Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 40

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hilmar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 15. mars 1926. Hann andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 26. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Elías Guðmundsson járn- smiður, f. 5. janúar 1888 á Skúmsstöð- um á Eyrarbakka, d. 1931, og Kristín Einarsdóttir, f. 14. maí 1891 í Holti í Álftaveri, d. 10. október 1979. Systkini Hilmars urðu átta talsins en fimm dóu á unga aldri. Systk- inin sem náðu fullorðinsárum voru Einar járnsmiður, f. 4. apríl 1912, d. 14. apríl 1984, Ósk, f. 16. nóvember 1916, d. 13. desember 1995, og Gunnar málmsteypari, f. 12. júní 1920, d. 26. október 1999. Hinn 7. apríl 1945 kvæntist Hilmar eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu B. Ólafsdóttur, fv. börn þeirra Einar, f. 5. mars 1984, í sambúð með Söndru Sig- urgeirsdóttur, f. 1. júlí 1986, Sandra, f. 6. júní 1988, og Karen, f. 24. júlí 1995; Steindór, f. 17. nóvember 1966, kvæntur Þóreyju H. Heiðberg, f. 1. mars 1965, og eru synir þeirra Andri Örn, f. 6. janúar 1995, og Aron Örn, f. 20. desember 2001, en fyrir átti Steindór Grétar Inga, f. 29. jan- úar 1986; og Valborg, f. 26. jan- úar 1978, gift Michael Collier, f. 18. apríl 1972, búsett í Seattle í Bandaríkjunum. 2) Ólöf Heiða húsmóðir, f. 30. desember 1948, gift Sigursteini Jósefssyni sölu- manni og bifvélavirkja, f. 11. apr- íl 1946. Börn Ólafar og Sigur- steins eru Hilmar Rúnar bifvélavirki, f. 10. október 1965, í sambúð með Helgu Skúladóttur, f. 31. mars 1955, og er dóttir þeirra Ólöf Helga, f. 18. maí 1999, en fyrir átti Hilmar Sigurstein Sverri, f. 31. ágúst 1988, og Ívar Andra, f. 19. janúar 1993, Sigrún Kristín, f. 27. mars 1971, í sam- búð með Jóhanni Ólafi Benja- mínssyni, f. 13. nóvember 1969, og Arndís Birta, f. 30. maí 1983, nemi sem býr í foreldrahúsum. Útför Hilmars verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. skrifstofustjóra, f. 8. júní 1928. Fyrstu árin bjuggu þau á Frakka- stíg 24b en fluttust svo á Laugarnesveg 116 og byggðu seinna einbýlishús við Sæv- argarða 6 á Seltjarn- arnesi. Síðustu árin hafa þau Hilmar og Sigrún búið í Árskóg- um 8 í Reykjavík en eftir að heilsu Hilm- ars hrakaði svo fyrir þremur árum að hann þurfti stöðuga umönnun og hjúkrun fluttist hann á Hjúkrunarheimilið Skógarbæ og bjó þar til æviloka. Dætur Hilmars og Sigrúnar eru: 1) Dóra Sigrún húsmóðir, f. 17. apríl 1945, gift Helga Péturssyni járnsmið, f. 8. mars 1954. Börn Dóru eru Kristrún, f. 19. ágúst 1961, og er dóttir hennar Íris Eyjólfsdóttir, f. 16. desember 1986; Margrét Elín, f. 16. júní 1963, gift Einari Páli Garðars- syni, f. 22. desember 1961, og eru Elsku pabbi og tengdapabbi. Takk fyrir allt saman, okkur lang- aði að senda hinstu kveðju. Þú hafðir yndi af ferðalögum, jafnt innanlands sem utan, og varst ekki sáttur við að geta ekki haldið því áfram eftir að heilsan bilaði. En 1991 keyptu þið mamma hús á Flo- rida og gast þú þannig notið þess að vera þar við góðar aðstæður, stuttan tíma í einu, allt þar til þú veiktist í einni dvölinni í Orlando í okt. 1999. Og við heimkomu var ljóst að þú áttir ekki afturkvæmt á heimili þitt. Eftir það bjóstu á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Við vorum svo heppin að fá að njóta sólarinnar í Orlando með þér og vildum fá að þakka þér allar þær samverustundir í gegnum árin. