Morgunblaðið - 06.02.2004, Síða 56
ÍÞRÓTTIR
56 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIGGÓ Sigurðssyni,
fyrrverandi þjálfara Ís-
landsmeistara Hauka í
handknattleik, stóð til
boða að fara í viðræður
við félag úr þýsku Bun-
desligunni en haft var
samband við hann í síð-
asta mánuði og óskað
eftir svari við því hvort
hann væri reiðubúinn að
gerast þjálfari félagsins
fyrir næstu leiktíð.
„Ég fékk upphring-
ingu í byrjun janúar þar sem ég
var spurður hvort ég gæti komið í
viðræður. Ég gaf það hins vegar
strax frá mér og sagði þeim að ég
væri samningsbundinn Haukum til
ársins 2005 og ætlaði
mér að klára þann
samning. Svona stóð
hugur minn á þessum
tímapunkti,“ sagði
Viggó við Morgunblaðið
í gær en hann ákvað
sem kunnugt er að láta
af störfum hjá Haukum
í fyrrakvöld eftir að
fengið þau skilaboð frá
stjórn deildarinnar að
slíta ætti samstarfi við
hann í lok leiktíð-
arinnar. Viggó vildi ekki tilgreina
hvaða félag í Þýskalandi þetta var
sem setti sig í samband við hann
en það hefur nú gengið frá þjálf-
aramálum sínum.
Viggó neitaði viðræð-
um við þýskt félag
Viggó
Þorramót GLÍ, sunnudagur 1. febrúar í
Hagaskóla – stigamót:
Karlar 20 ára og eldri:
1. Pétur Eyþórsson, UV............................ 23
2. Ólafur Gunnarsson, UÍA ...................... 18
3. Jón Ólafur Eiðsson, UÍA ........................ 3
4. Magnús Þorri Jónsson, HSÞ.................. 0
Konur 17 ára og eldri:
1. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ............. 10
2. Elisabeth Patriarca, HSK ...................... 0
3. Hugrún Geirsdóttir, HSK ...................... 0
Unglingaflokkur, 17-20 ára
1. Magnús Þorri Jónsson, HSÞ................ 26
2. Ólafur Gunnarsson, UÍA ...................... 24
3. Jón Ólafur Eiðsson, UÍA ...................... 13
4. Hafsteinn Kristinsson, HSK ................ 10
5. Júlíus Björnsson, HSÞ............................ 0
Piltaflokkur 14-16 ára:
1. Pétur Þórir Gunnarsson, HSÞ ............. 28
2. Þór Kárason, HSÞ................................. 19
3. Rúnar Björn Guðmundsson, HSK....... 15
4. Halldór Óli Kjartansson, KR.................. 9
5. Smári Þorsteinsson, HSK....................... 0
Meyjar 14-16 ára:
1. Elisabeth Patriarca, HSK .................... 18
2. Harpa Bergþórsdóttir, HSK ................ 10
3. Ólöf Sara Garðarsdóttir, HSK ............... 6
4. Hólmfríður Guðmundsdóttir, HSK 0
Heildarúrslit mótsins:
1. Pétur Eyþórsson, UV........................... 7,6
2. Pétur Gunnarsson, HSÞ ......................... 7
3. Magnús Þorri Jónsson, HSÞ............... 6,5
4. Elisabeth Patriarca, HSK ...................... 6
Þetta var í þriðja sinn sem úr-valshópurinn kemur saman. Í
honum eru rúmlega þrjátíu ungling-
ar víðsvegar af land-
inu, til dæmis frá
Búðardal, Reyðar-
firði, Þingeyjarsýslu,
Suðurlandinu og Reykjavíkursvæð-
inu. Brottfall var mikið fyrir nokkr-
um árum, svo mikið að varla var
hægt að halda keppni í unglinga-
flokki en nú er reyndin önnur og
rúmlega 700 börn og unglingar æfa
glímu á Íslandi, mest af þeim yngra
en 16 ára. Líklega má þakka það
öflugu kynningarstarfi Glímusam-
bandsins sem hefur farið í rúmlega
50 skóla vítt og breitt um landið og
kynnt þessa þjóðlegu íþrótt fyrir
allt að tíu þúsund skólabörnum.
Kynningarnar eru einnig til að
styrkja stoðirnar sem fyrir eru en
helsti vandinn er að það vantar
þjálfara – áhugasamir gefi sig fram.
