Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það má segja að verkið sébyggt á handbók sem auð-veldar konum að hámarkaafköstin hjá því vand- meðfarna verkfæri sem kallast karl- maður,“ segja leikkonurnar Björk, Guðlaug, Edda, Unnur og Guðrún þar sem þær fá sér sæti á sviðinu í Austurbæjarbíói, ásamt leikstjóra sínum, Ágústu Skúladóttur, til þess að gera grein fyrir því sérkennilega leikriti Fimm stelpur.com, sem verður frumsýnt í kvöld. Sérkennilegheitin snúast þó ekki um innihald verksins, heldur form þess. Það er samsett úr fimm uppi- stöndum og framhaldsleikriti í fimm þáttum. Hver og ein leikkona fær sitt uppistand, sem síðan tengist inn í framhaldsleikritið – sem á margan hátt minnir á framhaldssápur í sjón- varpinu, enda slíkt ætlunarverk þeirra fjölmörgu höfunda sem kom- ið hafa að verkinu. Fimm stelp- ur.com kemur upphaflega frá Spáni þar sem það hefur notið gífurlegra vinsælda. Ekki með neina minnimáttarkennd Og hverjir eru höfundarnir? Jú, þekktir framhaldssápuhöf- undar þar í landi, eins og Laura, Pablo, José, Luis, Rodrigo, Amando og fleiri og fleiri. Hér á Íslandi hafa leikkonurnar og leikstjórinn bæst í höfundahópinn, því ekki féll allt í verkinu að íslenskum aðstæðum – og því var það staðfært. „Við höldum okkur við form og byggingu verksins og erum trúar textanum eins langt og hann getur verið okkur skiljanlegur,“ segir Ágústa. „En það vill svo til að þær leikkonur sem eru í sýningunni, hafa allar skrifað sjálfar og því var mun auðveldara að staðfæra það. Á Spáni höfðu þeir heilan her til þess að skrifa það og síðan var það leikið af frægustu leikhús- og sjónvarps- stjörnum Spánverja. Hér má segja að við séum með kvennalandsliðið í gríni.“ „Já, og við erum ekki með neina minnimáttarkennd,“ skýtur Edda Björgvins inn í. Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, yngsta leikkonan í hópn- um, hendist upp úr stólnum og seg- ist verða sto þegar hún heyrir þetta. „Ég hef leikið í einni sýningu frá því að ég lauk leiklistarnámi – og er allt í einu í landsliði. Þetta er dálítið stórt stökk fyrir mig.“ Hún þarf þó lítið að biðjast afsök- unar á sjálfri sér vegna þess að hún smellur inn í hópinn, hvort heldur er á sviðinu eða utan þess – og á hreint ekki leiðinlegt uppistand. En um hvað fjallar verkið sem byggt er á handbók um vandmeðfarið verk- færi? Hvað erum við til í að ganga langt? „Það má segja að það sé sótt í gagnagrunn kvenna um allan heim og fjalli um hið óleysanlega vanda- mál, samskipti kvenna og karla – en einnig samskipti kvenna hver við aðra og við börn og barnabörn. Það gerist á einni kvöldstund, þar sem þessar fimm vinkonur hittast til þess að ræða mjög sérkennilega stöðu sem komin er upp í hópnum; ein þeirra, Björk, er að fara á stefnumót. Síðan spinnst atburða- rásin út frá því. Í uppistöndunum fáum við að vita meira um hverja og eina þeirra, líf þeirra og samskipti við annað fólk. Tvær þeirra eru ein- hleypar, hinar þrjár misjafnlega vel giftar. Stóra spurningin er hversu langt við erum til í að ganga í leit okkar að karlmönnum, eða til þess að halda í þá. Konurnar fimm eru staddar á ólíkum stað í tilverunni, hjúskap- arstaða þerra er mismunandi – og þess vegna geta allar konur sem sjá verkið samsamað sig með einhverri þeirra. Sumar geta auðvitað sam- samað sig með þeim öllum.“ Hvað um karla? „Þeir hafa örugglega gaman af því að sjá okkur gera grín að okkur sjálfum. Það er alveg á hreinu að þeir kannast við ýmislegt í fari þess- ara kvenna sem þeir þekkja úr sínu eigin umhverfi. Þeir fá gott tækifæri til þess að hlæja á okkar kostnað. Er verið að hía á karla? „Það er verið að hía á alla. Ekki síst okkur sjálfar. Við drögum okkur sjálfar, það er að segja, konur, sund- ur og saman í háði.“ Skáldskapur og reynsluheimur Nú heitið þið ykkar eigin nöfnum í sýningunni. Er það ekki dálítið erf- itt? „Jamm …, jú …, nei …, dálítið fyrst …, það venst …,“ eru svörin sem blaðamaður fær og eftir smá- þögn: „Þessi aðferð býður hins veg- ar upp á spennandi flöt fyrir áhorf- andann. Hann veit ekki hvar mörkin liggja á milli leikkonunnar og per- sónunnar sem hún er að leika. Erum við að tala um okkur sjálfar? Er þetta í rauninni okkar reynsla? Eða er þetta allt saman skáldskapur?