Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.02.2004, Qupperneq 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 27 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 33 17 0 2/ 20 04 Greiðsluþjónusta www.landsbanki.is sími 560 6000 Minni áhyggjur - fleiri gæðastundir Þessi nýja formúla inniheldur ISO-Protectine sem örvar eigið varnarkerfi húðarinnar. Hinn einstæði rakagjafi ver þig gegn mengun, streitu og UV-geislun. COMPLETE PROTECTION Mættu daglegu áreiti á húðina með 3X meiri vörn. „VIÐ viljum sjá alla koma og prófa golfíþróttina. Það eru ekki margar íþróttagreinar sem bjóða upp á jafn- góða alhliða hreyfingu og golfíþrótt- in,“ segir Hörður Barðdal, formaður Golfsamtaka fatlaðra. „Þetta er í öllum tilfellum álagslaus hreyfing og menn geta stundað íþróttina fram eftir aldri. Golfíþróttin hefur líka innbyggða þroskandi eig- inleika. Henni fylgir til dæmis strangt siðakerfi sem þroskar einstaklinginn. Í fyrra vorum við með flestalla skaða- hópa nema sitjandi fatlaða en það er hægt að skapa þær aðstæður að golf- ið henti öllum fötluðum.“ Sjálfur hefur Hörður, sem býr við hreyfihömlun, leikið golf frá árinu 1967. Hörður segir golfvelli þannig byggða að ef menn eiga við gangerf- iðleika að etja sé hægt að vera á golf- bílum. „Við höfum þó ekki enn að- stöðu til að hjálpa mænusködduðum því okkur vantar sérsmíðaðan golfbíl ætlaðan þeim. Þá má geta þess að settir hafa verið upp sérstakir golf- vellir víða um heim fyrir þá sem búa við þroskavanda. Þeir eru svipaðir Par -3 golfvöllunum, brautirnar eru styttri. Verið er að byggja upp slíka velli hér á landi í tengslum við stóru golfvellina.“ Þrjú mót á ári Hörður segir aðdragandann að því að Golfsamtök fatlaðra á Íslandi, GSFÍ, voru stofnað, að haustið 1995 var byrjað að skipuleggja golfmót fyrir fatlaða hér á landi. Hafa slíkt mót verið haldin á hverju ári síðan. „Það var svo árið 2000 að Evrópu- samtök fatlaðra í golfi voru sett á laggirnar og rak það á eftir okkur að skipuleggja starfsemina hér og var GSFÍ stofnað. Undanfarin ár höfum við verið með þrjú golfmót fatlaðra á ári. Þau hafa verið haldin í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum. Í fyrra ákváðum við að bjóða upp á skipulega golfkennsla fyrir fatlaða í Sporthúsinu í Kópavogi. Voru haldin þrjú námskeið, eitt inni í Sporthúsinu og tvö utandyra. Það fyrra var fram- hald af fyrsta námskeiðinu. Í haust var svo sérstakt námskeið ætlað ung- um iðkendum, á aldrinum 10–14 ára, með mismunandi fötlun. Aðsóknin hefur verið mjög góð að námskeið- unum, sem njóta aðstoðar frá Golf- sambandi Íslands og Íþrótta- sambandi fatlaðra en þessi sambönd stofnuðu og styrkja GSFÍ. Sömu reglur gilda fyrir alla Sá mikli áhugi sem vaknaði á síð- astliðnu ári hefur haft þá þýðingu að við erum komin á fleygiferð með ný námskeið sem verða fram á vor. Þau verða alla miðvikudaga, milli kl. 18 og 20 í æfingarhúsakynnum Golfklúbbs- ins Keilis í Hafnarfirði, eru þau þátt- takendum að kostnaðalausu. Tveir kennarar annast kennsluna, Magnús Birgisson er aðalkennari GSFÍ og Jakob Magnússon, þeir eru báðir þroskaþjálfarar. Þetta eru menn sem hafa starfað bæði með golfurum og fötluðum í fjölda ára og þekkja því vel til. Það fer eftir aðsókn hvort nám- skeiðinu verður skipt upp, fyrir þroskahefta og hreyfihamlaða.“ Hörður segir sömu reglur gilda fyrir fatlaða og aðra nema hvað þroskaheftir séu með sérreglur. „Fatlaðir mega ekki tefja leik og eng- ar sérstakar undanþágur eru fyrir þá. Þetta verður hinn fatlaði að hafa í huga.“ Fjölskylduvæn íþrótt Hörður segir námskeiðin hafa mælst vel fyrir. „Þeir sem hafa komið á námskeiðin eru í skýjunum. Við leit- umst við að yfirstíga hindranir hins fatlaða, hverjar sem þær eru. Á síð- asta golfmóti hjá okkur var blindur keppandi, Einar Lee, og vann hann í sínum flokki. Reyndar hafði hann leikið golf áður en hann varð blindur svo hann þekkti leikinn. Í fyrra var hjá okkur enskur golf- kennari, John Garner, sem sérhæfir sig í kennslu einhentra kylfinga. Við vonumst til að fá hann aftur í sumar.“ Hörður segir hugmyndina ekki þá að það verði sérstakur golfklúbbur fatlaðra heldur spili hver í sinni heimasveit og sé í þeim golfklúbbi sem sé næstur honum. „Við viljum gjarnan vera golfkenn- urum klúbbanna innanhandar um leiðbeiningar, þá sérstaklega þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Gaman væri að hafa námskeið fyrir þá þar sem þeir gætu kynnst aðferð- um hinna fötluðu.“  LÍKAMSRÆKT |Golfnámskeið fyrir fatlaða njóta mikilla vinsælda Vinsældir golfs meðal fatlaðra eru sífellt að aukast enda golfið góð alhliða íþrótt. Á vegum Golfsamtaka fatlaðra eru vikulega tímar þar sem tveir kennarar ann- ast kennsluna. Yfirvinnum hindranir fatlaðra Kylfingur: Vandi þessa kylfings leystist með því að smíðuð var kylfa með lengra skefti. Á námskeiði GSFÍ: Þessi drengur er með talsverða hreyfihömlun auk þess að glíma við jafnvægisleysi en áhuginn yfirvann hvort tveggja. Golfbíll: Til eru sérstakir bílar fyrir sitjandi kylfinga. Á Evrópumeistaramóti fatlaðra: Helgi Sveinsson varð fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaun á Evrópumeistaramótinu, hann varð í 3. sæti. Talið frá vinstri, efri röð, Hörður Barðdal, Óli S. Barðdal, Guðmundur Blöndal, neðri röð t.v. Júlíus Steinþórsson, Helgi Sveinsson og Sigurbjörn Teódórsson. he@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.