Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 38
DAGLEGT LÍF 38 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 www.polafsson.is • polafsson@polafsson.is púlsmælar fyrir alla þjálfun NÝTT WM42 (þyngdarstjórnunartæki) Mathákur íslenskt næringarforrit + POLAR WM42 þyngdarstjórnunartæki frábær tvenna á aðeins 17.450.- Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Þær eru allar útlendingar, aðheita má hver frá sínulandinu, en hafa kynnst ís-lenskum mönnum sem fengu þær í hnapphelduna. Kon- urnar hafa búið hér á landi mislengi en eru sammála um að fyrstu árin á Íslandi hafi verið þeim erfiðust því alltaf taki það sinn tíma og sinn toll að aðlagast nýju samfélagi. Ekki fóru þær varhluta af tungumálaerf- iðleikum í fyrstu og ákváðu því, hver í sínu horni, að skella sér í íslensku- nám fyrir útlendinga við Háskóla Ís- lands og þar tókust með þeim kynni. Konurnar hittast tvisvar í mánuði yfir vetrartímann og fá karlarnir að fljóta með við sérstök tilefni og eins hafa konurnar staðið fyrir ösku- dagsballi fyrir börnin sín, sem sam- tals eru fjórtán á aldrinum fimm til sextán ára. Þær segjast auðvitað deila sorgum og sigrum, eins og kvenna sé vani, og oft séu fundirnir þeirra eins og ódýr en gefandi sál- fræðitími. Daglegt líf brá sér í heimsókn í saumaklúbb, sem haldinn var á bóndadagskveldi, en þegar kon- urnar voru inntar eftir því hvernig stæði á því að þær væru ekki að dekra við mennina sína á þessu kvöldi, sögðust þær ekki koma ná- lægt íslenskum hrútspungum. Eig- inmennirnir þyrftu enga aðstoð við að innbyrða þorramatinn. Remojón með túnfiski (Ida Marguerite Semey) Remojón er spænsk uppskrift sem gjarnan er borin fram með saltfiski. Þá er saltfiskurinn skorinn í þunnar sneiðar, grillaður eða steiktur á heitri pönnu og hann settur ofan á appelsínurnar. Í staðinn fyrir salt- fisk, má allt eins nota túnfisk, eins og hér er gert. 3–4 appelsínur, 1–2 rauðlaukar, 1 dós túnfiskur í olíu, 1 dós ólífur, 1–2 msk. ólífuolía. Appelsínurnar afhýddar og skornar til helminga og síðan í þunn- ar sneiðar. Rauðlaukurinn skorinn í þunna hringi. Túnfisksdósin opnuð og olíunni hellt af og geymd. Appels- ínuskífunum raðað á disk. Túnfisk- inum dreift jafnt yfir og rauðlaukn- um síðan dreift ofan á túnfiskinn. Skreytt með ólífum. Túnfisksolíunni hellt yfir þetta allt saman. Svissnesk möndlu- og sveskjubaka (Andrea Burgherr) Sveskjufylling: 150 g þurrkaðar sveskjur, 5 dl vatn, 1 msk. sykur, 2 msk. 40% kirsuberjavín eða koníak. Sveskjurnar settar í skál og soðnu vatninu hellt yfir þær. Látið standa í eina klukkustund. Vatninu þá hellt af og sveskjurnar settar í bland- ara. Víninu blandað saman við og þetta látið kólna. Möndlufylling: 150 g fínmalaðar möndlur, 75 g sykur, ½ dl vatn, ½ msk sítrónusafi. Öllu blandað saman, en gott er að búa til fyllingarnar deginum áður til að fá þær þéttari. Deig: 1 pakki smjördeig eða 400–500 g. Skipta deiginu í tvennt. Báða helminga skal fletja út kringl- ótt. Gott er að miða við bökunarform, sem er 26 cm í þvermál. Setja á bök- unarpappír og á kaldan stað. Annar helmingur smjördeigsins er settur í ofnskúffu og fyllingarnar settar á, en skilja skal eftir 2 cm breiða rönd meðfram og bleyta hana með vatni. Á hinn helming smjör- deigsins er skorið mynstur að miðj- unni, hver skurður er 3 cm langur. Lokið sett yfir og röndin fest saman. Röndinni er þrýst upp á átta stöðum með skeiðsoddi til að fá sérstakt útlit kökunnar. Bakað í um 35 mín. í miðjum 200°C forhituðum ofni. Ekki má opna ofninn meðan á bakstri stendur. Slökkt á ofninum og hann opnaður aðeins. Kakan látin standa inni í ofninum í um 10 mín. Flórsykri stráð yfir.  