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt verð ég að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Ólöf Heiða og Sigursteinn. Í dag kveðjum við mág minn, Hilmar Guðmundsson, sem er lát- inn eftir langvarandi veikindi. Ég sá hann fyrst fyrir tæpum 60 árum. Systir mín og Hilmar, þá nýtrúlof- uð, komu norður í Skagafjörð, þar sem ég hafði dvalist hátt á annað ár, til að sækja mig, átta ára gaml- an, til að koma mér í skóla í Reykjavík. Foreldrum okkar Sig- rúnar hefur sennilega fundist að ég væri búinn að ganga laus nógu lengi. Hilmar og Sigrún giftu sig skömmu seinna og hreiðruðu um sig á Frakkastígnum, þar sem flestir úr fjölskyldu Hilmars bjuggu, og eignuðust þau þar dæt- urnar tvær, Dóru og Ólöfu. Hilmar var afskaplega barngóð- ur maður og hændust börn gjarnan að honum til að sjá hann gera ýmsa galdra og aðra leiki, sem kætti ungviðið og hann taldi aldrei eftir sér. Þau byrjuðu sinn búskap áður en bílabrjálæðið hélt innreið sína og það voru ekki margir þá, sem áttu bíla, en þau áttu alltaf einhvern slíkan farkostinn, mismunandi ung- an, og það var alltaf mikið ævintýri að fá að fara í bíltúr með þeim. Þau höfðu yndi af ferðalögum og stofn- uðu Litla ferðaklúbbinn og fóru um landið þvert og endilangt ásamt vinum og kunningjum, ungum sem eldri, sem tóku þátt í þessum ferð- um með þeim. Hilmar var vélvirki að mennt og afar laginn við við- gerðir á þessum bílum sínum og ég man ekki eftir að þau kæmust ekki heim með bílinn úr þessum ferða- lögum sínum. Þetta var á árum skömmtunar, þegar ekkert fékkst í gamla bíla, hvorki dekk né slöngur svo ekki sé minnst á aðra óþarfa varahluti, svo það var eins gott að geta bjargað sér sjálfur og það gerði Hilmar sannarlega. Hilmar gekk aldrei alveg heill til skógar og strax sem ungur maður kvaldist hann af slæmum höfuð- verk, sem ágerðist með aldrinum. Síðast vann hann hjá Flugleiðum og eftir að hann hætti þar vann hann á heildsölu þeirra Sigrúnar um tíma og eftir það stefndi til verri vegar með heilsufarið. Hann varð fyrir alvarlegu áfalli á ferða- lagi í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um árum og bar aldrei sitt barr eft- ir það. Síðustu árin dvaldi hann á Skógarbæ og naut þar umönnunar starfsfólksins að ógleymdri um- hyggju Sigrúnar, dætra sinna, tengdasona og annarra ástvina. Við Inga kveðjum Hilmar með þakklæti fyrir allt það, sem hann hjálpaði okkur með í gegnum árin, og vottum Sigrúnu, dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúð við missi góðs manns og biðjum þeim Guðs bless- unar um ókomin ár. Minningin lifir. Einar Ólafsson. Elsku afi. Nú er kallið komið og kveð ég þig í hinsta sinn. Það er margs að minnast. Ég fór nú í fyrsta sinn að skoða mig um úti í heimi með þér og ömmu. Og það var alveg ótrúlegt hvað þið nenntuð alltaf að hafa mig með. Síðasta ferðin okkar saman var til Amst- erdam og þar var þér dröslað fram og til baka í hjólastól þér til mik- illar gleði. Svo