Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 27
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 27
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
33
17
0
2/
20
04
Greiðsluþjónusta
www.landsbanki.is
sími 560 6000
Minni áhyggjur -
fleiri gæðastundir
Þessi nýja formúla inniheldur ISO-Protectine
sem örvar eigið varnarkerfi húðarinnar.
Hinn einstæði rakagjafi ver þig
gegn mengun, streitu og UV-geislun.
COMPLETE PROTECTION
Mættu daglegu áreiti á húðina
með 3X meiri vörn.
„VIÐ viljum sjá alla koma og prófa
golfíþróttina. Það eru ekki margar
íþróttagreinar sem bjóða upp á jafn-
góða alhliða hreyfingu og golfíþrótt-
in,“ segir Hörður Barðdal, formaður
Golfsamtaka fatlaðra.
„Þetta er í öllum tilfellum álagslaus
hreyfing og menn geta stundað
íþróttina fram eftir aldri. Golfíþróttin
hefur líka innbyggða þroskandi eig-
inleika. Henni fylgir til dæmis strangt
siðakerfi sem þroskar einstaklinginn.
Í fyrra vorum við með flestalla skaða-
hópa nema sitjandi fatlaða en það er
hægt að skapa þær aðstæður að golf-
ið henti öllum fötluðum.“
Sjálfur hefur Hörður, sem býr við
hreyfihömlun, leikið golf frá árinu
1967.
Hörður segir golfvelli þannig
byggða að ef menn eiga við gangerf-
iðleika að etja sé hægt að vera á golf-
bílum. „Við höfum þó ekki enn að-
stöðu til að hjálpa mænusködduðum
því okkur vantar sérsmíðaðan golfbíl
ætlaðan þeim. Þá má geta þess að
settir hafa verið upp sérstakir golf-
vellir víða um heim fyrir þá sem búa
við þroskavanda. Þeir eru svipaðir
Par -3 golfvöllunum, brautirnar eru
styttri. Verið er að byggja upp slíka
velli hér á landi í tengslum við stóru
golfvellina.“
Þrjú mót á ári
Hörður segir aðdragandann að því
að Golfsamtök fatlaðra á Íslandi,
GSFÍ, voru stofnað, að haustið 1995
var byrjað að skipuleggja golfmót
fyrir fatlaða hér á landi. Hafa slíkt
mót verið haldin á hverju ári síðan.
„Það var svo árið 2000 að Evrópu-
samtök fatlaðra í golfi voru sett á
laggirnar og rak það á eftir okkur að
skipuleggja starfsemina hér og var
GSFÍ stofnað. Undanfarin ár höfum
við verið með þrjú golfmót fatlaðra á
ári. Þau hafa verið haldin í Reykjavík
og nágrannasveitarfélögunum.
Í fyrra ákváðum við að bjóða upp á
skipulega golfkennsla fyrir fatlaða í
Sporthúsinu í Kópavogi. Voru haldin
þrjú námskeið, eitt inni í Sporthúsinu
og tvö utandyra. Það fyrra var fram-
hald af fyrsta námskeiðinu. Í haust
var svo sérstakt námskeið ætlað ung-
um iðkendum, á aldrinum 10–14 ára,
með mismunandi fötlun. Aðsóknin
hefur verið mjög góð að námskeið-
unum, sem njóta aðstoðar frá Golf-
sambandi Íslands og Íþrótta-
sambandi fatlaðra en þessi sambönd
stofnuðu og styrkja GSFÍ.
Sömu reglur gilda fyrir alla
Sá mikli áhugi sem vaknaði á síð-
astliðnu ári hefur haft þá þýðingu að
við erum komin á fleygiferð með ný
námskeið sem verða fram á vor. Þau
verða alla miðvikudaga, milli kl. 18 og
20 í æfingarhúsakynnum Golfklúbbs-
ins Keilis í Hafnarfirði, eru þau þátt-
takendum að kostnaðalausu. Tveir
kennarar annast kennsluna, Magnús
Birgisson er aðalkennari GSFÍ og
Jakob Magnússon, þeir eru báðir
þroskaþjálfarar. Þetta eru menn sem
hafa starfað bæði með golfurum og
fötluðum í fjölda ára og þekkja því vel
til. Það fer eftir aðsókn hvort nám-
skeiðinu verður skipt upp, fyrir
þroskahefta og hreyfihamlaða.“
Hörður segir sömu reglur gilda
fyrir fatlaða og aðra nema hvað
þroskaheftir séu með sérreglur.
„Fatlaðir mega ekki tefja leik og eng-
ar sérstakar undanþágur eru fyrir þá.
Þetta verður hinn fatlaði að hafa í
huga.“
Fjölskylduvæn íþrótt
Hörður segir námskeiðin hafa
mælst vel fyrir. „Þeir sem hafa komið
á námskeiðin eru í skýjunum. Við leit-
umst við að yfirstíga hindranir hins
fatlaða, hverjar sem þær eru. Á síð-
asta golfmóti hjá okkur var blindur
keppandi, Einar Lee, og vann hann í
sínum flokki. Reyndar hafði hann
leikið golf áður en hann varð blindur
svo hann þekkti leikinn.
Í fyrra var hjá okkur enskur golf-
kennari, John Garner, sem sérhæfir
sig í kennslu einhentra kylfinga. Við
vonumst til að fá hann aftur í sumar.“
Hörður segir hugmyndina ekki þá
að það verði sérstakur golfklúbbur
fatlaðra heldur spili hver í sinni
heimasveit og sé í þeim golfklúbbi
sem sé næstur honum.
„Við viljum gjarnan vera golfkenn-
urum klúbbanna innanhandar um
leiðbeiningar, þá sérstaklega þeim
sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Gaman væri að hafa námskeið fyrir
þá þar sem þeir gætu kynnst aðferð-
um hinna fötluðu.“
LÍKAMSRÆKT |Golfnámskeið fyrir fatlaða njóta mikilla vinsælda
Vinsældir golfs meðal
fatlaðra eru sífellt að
aukast enda golfið góð
alhliða íþrótt. Á vegum
Golfsamtaka fatlaðra
eru vikulega tímar þar
sem tveir kennarar ann-
ast kennsluna.
Yfirvinnum
hindranir fatlaðra
Kylfingur: Vandi þessa kylfings
leystist með því að smíðuð var
kylfa með lengra skefti.
Á námskeiði GSFÍ: Þessi drengur
er með talsverða hreyfihömlun auk
þess að glíma við jafnvægisleysi en
áhuginn yfirvann hvort tveggja.
Golfbíll: Til eru sérstakir bílar
fyrir sitjandi kylfinga.
Á Evrópumeistaramóti fatlaðra: Helgi Sveinsson varð fyrstur Íslendinga til
að hljóta verðlaun á Evrópumeistaramótinu, hann varð í 3. sæti. Talið frá
vinstri, efri röð, Hörður Barðdal, Óli S. Barðdal, Guðmundur Blöndal, neðri
röð t.v. Júlíus Steinþórsson, Helgi Sveinsson og Sigurbjörn Teódórsson.
he@mbl.is