SAUMAKLÚBBUR| Þær kynntust þegar þær voru í íslenskunámi fyrir útlendinga í HÍ Alþjóðlegar kræsingar Þær hittast tvisvar í mánuði og eiga það sam- eiginlegt að vera útlendingar á Íslandi. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í alþjóðlegan saumaklúbb og bragðaði á ýmsu góðgæti. flutti 1994 eftir að hafa lokið meist- aranámi í norrænum tungumálum við háskólann í Helsinki. Pamala Hansford frá Englandi frétti að hægt væriað vinna sér inn peninga með því að fara á vertíð í frystihúsi á Íslandi. Hún réði sig til fiskvinnslustarfa á Rifi á Snæfells- nesi árið 1985. Grím Sæmundsson sá hún hinum megin við frystiplöt- una. Hún starfar nú sem ensku- kennari í Breiðagerðisskóla. Hilda Torres frá Mexíkó kom fyrst til Íslands árið 1990 eftir að hafa hitt Ásgeir Sighvatsson, sem hafði verið á ferðalagi í Mexíkó. Hilda hefur síðan starfað sem spænsku- kennari í Verslunarskóla Íslands og í Málaskólanum Mími. Rosenda Guerrero frá Kólumbíu er hagfræðingur að mennt, en starfar á sambýli fyrir fjölfötluð börn í Reykjavík eftir að hafa unnið á Hrafnistu og stundað kennslu- störf í Hjallaskóla. Hún kom fyrst Ida Marguerite Semey er hálf- dönsk og hálfhollensk að ætt og uppruna, en bjó á Spáni frá 14 til 20 ára aldurs. Hún var í mast- ersnámi í Hollandi 1987 þegar hún kynntist Bjarna Guðmundssyni og fluttist með honum til Íslands ári síðar. Ida kennir nú spænsku við Menntaskólann í Hamrahlíð. Andrea Burgherr frá Sviss starfar sem smíða- og nýsköpunarkennari við Foldaskóla og sem leið- sögumaður. Hún kom fyrst til Ís- lands sem skiptinemi árið 1983, kom síðan þrívegis sem leið- sögumaður til landsins og 1989 kynntist hún Guðmundi Gunn- arssyni og fluttist hingað. Marjakaisa Matthíasson frá Finnlandi starfar sem ritari í finnska sendiráðinu í Reykjavík. Hún kom fyrst til Íslands í sum- arbúðir árið 1989 og ákvað að koma aftur til þess að læra íslensku. Hún kynntist Haraldi Matthíassyni og til Íslands sem skiptinemi árið 1988 og segist fyrst hafa hitt Baldur Andrésson í heitu pottunum í Laugardalslauginni. Marianne Skovsgård frá Dan- mörku fluttist til Íslands 1989 eftir að hafa gifst Jóni Pálmasyni úti í Danmörku. Hún starfar við þýð- ingar , aðallega tæknilegs eðlis, úr íslensku á dönsku. Tveir stofnfélagar saumaklúbbs- ins búa nú erlendis en eru í góðu sambandi við vinkonurnar á Ís- landi. Vicky Cribb frá Bretlandi er bókmenntaþýðandi, var ritstjórn- arfulltrúi Iceland Review og starfs- maður Eddu forlags. Hún flutti ný- lega til Englands og starfar m.a. við þýðingar á íslenskum bók- menntum. María Eugenia Birgisson frá Venezúela bjó lengi á Íslandi og var nemi í HÍ. Hún stundar há- skólanám í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Saumaklúbburinn samanstendur af konum sem koma hver frá sínu landinu: Ida Marguerite Semey, Andrea Burg- herr, Marjakaisa Matthíasson, Pamala Hansford, Hilda Torres, Rosenda Guerrero og Marianne Skovsgård. Konur sem koma víðsvegar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.