Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 24
LANDIÐ
24 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hvammstangi | Unglist 2003 í
Húnaþingi vestra fékk nýlega
hvatningarviðurkenningu fyrir
samnefnda héraðshátíð sem haldin
var sl. sumar. Var verkefnisstjórn-
inni afhent viðurkenningin 30. jan-
úar í Þinghúsinu á Hvammstanga.
Það var fjölmiðlahópur sem starfar
í Húnaþingi vestra sem ákvað að
veita viðurkenningu fyrir gott
framtak á liðnu ári en fjölmiðla-
hópurinn samanstendur af Birni
Traustasyni, Elínu R. Líndal og
Karli Sigurgeirssyni.
Verkefninu „Ungt fólk og at-
vinna“ var hrundið af stað í janúar
2003. Tilgangur þess var að skapa
umræðugrundvöll fyrir ungt fólk
sem hefur áhuga á að setjast að og
búa í Húnaþingi vestra, um at-
vinnumál og önnur mál sem tengj-
ast búsetu fólks á svæðinu.
Ein hugmynda var að standa fyr-
ir unglistahátíð; að virkja ungt fólk
til að skipuleggja og annast á allan
hátt, hátíð sem stæði í nokkra daga
og gæti farið fram á nokkrum stöð-
um í sveitarfélaginu. Skipuð var
verkefnisstjórn en ásamt henni tók
fjöldi annarra ungmenna virkan
þátt í verkefninu.
Í lok júlímánaðar var síðan há-
tíðin haldin á Hvammstanga, og
einnig í Borgarvirki. Stóð hún í
þrjá sólarhringa. Sköpunargáfa
ungs fólks var virkjuð og útrás
fengin í myndlist, tónlist, kveð-
skap, dans og gleði. Kaffihús var
rekið á staðnum. Karnivalstemning
var þegar stór skrúðganga fór um
bæinn og lauk henni með úti-
tónleikum. Fánasamkeppni var
haldin og bestu ,,gleði-fánarnir“
valdir og þeim flaggað hátíðisdag-
ana. Lauk Unglist 2003 með stór-
dansleik hljómsveitarinnar Í svört-
um fötum.
Elín R. Líndal hafði orð fyrir
fjölmiðlahópnum og sagði m.a:
„Með þeirri viðurkenningu sem hér
er afhent til Unglistar 2003 viljum
við sýna þakklæti okkar til þeirra
fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg
við að auðga mannlíf og vekja at-
hygli á Húnaþingi vestra með já-
kvæðum hætti. Viðurkenningin á
jafnframt að vera hvatning til
þeirra sem hana hljóta til áfram-
haldandi starfa og öðrum til eft-
irbreytni.“
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson
Verkefnisstjórn Unglistar 2003, f.v. Elísa Ýr Sverrisdóttir, Arnar Birgir
Ólafsson, Sigurvald Ívar Helgason, Kjartan Óli Ólafsson, Kristín Guð-
mundsdóttir og Þorvaldur Björnsson. Á myndina vantar Þorbjörgu Valdi-
marsdóttur, Erling Viðar Eggertsson og Jóhönnu B. Guðmundsdóttur.
Viðurkenning fyrir frumkvæði
HLYNUR E. Bæringsson, körfu-
knattleiksmaður úr liði Snæfells, var
kjörinn íþróttamaður ársins 2003 í
Stykkishólmi, en
kjörinu var lýst
fyrir leik liðsins
gegn Íslands-
meistaraliði Kefla-
víkur sl. sunnu-
dag.
Að mati þeirra
sem standa að
kjörinu er Hlynur
vel að þessum titli
kominn. Hann hef-
ur verið máttarstólpi úrvalsdeildarliðs
Snæfells í körfuknattleik síðastliðið ár,
sem hefur verið að gera mjög góða
hluti, og átt stóran þátt í því að lið
Snæfells trónir nú á toppi Int-
ersportdeildarinnar þessa dagana.
Hlynur er í hópi bestu körfuknatt-
leiksmanna landsins, hann er þekktur
fyrir að vera mikill dugnaðarforkur,
baráttumaður sem aldrei gefst upp og
er öðrum til fyrirmyndar í íþróttinni.
Hlynur íþrótta-
maður ársins
í Stykkishólmi
Hlynur E.
Bæringsson
Hornafjörður | Í undirbúningi er
stofnun skautafélags á Hornafirði og
mun félagið verða deild innan Sindra.
