Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 57

Morgunblaðið - 06.02.2004, Page 57
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 57 Almennur hluti 1a Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Aðrir viðburðir á næstunni Stjórnendanámskeið Egilsstaðir 12. feb. Þjálfari 1a – Almennur hluti Akureyri 20. feb. Ráðstefna um Konur og íþróttir Rvk. 21. feb. Þjálfari 1b – Almennur hluti Sauðárkrókur 27. feb. Þjálfari 1b – Almennur hluti Ísafjörður 27. feb. Þjálfari 1b – Almennur hluti Rvk. 5. mars Þjálfari 1a – Almennur hluti Patreksfjörður 5. mars Þjálfari 1c – Almennur hluti Ísafjörður 12. mars Þjálfari 2a – Almennur hluti Rvk. 12. mars Þjálfari 1b – Almennur hluti Akureyri 12. mars Þjálfari 1b – Almennur hluti Egilsstaðir 26. mars Helgina 13. – 15. febrúar verður Þjálfari 1a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Egilsstöðum. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár Námskeiðið er undanfari annara námskeiða sem síðar verður boðið uppá og þannig fyrsta námskeiðið í samræmdu kerfi íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi sem aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum. Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 11. febrúar. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálpar- námskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is GUNNAR Gíslason, stjórnarformaður enska knattspyrnufélags- ins Stoke City, vill fá norður-írska varnarmanninn Gerry Taggart í sínar raðir. Taggart hefur verið í láni hjá Stoke frá Leicester síð- an í desember en var kallaður snögglega til baka í síðustu viku, enda á Leicester í miklum vandræðum við botn úrvalsdeild- arinnar. Staða Stoke gjörbreyttist við það að fá Taggart í sínar raðir. Liðið var í hópi neðstu liða þegar hann kom en tapaði engum leik með hann innanborðs, vann sjö leiki og gerði eitt jafntefli. Stoke er nú í tólfta sæti, ellefu stigum frá fallsæti en aðeins fimm stigum frá sjötta sætinu sem gefur rétt til að leika um að fara upp í úr- valsdeildina. „Hann hafði geysilega góð áhrif á okkar lið og við munum fylgj- ast mjög grannt með þróun mála hjá honum í Leicester, með það í huga að fá hann alfarið í okkar raðir. Við höfum ekki úr miklum fjármunum að moða en þetta byggist á hvernig við getum samið við Leicester og hann sjálfan. Ef möguleiki verður, og við höfum efni á því, munum við svo sannarlega reyna að fá hann aftur,“ sagði Gunnar við staðarblaðið í Stoke, The Sentinel, í gær. Gunnar vill fá Gerry Taggart aftur til Stoke LANDSLIÐSÞJÁLFARI Nígeríu sem tekur þátt í Afríkukeppninni í knattspyrnu í Túnis hefur beðið þá leikmenn sem sendir voru úr herbúðum liðsins á dögunum vegna aga- brots um að snúa aftur frá sínum fé- lagsliðum og taka þátt í leik liðsins gegn Ka- merún í átta liða úrslitum mótsins. Celestine Babayaro varnarmaður Chelsea, framherji Portsmouth, Yakubu Aiyegbeni, og Victor Agali, leikmaður Schalke 04 í Þýskalandi voru sendir frá bækistöðvum liðsins s.l. föstudag vegna aga- brots. Þeir höfðu ekki virt útivistarreglur liðsins og höfðu leigt hót- elherbergi á hóteli liðsins fyrir stúlkur sem voru þar á þeirra vegum. Musa Mohammed ráðherra íþróttamála Nígeríu sagði á föstudag- inn að ekki kæmi til greina að endurskoða ákvörðunina um að senda leikmennina úr landsliðshópnum en fyrirliðinn Jay Jay Okocha leik- maður Bolton á Englandi gekk hart á eftir því að málið yrði leyst með öðrum hætti. Þjálfari Nígeríu vill fá „syndaselina“ aftur Babayaro TRYGGVI Guðmundsson landsliðsmaður í knatt- spyrnu er með undir höndum tilboð frá sænska úrvals- deildarliðinu Örgryte en Tryggvi er sem kunnugt er laus allra mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk. „Ég er búinn að fá tvö tilboð frá Örgryte en ég á eft- ir að gera upp hug minn. Það kemur vel til greina að fara til Svíþjóðar en það eru líka fleiri mál sem ég er að skoða,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið í gær. Örgryte, sem sigraði á Iceland Express mótinu sem haldið var hér á landi um síðustu