðbær | Dagarnir eru misjafnir
hjá fólki, sumir gefa sér tíma til að
setjast niður yfir kaffibolla og
skeggræða málin á meðan aðrir
þurfa að hlaupa bæjarenda á milli í
hvers kyns erindagjörðum. Í mið-
bænum kristallast þessar ólíku
þarfir fólks í skörpum andstæðum
sem myndast þar sem gangstéttin
heilsar gluggum húsanna. Í Banka-
strætinu leið heimurinn hjá á tvö-
földum hraða á meðan gestirnir
sátu í mestu makindum og ræddu
sín hjartans mál.
Morgunblaðið/Heiðar Þór
Ólíkur takt-
ur dagsins
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Brunndælur
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Óskum eftir 4ra herbergja
íbúð í hverfi 101
Heimili fyrir þig - alhliða eignaumsýsla
sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
fyrir ákveðinn kaupanda.
Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Pétursson
löggiltur fasteignasali á skrifstofu Heimilis
eða í síma 699 3444.Bogi Pétursson,
lögg. fasteignasali.
HREPPSNEFND Arnarneshrepps
hefur samþykkt að óska eftir fundi
með stjórn Sorpeyðingar Eyjafjarð-
ar, til að ræða hugsanlega staðsetn-
ingu á sorpurðunarstað í sveitarfé-
laginu. Áður hafði Sorpeyðing
Eyjafjarðar sent erindi til hrepps-
nefndar, þar sem leitað var eftir
samvinnu um málið. Stjórn Sorpeyð-
ingar nefndi tvo staði í hreppnum í
erindi sínu, annars vegar við Bjarn-
arhól og hins vegar við Dysnes.
Hjördís Sigursteinsdóttir, oddviti
Arnarneshrepps, sagði að ekki væri
búið að útiloka að þessi starfsemi
yrði í hreppnum. Hins vegar væri
ekki mikill áhugi fyrir því innan
hreppsnefndar að slík starfsemi yrði
við Bjarnarhól eða á Dysnesi. Svæð-
ið við Bjarnarhól hefði ekki komið
vel út í rannsóknum sem þar voru
gerðar, auk þess sem andstaða væri
meðal íbúa í nágrenni jarðarinnar
og þá hefði verið horft til þess að
Dysnes væri álitlegasti staðurinn
undir stóriðju í firðinum.
Hjördís sagði að hreppsnefndin
hefði áhuga á að heyra hvaða hug-
myndir væru uppi innan stjórnar
Sorpeyðingar. „Við viljum ræða
málin og útilokum ekki neitt. Á
fundi fyrir ári óskuðum við eftir því
að fá að vita hvað væri verið að biðja
um og hvernig starfsemi þetta yrði.
Við höfum ekki enn fengið svar við
því en þeir töluðu um að útfæra hug-
myndina þegar staðsetningin lægi
fyrir.“
Hjördís sagði að sorpurðun varð-
aði alla íbúa í Eyjafirði og því mættu
fleiri taka sig saman í andlitinu
varðandi þetta mál.
Hreppsnefnd Arnarneshrepps
Útilokar ekki sorpurð-
un í sveitarfélaginu
KOSTNAÐUR við snjómokstur og
hálkuvarnir á Akureyri í síðasta
mánuði nam um 15 milljónum
króna. Þetta er jafnframt dýrasti
mánuður í snjómokstri og hálku-
vörnum frá árinu 1994, samkvæmt
yfirliti frá framkvæmdadeild bæj-
arins. Kostnaður við snjómokstur
og hálkuvarnir í febrúar árið 2002
nam 12,5 milljónum króna og í
mars árið 2000 var kostnaðurinn
10,5 milljónir króna.
Heildarkostnaður við snjómokst-
ur og hálkuvarnir nam um 41,5
milljónum króna á árinu 2003 og
hefur ekki verið hærri á áð-
urnefndum tíma árs frá 1994.
Kostnaðurinn árið 2002 nam rúm-
um 37 milljónum króna, árið 1999
tæpum 35 milljónum króna og rúm-
um 31 milljón króna árin 2000 og
1995.
Þegar mest var voru um 30 snjó-
ruðningstæki á ferðinni á Akureyri
í síðasta mánuði. Heldur hefur
dregið í snjókomunni nú í febrúar
en gríðarmiklir snjóruðningar eru
um allan bæ. Unnið er að því keyra
burtu snjó þessa dagana og þá helst
frá gatnamótum, gangbrautum og
öðrum svæðum þar sem slysahætta
getur skapast.
Morgunblaðið/Kristján
Snjóruðningar um allan bæ. Unnið er að því að keyra burtu snjó víða á Ak-
ureyri og af nógu er að taka.
Snjómokstur og hálkuvarnir
Kostnaðurinn í janúar
15 milljónir króna
Kristín sýnir í Gallerí+ | Kristín
Reynisdóttir opnar myndlistarsýn-
ingu í Gallerí+, Brekkugötu 35 á
morgun, laugard. 7. febrúar kl. 16.
Kristín nam skúlptúr í MHÍ og
stundaði framhaldsnám í Düsseldorf
og hefur verið starfandi myndlist-
arkona síðan og sýnt oft hér og er-
lendis. Á síðasta ári hlaut hún 6 mán-
aða starfslaun listamanna og
ferðaðist m.a. til suður Evrópu. „Sýn-
ingin fjallar um þá upplifun að vera
bæði áhorfandi og þátttakandi á tím-
um átaka um siðmenningu þar sem
togast á öfl sem eiga rætur að rekja
til rótgróinna hefða. Einnig hvernig
formbirting trúarbragða setur merki
sitt á hið kven- og karllæga sem ísl-
ömsk trú býður upp á og end-
urspeglun þess í samfélaginu,“ segir í
frétt um sýninguna. Hún er opin um
helgar frá kl. 13.-17 og aðra daga eftir
samkomulagi í síma 462 7818. Sýn-
ingin stendur til og með 22.febrúar.
Hádegistónleikar | Björn Steinar
Sólbergsson organisti heldur hádeg-
istónleika í Akureyrarkirkju á morg-
un, laugardaginn 7. febrúar kl. 12. Á
efnisskránni eru verk eftir Dietrich
Buxtehude og Johann Sebastian
Bach. Lesari er sr. Svavar A. Jóns-
son. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
VG 5 ára | Haldið verður upp á 5
ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs á Café Amour, (efri
hæð) í kvöld, föstudagskvöldið 6.
febrúar, kl. 20.30. Steingrímur J.
Sigfússon ávarpar gesti, Skúli og
Þórhildur spila, hljómsveitin
Hrafnaspark leikur og þá verður
upplestur, fjöldasöngur og gam-
anmál á dagskránni. Fundur um
sjávarútvegsmál verður svo haldinn
á laugardag, 7. febrúar, kl. 11 til 13 í
gömlu Gróðarstöðinni við Krókeyri.
Árni Steinar Jóhannsson, Stein-
grímur J. Sigfússon og Þuríður
Bachmann flytja stutt erindi.
Þau yngri tefla | Akureyrarmót
barna og unglinga í skák, 15 ára og
yngri, hefst á morgun, laugardaginn
7. febrúar kl. 13:30. Teflt verður tvo
laugardaga, á morgun og svo 23.
febrúar. Þátttökugjald er 300 kr. og
verða veitt verðlaun í 4 flokkum, 9
ára og yngri, 10-12 ára, 13-15 ára og
stúlknaflokki. Að venju er teflt í hús-
næði Skákfélags Akureyrar í
Íþróttahöllinni og eru allir krakkar á
þessum aldri boðnir velkomnir.