Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 64

Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 64
64 FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEVE Beckett er annar stofnenda og ennfremur eigandi bresku plötu- útgáfunnar Warp Records. Hann spilar á skemmtistaðnum Kapital í kvöld ásamt vel völdum íslenskum hljómsveitum og plötusnúðum. Útgáfufyrirtækið varð til í plötubúð í Sheffield árið 1989 en Steve stofnaði Warp ásamt félaga sínum Rob Mitchell, sem nú er látinn. Fimmta platan sem þeir gáfu út var El Ef Oh með LFO, sem komst á topp 20 og seldist í 130.000 eintökum. Síðan hefur fyrirtækið vaxið stöðugt og hefur marga virta listamenn á sínum snærum. – Hvert er leyndarmálið varðandi velgengni Warp? Steve tekur spurninguna alvarlega og tekur góðan tíma til að hugleiða svarið. „Ég held að það sé eins og hjá öllum listamönnum, þetta snýst um að geta endurskapað sjálfan sig og passa upp á að vera ekki um of að halda í fortíðina, frekar ýta sjálfum sér fram á ný og ókönnuð svæði. Þegar við byrjuðum þá vor- um við bara dansútgáfufyr- irtæki. Við vildum bara gera klúbbaplötur sem fólk gæti dansað við. Eftir að við vorum búnir að gera það fórum við að leita fyrir okkur á öðrum mið- um. Þá fórum við inn í raftónlistar- geirann. Að geta endurskapað sjálf- an sig er það mikilvægasta.“ – Já, það er víst allt alltaf að breyt- ast og klúbbarnir með. „Já, nákvæmlega. Heimurinn er alltaf að verða hraðari og hraðari. Netið breytir miklu, það sem áður tók kannski nokkur ár að breiðast út getur fólk frétt um á nokkrum klukkustundum.“ – Þú ert með mikið af listamönnum á þínum snærum, sem njóta vel- gengni, eins og Autechre, Boards of Canada og Squarepusher til að nefna nokkra. Er eitthvað ákveðið sem skilgreinir Warp-listamann, eiga þeir eitthvað sameiginlegt? „Ekki endilega tónlistarlega séð, frekar það að listamennirnir hugsa á fagurfræðilegan hátt um heiminn. Það eiga þeir sameiginlegt. Hugsun- arháttinn að fara sínar eigin leiðir eiga þeir líka sameiginlegan. Eru skapandi og hugsa meira um að láta list frá sér í heiminn heldur en að njóta velgengni og græða helling af peningum. Peningarnir eru ekki for- gangsatriði hjá flestum tónlistar- mönnunum hjá útgáfunni. Því mið- ur.“ – Hvernig virkar það fyrir þig? „Ekki mjög vel. Þetta þýðir að ég er alltaf biðjast afsökunar fyrir hönd listamannanna fyrir að mæta ekki í viðtöl og þannig.“ – Eru einhverjir nýir og enn óþekktir Warp-listamenn að koma fram sem þú getur bent Íslendingum á? „Einn af þeim nýju sem hefur vak- ið nokkra athygli hér er Jimmy Edg- ar. 19 ára snillingur frá Detroit. Hann er að gera ótrúlega nýja tón- list, einhvers staðar á milli Prefuse 73 og upphaflega Detroit-sándsins. Svo er !!! sem er spennandi hljóm- sveit frá New York og ótrúleg á tón- leikum. Minnir svolítið á Happy Mondays. Við erum að bíða eftir plötu frá þeim innan tíðar og bindum vonir við það.“ Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta nánar gaf Jimmy Edgar út plötuna Access Rhythm núna á þessu ári. !!! kom með smáskífuna Me and Giuli- ani Down by the School Yard (A True Story) á síðasta ári, sem hlaut góða dóma, og á þessu ári kom út EP-platan Split. – Hvernig kemstu í kynni við nýja listamenn? Ferðastu mikið sjálfur? „Við erum alltaf að leita að ein- hverju nýju þegar við ferðumst. Og svo erum við líka með tengslanet af fólki sem við treystum og bendir okk- ur á nýja tónlist. Stundum þegar ég spila þá fæ ég gefins spólur og slíkt.