Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 48

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 48
MÁNUDAGINN 9. febr- úar kl. 19.00 hefst í Grensáskirkju á vegum Leikmannaskóla kirkj- unnar sjálfstyrking- arnámskeið fyrir konur. Námskeiðið stendur yf- ir í tvö kvöld, 3 tíma í senn og leiðbeinandi er Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir prestur. Á nám- skeiðinu verða lesnir Biblíutextar um konur og þeir nýttir til að skoða hlutverk kvenna, tengsl þeirra við annað fólk og hverjar þær eru í ljósi Guðs. Fjallað verður um styrkleika og veikleika til að sjá hvar hver og ein getur styrkt sig. Námskeið þetta hefur notið fá- dæma vinsælda síðustu 13 ár. Þess má geta að nú á þessu vori verður boðið upp á sjálfstætt framhald þessa vinsæla nám- skeiðs. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannskólans, www.kirkj- an.is/leikmannaskoli Konur eru konum bestar Grensáskirkja Morgunblaðið/Arnaldur Í kvöld kl. 20.30 fjalla þeir Halldór Haraldsson og Birgir Bjarnason um rannsóknir á endurholdgun í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun laugardag er opið hús kl. 15-17 með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Þórunnar Þórarinsdóttur sem spjallar um kundalini-heilun. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30 í umsjá Sigurðar Boga Stefánssonar „Hugleiðing almennt“. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  184268½  9.0 I.O.O.F. 1  184268 Dd. ATVINNA mbl.is Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn á Kringlukránni 7. febrú- ar kl. 11.30 f.h. Undirbúningur fyrir aðalfund og árshátíð. Stjórnin www.paris.is 48 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selás- skóla. Lindakirkja, Kópavogi. Yngri deildir KFUM og K í Lindasókn í Safnaðar- heimilinu, húsinu á sléttunni, kl. 15. Allir krakkar á aldrinum 8–12 ára vel- komnir. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmti- lega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyr- irlestrar, kynningar og fleira. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunn- ar Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla. Fríkirkjan Kefas. 13–16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–16 ára velkomnir. Nánari upplýs- ingar á www.kefas.is. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. Foreldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Á morgun, laugar- dag, hádegistónleikar kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Lesari: Svavar A. Jónsson. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4–12 ára. Kl. 10–18 er flóamarkaðurinn opinn. Hveragerðisprestakall. Kl. 10.30 kirkjuheimsókn fyrsta bekkjar grunn- skólans. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið eftir samveru Kirkjuskólans í Mýrdal nk. laugardag, 7. febrúar 2004, kl. 11.15–12 í Víkurskóla. Rebbi refur og fleiri brúður koma í heimsókn. Biblíufræðsla, söngur, sögur og lit- astund. Krakkar, verið dugleg að mæta. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. MINNINGAR KIRKJUSTARF Við andlát mágs míns og vinar okkar Ásmundar Jóhannesar Jóhannssonar eða Ása eins og hann var alltaf kallaður koma upp í huga okkar allar ljúfu og góðu stundirnar sem við áttum saman á Barkarstöðum, bæði við heimsóknir og eins það hversu hann var dugmikill og atorkusam- ur við að rækta frændgarð sinn á Barkarstöðum. Ætíð reiðubúnn að fara á æskustöðvar konu sinnar, taka þátt í því sem þurfti að gera ásamt því að taka þátt í mótun Barkarstaðarskógar og sinna hon- um þegar fjölskyldurnar komu saman. Ekki skal hér gleymt allri þeirri ÁSMUNDUR J. JÓHANNSSON ✝ Ásmundur Jó-hannes Jóhanns- son fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1928. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Grafar- vogi 27. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 5. febrúar. aðstoð sem hann veitti heimilinu við út- vegun á því sem vant- aði og ætíð reiðubú- inn að sinna málefnum þegar leit- að var eftir því. Menntun hans gaf börnunum til kynna að menntun væri máttur. Réttlætiskennd og sterkur persónuleiki var honum ásköpuð, þéttur á velli og þétt- ur í lund, þrautgóður á raunastund, er sú mynd sem er ríkjandi í hugum okkar sem minnumst og söknum hans. Ekki var langt í glettnina og mikil hlátrasköll þegar góðir fé- lagar og vinir komu saman. Við sem eftir lifum geymum mynd þína í hugum okkar og þökkum fyrir fylgdina sem þú áttir með okkur. Far þú í guðs friði. Elsku Begga og börn. Guð styrki og standi með ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Ragnar og fjölskyldurnar á Barkarstöðum. ✝ Heiðbjört Jóns-dóttir, hús- freyja á Hofsá í Svarfaðardal var fædd á Mýlaugs- stöðum í Aðaldal 18. október 1935. Hún lést á Fjórð- ungshúsinu á Akur- eyri 27. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Laufey Hernitsdótt- ir, f. 22. febrúar 1906, d. 1984, og Jón Kristjánsson, f. 2. maí 1895, d. 1949. Heiðbjört átti sex systkini. Þau eru: Hulda, f. 16. ágúst 1930, býr í Reykjavík; Hlini, f. 5. janúar 1932, d. 1957; Hilmar, f. 18. ágúst 1933, býr á Akureyri; Hermann, f. 17. október 1939, Laufey Björg, f. 8. nóvember 1957. Býr á Akureyri. Hún hefur eignast fjögur börn. 3) Elín Heið- dís, f. 11. júlí 1959, gift Benedikt Ásmundssyni. Þau búa á Akur- eyri og eiga þau þrjá syni. 4) Fanney Ósk, f. 21. nóvember 1961. Býr í Hafnarfirði og á eina dóttur. 5) Steinborg Hlín, f. 14. febrúar 1966. Býr á Akureyri og á einn son. 6) Ásdís Erla, f. 10. september 1969. Maki hennar er Trausti Þórisson. Þau búa á Hofsá og eiga tvö börn. 7) Hlini Jón, f. 26. desember 1971, kvæntur Guðrúnu Tryggvadótt- ur. Þau búa í Svartárkoti í Bárð- ardal og eiga þrjú börn. Þrjú barnabörn, börn Laufeyjar, ólust að mestu upp hjá Heiðbjörtu og Gísla. Þau eru: Heiðbjört Harpa, f. 13. júní 1978, d. 17. júní 1992; Hulda Berglind, f. 27. desember 1987; og Erla Björg, f. 26. sept- ember 1990. Útför Heiðbjartar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Vallarkirkjugarði. býr á Akureyri; Fjóla, f. 23. nóvem- ber 1940, býr í Reykjavík; og Frið- finna, f. 15. febrúar 1942, býr á Akur- eyri. Eftirlifandi eigin- maður Heiðbjartar er Gísli Þorleifsson, bóndi á Hofsá, f. 27. október 1927. For- eldrar Gísla voru Þorleifur Bergsson, f. 5. júní 1900, d. 29. desember 1995, og Dóroþea Gísladóttir, f. 23. október 1896, d. 21. nóv- ember 1954. Heiðbjört og Gísli eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Dórothea, f. 3. maí 1956, gift Óskari Sveini Jónssyni. Þau búa á Dalvík og eiga tvö börn. 2) Heiðbjört var kafteinninn í eld- húsinu á Hofsá, fylgdist grannt með öllu sem fram fór í búskapn- um, hafði mótaðar skoðanir á landbúnaðarmálunum, sinnti mat- argerðinni, bauð gestum til kaffi- spjalls og með því, hugsaði um barnabörnin af alúð og umhyggju og lét sér yfirleitt fyrst og fremst annt um velferð fjölskyldunnar og þeirra sem í kringum hana voru. Þannig kom hún mér fyrir sjónir og ekki minnist ég þess að hún kvartaði yfir heilsunni síðustu mánuðina, þótt ekki væru dag- arnir allir þrautalausir. „Bless- aður