helgi, kann greini- lega vel við íslenska knattspyrnumenn því Tryggvi gæti orðið þriðji Íslendingurinn í þeirra herbúðum. Fyrir eru Atli Sveinn Þórarinsson, sem leikið hefur með Örgryte undanfarin fjögur ár, og Jóhann B. Guð- mundsson, sem nýlega gerði samning við félagið. Rún- ar Kristinsson og Brynjar Björn Gunnarsson hafa báð- ir leikið með Örgryte og þegar lengra er litið til baka spiluðu Örn Óskarsson og Sigurður Björgvinsson með Örgryte sem er elsta knattspyrnulið Svíþjóðar. Örgryte vill fá Tryggva til sín FÓLK  JACOB Burns, sem enska 2. deildarliðið Barnsley hefur haft í láni frá Leeds síðan í október, verð- ur hjá liðinu út keppnistímabilið. Burns hefur verið í byrjunarliði Guðjóns Þórðarsonar, knattspyrnu- stjóra Barnsley, leikið 20 leiki og skorað eitt mark.  FRAKKINN Claude Makelele, miðvallarleikmaður Chelsea, hefur hvatt landa sinn, Thierry Henry, til að ganga til liðs við Real Madrid en Makelele var í herbúðum spænska liðsins áður en hann fór til Chelsea.  REAL Madrid hefur lengi haft augastað á hinum magnaða Henry og oftar en ekki hafa forráðamenn liðsins fengið þær stjörnur sem þeir hafa óskað eftir, til að mynda David Beckham, Luis Figo og Ronaldo. „Ég hef sagt Thierry að hann eigi að fara til Real Madrid enda frá- bært að leika fyrir þetta félag,“ seg- ir Makelele.  HENRY hefur oft sagt að hann sé orðinn þreyttur á fréttum um sig og Real Madrid. „Ég er miklu meira en ánægður að leika fyrir Arsenal – og hjá liðinu vil ég og ætla mér að vera næstu árin – þar til ég legg skóna á hilluna.“  16-LIÐA úrslitin í ensku bikar- keppninni verða um aðra helgi. Grannaslagur Manchester United og Manchester City verður laug- ardaginn 14. febrúar klukkan 12.30 og hinn stórleikurinn í 5. umferð- inni, leikur Arsenal og Chelsea, verður á Highbury sunnudaginn 15. febrúar klukkan 12.30. Að lokinni tvöfaldri umferð í báð-um deildum tekur við úrslita- keppni eins og undanfarin ár. Í henni taka þátt a.m.k. sex efstu lið úrvalsdeild- ar, efsta lið 1. deildar og síðan hefur það lið sem hafnar í öðru sæti 1. deildar möguleika á vinna sig inn í úrslitakeppnina takist því að hafa betur í a.m.k. tveimur kapp- leikjum við það lið sem hafnar í sjö- unda sæti úrvalsdeildar. Lánist lið- inu í 2. sæti 1. deildar að komast í úrslitakeppnina tekur það sjöunda sætið í röðinni, en sigurliðið í 1. deild það áttunda og mætir þar með deild- armeisturum úrvalsdeildar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Það eru sjálfsagt einhverjir gall- ar á þessu fyrirkomulagi, en ég held að þeir komi ekki í ljós fyrr en keppt hefur verið samkvæmt því einu sinni,“ segir Bjarki Sigurðsson, leik- maður Víkings og fyrrverandi þjálf- ari og leikmaður Aftureldingar. „Í fljótu bragði sýnist mér stærsti gallinn vera sá að liðið í öðru sæti 1. deildar getur staðið betur að vígi en sigurliðið í 1. deild, takist næstefsta liði 1. deildar að komast í úrslita- keppnina. Þá tekur það sjöunda sæt- ið í röðinni og gæti fengið auðveldari andstæðing í fyrstu umferð úrslita- keppninnar en sigurlið 1. deildar sem mætir örugglega deildarmeist- urum úrvalsdeildar. Mér finnst þetta ekki rökrétt,“ segir Bjarki. Bjarki segir þessu nýja fyrir- komulagi á Íslandsmótinu svipa mjög til sænsku úrvalsdeildarinnar en þar í landi hafi fyrirkomulagið gefist vel. Því vilji hann sýna þessu þolinmæði og sjá til hvort þetta geti verið til bóta frá því keppnisfyrir- komulagi sem verið hefur síðustu ár. Valur og KA mæta sterk til leiks Um hvaða lið berjist um efstu sæt- in í úrvalsdeildinni segir Bjarki „Öll liðin í úrvalsdeildinni eru sterk. Innst inni tel ég að Íslandsmeistarar Hauka verði í baráttu fjögurra efstu liða en nái ekki mikið lengra. Ég reikna með að Valsliðið verði sterkt, því hefur tekist að halda öllum sínum leikmönnum auk þess sem þeir eru að fá Bjarka Sigurðsson inn á nýjan leik eftir meiðsli. Sama má segja um KA-liðið, það á eftir að sýna tenn- urnar nú í úrvalsdeildinni. Það virð- ist alveg vera sama hvað KA-menn missa marga leikmenn frá sér, það koma alltaf nýir