Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðfinna ÞóraSnorradóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1972. Hún lést á heimili sínu 29. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Hjördís Björg Hjör- leifsdóttir húsmóðir og dagmóðir, f. 5. nóvember 1950, og Snorri Ársælsson bíl- stjóri, f. 10. apríl 1947. Systkini Guð- finnu eru Stefán Hjörleifur, f. 4. apríl 1968, Guðbjörg Sig- ríður, f. 21. mars 1969, og Jónína Kristrún, f. 17. ágúst 1985. Eftirlifandi unnusti Guðfinnu er Guðmundur Eyj- ólfur Sigurðsson, f. 25. janúar 1968. Börn Guðfinnu eru Kristín Harpa, f. 30. nóvember 1989, Ant- on Helgi, f. 8. októ- ber 1992, og Birgitta Ýr, f. 22. janúar 2003. Faðir Kristín- ar Hörpu og Antons Helga er Hermóður Sigurðsson, f. 20. febrúar 1971. Faðir Birgittu Ýrar er Guðmundur Eyjólf- ur Sigurðsson. Útför Guðfinnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Guffa systir, ég vil fá að skrifa nokkur orð um þig. Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja, það er búið að fljúga svo margt í gegnum huga mér síðustu daga. En eitt stendur þó alltaf upp úr, það er hláturinn þinn og brosið. Við vorum að tala um það heima hjá mömmu og pabba að það varð alltaf fjör þegar þú birtist. Mér fannst ég eiga svo mikið í þér því þú leyfðir mér að taka svo mikinn þátt í lífi þínu. Ég og Unnar fengum alltaf Kristínu lánaða þegar okkur langaði til að spilla henni. Eins fékk ég að vera viðstödd fæðingu Antons og Birgittu, það var ein besta tilfinning lífs míns að sjá þau fæðast. Núna þegar ég skrifa þessi orð streyma tárin fram og ég reyni að láta ekkert í mér heyrast því litlu englarnir þínir sofa allir hér hjá mér. Það hefur verið þröng á þingi hjá okkur því við sofum öll í mínu rúmi. Ég gæti skrifað endalaust en ég mun tala mikið við þig þótt þú sitjir ekki hjá mér því ég veit að þú verður allt- af hjá okkur. Ég vil að þú vitir að við pössum englana þína mjög vel. Ég vil biðja Guð að veita Tuma, Kristni, Antoni, Birgittu, mömmu og pabba styrk til að komast yfir þessa miklu sorg. Verðum í bandi eins og þú sagðir alltaf. Guðbjörg systir. Elsku Guffa. Þú nenntir alltaf að mála mig ef ég fór út. Þú nenntir allt- af að lána mér föt. Þú nenntir alltaf að hlusta á mig. Þú studdir mig alltaf þegar ég tók upp á einhverju sem öðrum fannst ekki góð hugmynd. Þú sást alltaf ef ég var langt niðri og fékkst mig til að tala um það. Þú sást líka alltaf ef ég var glöð og gladdist þá með mér. Þú sagðir alltaf það sem þér bjó í brjósti. Þú leyfðir mér alltaf að vera ég sjálf. Þú varst alltaf til í spjall. Þú áttir alltaf tíma fyrir litlu systur þína. Engin mun nokkurn tímann koma í staðinn fyrir þig. Nína litla systir. Elskuleg tengdadóttir okkar, Guðfinna Þóra, er látin langt fyrir aldur fram. Guðfinna eða Guffa eins og hún var alltaf kölluð varð partur af fjölskyldu okkar þegar hún og Gummi sonur okkar urðu ástfangin. Guffa var einstaklega hlý og já- kvæð stúlka og hafði þægilega nær- veru og það var aldrei langt í grínið og brosið þegar setið var og spjallað. Við eigum góðar minningar frá síðustu jólum þegar Guffa og Gummi buðu okkur að eyða með sér og börn- unum sínum aðfangadagskvöldinu. Við eigum erfitt með að trúa því og sætta okkur við það að Guffa sé dáin. Elsku Tumi, Kristín, Anton, Birg- itta, foreldrar og systkini Guffu. Megi góður Guð fylgja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Minningin um yndislega stúlku lif- ir alltaf, ekki bara í huga okkar held- ur líka í börnum hennar. Farðu í friði, elsku Guffa. Bára og Sigurður Vilhelm. Fimmtudagurinn 29. janúar er dagur sem ég mun seint gleyma, en þá var mér tilkynnt lát Guðfinnu mágkonu minnar. Hvernig gat það gerst svona snögglega? Hún sem kom til mín tveimur dögum áður með litlu dóttur sína í pössun til mín, svo ljúf og yndisleg eins og alltaf. Ég fer að hugsa um allar stundirnar sem við áttum oft saman við eldhúsborðið hjá mér, en þá var oft hlegið og rifjaðar upp gamlar minningar. Alltaf gat ég leitað til hennar ef ég átti erfitt. Elsku Guffa mín, mig langar að þakka þér fyrir allt. Ég sakna þín svo mikið en nú er komið að kveðju- stund. Ég vil senda fjölskyldu Guffu og sérstaklega Guðmundi bróður mín- um og börnunum þeim Kristínu, Antoni og Birgittu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Klara og börn. Mér var færð sú fregn