komdu inn í kaffi í smá- stund, þér liggur ekkert á. Mig vantar einhvern að spjalla við,“ kallaði hún til mín einn daginn í haust úr dyragættinni á Hofsá þegar ég kom sem oftar upp á hlaðið og var að undirbúa mal- arkeyrslu í kringum bústaðinn. Þá settumst við yfir kaffibolla og hún sagði það versta við veikindin að hún gæti ekki fylgst með öllu eins vel og hún vildi. Við spjöll- uðum góða stund um heima og geima og ég man að þegar ég hélt minn veg suður á Skeggstaðahól- inn í sumarhússbygginguna varð mér hugsað til þess að þarna hefði Heiðbjört kennt mér á sinn hátt að manni hættir til þess að gleyma þessum litlu stundum í lífinu sem okkur ber að taka frá í amstrinu og rækta vináttuna. Önnur eftirminnileg stund var á gangnadaginn þegar ég leit inn á Hofsá og sá risapottana á eldavél- inni og nokkra tugi lítra af girni- legri kjötsúpu sem beið gangna- mannanna. Heiðbjört sagðist ekki hafa getað hugsað sér annað en hafa kjötsúpuna klára þegar gangnamenn kæmu heim og því réð hún systur sína í matargerð- ina frekar en láta heilsubrestinn hafa áhrif á þessa venju á Hofs- árheimilinu. Gísli og Heiðbjört voru meðal fastra gesta á æskuheimili mínu á Jarðbrú í Svarfaðardal og eftir að Trausti frændi minn hóf búskap í félagsbúi með Ásu á móti þeim hjónum urðu Hofsárheimsóknir okkar hjóna og barnanna að föst- um lið. Ég fann oft að Heiðbjörtu þótti vænt um að geta haldið í gegnum mig sambandi við Jarðbrúarfólkið, eins og hún nefndi okkur. Ég fann að henni líkaði vel þegar við fjölskyldurnar frá Jarðbrú komum saman um verslunarmannahelgar í trjáreitn- um á Hofsá og nutum þess að vera aftur saman í Dalnum kæra. Síðasta árið höfum við félagarn- ir Stefán Jóhannesson verið mörg- um stundum í Svarfaðardalnum við sumarbústaðabygginguna okk- ar á Skeggstöðum, sem nú eru orðnir hluti af landi Hofsár. Þau Gísli og Heiðbjört tóku því strax ljúflega þegar við föluðumst eftir landi undir húsin sem ætlunin var að flytja af grunnum sínum á Ak- ureyri og á hólinn í Svarfaðardal. Fylgdust síðan af áhuga með brasinu í okkur í vor og sumar og höfðu gaman af. Ég er ekki frá því að í Heiðbjörtu hafi blundað góður iðnaðarmaður því hún var vel með á nótunum hvernig þetta skyldi allt ganga fyrir sig. Hún notaði tækifærið þegar hún fór á kjör- stað hinn 11. maí í vor og renndi á hólinn til okkar til að kíkja á fyrsta sökklauppsláttinn og ekki voru heldur liðnir margir dagar frá því að húsin voru komin á staðinn síðsumars þar til hún kom í heimsókn til að sjá hvernig þetta tæki sig út. Svona var Heiðbjört, áhugasöm og fylgin sér. Fyrir hönd okkar Stefáns, fjöl- skyldna okkar og fjölskyldu minn- ar frá Jarðbrú vottum við Gísla, börnum hans og fjölskyldum inni- lega hluttekningu okkar. Með Heiðbjörtu er gengin hjartahlý og mikil búkona sem kvaddi þetta jarðlíf of snemma. Minning henn- ar lifir. Jóhann Ólafur Halldórsson. HEIÐBJÖRT JÓNSDÓTTIR Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, ÖNNU KRISTINSDÓTTUR, Víðilundi 6, Akureyri. Haraldur Óli Valdimarsson, Ólína Sigurjónsdóttir, Edda Líney Valdimarsdóttir, Hallgrímur Baldvinsson, Viðar Valdimarsson, María Gústafsdóttir, Valdemar Valdemarsson, Laufey Margrét Pálsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. MINNINGARGREINUM- má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is,) eða á disk- lingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuð- um greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur minningar- greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.