í staðinn. Bæði KA og Valur hafa geta æft truflunar- laust síðustu vikur og búið sig vel undir þá keppni sem framundan er. Ég set spurningamerki við HK og þá einkum hvernig útlendingarnir þeirra koma til baka eftir að hafa leikið með landsliðum sínum í und- ankeppni HM. HK-liðið hefur ekki náð að sýna stöðugleika, geta unnið sterkari liðin en tapað fyrir þeim veikari. Ég tel að ójafnvægið geti áfram orðið Akkilesarhæll HK-liðs- ins,“ segir Bjarki sem heldur að ÍR- liðið, sem margir hafa veðjað á að standi uppi sem Íslandsmeistarar, komist ekki eins langt og í fyrra þeg- ar það lék til úrslita um Íslands- meistaratitilinn við Hauka. „ÍR-liðið er efnilegt en því miður þá virðist breiddin í leikmannahópn- um ekki vera eins mikil og í fyrra. Þá veit ég að meiðsli hafa verið að herja á leikmenn liðsins. Þar af leiðandi tel ég ÍR-inga ekki ná eins langt og í fyrra og að þeir verði um miðja deild.“ Fram-liðið er vanmetið Bjarki segir Fram-liðið vera van- metið af mörgum, Fram gæti verið liðið sem kæmist hvað lengst og komið á óvart. „Það er mikil seigla í Fram-liðinu, margir segja að það sé skipað miðlungsleikmönnum en ég tel svo ekki vera. Framarar hafa á að skipa jöfnum og góðum hópi leik- manna sem hafa sýnt að þeir eru til alls vísir, gefast aldrei upp og hafa oftar en ekki sýnt að þeir geta snúið töpuðum leikjum upp í sigur. Sú staðreynd segir meira en mörg orð um seigluna og baráttuandann innan Fram-liðsins,“ segir Bjarki. Um neðri hluta úrvalsdeildarinnar segir Bjarki að hann telji að Grótta/ KR og Stjarnan muni eiga á bratt- ann að sækja. „Leikmannahópur Gróttu/KR er fámennur og þegar við bætast meiðsli hjá sterkum leik- mönnum eins og Savukynas Gint- aras þá bætir það ekki úr skák. Grótta/KR er að mínu mati ekki með nógu stóran hóp sterkra leikmanna til þess að vera með í baráttunni að þessu sinni. “ Brotthvarf Viggós veikir Hauka Hvaða áhrif heldur þú að brott- hvarf Viggós Sigurðssonar frá Haukum hafi á liðið? „Viggó er ákveðinn og fær þjálfari enda hefur hann sýnt það á síðustu árum með Haukana. Hann hefur haldið úti toppliði hjá Haukum í nærri fjögur ár. Liðið hefur í vetur leikið fleiri leiki en önnur vegna þátt- töku sinnar í Evrópukeppninni. Leikjafjöldinn og álagið hefur ekki komið í veg fyrir að Hauka-liðið haldi sínu striki í fremstu röð hér á landi. Framhaldið hjá Haukunum veltur mikið á því hver tekur við starfi Vig- gós og hvaða stefnu eftirmaðurinn tekur, hvort hann haldi áfram á þeirri línu sem Viggó hafði mótað eða snúi inn á aðra braut. Metnaður leikmanna er að sjálfsögðu enn fyrir hendi, en ég held að það sé enginn vafi á því að brotthvarf Viggós veiki Haukana. Þetta er sálfræðilega slæmt fyrir leikmannahópinn og kemur vafalaust niður á leik liðsins, það kæmi mér að minnsta kosti ekki á óvart.“ Um keppnina í 1. deildinni segir Bjarki telja að baráttan um tvö efstu sætin standi á milli FH, Víkings og ÍBV. „Ég ætla ekki að gera lítið úr öðrum liðum en ég tel að þessi þrjú lið séu sterkust og hafi í raun alla burði til þess að standa jafnfætis lið- unum í úrvalsdeildinni. Hins vegar verða menn að hafa í huga að það verður ekkert sjálfgefið hjá þessum liðum þremur, þau verða að fara í hvern leik á fullu gasi til að vinna, þau fá ekkert gefins,“ segir Bjarki Sigurðsson, leikmaður Víkings. Bjarki Sigurðsson, leikmaður Víkings, spáir í spilin í úrvalsdeildinni Brotthvarf Viggós veikir efalaust Hauka Bjarki Sigurðsson KEPPNI í úrvalsdeild karla á Íslandsmótinu í handknattleik hefst í kvöld með heilli umferð, fjórum leikjum. Stjarnan tekur á móti KA, Fram leikur heima við ÍR, Íslandsmeistarar Hauka glíma við HK á Ásvöllum og loks sækir Grótta/KR liðsmenn Vals heim á Hlíð- arenda. Þar með hefst annar hluti Íslandsmótsins í efri hlutanum en keppni í 1. deild hófst í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er reynt á Íslandsmótinu, þ.e. að skipta því upp í tvær deildir að lokinni forkeppni sem stóð yfir í haust og fram að áramótum. Eftir Ívar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.