“ Er þetta allt saman skáldskapur? „Örugglega. Við vitum ekkert um hvert höfundarnir á Spáni sóttu sinn efnivið. Að öllum líkindum í eitthvað sem þeir höfðu heyrt, frétt eða reynt. Það sama má segja um okkar hluta. Við fengum ýmislegt að láni hver frá annarri til þess að staðfæra verkið og nýttum auðvitað hluti sem við höfum orðið vitni að, heyrt um eða reynt sjálfar.“ Niðurstaðan auðvitað sú að verkið er orðið að Ísland/Spánn – lands- leikur í gríni. Í vikunni hafa verið nokkrar forsýningar á Fimm stelp- um.com og nú þegar eru at- hugasemdir farnar að streyma inn á spjallrásina hjá þeim. Þar eru allir lukkulegir, nema hann Tjúnni, sem greinilega skilur ekki verkið; heldur að það fjalli um femínisma. Annað hvort verslaði hann of mikið á barn- um fyrir sýningu, eða er bara treg- ur. Spjallrásina má hins vegar finna á www.5stelpur.com og svo er bara að bregða sér í Austurbæjarbíó til þess að hlæja hressilega. Fyrir utan þær Eddu Björgvins og Unni Ösp, leika Björk Jak- obsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir og Guðrún Ásmundsdóttir í sýningunni. Fréttakonu, sem spjall- ar í partíinu fyrir sýningu, leikur Vilborg Halldórsdóttir – og leik- stjóri er, sem fyrr segir, Ágústa Skúladóttir. Ísland – Spánn, landsleikur í kvennagríni Morgunblaðið/Ásdís Guðlaug E. Ólafsdóttir, Edda Björgvins, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Björk Jakobsdóttir. Þegar fimm fyndnar konur taka sig saman til þess að staðfæra og leika verk um konur, fer ekki hjá því að þök lyftist á húsum í nærliggjandi sveitum. Súsanna Svavarsdóttir leit inn á æf- ingu á Fimm stelpum.com og spjallaði við leikkonur og leik- stjóra sýningarinnar sem nú þegar hefur vakið mikla athygli þótt hún verði ekki frumsýnd fyrr en í kvöld. HRAFNHILDUR Inga Sigurð- ardóttir opnar málverkasýningu í Húsi málaranna á Eiðistorgi, kl. 17 í dag, föstudag. Sýningin nefnist Utangarðs. Hrafnhildur stundaði myndlist- arnám við Myndlistarskóla Reykja- víkur 1978 og 1979 og við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands frá 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 stundaði hún nám við Mynd- listarskóla Kópavogs í olíumálun. Hún rak eigin auglýsingastofu frá 1985-1999. Hrafnhildur hélt einka- sýningu í nóvember 2002 í Galleríi Skúlagötu og í nóvember og desem- ber 2003 á Hótel Rangá. Sýningunni lýkur 21. febrúar. Opið alla daga kl. 13-18. Eitt málverka Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur í Húsi málaranna. Hrafnhildur Inga í Húsi málaranna „WASTE of money?“ eða „Pen- ingasóun“ er yfirskrift málþings um íslenska nútímalist sem verður í Salnum á morgun frá kl. 11-14.30. Málþingið er í tengslum við Carnegie Art Award-sýninguna í Gerðarsafni. Á sýningunni fjallar einn þátttak- enda, Steingrímur Eyfjörð, með verkum sínum um ástandið á íslensk- um listaverkamarkaði. Erindi á málþinginu eru helguð ástandi og horfum á íslenskum myndlistarmarkaði, með tilvísan til Carnegie Art Award 2004. Anne Folke, framkvæmdastjóri Carnegie Art Award, býður þátttak- endur velkomna en inngang flytur Ulrika Levén, sýningarstjóri. Erindi flytja Halldór Björn Runólfsson, lektor við Listaháskóla Íslands og dómnefndarmaður Carnegie Art Award; Anders Kreuger, sýningar- stjóri og kennari við Royal College of Art, Lundúnum; Lars Grambye, Kaupmannahöfn, forstöðumaður Malmö Konsthall; Þóroddur Bjarna- son, myndlistargagnrýnandi á Morg- unblaðinu ræðir við Steingrím Ey- fjörð, myndlistarmann. Loks verða kynntar niðurstöður. Málþing um íslenska nútímalist LISTASAFN Íslands tekur nú upp nýja þjónustu við gesti safnsins sem kallast Spurðu mig. Myndlistarnemendur frá Listaháskóla Íslands ganga um sali safnsins og svara spurningum og ræða við gesti um yfirstandandi sýningu. Ekki er um að ræða leiðsögn fyrir gesti heldur samtal þar sem gestir geta fengið svör við vangaveltum sínum um mynd- list sem kvikna þegar sýning er skoðuð. Markmiðið er að samtal myndist milli gesta safnsins og nemendanna svo báðir aðilar fái að ræða mynd- listina. Þannig fái gestir safns- ins tækifæri til að afla sér ít- arlegri upplýsinga um yfirstandandi sýningar og nemendur tækifæri til að þjálfa sig í að ræða um mynd- list. Þá má þekkja á merktum bolum sem þeir klæðast. Fyrirmyndin er sótt til Skandinavíu þar sem mynd- listarmenntað fólk og listfræð- ingar hafa svarað spurningum gesta. Slík þjónusta hefur tek- ist vel og er nú fastur liður í þjónustu margra safna þar. Spurðu myndlist- arnemann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.