man ég alltaf eftir því þegar ég var 11 ára gömul, þá tók ég strætó niður í bæ og labbaði upp á Bræðrarborgarstíg í vinnuna til að aðstoða þig í heildversluninni og okkar fyrsta verk var að fara út í sjoppu að kaupa kók og snúða. Snúðar eru besta fæða sem fundin hefur verið upp, nú getur þú borð- að alla þá heimsins snúða án þess að hafa áhyggjur af línunum. Svo eftir erfiði dagsins fórum við út á Sævargarða og að sjálfsögðu voru Tommi og Jenni settir í vídeótækið á meðan þú eldaðir kjötsúpu handa ömmu. Það var alltaf nóg að gera hjá þér og ömmu í félagslífinu og margir hafa ef til vill öfundað ykk- ur af þessu öllu saman en alltaf höfðuð þið tíma fyrir okkur barna- börnin og fannst manni það frekar ósanngjarnt að maður eins og þú á besta aldri skyldir verða fyrir þess- um veikindum sem hrjáðu þig. En þú varst svo duglegur og áttir svo yndislega konu að það var haldið áfram að ferðast hingað og þangað um heiminn hvort sem var í sælu- reitinn Birkihlíð í Grímsnesi eða Sólheima í Orlando. En nú hin seinni ár varstu orðin svo mikið veikur að ekki voru fleiri ferðalög fyrir þig, jú það voru nú nokkur ferðalögin í Fögrubrekkuna í Kópavogi og það þótti þér nú ekki leiðinlegt. Nú á þessari stundu er- um við viss um að þú sitjir innan um englana með vindil í munninum, glottandi út í annað. Við Jói biðjum kærlega að heilsa þér hvar sem þú ert. Elsku afi. Takk fyrir allt, Guð geymi þig. Minning þín mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku amma. Guð blessi þig og varðveiti þig í þinni miklu sorg. Sigrún og Jóhann. Kæri nafni. Þá er stundin komin. Og þú laus við allar þær þjáningar sem veikindum þínum fylgdu. Mig langaði bara að kveðja þig að lokum. Og þakka þér fyrir allt. Ég hafði gaman af því þegar ég var yngri að ef mann vantaði eitt- hvað, þá bjóst þú alltaf til verkefni fyrir mann að sinna svo að maður gæti unnið sér inn einhvern aur. Svo var það þegar þú byggðir stóra gróðurhúsið á Sævargörðum, þá hafði ég gaman af því að þú lést okkur pabba klippa niður tré og blóm af því að þú vissir að amma myndi skamma þig hefðir þú gert það því ávallt var stutt í púkann í þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi. hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þinn Hilmar Rúnar. Elsku afi og langafi, nú er komið að kveðjustund. Okkur langar að leiðarlokum til þess að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirn- ar.Það var oft gaman hjá okkur. Þú vildir helst alltaf hafa okkur afa- börnin og langafabörnin þín hjá þér. Það var oft líf og fjör í sum- arbústaðinum hjá ykkur ömmu. Þið amma byggðuð sumarbústaðinn þegar ég var lítil stelpa og ég á margar góðar minningar þaðan. Um okkur í sólbaði, um ykkur ömmu að gróðursetja eða laga eitt- hvað til í kringum ykkur. Þú að byggja meyjarskemmu fyrir okkur stelpurnar eða setja upp rólur og leiktæki fyrir börnin. Ferðir í dýra- garðinn Slakka þegar barnabörnin komu í sveitina og svona gæti ég haldið áfram. Þið amma voruð dugleg að ferðast og áttuð ykkar sælureit á Flórída. Þar var alltaf gestkvæmt og alltaf vilduð þið hafa einhvern úr fjölskyldunni með ykkur þegar þið fóruð þangað. Við Íris fórum með ykkur einu sinni og eigum við