Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁLEFNI SPRON Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná-grennis tilkynnti í gærmorgun, aðhún hefði ákveðið að falla frá áform- um um að breyta sparisjóðnum í hluta- félag. Var þessi ákvörðun tekin í fram- haldi af samþykkt Alþingis í fyrrakvöld á lögum, sem varða sparisjóði. Ljóst er að nokkur sársauki fylgir þess- ari ákvörðun stjórnar Spron. Í yfirlýsingu hennar segir: „Alþingi hefur nú samþykkt stjórnarfrumvarp, sem kollvarpar áform- um stjórnar Spron með hagsmuni spari- sjóðsins til framtíðar í huga. Er það óneit- anlega sérstakt að sett séu lög til að hindra að farið verði eftir gildandi lögum og er lagabreytingunni leynt og ljóst beint gegn viðskiptasamningi. Um leið er komið í veg fyrir, að myndaður verði sex millj- arða króna sjóður, sá langstærsti sinnar tegundar á Íslandi, sem ætlað var að styðja við menningar- og líknarmál í Reykjavík og nágrenni. Stjórn Spron hefur lagt sig fram við að fara að vilja löggjafans og hefur því ákveð- ið að falla frá tillögu um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins í hluta- félag … Í kjölfar hinnar nýju lagasetning- ar horfir stjórn sparisjóðsins til framtíðar og kappkostar að efla starfsemi spari- sjóðsins og treysta sterka stöðu hans í krefjandi samkeppnisumhverfi.“ Þegar umræður hófust sumarið 2002 vegna áforma Búnaðarbanka Íslands um að kaupa hluti stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á margföldu nafnverði lýsti Morgunblaðið grundvall- arafstöðu sinni til málsins með svofelldum hætti í forystugrein hinn 27. júní það ár. Þar sagði: „Þegar einstaklingur gerist stofnfjár- aðili að sparisjóði með því að taka boði stjórnar sparisjóðs þar um er honum ljóst á hvaða forsendum hann leggur fram fjár- muni. Hann fær peningana verðbætta og væntanlega eðlilega ávöxtun til viðbótar. Stofnfjáreigandi er hins vegar ekki að kaupa hlutdeild í eigin fé sparisjóðsins með þeim fjármunum, sem hann leggur fram. Hann á ekkert tilkall til slíkrar hlut- deildar. Eigið fé sparisjóðanna hefur orðið til á löngum tíma og í tilviki Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefur það orðið til á 70 árum. Það hefur fyrst og fremst orðið til vegna viðskipta viðskiptavina, al- mennings, sem telja sig hafa verið að eiga viðskipti við sjálfseignarstofnun. Þegar umræður hófust um hugsanlega hlutafélagavæðingu sparisjóðanna fyrir nokkrum árum efndi Morgunblaðið til töluverðra umræðna á síðum blaðsins um þetta mál. Þá voru deilur um kvótakerfið í sjávarútvegi í hámarki og Morgunblaðið benti á að menn gætu ekki selt það, sem þeir ættu ekki. Augljóst var að ef ekki væri rétt staðið að hlutafélagavæðingu sparisjóðanna væri hætta á að þar gæti orðið til nýr gjafakvóti. Stofnfjáreigendur í sparisjóðum gætu eignast hlutdeild í eig- in fé sparisjóðanna án þess að hafa nokkru sinni lagt fram fjármuni til þess að eignast þá hlutdeild. Eigið fé sparisjóðanna á Ís- landi nemur á annan tug milljarða króna. Fyrirsjáanlegt var, að sú gífurlega eigna- tilfærsla, sem varð í skjóli kvótakerfisins, gæti endurtekið sig við hlutafélagavæð- ingu sparisjóðanna.“ Ríkisstjórninni var þetta vel ljóst og í því lagafrumvarpi, sem lagt var fyrir Al- þingi á sínum tíma, sagði í 17. gr.: „Stofn- fjáreigendur hafa ekki rétt til ágóðahlutar af rekstrarafgangi sparisjóðs umfram það, sem mælt er fyrir um í lögum þessum.“ Í sömu lagagrein sagði: „Stofnfjáreig- endur skulu einungis njóta arðs af inn- borguðu stofnfé sínu.