Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 21

Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 21 Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband 10 www.islandia.is/~heilsuhorn PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Árnesapóteki, Selfossi, Lífsins lind í Hagkaupum og , Kárastíg 1. 10 áraGott fyrir heilsuna Spektro Multivitamín, steinefnablanda ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. Salmon oil Gegn stirðleika í liðamótum Calcium Citrat Veldu kalk sem gerir gagn. Einnig hægt að fá með D vítamíni Barnamulti Tyggjanlegt fjölvítamín fyrir börn FULLRTÚAR í viðræðunefnd Ak- ureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps, um hugsanlega sameiningu sveitar- félaganna, komu saman til fyrsta fundar í ráðhúsinu á Akureyri í gær. Fulltrúar Akureyrarbæjar eru þeir Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri og bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Oddur Helgi Hall- dórsson en fulltrúar Hríseyj- arhrepps þeir Ragnar Jörundsson sveitarstjóri, Kristinn Árnason odd- viti og Þröstur Jóhannsson vara- oddviti. Kristinn sagði að Hríseyingar horfðu til þess að Eyjafjörður yrði eitt sveitarfélag og það væri því táknrænt að litli og stóri hæfu við- ræður um sameiningu. Kristinn sagði að hugsanleg sameining við Akureryri hefði ekki verið kynnt formlega í eynni en sagði að þótt skiptar skoðanir væru um ýmsa hluti, væru menn jákvæðir fyrir málinu. „Við förum í þessar við- ræður með bjartsýni og munum bera hag Hríseyinga fyrir brjósti.“ Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, sagði að farið hefði verið vítt og breitt um sviðið á þessum fyrsta fundi og að ágætlega hefði farið á með mönnum. „Við vorum að reyna að skýra línur og setja niður fyrir okkur á hvern hátt best er að vinna að framgangi máls- ins,“ sagði Kristján Þór. „Menn hallast mjög að því að vinna það til- tölulega hratt.“ Hann sagði að farið hefði verið yfir stöðuna og á hvern hátt sameiginlegt sveitarfélag, Ak- ureyri og Hrísey, gæti gengið upp. Bæjarstjóri sagði að horft væri til þess að hugsanlega yrði hægt að kjósa um sameiningu sveitarfélag- anna samhliða forsetakosningum í sumar, þ.e. ef af slíkum kosningum yrði. Viðræðunefnd Akureyrarbæjar og Hríseyjarhrepps Stefnt að því að vinna tiltölulega hratt Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittir við samningaborðið. Fulltrúar Akureyrarbæjar og Hríseyj- arhrepps við upphaf fundar um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. F.v. Oddur Helgi Halldórsson, Jakob Björnsson, Kristján Þór Júlíusson, Ragnar Jörundsson, Kristinn Árnason og Þröstur Jóhannsson. HJÚKRUNARRÝMUM mun fjölga um 15 frá og með 1. apríl næstkom- andi, en nýlega veitti heilbrigðisráðu- neytið samþykki sitt þar um. Fram kemur á vef Akureyrarbæjar að þar sem fyrirsjánlegt er að viðbyggingin við Hlíð verður ekki tilbúin til notk- unar fyrr en fyrri hluta árs 2006 hafi bæjaryfirvöld verið í viðræðum við heilbrigðisráðuneytið nokkurn tíma til þess að leita lausna á vanda sjúkra aldraðra í heimahúsum. Nýverið sam- þykkti heilbrigðisráðuneytið að leyfa fjölgun hjúkrunarrýma um 15 á Öldr- unarstofnun Akureyrarbæjar frá 1. apríl n.k. með þeim fyrirvara að Ak- ureyrarbær útvegaði húsnæði fyrir starfsemina. Hentugasti hluti hússins, hluti af fyrstu hæð þess verður tekin undir starfsemina og eru endurbætur þegar hafnar. Hjúkrunarrýmin verða svo flutt á Hlíð þegar nýja viðbygginging verður tilbúin. Jakob Björnsson for- maður bæjarráðs sagði að kostnaður við breytingarnar væru áætlaðar um 20 milljónir króna ogþá væri gert ráð fyrir 10 milljónum króna til kaupa á búnaði, en hann myndi nýtast áfram annars staðar og síðar. Á vefnum er þess getið að réttlætanlegt hafi þótt að verja töluverðum fjármunum í endurbætur á húsnæðinu svo mæta megi brýnasta vanda sjúkra aldraðra, sem ella hefðu þurft að bíða í tvö ár eftir úrlausn. Endurbætur hafnar