margar góðar minningar úr þeirri ferð. Mikill er missir ömmu, þið voruð mikið saman og það var alltaf talað um ykkur bæði í einu, afa og ömmu eða Sigrúnu og Hilmar. Þú misstir heilsuna en þín létta lund var með þér í gegnum veikindin og það var alltaf stutt í stríðnina og glettnina. Ég veit að núna líður þér betur. Við ætlum að passa upp á ömmu fyrir þig. Guð geymi þig. Kristrún og Íris. Elsku afi, ég mun alltaf muna eftir seinustu samverustund okkar heima á Íslandi í nóvember þegar ég kom í heimsókn og þú tókst á móti mér með brosi, og kvaddir mig með brosi í gegnum tárin. Bros þitt mun alltaf vera mín besta minning og mun ávallt ylja hjarta mínu. Þú varst alltaf fyrstur með brandarana og prakkarastrikin, þú fékkst alla til að brosa með léttum húmor. Þú lifðir viðburðaríku og góðu lífi. Nú kveð ég þig, elsku afi, í síð- asta sinn. Það er mjög skrítið og jafnvel þó ég viti ósköp vel að þú hvílist í ró, þá er það nú þannig að maður vill alltaf hafa ástvini sína hjá sér. Elsku afi, þín er sárt sakn- að í hjarta mínu og ég þakka Guði fyrir að hafa tekið þig í sínar hend- ur eftir löng veikindi. Guð blessi minningu þína. Valborg og Michael. Elskulegur afi okkar er farinn og eigum við margar góðar minningar um hjartahlýjan afa sem er kominn á loka áfangastað eftir löng veik- indi. Við áttum margar góðar stundir saman í sumarbústaðnum hjá afa og ömmu, afi var alltaf að smíða eitthvað eða dunda sér í garðinum með ömmu. Ekki þótti honum slæmt að enda daginn með því að setjast niður í sólina smá- stund. Ég vann með afa í heildsöl- unni Strandfell og ég minnist alltaf miðans sem var á hurðinni hjá hon- um: ,,Er við á milli 14.30 og hálf þrjú.“ Þannig var afi, alltaf stutt í grínið og léttan húmor eða þá þeg- ar galdra-afi sýndi krökkunum töfrabrögðin sín. Elsku afi, við vitum að þér líður vel núna og minningu þína geymum við í hjörtum okkar, minningu sem lengi lifir. Guð blessi þig og varð- veiti. Elsku amma, guð gefi þér styrk í sorgum þínum og hug- hreysti þig. Ég byrja reisu mín, Jesús, í nafni þín, hönd þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. Í voða, vanda og þraut vel ég þig förunaut, yfir mér virstu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Hallgr. Pét.) Margrét Grétarsdóttir og fjölskylda. Elsku afi minn. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfðum saman, þú varst nú meiri prakk- arinn. Gerðir töfrabrögð og hvað- eina fleira til að skemmta okkur krökkunum, hver man ekki eftir brellunni með þumalinn. Svo ekki sé talað um það þegar þú settir þær fölsku út og snerir þeim í hring. Amma var sífellt að skamma þig fyrir það og þú hagaðir þér bara einsog smástrákur, ypptir öxl- um og horfðir út í loftið. Ég gleymi aldrei öllum ferðunum okkar til Flórída, þar sem þú varst alltaf svo brúnn og sætur. Þar nefndir þú eitt herbergi í húsinu ykkar ömmu „Birtuherbergi“ og keyptir handa mér sjónvarp til að mér myndi ekki leiðast í því. Við fórum í marga skemmtigarða og prófuðum marga veitingastaði, því svona mikill mat- gæðingur eins og þú þurftir að safna orku. Einni ferð gleymi ég aldrei. Þar lögðum við land undir fót og keyrðum í 2-3 klst. til St. Petersburg vegna þess að þig