Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 47
✝ Guðrún HelgaÞormar Garðars-
dóttir var fædd í
Reykjavík hinn 23.
júlí 1958. Hún lést
hinn 31. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Ingunn
K. Þormar og Garð-
ar P. Þormar. Sysk-
ini hennar eru: Sig-
fús, f. 1944, kona
hans er Sigríður
Svava Kristinsdóttir;
Sigríður, f. 1945;
Páll f. 1947, kona
hans er Angela
Ragnarsdóttir; Sigfríð, f. 1950,
maki Jón Pétursson; Kristinn, f.
1954, kona hans er Jónína Sam-
úelsdóttir.
Guðrún fór til Noregs 1975 sem
aupair og starfaði við það í eitt og
hálft ár. Síðan vann
hún í ritfangaversl-
un í Ósló þar til hún
fór að vinna hjá
Svarcopy (síðar All-
copy) og starfaði þar
í yfir 20 ár. Guðrún
var í sambúð með
Edvard Nilsen mál-
ara í tíu ár og þau
eignuðust einkason
hennar, Jónas Þor-
mar Edvardsson, f.
11. maí 1982. Jónas
stundar nú háskóla-
nám í Bangkok.
Guðrún kom svo
heim til Íslands nú í desember og
lést á heimili systur sinnar og
mágs.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku mágkona, þetta er búinn að
vera erfiður tími hjá þér síðustu
mánuði en þú barðist hetjulega fram
á síðustu stundu og sofnaðir síðan
vært. Þú varst yndisleg mágkona,
alltaf hress og kát. Þú fórst ung til
Óslóar að vinna, en alltaf hafðir þú
reglulega samband heim og alltaf
varstu hress þegar talað var við þig,
einnig eftir að þú varst orðin veik.
Það var alltaf allt í lagi og þér leið
vel, þótt aðrir vissu betur. Það var
þinn háttur að vera hress og þú vildir
að aðrir væru það líka. En þér leið
vel í Ósló og þú eignaðist þar ynd-
islegan son sem var þinn augasteinn
og voruð þið miklir vinir og félagar.
Elsku Guðrún Helga, ég veit að það
verður vel tekið á móti þér af nöfnu
þinni. Það verður örugglega oft kátt
hjá ykkur þegar þið fylgist með vit-
leysunni sem við gerum, þá hlæið þið
dátt. Ég kveð þig í bili.
Elsku Sigfríð og Jón, ég þakka
ykkur fyrir alla þá hlýju og um-
hyggju sem þið veittuð Guðrúnu
Helgu síðustu sporin. Elsku Jónas,
ég votta þér mína dýpstu samúð, en
það er huggun að mömmu þinni líður
vel og það verður tekið vel á móti
henni. Tengdaforeldrum mínum sem
hafa staðið sig aðdáanlega vel í þess-
ari miklu sorg votta ég mína dýpstu
samúð, einnig systkinum Guðrúnar
Helgu og fjölskyldum þeirra.
Guðrún Helga lifir í hjarta okkar.
Takk fyrir allt.
Sigríður Svava Kristinsdóttir.
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Guðrún Helga.
Hvert örstutt spor, var auðnuspor með
þér, –
(H.K.L.)
Þessi orð lýsa því hvernig mér líð-
ur er ég hugsa um lífið okkar.
Það var alla tíð yndislegt að vera
með þér, hvort sem það var í barn-
æsku í dúkkuleik, dúkkulísuleik,
barbí eða hvað það nú var sem við
systradæturnar – frænkurnar þrjár
þú, Elísabet og ég tókum okkur fyrir
hendur. Stundum lágum við saman í
rúmi eða á gólfinu og sungum eins og
við ættum lífið að leysa upp úr Skóla-
söngvum og hláturinn var aldrei
langt undan.
Þið tvær voruð árinu eldri en ég,
voruð vitrari og kennduð mér allt um
lífið og tilveruna.
Á unglingsárunum var alltaf eitt-
hvað spennandi að gerast í kringum
þig, þú áttir mikið af vinum. Dúkku-
leikirnir okkar þróuðust í barnapöss-
un á systkinabörnum ykkar. En svo
kom að því að þú fórst þínar eigin
leiðir.
17 ára fórst þú til Noregs að vinna
sem barnapía og heimilishjálp.
Ég fékk að heimsækja þig og
dvelja hjá þér nokkra daga á leið
minni til Finnlands, og þá sá ég
glöggt hversu sjálfstæð og dugleg þú
varst.