á Skjaldarvík Ráðuneytið samþykkti ÁSDÍS Bragadóttir framkvæmda- stjóri Skáksambands Íslands sagði að það mundi ekki bitna á þeim skákmönnum frá Akureyri, sem valdir voru til þátttöku á Norðurlandamótinu í skólaskák síðar í þessum mánuði, þótt bæj- arfélagið vildi ekki taka þátt í að greiða ferðakostnað þeirra á mót- ið. Alls fara tólf skákmenn frá Ís- landi á mótið og þar af þrír frá Akureyri. Skáksambandið sendi erindi til bæjarins, þar sem m.a. var leitað eftir fjárstuðningi en íþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrar hafnaði því. Í bókun ráðsins kemur fram að ráðið hafi ekki tekið þátt í kostn- aði í æfinga- og keppnisferðum á vegum sérsambanda og geti því ekki orðið við erindinu. Ráðið harmar það jafnframt að gefið sé í skyn að skákmönnum frá Ak- ureyri verði ekki gefinn kostur á að taka þátt í verkefnum sam- bandsins nema með fjárstuðningi sveitarfélagsins. Ásdís sagði að óskað hefði verið svars við erindinu sem fyrst, svo hægt yrði að taka afstöðu til þess en að svar hefði ekki borist Skák- sambandinu í gær. Hún sagði að Akureyri væri eina sveitarfélagið sem ætti þátttakendur á mótinu en ekki styddi sína krakka. Bær- inn hefði þó stutt verkefnið til skamms tíma en ekki undanfarin tvö til þrjú ár. „Þegar neitun kom frá Akureyrarbæ í fyrra sendum við bréf, þar sem lýstum því að sú afgreiðsla kæmi okkur í slæma stöðu. Við höfum ekki fjármagn í þetta nema með aðstoð sveitarfé- laga og það er varla hægt að ætl- ast til þess að hin sveitarfélögin greiði fyrir krakkana frá Akur- eyri.“ Ásdís sagði að það að eiga þrjá krakka í þessum hópi sem fer til Svíþjóðar sýndi að Akureyringar ættu góða skákmenn. Skákfélag Akureyrar stæði sig vel en hefði enga burði til að styðja fjárhags- lega við bakið á sínu fólki. „Það er alveg ljóst að þessir krakkar fara til Svíþjóðar. En þetta kemur sér mjög illa og við verðum bara að leita annarra leiða við fjármögn- um, t.d. að leita til fyrirtækja,“ sagði Ásdís. ÍTA tekur ekki þátt í ferðakostnaði á Norðurlandamótið Mun ekki bitna á krökk- unum frá Akureyri HÖLDUR ehf. sem um árabil hef- ur annast akstur Morgunblaðsins á milli Akureyrar og Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýjan bíl vegna flutninganna á blaðinu norður. Sagt er frá bílaskiptunum á veg Hölds og þar kemur fram að um sé að ræða mikinn akstur eða u.þ.b 800 km á sólarhring allt ár- ið. „Fyrirtækið hefur notast við Dodge Ram 2500 h/d með sér- smíðuðum kassa frá MT bílum í Ólafsfirði. Þessi útgerð hefur reynst vel og má til gamans nefna að sá bíll sem nýi bíllinn leysir af hólmi var bú- inn að rúlla nálægt því 800.000 kílómetra án teljandi viðhalds. Nýi bíllinn er af gerðinni Dodge Ram Sport 2500 h/d með tæplega 300 hestafla Cummings Diesel vél og 6. gíra handskiptingu,“ segir í fréttinni. Nú um helgina stefnir í met- flutning, því á laugardag má gera ráð fyrir að flutt verði norður yfir heiðar um 9 tonn en þau skiptast þannig að um morguninn, þegar laugardagsblaðið kemur er þyngd- in um 4 tonn og svo rétt um 5 tonn um kvöldið þegar sunnudags- blaði verður ekið norður. Á myndinni má sjá bílstjórana Árna Bjarnason og Hallgrím Æv- arsson glaðbeitta við nýja bílinn við upphaf jómfrúarferðarinnar. Nýr Moggabíll: Bílstjórarnir Hall- grímur Ævarsson og Árni Bjarna- son. Nýr bíll í notkun ROBIN Nolan Trio er í vetr- arheimsókn á Íslandi og leikur bæði á Akureyri og Reykjavík. Fyrsta heimsókn tríósins til lands- ins var haustið 1998 og varð hún upphafið að árlegum sum- arheimsóknum og síðar alþjóðlegri Django-djasshátíð og námskeiðum á Akureyri. Tríóið leikur á tvennum tón- leikum syðra en á Akureyri verða tónleikar í Deiglunni á laugardags- kvöld, 7. febrúar og hefjast þeir kl. 21.30. Í tríóinu eru auk Robin Nolans þeir Kevin Nolan og Simon Plant- ing sem leikur á kontrabassa en bræðurnir leika á gítara. Robin Nolan Trio með tónleika   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.