lang- aði svo mikið í ís í einni ísbúð sem þú vissir um þar. Við keyrðum í steikjandi hita og þegar við loksins komust á leiðarenda og í þessa frægu ísbúð, þá var það eina sem þú vildir súkkulaðisheik, það var nú ekki merkilegra en það, allur þessi akstur fyrir einn sheik. Til að setja svo punktinn yfir i-ið, þegar við komum svo aftur tilbaka um kvöld- ið, sáum við ekki sömu ísbúð stutt frá húsinu ykkar ömmu. Þvílík gremja. Alltaf varstu góður við mig og tilbúinn að gera allt fyrir mig. Þakka þér innilega fyrir allt, elsku afi minn, þú varst frábær. Þín Birta. Maður er manns gaman, stendur þar, og engum blandast um það hugur sem kynntist Hilmari Guð- mundssyni að þar fór maður sem alltaf var ánægjulegt að hitta og spjalla við. Ég sé hann fyrir mér kotroskinn og kankvísan og alltaf með eitthvert spaug og hrekklaust glens svo ævinlega ríkti í kringum hann kátína og gleði. Hilmar átti svo sem ekki langt að sækja spaugsemina því spaugsgen- ið gekk greinilega í erfðir á ætt- aróðalinu á Frakkastíg 24. Eldri bræður Hilmars, Einar og Gunnar, og systirin Ósk voru þessu sama marki brennd, að vilja ætíð hafa glaðværð í kringum sig, og slógu því gjarnan á létta strengi við sam- ferðamenn sína. Sómakonan Kristín Einarsdóttir, móðir Hilmars, sem við minnumst öll með mikilli virðingu og hlýju, var einnig gamansöm og líka fljót að hugsa eins og einu sinni þegar hún sá kornungan sonarson sinn standa í opnum glugga uppi á ann- arri hæð og kallaði upp til hans: „Lokaðu glugganum, elskan, svo ömmu verði ekki kalt.“ Drengurinn vildi auðvitað allt fyrir ömmu sína gera og lokaði strax glugganum, svo hættan var liðin hjá. Kristínu hefur heldur ekki veitt af léttri lund og jafnframt sterkri eftir að hún missti mann sinn, Guð- mund Elías Guðmundsson, aðeins fertugan 1931 og síðan fimm af níu börnum sínum hvert af öðru. Slíka raun fær enginn að óreyndu skilið en með ódrepandi harðfylgi og seiglu hélt Kristín fjórum eftirlif- andi börnum sínum hjá sér og tryggði þeim menntun við hæfi. Guðmundur Elías, maður hennar, hafði verið völundur á járn og líka bundið bækur í skinn og hafa börn þeirra Kristínar greinilega erft þennan hagleik föður síns því allt lék í höndum þeirra systkina. Hilmar lærði járnsmíði og vél- virkjun hjá eldri bróður sínum, Einari, lauk sveinsprófi 1946 og starfaði síðan með Einari um nokk- urra ára skeið. Eftir það vann hann við iðn sína hjá Hamri og Essó og var líka um tíma húsvörður í Skáta- heimilinu við Snorrabraut en hann var lengi virkur félagi í skátahreyf- ingunni. Þá starfaði Hilmar á véla- verkstæði Flugfélags Íslands í fimmtán ár eða fram að sameiningu Flugfélagsins og Loftleiða en þá venti hann sínu kvæði í kross og stofnaði ásamt Sigrúnu heildversl- unina Strandfell og síðar versl- unina Sísí sem seldi barna- og ung- lingafatnað. Við það störfuðu þau fram til ársins 1988. Félagslyndi Hilmars og Sigrúnar hefur eflaust átt mikinn þátt í að þau stofnuðu á sínum tíma Litla ferðaklúbbinn. Í honum voru meðal annars skátar en klúbburinn stóð um árabil fyrir ferðalögum og áfengislausum helgarútilegum ung- linga í Þórsmörk, á Snæfellsnesi og HILMAR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.