Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sandgerði | Framkvæmdir hefjast í dag við byggingu húss sem Búmenn byggja fyrir íbúðir, skrifstofur Sandgerðisbæjar og þjónustu- starfsemi við Miðnestorg í miðbæ Sandgerðis. Nýir samningar við Bú- menn voru samþykktir í bæjarstjórn í fyrradag með atkvæðum meirihlut- ans en fulltrúar minnihlutans voru á móti. Sandgerðisbær og Búmenn náðu á síðasta ári samkomulagi um að Bú- menn byggðu umrætt hús í miðbæ Sandgerðis. Í húsinu eiga að vera íbúðir, meðal annars á vegum Bú- manna, skrifstofur bæjarins, bóka- safn og aðstaða fyrir ýmsa þjónustu- starfsemi. Búmenn tóku að sér að byggja húsið en Sandgerðisbær skuldbatt sit til að taka verulegan hluta þess á leigu. Minna hús og lægri leiga Samkomulagið hefur verið til end- urskoðunar á undanförnum vikum og á fundi bæjarstjórnar í fyrradag var nýtt samkomulag samþykkt. Í samþykktinni, sem meirihluti K- lista Samfylkingar og óháðra og Sjálfstæðisflokkur standa að, er gert ráð fyrir að húsið verði 7% minna en áður var áformað. Bærinn kaupir strax þriðjung hússins og fær heim- ild til að kaupa eignina alla. Fyr- irhugað er að selja eignir á móti og eru vatnsveita og íbúðir þar sér- staklega tilgreindar. Þá hefur ýms- um ákvæðum samninga verið breytt sem leiðir til lækkunar leigugjalds, að því er fram kemur í samþykkt meirihlutans. Rammasamningurinn við Búmenn um byggingu hússins og samningur um leigu húsnæðis Sandgerðisbæjar var samþykktur með fjórum at- kvæðum meirihlutans en þrír fulltrúar minnihluta Framsókn- arflokks og Sandgerðislistans greiddu atkvæði á móti. Í bókun fulltrúa Framsókn- arflokksins eru ítrekaðar kröfur um að framkvæmdum verði frestað um að minnsta kosti tvö ár og sagt að skuldastaða bæjarins sé það slæm að ekki sé á hana bætandi. Jafn- framt er það átalið að ekki skuli vera lögð fram umsögn sérfróðs aðila um áhrif samninganna á fjárhags- afkomu sveitarsjóðs, áður en fram- kvæmdirnar eru staðfestar. Framkvæmdir við ráðhús hefjast í dag Keflavík | Stór hópur nemenda tí- unda bekkjar í Holtaskóla í Kefla- vík hefur myndað námsklúbb til að undirbúa sig fyrir samræmdu próf- in í vor. Hittast þau í litlum hópum í skólanum og á heimilunum og koma öll saman tvisvar í viku undir hand- leiðslu foreldra sem styðja þetta framtak ungmennanna af heilum hug. Hugmyndin að námsklúbbnum varð til í spjalli Gísla Arnar Gísla- sonar og Bjarna Þorsteinssonar og vina þeirra í tíunda bekk Holta- skóla. „Við vorum farnir að hugsa um hvað það væri stutt í sam- ræmdu prófin og að skemmtilegt væri að vinna að þessu saman og hækka einkunnirnar,“ segir Gísli Örn. Bjarni segir að upphaflega hafi verið hugmyndin að búa til námsklúbb með nokkrum samnem- endum en síðan hafi þessi hugmynd borist til foreldranna og þau útvíkk- að hana. „Ég sagði mömmu frá þessu og hún fór að segja öðrum frá og var að lokum búin að tala við nærri alla foreldrana í tíunda bekk,“ segir Gísli Örn. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, móðir Gísla Arnar, vinnur á bæj- arskrifstofunum ásamt mæðrum þriggja annarra nemenda í tíunda bekk Holtaskóla og það var þar sem hugmyndin komst á flug. Í árgang- inum eru 37 börn og hafa 20 skráð sig í námsklúbbinn. Bjarni segir að eftir að foreldrarnir komu inn í mál- ið og hópurinn stækkaði hafi þessi vinna orðið mun markvissari en áð- ur. „Þetta hefði frekar runnið út í sandinn hjá okkur,“ segir hann. Foreldrarnir gengu í að skipu- leggja starfið og að útvega vinnuað- stöðu og verkefni. Fengu þau inni fyrir hópstarfið í K-húsinu við Hringbraut þar sem allur hópurinn hittist tvisvar í viku og foreldrarnir skipast á að vera á staðnum. Nemendurnir drógu sig saman í litla hópa sem hver hefur sinn hóp- stjóra og hittast þau í skólanum eða í heimahúsum til að ræða um nám- ið, sumir hóparnir nánast á hverjum degi. Gísli Örn og Bjarni gegna báðir því ábyrgðarmikla hlutverki að vera hópstjórar. Í upphafi er lögð áhersla á að fara yfir gömul samræmd próf í stærðfræði, síðan verður íslenskan tekin fyrir og síð- an hin samræmdu prófin hvert af öðru. Foreldrarnir aðstoða Helga Margrét Guðmundsdóttir sem var á foreldravaktinni í K- húsinu síðastliðinn þriðjudag segir skemmtilegt að þessi hugmynd skuli hafa komið upp meðal krakk- anna sjálfra. Í upphafi hefði það þótt heldur hallærislegt að vera að tala saman um námið en það hefði breyst. Hún segir að krakkarnir fari sjálf yfir verkefnin, án afskipta foreldranna. En þeir séu til staðar ef eitthvað sé hægt að hjálpa. Þá sé haft samráð við námsráðgjafann í skólanum og leitað til kennara í við- komandi fögum. Helga Margrét segir að erfiðast hafi verið að finna tíma til að sinna þessu verkefni. Margir nemend- anna séu á kafi í íþróttum og öðrum áhugamálum og mikill tími fari í það hjá þeim að spjalla saman á Netinu. Þetta hafi þó tekist. Gísli Örn segist hafa lært heil- mikið af því að vera í náms- klúbbnum og sér ekki eftir því að hafa skráð sig í hann. Samræmdu prófin eru ekki fyrr en í maíen þeir félaga telja að ekki veiti af tímanum til undirbúnings. „Þetta er töluverð- ur tími en með fríum og tíma sem fer í próf í skólanum passar þessi tími alveg til að fara yfir sam- ræmdu fögin,“ segir Bjarni. Hópur nemenda tíunda bekkjar Holtaskóla myndar námsklúbb til undirbúnings samræmdra prófa Gaman að vinna saman Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Liðsforingjar og foreldrar: Gísli Örn Gíslason og Bjarni Þorsteinsson eru meðal hópstjóra í námsklúbbnum. Ásdís Óskarsdóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir voru til taks, fyrir hönd foreldranna, þennan daginn. Kosið í bæjarráð | Kosið var í bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs á fyrsta fundi nýbakaðrar bæj- arstjórnar í fyrrakvöld. Á fundinum var lögð fram staðfesting félags- málaráðuneytisins á breytingu á nafni sveitarfélagsins. Ingimundur Þ. Guðnason og Ein- ar Jón Pálsson voru kosnir í bæj- arráð fyrir hönd F-listans og Arnar Sigurjónsson fyrir I-listann. Fyr- irhugað er að Ingimundur, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar, verði formaður bæjarráðs. Felld var tillaga H-listans um að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum bæj- arráðs. Einnig var kosin jafnréttisnefnd en hana skipa Einar Jón Pálsson og Guðrún S. Alfreðsdóttir, fulltrúar F-listans, og Agnes Ásta Woodhead fyrir I-listann. Selja hlutabréf | Bæjarstjórn- irnar í Garði og Sandgerði hafa ákveðið að selja hlutabréf sín í SBK hf. til stjórnar félagsins. Garður hefur átt um 400 þúsund kr. hlutafé í SBK hf. sem er tæplega 1% hlutur og Sandgerðisbær á 200 þúsund kr. hlut. Stjórn fyrirtækisins bauðst til að kaupa hlutina á genginu 1,6 þannig að Garður fær 640 þús- und fyrir sín bréf og Sandgerðisbær 320 þúsund kr. Báðar bæjarstjórn- irnar ákváðu að taka tilboði fyr- irtækisins. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.