Þér leið vel í Noregi og hélst
áfram að vinna þar og árin liðu og þú
ákvaðst að eiga heima þarna.
Þú fórst að búa með Edward og
saman eignuðust þið sólargeislann
þinn alla tíð hann Jónas. Leiðir ykk-
ar Edwards skildi og þú sinntir móð-
urhlutverkinu af stakri alúð. Missir
Jónasar er mikill, en hann hefur sýnt
það og sannað hversu vel gefinn og
þroskaður ungur maður hann er
núna á þessum erfiðu tímum í lífi
hans, þökk sé þér!
Ég naut þeirrar gæfu að búa um
tíma í Noregi. Við vorum samtímis
ófrískar að drengjunum okkar og
var gott að eiga þig að og geta leitað
til þín með allar vangaveltur og deilt
með þér því sem var að gerast. Þú
varst alltaf eins og klettur, úrræða-
góð, hlý og einstaklega lífsglöð.
Síðar er við fluttum heim og áttum
leið til Noregs eftir það tókst þú
ávallt á móti okkur opnum örmum og
best fannst þér að „fá bara nokkur
Lindubuff“ að launum.
Þú varst óþreytandi að ferðast vítt
og breitt um heiminn með Jónasi og
sýndir honum hina ýmsu staði sem
okkur hin dreymir aðeins um að
heimsækja.
Ég er ævinlega þakklát fyrir dag-
inn sem við frænkurnar þrjár áttum í
sumar. Við fórum í bæinn og rifjuð-
um upp stemmninguna hjá okkur
eins og hún var í gamla daga, þá lék-
um við okkur að því að við værum
systur en ekki bara frænkur, og við
keyptum okkur eins bleik dress, við
áttum svo oft eins föt þegar við vor-
um litlar.
Þetta ætluðum við að endurtaka
núna í jólafríinu en heilsa þín leyfði
það ekki.
Það sýndi sig best hversu sterk og
dugleg þú varst núna í veikindastríði
þínu. Þú kvartaðir aldrei hversu
kvalin sem þú varst.
Ég vil segja við Jónas að mér
finnst þetta vera eins og í sögunni
Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid
Lindgren, þegar Jónatan var að
deyja og var að kveðja bróður sinn
Snúð: Þá sagði hann við Snúð að
hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur
því að hann væri bara að fara til
Nangijala, þar væru bara ævintýr og
allir yrðu frískir þegar þeir kæmu
þangað. Þar munum við öll hittast að
lokum. Ég veit að Guðrún Helga
amma okkar og Kristinn afi hafa tek-
ið þig í faðm sinn og þau leiða þig um
dali eilífðarinnar.
Elsku Guðrún Helga, ég er stolt af
að hafa átt þig að og mun aldrei
gleyma þér. Þú lifir áfram í Jónasi og
við munum ávallt fylgjast með hon-
um.
Að lokum sendi ég Jónasi, foreldr-
um þínum, systkinum og öðrum að-
standendum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og ég bið góðan Guð að
leiða okkur öll í gegnum sorgina.
Drottinn er minn hirðir
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur
hann mig hvílast …
(Úr 23. Davíðssálmi)
Hvíl í friði, elsku frænka mín.
Gunnvör Kolbeinsdóttir.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
því það voru allt saman orðlausir draumar
um ástina, vorið og þig.
En bráðum fer sumar að sunnan
og syngur þér öll þau ljóð,
sem ég hefði kosið að kveða þér einn
um kvöldin sólbjört og hljóð.
Það varpar á veg þinn rósum
og vakir við rúmið þitt
og leggur hóglátt að hjarta þínu
hvítasta blómið sitt.
Ég veit ég öfunda vorið,
sem vekur þig sérhvern dag,
sem syngur þér kvæði og kveður þig
með kossi hvert sólarlag.
Þó get ég ei annað en glaðst við
hvern geisla, er á veg þinn skín,
og óskað, að söngur, ástir og rósir
sé alla tíð saga þín.
(Tómas Guðm.)
Elsku Guðrún Helga. Þetta fal-
lega lag og ljóð var fyrsta lagið sem
ég heyrði þegar veikindastríði þínu
var lokið og ég var búin að koma og
sjá friðinn sem færst hafði yfir þig.