“ – Hvað finnst þér um íslenska tón- list? „Það er mikið af góðri tónlist sem kemur frá Íslandi þessa stundina. Ég vona að ég rekist á eitthvað skemmti- legt,“ segir hann og hefur heyrt „fyr- ir utan Björk auðvitað“ í hljómsveit- unum Sigur Rós „sem er orðin ótrúlega stór“ og múm, sem hann býst við enn meiri velgengni hjá. „Hljómsveitir frá Íslandi þykja kúl um þessar mundir. Það er eitthvað sem er dularfullt og töfrandi við þær.“ – Hvað ætlið þið og N.E.D. frændi þinn [plötusnúður hjá Warp] að spila hérna? „Það verður mikið af nýrri tónlist, sem er ekki komin út, tónlist sem er glóðvolg úr plötupressuninni. En við ætlum ekkert bara að spila Warp- dót, heldur alls konar mismunandi dót sem okkur finnst skemmtilegt.“ Steve segir að þeir frændur hafi lengi haft áhuga á að koma til Íslands og því verið mjög spenntir þegar Beatkamp hafði samband. „Okkur langaði svo mikið að koma til lands- ins. Við erum að gera þetta til að hafa gaman af. Og líka skoða þetta ótrú- lega landslag, sem mig hefur dreymt um. Við verðum líka vonandi í nokk- urra daga í fríi,“ segir hann og bætir við aðspurður að það sé aldrei að vita nema þetta verði upphafið að frekara samstarfi milli Warp og Íslands. Dansveisla Warp Records og Beatkamp á Kapital í kvöld Endursköpunin mikilvægust „Peningarnir eru ekki forgangs- atriði hjá tónlistarmönnunum held- ur hjá útgáfunni. Því miður,“ segir Steve Beckett í viðtalinu. Steve Beckett (eigandi Warp), N.E.D. (Warp DJ), MidiJokers, (Beatkamp), Delphi (Beatkamp) Anonymous, DJ Mezzias (Grænir fingur), DJ Bangsi og DJ Gunni Ewok (Breakbeat.is) á Kapital í kvöld á milli 22 og 6. www.warprecords.com ingarun@mbl.is Warp Records er eitt þekktasta útgáfufyr- irtæki í heiminum á sviði raftónlistar. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Steve Bec- kett, stofnanda og eiganda útgáfunnar. Ómissandi Warp-titlar 1. Aphex Twin – Selected Ambient Works II (’94, WARP21) 2. Jimi Tenor – Intervision (’97, WARP48) 3. Autechre – Chiastic Slide (’97, WARP49) 4. Boards of Canada – Music has the Right to Children (’98, WARP55) 5. Anti-Pop Consortium – Arrhythmia (’02, WARP94) HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6. Íslenskt tal Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 Erótísk og örgrandi. Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin. Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth. í i i l f i . l l f i ili . 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kvikmyndir.is DV 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna „Le peuple migrateur“ /- Heimur farfuglanna Sýnd kl. 6 og 8 „l´auberge espagnole“- Evrópugrautur Sýnd kl. 8 „l´adversaire“ - Óvinurinn Sýnd kl. 10,20 „S21 la machine de mort Khmer“/ Drápsvél Rauðu Khmeranna Sýnd kl. 6 FRUMSÝNING FRUMSÝNING Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11 Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30. FRUMSÝNING Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Ein vinsælasta myndin á Íslandi 9 vikur í röð! Grensásvegi 7, sími 517 3535 Frítt inn til kl. 24.00 Opið 9.00-01.00 virka daga og 9.00-05.30 um helgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.