Margir bættu sig um helgina og
lærðu nokkur brögð enda höfðu for-
svarsmenn úrvalshópsins á orði að
sumir gætu fljótlega farið að keppa
við reyndari glímumenn í fullorð-
insflokki. Æfingar voru undir stjórn
Ólafs Odds Sigurðssonar og Lár-
usar Kjartanssonar auk Ólafs
Hauks Ólafssonar, fyrrum glímu-
kóngs Íslands en hann hefur verið
valinn landsliðsþjálfari fyrir sýning-
arferð til Kanada. Það gæti verið
gulrótin til að standa sig því um
mánaðamótin júlí og ágúst í sumar
heldur glímufólk til Montreól í Kan-
ada til að taka þátt í hátíð þjóðlegra
leikja og íþrótta en þar koma saman
rúmlega þúsund þátttakendur frá
70 þjóðum.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Stelpurnar í flokki 16 ára og yngri gæta drengjanna. Frá vinstri Elísabet Patriarca, Ólöf Sara Garð-
arsdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir og Harpa Bergþórsdóttir. Drengirnir, talið frá vinstri, Rúnar
B. Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Þór Kárason, Smári Þorsteinsson og Halldór Óli Kjartansson.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Elísabet Patriarca var valin
efnilegust glímukvenna.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Glímukonan Hugrún Geirs-
dóttir umvafin glímuköpp-
um. Í efri röð frá vinstri eru
Ólafur Gunnarsson, Jón
Ólafur Eiðsson, Hafsteinn
Kristinsson og Jón Örn Ingi-
leifsson. Við hlið Hugrúnar
eru Magnús Þorri Jónson og
Júlíus Björnsson.
Sóknahugur
ÚRVALSHÓPUR Glímusambandsins hafði í nógu að snúast um síð-
ustu helgi, þá var hart glímt á æfingavellinum og einnig rýnt ræki-
lega í margmiðlunardisk sem Glímusambandið er að gefa út en þar
má sjá hvernig skal bera sig að við hin ýmsu brögð og margt fleira.
Inn á milli var slegið á léttari strengi, farið í keilu og út að borða.
Lokasprettur helgarinnar var síðan Þorramót en það er stigamót
þar sem flest stig fást fyrir sigur í upphafi glímu, færri fyrir sigur í
lok hennar og engin fyrir jafnglími sem ýtir undir að sóknarglíma
verði í hávegum höfð.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Umvafin
glímu-
köppum
FÓLK
LARS Krogh Jeppesen, stórskytta
danska landsliðsins í handknattleik,
hefur skrifað undir fimm ára samning
við spænska handknattleiksliðið
Barcelona sem tekur gildi 1. júlí í
sumar. Jeppesen hefur leikið undan-
farin fjögur ár með liði Flensburg í
þýsku 1. deildinni. Jeppesen verður
fyrsti danski handknattleiksmaður-
inn til þess að leika með handknatt-
leiksliði Barcelona.
LARS Jörgensen, félagi Jeppesens
í danska landsliðinu, ætlar líka að
söðla um en hann hefur ákveðið að yf-
irgefa spænska liðið Altea og ganga í
raðir Portland San Antonio, eins af
toppliðunum á Spáni.
IAN Bateman, skólastjóri knatt-
yspyrnuskóla Bobby Charlton í Eng-
landi, er á leið til Íslands til að kynna
skólann. Hann kemur hingað á vegum
IT-ferða og verður með fund í félags-
heimili Þórs á Akureyri á mánudag-
inn kl. 18.30 og í Íþróttamiðstöðinni í
Laugardal kl. 20 á þriðjudaginn.
NICOLAS Anelka, framherji Man-
chester City, fer í þriggja leikja bann.
Aganefnd enska knattspyrnusam-
bandsins hafnaði í gær beiðni frá City
um að rauða spjaldið, sem hann fékk
að líta í leiknum við Arsenal, yrðilátið
falla niður. Anelka missir af leikjum
gegn Bolton, Chelsea og Manchester
United.
ÚRSLITALEIKURINN í Meistara-
deild Evrópu í knattspyrnu á næsta
ári verður háður á Ataturk-vellinum í
Istanbúl í Tyrklandi sem tekur
80.000 áhofendur. Úrslitaleikurinn í
UEFA-keppninni 2005 fer fram á
Jose Alvalade-vellinum í Lissabon.
JOSE Antonio Reyes, Spánverjinn
sem gekk í raðir Arsenal frá Sevilla,
hefur beðið stuðningsmenn Arsenal
afsökunar á því að hafa skorað sjálfs-
mark í tapleiknum við Middles-
brough í vikunni. „Ég er mjög leiður
yfir því sem gerðist og ég hef átt erfitt
með svefn síðustu nætur. Ég bið
stuðningsmenn Arsenal um að fyrir-
gefa mér,“ segir Reyes.
LES Ferdinand, hinn 37 ára gamli
framherji Leicester, ætlar að fresta
hnéaðgerð sem hann þarf að gangast
undir þar til eftir tímabilið. Ferdin-
and segist ætla að harka af sér og
leggja sitt af mörkum til að bjarga fé-
laginu frá falli.
GLÍMA