að Guffa vinkona mín væri dáin. Ég verð dof- in, máttvana og upp kemur skiln- ingsleysi, reiði yfir óréttlæti lífsins, svo kemur söknuðurinn og sorgin. Guffa dó langt fyrir aldur fram, aðeins 31 árs að aldri. Hún skilur eft- ir sig ljúfar og litríkar minningar sem verða vel varðveittar. Vinátta okkar Guffu hófst síðla árs 1985. Þá vorum við 13 ára gamlar, bjuggum í sama hverfi og vorum í sama skóla en það var íþróttin sem við stund- uðum sem tengdi okkur saman. Þó svo að sú íþróttaiðkun stæði aðeins í skamma stund átti vinátta okkar Guffu eftir að vara lengi. Ég minnist Guffu sem glaðlyndrar og brosmildr- ar stelpu með sitt fallega rauða hár, sitt fallega bros og glettnu augu. Á unglingsárunum vorum við Guffa mjög nánar og mikið saman, og ég minnist ýmissa atburða frá þeim tíma. Þær voru ófáar Fellahell- isferðirnar og allar bæjarferðirnar um helgar og er við eltumst tók rúnt- urinn við eins og hann var og hét í þá daga. Alltaf var skemmtilegast þeg- ar Guffa var með í för, alltaf var kátt á hjalla í kringum Guffu, Guffa var hrókur alls fagnaðar. Ég minnist slyssins sem hún lenti í árið 1988, hún dvaldi um stund á sjúkrahúsi og það var orðið mitt ann- að heimili og er Guffa fór að bragg- ast æddum við um spítalann – Guffa í hjólastól með aðra hönd í fatla – og skoðuðum hvern krók og kima. Ég man líka eftir því er við sátum fyrir framan deildina í eitt skiptið og spjölluðum saman, þegar einn af læknunum gekk framhjá. Þá mátti Guffa til með að blístra á eftir honum og faldi sig svo á bakvið súlu og ég sat ein eftir eldrauð í framan, og þá hló mín, ætluninni var náð. Já, hún Guffa gat svo sannarlega verið pínu stríðin og hafði hún mjög gaman af því að láta mann roðna, en allt meint í góðu og átti þetta allt bara eftir að styrkja okkar vináttu. Eins minnist ég þess þegar Guffa varð ófrísk að sínu fyrsta barni, þá 17 ára gömul. Þá varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgja með í mæðraskoðanir, á foreldranámskeið og í sónar, og á eftir sónarnum fórum við svo glaðbeittar í bragði og keypt- um föt á litlu snúlluna. Guffu fæddist lítill sólargeisli, Kristín Harpa, síðla árs 1989 og tæpum þremum árum seinna kom svo annar sólargeisli, Anton Helgi, í heiminn, og nú fyrir um ári bættist svo þriðji sólargeisl- inn, Birgitta Ýr, í hópinn. Guffa lifði hratt og hafði reynt margt á sinni stuttu ævi. Síðustu ár hafði samband okkar verið minna en áður, við hittumst þó og heyrðum hvor í annarri annað veifið, og var þá ævinlega glatt á hjalla rétt eins og áður. Elsku Guffa mín, ég kveð þig nú með trega og söknuði, þú áttir alltaf þinn sess í mínu hjarta og alltaf hélt ég í vonina um betri tíð og tíma hjá þér. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá þér. Þín vinkona Heiða. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Guffa. Ég kveð þig með söknuði, trega og tárum, elsku besta vinkona. Minningarnar um þig eru allar svo góðar og dýrmætar. Þú ólétt að Kristínu Hörpu 16 ára og þegar hún fæddist, fyrsta barnið í hópnum, svo stuttu seinna varð ég ólétt að Daníel Þór og þú komst með mér í skoðun og sónar, það var svo yndislegt að hafa svona traustan vin. Þegar þú varst ólétt að Antoni Helga fórum við með Akraborginni til Röggu og á leiðinni heim borð- uðum við svo mikið að rjómatoffee að við urðum sjóveikar. Og þegar Birgitta Ýr, litla prins- essan þín, fæddist og þú leyfðir mér að koma þegar þú varst nýbúin að eiga með vídeóvélina og taka upp kveðju til stelpnanna í saumó. Í Hrafnhólunum áttum við svo margar stundir saman þegar ég kom til þín og við hlustuðum á rjómó lög og töluðum saman langt fram á nótt um allt og ekkert. Þakka þér fyrir að vera yndisleg, kát, falleg og besta vinkona í heim- inum. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að þú verður alltaf hjá okkur í hug og hjarta um ókomna tíð. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, Faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn, láttu lífsins sál lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Kristín Harpa, Anton Helgi, Birgitta Ýr, fjölskylda og vin- ir. Megið þið finna styrk á erfiðri stundu. Þín elskandi vinkona og fjöl- skylda. Fríða Margrét, Andri, Daníel Þór og Sunna Rós. Elsku Guffa mín, nú ertu farin, ég á svo erfitt með að trúa því að þetta sé búið hér á jörðu, nú ertu komin á betri stað þar sem þér líður betur. Við áttum margar góðar stundir saman alveg frá því að við vorum unglingar. Við gerðum mörg prakk- arastrikin saman og alltaf varst þú þar sem var gaman og mikið stuð, þú varst aldrei öðruvísi en brosandi eða hlæjandi þessum smitandi hlátri sem fékk alla til að hlæja með þér, aldrei var neikvæðni í þér, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar og alltaf var gleði í kringum þig. Þú hjálpaðir mér í gegnum erfiðar stundir á með- göngu minni og komst með mér í skoðanir og sónar. Því gleymi ég aldrei og hann Elvar Smári bað svo oft um að fá að koma til þín og bað þig svo að passa sig og alltaf varstu til í það, alveg sama þó hann væri veikur eins og hann var svo oft þá. Honum fannst svo gott og gaman að fá að vera hjá þér og Antoni Helga, Elvar Smári dýrkar hann og Anton er alltaf svo góður við hann. Svo var mamma þín, hún Hjördís, dagmamma hans Elvars Smára, og þar hitti hann Anton Helga mikið og Snorra pabba þinn og hann kallaði mömmu þína og pabba ömmu og afa. Þau eru honum mjög góð og ég kom oft til þeirra í Gyðufellið bæði í gamla daga og á seinni árum. Þang- að er alltaf gott að koma, allir svo yndislegir og góðir og alltaf kæti og gleði á því heimili eins og hjá þér upp í Hrafnhólum. Því miður var sambandið okkar ekki gott síðasta árið og ég saknaði þín mikið, að koma ekki til þín, sitja og spjalla saman, við gátum alltaf spjallað um allt og ekki neitt og hleg- ið mikið að öllu, eða talað í símann og fatta allt í einu að við vorum búnar að vera í símanum í tvo tíma og þá hlóg- um við bara að því og héldum áfram að spjalla. Það var alltaf kátt á hjalla hjá þér og alltaf voru dyrnar opnar fyrir öllum. Ég þakka fyrir að við hittumst nokkrum dögum fyrir þennan sorgardag og við náðum að sættast og tókum upp þráðinn þar sem frá var horfið ári áður. Ég mun alltaf muna þig og fallega brosið, gleðina og þennan frábæra hlátur og geyma þig í hjarta mínu. Elsku Kristín Harpa, Anton Helgi, Birgitta Ýr, Hjördís, Snorri, Stefán, Guðbjörg, Jónína, ykkur og fjölskyldum ykkar votta ég innilega samúð mína og vonandi fáið þið styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma sem framundan eru. Ég veit að þið standið saman, þið eruð svo sam- rýnd fjölskylda. Einnig votta ég samúð mína öllum sem Guffu þekktu, það eiga allir eftir að sakna hennar. Guðrún Magnea (Gunna), Elvar Smári. Æskuvinkonur hittast í sauma- klúbb, rifjaðar eru upp gleðistundir, framtíðin kortlögð og draumar lagð- ir á borðið. Allar kveðjumst við hlæj- andi og hlökkum til næstu endur- funda. Daginn eftir ríkir sorg í hjörtum okkar. Á svipstundu er allt breytt, ein úr hópnum er horfin okk- ur að eilífu. Samleiðin er löng og margar góðar minningar koma upp í hugann. Við kynntumst fermingar- árið okkar fyrir tæpum tuttugu ár- um, átta stelpur, alltaf saman. Á unglingsárunum hittumst við oftast heima hjá Guffu eða í Fellahelli. Heima hjá Guffu var alltaf rúm fyrir háværan og gáskafullan stelpnahóp- inn. Hún var alltaf hress, glöð og góður vinur. Eftir unglingsárin skildi leiðir eins og gengur og gerist en við vissum alltaf hver af annarri. Seinna endurnýjuðum við vináttu- böndin og stofnuðum saumaklúbb- inn okkar sem hélt utan um okkur og vináttuna. Saumaklúbburinn verður aldrei samur. Við eigum eftir að sakna og syrgja elsku Guffu en líf hennar og ljós mun ætíð lifa í hug okkar og hjarta. Við skynjum fátt en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó. Að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Tumi, Kristín Harpa, Ant- on, Birgitta, Hjördís, Snorri, Stebbi, Gugga, Nína og fjölskyldur. Við vin- konurnar sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi hin eilífa hvíld verða Guffu okkar góð. María, Ragnheiður og Valgerður. GUÐFINNA ÞÓRA SNORRADÓTTIR Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför FANNEYJAR BJÖRNSDÓTTUR, Heiðmörk 35, Hveragerði. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Sigurjónsson og synir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI RÚTUR JÓSEPSSON, Hnífsdal, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 7. febrúar kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Guðjón Finndal Finnbogason, Finney Aníta Finnbogadóttir, Ólafur Theodórsson, Finnbogi Rútur Jóhannesson, Sigrún Sigmundsdóttir, afabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.