“ Áform Búnaðarbanka Íslands um að kaupa stofnfjáreign á margföldu nafn- verði fór út um þúfur. Ný löggjöf var sett um fjármálafyrirtæki á Alþingi í desem- ber árið 2002. Sú löggjöf opnaði möguleika á þeim við- skiptum, sem stefnt var að á milli Spron og KB banka. Afstöðu stjórnar Spron að nýta þann möguleika má skilja í ljósi þeirrar af- stöðu, sem fram hafði komið hjá nær helm- ingi stofnfjáreigenda í sparisjóðnum. Þingmenn voru hins vegar mjög gagn- rýnir á þessi áform í desembermánuði sl. Þegar sú afstaða lá fyrir sagði Morgun- blaðið í forystugrein hinn 27. desember sl.: „En jafnframt benda ummæli þingmann- anna til að þverpólitísk samstaða gæti ver- ið á Alþingi til lagabreytingar, sem útilok- aði þau viðskipti, sem nú er stefnt að með hlut stofnfjáreigenda í Spron. Ætla verður að þeir þingmenn, sem hér eiga hlut að máli, og aðrir, sem ástæða er til að ætla, að séu sömu skoðunar, hafi for- göngu um það um leið og þing kemur sam- an eftir jólahlé, að nauðsynlegar breyting- ar verði gerðar á lögunum um fjármálafyrirtæki, svo að stofnfjáreigend- ur geti ekki selt það, sem þeir hafa aldrei átt.“ Þetta hefur nú orðið niðurstaðan. Sumir deila á þingið fyrir þessa lagasetningu á þeirri forsendu, að þar sé nánast verið að breyta gerðum samningum eins og m.a. kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Spron. Þeir samningar höfðu hins vegar hvorki verið staðfestir né framkvæmdir. En hvað sem líður skiptum skoðunum um það mál er ljóst, að hér er skýrt dæmi um, að Alþingi hefur síðasta orðið eins og Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum vakið athygli manna í viðskiptalífinu á. AFNÁM FYRNINGARFRESTS Á Alþingi hefur verið lagt fram laga-frumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, og segir í greinargerð sem fylgir frum- varpinu að kynferðisafbrot gegn börnum séu „í eðli sínu ólík öðrum ofbeldisbrot- um“ og að nauðsynlegt sé „að viður- kenna sérstöðu þessara brota“. Sérstaða kynferðisafbrota gegn börn- um gerir það að verkum að veigamikil rök eru fyrir því að aðrar reglur en gilda um almenn brot skuli gilda um fyrningu þeirra. Í greinargerðinni er t.d. bent á að í slíkum tilfellum sé aðstöðumunur ger- anda og þolanda eðli málsins samkvæmt gríðarlegur, þar sem brotaþoli sé „ekki í aðstöðu til að skynja að um lögbrot sé að ræða né [þekki] hann leiðir til að losna undan oki gerandans“. Jafnframt er réttilega bent á að gerandinn eigi „ekki að hagnast á þeim mikla aðstöðumun sem er á honum og brotaþola“. Fram kemur ennfremur að umboðsmaður barna hafi nýverið hvatt Alþingi til að af- nema fyrningarfrest vegna kynferðisaf- brota gegn börnum og að sú hvatning hafi fyrst komið fram í skýrslu frá árinu 1997. Það er því vissulega tími til kominn að taka afstöðu til þessa máls. Morgunblaðið hefur áður lýst því yfir að í ljósi þess hve kynferðisafbrot gegn börnum eru alvarleg og staða barna sem þolenda veik sé brýnt að tryggja að rétt- læti geti náð fram að ganga. Fyrning- arfrestir, eins og þeim er nú háttað, eru iðulega of skammir fyrir þennan við- kvæma hóp brotaþola, sem oft áttar sig ekki á brotinu eða treystir sér til að kæra það fyrr en langt er um liðið. Dóm- ar þar sem einstaklingar hafa verið sýknaðir fyrir kynferðisafbrot gegn börnum, þrátt fyrir að sekt þeirra hafi verið sönnuð, eru staðfesting á því. Frumvarpið er því án efa mikilvægt skref í þá átt að koma lögum yfir sem flesta þeirra sem gerst hafa sekir um jafn alvarlegan og afdrifaríkan glæp og að beita börn kynferðisofbeldi. U MRÆÐUR um afskipti framkvæmda- valdsins og löggafarvaldsins af umsvifum einstaklinga