Fyrir mér var það eins og vísbending
um að nú værir þú komin til hins ei-
lífa vors og blóma. Þú varst í fyrstu
ekki sátt við að koma hingað til lands
til að fá umönnun foreldra og systk-
ina í veikindum þínum. Þú ætlaðir
þér sannarlega fljótt aftur heim til
Noregs, og þú ætlaðir helst að kom-
ast í gegnum alla erfiðleikana upp á
eigin spýtur. Þú varst líka sannköll-
uð hetja í okkar augum. Nú undir
það síðasta held ég samt að þú hafir
verið búin að finna það að hérna lágu
þínar rætur og hér var gott að fá að
deyja í faðmi fjölskyldunnar. Þó skal
síður en svo gera lítið úr því fólki
sem var þér eins og fjölskylda í Nor-
egi … allir vinirnir þínir og vinnu-
félagar sem hafa staðið eins og klett-
ar þér við hlið í þínum erfiðleikum.
Það er sannarlega mikils metið.
Þú bjóst lengstan hluta ævi þinnar
í Noregi, en alltaf þegar maður hitti
þig fannst manni eins og þú hefðir
bara farið í gær. Við vorum líka sam-
an öllum stundum sem við gátum, við
frænkurnar þú, ég og Gunnvör, al-
veg frá blautu barnsbeini og til þess
tíma er þú fluttir út. Það var svo
sannarlega oft glatt á hjalla hjá okk-
ur. Maður minnist þessa tíma núna
með tregablandinni ánægju. Við
sjáum þó ljósið í þínum yndislega
syni sem þú lætur eftir þig og hlökk-
um til að fá að sjá hann þroskast og
verða að manni sem verður áreiðan-
lega móður sinni til sóma.
Hvíl í friði, kæra vinkona og
frænka. Við fjölskyldan vottum Jón-
asi, syni Guðrúnar, foreldrum og öll-
um öðrum aðstandendum og vinum
innilegustu samúð okkar. Guð veri
með ykkur.
Elísabet og fjölskylda.
Nú er hún vinkona mín farin, búin
að fá frið og hvíld eftir mikla baráttu
við erfið veikindi.
Á þessari sorgar- og saknaðar-
stundu er mér efst í huga þakklæti
til þín fyrir þau forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér.
Sl. 28 ár höfum við báðar verið bú-
settar í Noregi og hafa þau ár verið
okkur báðum dýrmæt. Kæra vin-
kona þú varst mér alltaf mikilvæg og
gott að vita af þér á Vestli.
Síðustu 13 ár unnum við á sama
vinnustað (Allkopi) og aldrei bar
skugga á okkar vinskap. Oft kölluð-
um við okkur „litlu íslensku fjöl-
skylduna“, þú með Jónas þinn og ég
með Helenu og Ottar.
Elsku Guðrún, þú barðist hetju-
lega við illvígan sjúkdóm sem nú hef-
ur lagt þig að velli. Nú ert þú komin
til Guðs og minningin um jákvæða
vinkonu sem var full af lífsgleði og
orku mun fylgja mér og gefa mér
styrk.
Ég votta fjölskyldu Guðrúnar og
Jónasi syni hennar mína dýpstu
samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Þín vinkona
Arna Jensdóttir.
Nú er komið að því að kveðja hana
Guðrúnu vinkonu okkar sem er látin
eftir erfið veikindi. Við áttum þess
kost að alast saman upp í hverfi sem
þá var í uppbyggingu, þar sem æv-
intýrin lágu bakvið við hvern stein og
handan hvers horns. Lífið blasti við
fullt af fyrirheitum. Á þeim árum
mynduðust tengsl sem aldrei rofna.
Vönduð vinátta sem æ er til staðar
og er svo óendanlega mikilvæg á lífs-
göngunni. Þó að leiðir hafi skilið og
lífið leitt okkur á mismunandi vegu,
mætast vegir okkar ávallt aftur. Nú
hefur Guðrún lagt í sína hinstu för.
Það er sárt að sjá á eftir vinkonu sem
átti svo mikið að lifa fyrir og átti svo
mikið eftir, sem var svo full kátínu og
lífsgleði. En við treystum því að Guð-
rún lifi nú í faðmi Guðs laus við þján-
ingar og þrautir. Við biðjum Guð að
hugga og styrkja þá sem syrgja Guð-
rúnu og vottum Jónasi syni hennar,
foreldrum, systkinum, og öðrum vin-
um og vandamönnum okkar dýpstu
samúð.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Björn Halld.)
Vinkonur úr
Álftamýrarskóla.
Elsku Gunna mín. Ég veit ekki
hvað ég á að segja. Ég held að ég
byrji á að segja þér hvað ég er leið.
Leið yfir að þú sért farin og að ég fái
ekki að sjá þig eða tala við þig aftur.
