Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „RANNSÓKNIR hafa sýnt að dag- legt álag og of mikið áreiti getur valdið streitu og kulnun í starfi. Þó við getum ekki forðast áreitin, sem að okkur koma með góðu móti, get- um við komið í veg fyrir að þau valdi okkur streitu og vanlíðan með ýmsu móti. Hver starfsmaður getur lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir streitu og skapað þannig betra vinnuumhverfi. Að sama skapi á það að vera í verkahring stjórnenda að leggja sitt af mörkum til að skapa gott og jákvætt vinnuumhverfi,“ segir breski vinnusálfræðingurinn dr. Valerie J. Sutherland, sem flutti fyrirlestur um streitu, forvarnir og viðbrögð á morgunverðarfundi á Grand hóteli sl. þriðjudag. Sutherland hefur margra ára reynslu af streiturannsóknum og ráðgjafastörfum í vinnusálfræði auk þess sem hún hefur sinnt stunda- kennslu við háskóla, haldið fjölda fyrirlestra um streitustjórnun víða um heim og ritað bækur og greinar um streitu og streitustjórnun. Starfsmenn hafi áhrif Í samtali við Daglegt líf sagði Sutherland að leiða mætti að því lík- ur að allir menn byggju yfir streitu að einhverju marki og því teldust þeir látnu líklega þeir einu sem væru óstressaðir með öllu. Því færi þó fjarri að öll streita væri af hinu illa, en stjórnlaus streita væri einkar skaðsöm og skemmandi og hana bæri að forðast eins og heitan eld- inn. „Til eru fjölmargar aðgerðir og aðferðir við að berjast á móti nei- kvæðum afleiðingum streitu, álags og kulnunar, en lykillinn að bættu vinnuumhverfi innan fyrirtækja og stofnana er fólgin í því að starfs- menn og stjórnendur taki höndum saman og að stjórnendur stuðli að því að allir starfsmenn fái tækifæri til að hafa áhrif á vinnumhverfi sitt. Það er alltaf hægt að bæta. Stjórn- endur fyrirtækja og stofnana ættu því að sjá sér hag í því að greina líð- an og væntingar starfsmanna sinna reglulega og nýta niðurstöðurnar sér til framdráttar, segir Suther- land. Lélegt sjálfsmat streituþola „Starfsmenn gaspra yfirleitt ekki við samstarfsmenn sína um að þeir séu haldnir streitu og hyggist leita sér sálfræðiaðstoðar við slíkum kvillum þó mjög eðlilegt sé að það segi frá læknisheimsóknum vegna líkamlegra kvilla,“ segir Sutherland. Hún bætir við að rannsóknir bendi til að kulnun í starfi sé einmitt afleið- ing langvarandi streitu, sem geti verið fremur illgreinanlegt mein með neikvæðum afleiðingum nái það að vaxa og dafna óáreitt. Merki um kulnun í starfi lýsa sér m.a. í lang- varandi þreytu, svefnleysi, ónotum, vanmætti, vonleysi, lélegri einbeit- ingu, viðkvæmni, önuglyndi, óþol- inmæði, tilefnislausri gremju í garð annarra og breyttum matarvenjum. Allt þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu, enda segir Sutherland að þeir sem búi við stjórnlausa streitu hafi yf- irleitt afar lélegt sjálfsmat. Til að snúa vörn í sókn, er nauð- synlegt að streituþolinn horfist í augu við sjálfa sig, viðurkenni vand- ann og búi sér til áætlun til að komast út úr vítahringnum. „Til að geta verið betur í stakk búinn til að takast á við streitu og álag er ástundun heilsusamlegs lífernis afar mikilvæg. Líkamsrækt og hollur matur er hverjum streituþola nauð- syn auk þess sem tímastjórnun, stuðningshópar, nýting frídaga, slökun og góður svefn hjálpa til. Verum minnug þess að við stjórnum hvorki öðru fólki né öllum að- stæðum. Smitar út um allt Streita er ekki aðeins vandamál þess starfsmanns, sem af henni þjá- ist, heldur er streita bæði fyr- irtækja- og þjóðfélagsvandamál þar sem kostnaður ómeðhöndlaðrar starfsstreitu smitar út í allt þjóð- félagið. Það er því allra hagur að uppræta streituvandamál, hvar sem þau eru að finna. Lítill sveigjanleiki, lélegur starfsandi, seinagangur, skortur á upplýsingaflæði, ómark- viss ákvarðanataka og vanvirðing við starfsfólk og viðskiptavini eru al- gengar afleiðingar streitu á fyrirtæki og stofnanir. Sé litið til þjóðfélagslegra afleiðinga, má nefna fjarvistir, slys, veikindi og örorku af völdum sjúkdóma, sem geta látið á sér kræla í kjölfar langvarandi streitu. Sutherland segir að atvinnurekendur geti gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn vinnustaðastreitu og hafa nú orðið mörg stærri fyrirtæki á sínum snærum sálfræðing, sem starfsmenn geta snúið sér til með vandamál af ýmsum toga. „Sífellt fleiri eru að gera sér grein fyrir því að vinnustaðamenningin þarf að vera sem jákvæðust svo að starfsmönn- unum líði sem best enda er mann- auðurinn hverju fyrirtæki mik- ilvægur. “  HEILSA|Streitustjórnun er verkefni stjórnenda og starfsfólks Óstjórnleg streita getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér nái hún að sá sér og vaxa án þess að nokkuð sé að gert segir breski vinnusál- fræðingurinn dr. Valerie J. Sutherland. Kulnun í starfi vegna langvarandi streitu Morgunblaðið/Þorkell Dr. Valerie J. Sutherland: Fyrir- lestur hennar fjallaði um streitu, forvarnir og viðbrögð. Reuters Lífsstíll: Líkamsrækt og hollur matur, tímastjórnun, stuðningshópar, nýting frídaga, slökun og góður svefn hjálpa til við að ná stjórn á streitu. join@mbl.is Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Nýjar vörur í úrvali Bolir, buxur og fleira Tilboðsslárnar aldrei verið betri 500 kr., 1.000 kr., 1.500 kr. og 2.000 kr. Stærðir 36—60                                     !  " #    Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.