og fyrirtækja þeirra taka á sig ýmsar myndir. Þannig spyr Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur í Morgunblaðinu 4. febrúar hvort ég hafi sýnt vítaverðan skort á fyrirhyggju sem menntamálaráðherra með því að beita mér ekki fyrir almennum reglum um eignarhald á fjölmiðlum. Segist Birgir vilja slíkar reglur en eiga bágt með að styðja þær ef með þeim eigi að koma höggi á óþekka kaupsýslumenn eða klekkja á Baugsfeðgum. Skorar hann á mig að segja hvað Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að gera í þessum málum Stjórnmálafræðingur ætti að hafa áttað sig á því að viðfangsefni stjórnmálamanna felast einkum í því að bregðast við atburðum í samræmi við hugsjónir sínar og stjórnmálaleg markmið. Frelsi einstaklingsins til orða og athafna er meg- inkjarni sjálfstæðisstefnunnar. Kjarni vinstristefnunnar er að einstaklingurinn skuli víkja fyrir heildinni. Að mati vinstrisinna er hlutverk stjórnmálamanna ekki að skapa einstaklingum sem mest svigrúm til athafna heldur að hafa vit fyrir fjöldanum og leiða hann í krafti ímyndaðra yfirburða sinna. Ég hef setið fundi með norrænum ráðherra úr flokki jafnaðarmanna sem sagði tæpitungulaust að best væri að hafa skatta háa og láta sem mesta fjármuni renna um hendur stjórnmálamanna og stjórnvalda því að þau hefðu meira vit á að nýta fjármunina til „góðra“ verka en þeir sem öfluðu fjárins og greiddu skattana. Þetta hefur aldrei verið stjórnmálaviðhorf mitt. Skatt- ar eiga að vera sem lægstir, með því er alls ekki vegið að innviðum þjóðfélaga. Skatttekjur aukast gjarnan með lækkun skatta eins og dæmin sanna hér á landi. Svigrúm einstaklinga til að láta að sér kveða í atvinnu- lífinu á að vera sem mest. Besta leiðin til að tryggja hag fyrirtækja og viðskiptavina þeirra er frjáls samkeppni. Í tíð minni sem menntamálaráðherra var mér ekkert kappsmál að hlutast til um hinn frjálsa fjölmiðlamarkað og lét ég þá skoðun oftar en einu sinni í ljós. Ég vildi styrkja innviði Ríkisútvarpsins með lagsbreytingum en áhugi minn á þeim umbótum ekki árangri vegna andstöðu annarra. Kvað ég að orði sem menntamálaráðherra um þessa rík að ég teldi hana í tilvistarkreppu. Er ég enn sö unar og raunar enn frekar en áður, meðal anna þess hvernig starf fréttastofu hljóðvarpsins he þróast. Að minni tilhlutan var almennu löggjöfinni u varpsrekstur breytt og hún löguð að evrópskum Tókst sú lagasetning vel og er hið almenna star hverfi útvarpsstöðva hér að þessu leyti eins og verður á kosið. Ég beitti mér einnig fyrir því að í lög ákvæði sem veita Stöð 2 vörn vegna mynd hennar og afruglunar. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að úr embætti menntamálaráðherra hefur orðið m breyting á eignarhaldi fjölmiðla og umræður u un hníga til þeirrar áttar að óhjákvæmilegt sé f gjafann að láta hana sig einhverju skipta. Á fundi reykvískra sjálfstæðismanna laugar 31. janúar flutti ég ræðu sem ég nefndi Frelsi í aga og lesa má á vefsíðu minni bjorn.is. Þar sag meðal annars: „Eins og hér hefur verið rakið stangast það a Brugðist við sérkenn Eftir Björn Bjarnason ’ Við þessari stöðu er veribregðast. Hún var ekki fyrir þegar ég var menntamálará herra og ég hafði ekki freka nokkur annar hugmyndaflug ímynda mér að þessi þróun þennan veg á íslenskum fjö miðlamarkaði. ‘ F jármál háskólanna hafa verið mikið í umræðunni á síðustu dögum og því jafnvel verið haldið fram að háskólarnir og þá ekki síst Háskóli Íslands hafi verið í einhvers konar fjársvelti á síð- ustu árum. Þá hefur tölum verið haldið á lofti með það að markmiði að