Ég á aldrei eftir að sætta mig við
það.
En svo vil ég að þú vitir hvað ég er
glöð og þakklát. Glöð yfir öllum
minningunum og þakklát fyrir að ég
var hluti af þínu lífi.
Takk fyrir allt, elsku frænka, og
sérstaklega fyrir að benda mér á tal-
pokann.
Hugsaðu þér ef öll orðin hefðu
verið búin.
Bless, hetjan mín.
Eva Sigríður.
Elsku Gunna frænka. Að hittast í
bjór í Köben næsta sumar var það
sem við ákváðum þegar við kvödd-
umst í Osló í byrjun vetrar. En þá
ákvaðum við líka að krabbameinið
mundi ekki ná meiri tökum. En eftir
áralanga baráttu og styrk þinn náði
það tökunum. Því miður.
Ég reyni að hugga mig með því að
hugsa að fyrst svona var komið var
kannski betra fyrir þig að fá að fara.
Þó að okkar svokallaði nafla-
strengur sé að hluta slitinn þá slitnar
hann aldrei alveg. Því eftir eru svo
margar góðar minningar.
Þau 27 ár sem ég hef lifað hefur þú
búið í Osló. En þrátt fyrir það hafa
myndast einstök tengsl okkar á milli.
Byrjuðu þegar ég var lítil og kom
með fjölskyldu minni til þín á sumr-
in. Styrktust svo þegar ég flutti til
þín ’96. Urðum við ekki bara nánari
heldur líka bestu vinkonur. Þó svo að
ég hafi flutt til Íslands í nokkur ár
breyttist ekkert. Loks flutti ég bara
aftur til Gunnu frænku. Síðan hefur
minn tími í Osló verið ómetanlegur.
Allar stundirnar sem við sátum inni í
stofu langt fram eftir morgni og
ræddum allt milli himins og jarðar.
Ég hef getað sagt þér allt og ráð þín
hafa alltaf komið að góðum notum.
Við höfum sko getað hlegið og grátið
saman. En þessi tími var líka oft erf-
iður. Að sjá þig svona veika var erfitt
að horfast í augu við. En aldrei
misstirðu vonina og við brostum
bara í gegnum tárin.
Flest þín ár í Osló vannstu hjá All-
kopi þar sem þú átt marga góða vini
sem ég þakka mikið fyrir alla þá
hjálp og stuðning sem þau hafa veitt.
Arna hefur alltaf verið þér mikil stoð
og stytta og það hefur verið gott að
vita af svona góðri vinkonu þér við
hlið.
Það er meira en bara góðar minn-
ingar sem eftir sitja. Heldur einnig
þinn yndislegi sonur. Þið hafið alltaf
verið bestu vinir og gert ótal hluti
saman. Jónas hefur og verður alltaf
uppáhaldið okkar. Hann mun fá all-
an minn stuðning og ég vona að ég
geti veitt honum það sama og þú hef-
ur veitt mér.
Síðan í desember síðastliðinn þeg-
ar þú fórst aftur til Íslands hefurðu
búið hjá mömmu og pabba. Þar sem
mér hefur þótt gott að vita af þér
með fjölskylduna hjá þér. Þar
fékkstu líka að deyja.
Elsku Jónas, amma, afi, mamma,
pabbi og þið öll. Ég bið Guð að veita
okkur öllum styrk á þessum erfiðu
tímum.
Svo að lokum, Gunna mín. Þrátt
fyrir að það sé erfitt núna og sér-
staklega þar sem ég er stödd hinu-
megin á jörðunni, reyni ég að hugsa
eins og Pollýanna. Ég veit að Guðrún
amma tekur á móti þér og passar þig
fyrir okkur. Ég kem því ekki í orð
hvað ég er þér þakklát fyrir allt. Þú
verður alltaf í hjarta mínu og ég er
endalaust stolt af þér. Ég kveð þig í
bili með miklum söknuði.
Takk fyrir allt.
Kolbrún.
GUÐRÚN HELGA
ÞORMAR
GARÐARSDÓTTIR
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍSABETAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Eyjahrauni 3,
Vestmannaeyjum.
Gunnar Stefán Jónsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir,
Hermann Kristján Jónsson, Herdís Tegeder,
Ágústína Jónsdóttir, Jóhann Ásgeirsson,
Ívar Gunnarsson, Ragna Lára Jakobsdóttir,
Jón Ragnar Gunnarsson,
Elísabet Stefánsdóttir,
Ingunn Sara Ívarsdóttir,
Davíð Þór Ívarsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.