Fjölmennur fundur á sunnudaginn
var skipaði Ara Þorsteinsson, Huldu
Laxdal og Sindra Ragnarsson í und-
irbúningshóp að stofnun skautafélags-
ins. „Við vildum komast að því hvort
það væri bara ég og pollarnir sem höf-
um áhuga á þessu sporti,“ segir Ari en
fjörutíu manns mættu á fundinn, sem
boðaður var til að kanna áhugann á
skautaíþróttinni.
„Það kom í ljós að það eru ekki bara
pollarnir sem hafa áhuga á skauta-
íþróttinni, þarna voru líka efnilegar
skautadrottningar en skautaíþróttin
er líka fyrir alla fjölskylduna,“ segir
Ari Þorsteinsson. Næstu skref eru að
undirbúa stofnun félagsins, semja um
æfingatíma í íþróttahúsinu og finna
hentugt svæði fyrir svell. Stofnfundur
verður síðan auglýstur þegar þar að
kemur.
„Bæjaryfirvöld hafa sýnt okkur
mikinn velvilja og bjóðast til að að-
stoða okkur, m.a. með því að lána
tankbíl slökkviliðsins til að sprauta
vatni til að búa til svell.“
Ari segir mikil viðbrögð hafa verið
við fréttum af íshokkíæfingum á Höfn.
Fréttir birtust í staðarfjölmiðlunum
og bárust fljótlega til forsvarsmanna
Skautafélags Reykjavíkur, Skauta-
félags Akureyrar, Bjarnarins og Jak-
anna í Vestmannaeyjum.
„Það hafa allir mikinn áhuga á því
sem við erum að gera. Vest-
mannaeyingarnir eru í svipuðum spor-
um og við, þeir eiga ekkert svell og eru
að æfa innanhúss á línuskautum,“ seg-
ir Ari. Hann segir Vestmannaeyinga
vera að kanna möguleikana á að koma
upp vélfrystu svelli í Eyjum.
Framtíðarmúsík
Vélfryst svell er draumur allra
skautaáhugamanna en Ari segir það
framtíðarmúsik enda kostar slíkt svell
u.þ.b. 20 milljónir króna. Það er sann-
arlega dýrt mannvirki en venjulegur
knattspyrnuvöllur kostar álíka mikið
og skautasvell er ólíkt fjölskyldu-
vænna en knattspyrnuvöllur.
„Menn þekkja skautasvellið í
Rockefeller Center úr bíómyndunum.
Þar eru allir aldurshópar að skemmta
sér saman á skautum,“ segir Ari Þor-
steinsson, frumkvöðull í skautaíþrótt-
inni á Hornafirði.
Hornfirðingar á hálum ís
Skautafélag stofnað á næstunni
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Hornfirskir hokkíspilarar á Óslandstjörninni í nágrenni Hafnar.
Skagafjörður | Í byrjun desember
beindi stjórn Landssamtaka sauð-
fjárbænda þeirri spurningu til aðild-
arfélaga sinna hvort þau teldu að óska
ætti eftir viðræðum við ríkið um
breytingar á núverandi sauðfjársamn-
ingi milli bændasamtakanna og rík-
isins. Sá samningur gildir út árið 2007
en báðir aðilar geta óskað eftir við-
ræðum um breytingar ef þeim þykir
ástæða til. Málið hefur verið kynnt
skagfirskum sauðfjárbændum og
haldnir fundir á fjórum stöðum í hér-
aðinu. Niðurstaða fundanna er sú að
almennur vilji er fyrir að Landsam-
tökin hafi sem fyrst forgöngu um
stofnun starfshóps með það að mark-
miði að undirbúa og marka stefnu fyr-
ir næsta sauðfjársamning.
Mjög skiptar skoðanir hafa verið
meðal sauðfjárbænda í Skagafirði um
ágæti þess samnings sem nú er í gildi.
Þó reyndust ekki háværar raddir um
að óska eftir endurskoðun á honum
enda ljóst að hugsanlegar breytingar
tækju vart gildi fyrr en fyrir árið 2005.
Helst var að bændum þætti koma til
greina að tilfærsla af greiðslumarki
yfir í álagsgreiðslur yrðu stöðvaðar í
15% en tilfærslan á að vera komin í
22,5% í lok samningstímans.
Vilja að vinna við
nýjan sauðfjársamn-
ing hefjist sem fyrst