sýna fram á að Ísland standi verr hvað háskólamenntun varðar en aðrar þjóðir í Evrópu. Því fer hins vegar víðs fjarri. Við erum í hópi þeirra þjóða er verja mestu fé til menntamála og jafnframt ein þeirra þjóða er geta státað af hvað flestum í háskólanámi. Þegar staðreyndir eru skoðaðar kemur í ljós að á síðustu árum hafa miklar framfarir átt sér stað á háskólastiginu. Framlög til Háskóla Íslands og raunar allra skóla á háskólastigi hér á landi hafa á undanförnum árum verið aukin til muna. Þeirri tölu hefur gjarnan verið haldið á lofti í um- ræðunni á síðustu vikum að á Íslandi sé einungis varið 0,8% af vergri landsframleiðslu til há- skólastigsins. Þessi tala, sem er tekin úr skýrslu frá OECD, var á sínum tíma rétt, það er á árinu 2000 sem hún tekur mið af. Það er hins vegar fjarri lagi að hún segi ein- hverja sögu um ástandið í dag. Hér hefur ekki ríkt nein stöðnun. Sé miðað við árið 2000 hafa framlög til kennslu og rannsókna á háskólastigi aukist um 49,7% á föstu verðlagi á þeim árum sem síðan eru liðin. Á sama tíma hefur nemendum á háskólastigi fjölgað um 42,72% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Sé einungis litið á framlög til kennslu hafa þau aukist um 52,7% á föstu verðlagi en framlög til rannsókna um 41,3%. Ef við tölum í krónum hefur framlag ríkisins til kennslu og rannsókna í háskólum hækkað um rúma 2,5 milljarða á föstu verðlagi frá árinu 2000. Á því leikur enginn vafi að menntasóknin er hafin undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þessi mikla menntasókn er átt hefur sér stað á undanförnum árum er langt í frá bundin við háskólastigið ein- vörðungu. Ef við miðum við árið 1990 voru útgjöld til menntamála 4,79% af landsframleiðslu á Íslandi á sama tíma og þau voru 5,30% að meðaltali í ríkjum OECD. Árið 2000 voru útgjöld til menntamála orðin 6,26% á Íslandi á sama tíma og meðaltal OECD- ríkjanna hafði einungis hækkað um 0,2 prósentu- stig, í 5,5%. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur því verið haldið á lofti að þrengt hafi verið að Háskóla Ís- lands á undanförnum árum og að hann eigi nú við mikinn fjárhagsvanda að etja sem ríkið beri ábyrgð á. Ég vísa því alfarið á bug að Háskóli Íslands hafi verið í sérstöku fjársvelti á síðustu árum. Þvert á móti hafa framlög til hans verið aukin stórlega rétt eins og til annarra skóla á háskólastigi. Á þessu ári nema framlög til Háskóla Íslands tæpum 4,2 örðum króna en að auki er varið rúmlega há milljarði til ýmissa undirstofnana skólans. F til kennslu og rannsókna í Háskóla Íslands h árinu 2000 verið aukin um 33,8% á sama tím nemendum í skólanum hefur fjölgað um 34,9 Á milli áranna 2003 og 2004 hafa framlögi hækkuð um tæpan milljarð. Samkvæmt samningum og fjárlögum ársin var gert ráð fyrir að fjöldi ársnemenda yrði sem var í samræmi við fyrstu áætlanir skóla ar var gerður viðaukasamningur við Háskól sem samþykkt var að greiða fyrir 4.950 nem fjáraukalögum ársins 2003, í samræmi við e skoðaða áætlun skólans. Í fjárlögum ársins 2004 er gert ráð fyrir a verði fyrir 5.200 ársnemendur, sem er 15% f ársnemendur en í fjárlögum 2003. Háskóli Íslands verður rétt eins og aðrir og aðrar stofnanir á vegum ríkisins að starf þess fjárhagslega ramma sem honum er ma með samningum og fjárlögum. Menntasóknin lö Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ’ Það er markmið mitt aðmenntasókn síðustu ára ver fram haldið af fullum krafti. Menntamálaráðherra segist vilja tryggja að H öðrum ríkjum á jafnréttisgrundvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.