Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 37. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Út í heim
bæklingurinn
fylgir blaðinu í dag
Bragðlaukar
kitlaðir
Ljúffengar kræsingar í alþjóð-
legum saumaklúbbi | Daglegt líf
Lesbók og Börn í dag
Lesbók | Í kompaníi við Ragnar Goðmögn og töfratákn
Andrúmsloft borgarinnar Börn | Ballettdans á skautum Af
hverju eru beljur með horn? Nútíma-indíánar
„VIÐ komumst ekki neitt áfram,
bíllinn var orðinn rafmagnslaus
þannig að við sátum bara í honum
og gátum ekkert gert,“ segir Ás-
rún Ýr Rúnarsdóttir en hún og
fjórar vinkonur hennar sátu í
tæpa þrjá tíma í rafmagnslausum
bíl norðan við Holtavörðuheiði í
brjáluðu veðri og biðu björgunar.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
þeim voru vinkonurnar, sem eru á
nítjánda ári og frá Akureyri, á
leið til Hvammstanga í fylgd
björgunarsveitarmanna sem drógu
bílinn. Ásrún Ýr segir að þær hafi
haft teppi í bílnum en það hafi
verið mjög kalt. „Við vorum alveg
að frjósa. Við reyndum bara að
hlýja hver annarri, það var lítið
annað að gera.“
Fegnar björguninni
Aðspurð segir hún að vinkon-
urnar hafi verið rosalega fegnar
þegar björgunarsveitarmennirnir
komu þeim til hjálpar.
Þær gistu hjá frænku einnar
þeirra á Hvammstanga í nótt en
voru ansi svekktar að komast ekki
til Reykjavíkur þar sem þær ætl-
uðu út á lífið.
„Vinkona okkar er að fara að
flytja til Svíþjóðar, við vorum að
fara suður til að kveðja hana og
það beið okkar hótel í Reykjavík.
Við ætlum að reyna að komast yf-
ir á morgun [í dag]. Það er reynd-
ar búið að bjóða okkur á þorrablót
hér, ef allt fer illa,“ segir Ásrún
Ýr, þannig að ekki ætti að væsa
um vinkonurnar norðan heið-
arinnar.
„Við vorum alveg að frjósa“
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti tilkynnti í gærkvöldi að hann
hefði skipað óháða nefnd til að rann-
saka leyniþjón-
ustugögn um
meinta gereyðing-
arvopnaeign Íraka
fyrir innrásina í
Írak. Rannsókn-
inni á að ljúka 31.
mars á næsta ári.
Bush sagði að
stjórn sín væri
staðráðin í að
komast til botns í því hvers vegna
engin efna- eða sýklavopn hafa fund-
ist í Írak.
Níu menn eiga sæti í nefndinni og
hún verður undir forystu demókrat-
ans Charles Robbs, fyrrverandi rík-
isstjóra Virginíu og öldungadeildar-
þingmanns, og íhaldsmannsins
Laurence Silbermans, fyrrverandi
dómara áfrýjunarréttar.
Repúblikaninn og öldungadeildar-
þingmaðurinn John McCain var
einnig skipaður í nefndina, en hann
hefur oft gagnrýnt stjórnina og var
meðal þeirra fyrstu sem hvöttu til
rannsóknarinnar. McCain sagði að
nefndin myndi ekki aðeins rannsaka
mistök leyniþjónustunnar, heldur
einnig hvernig stjórnvöld notuðu
gögn hennar.
Bush ýtir
rannsókn
úr vör
Washington. AFP.
George W. Bush
FERÐALANGAR þurftu frá að snúa, vegum var
lokað og rafmagn fór af Árneshreppi á Ströndum í
norðanstórhríð sem gekk yfir landið í gær og nótt.
Stórhríðin skall fyrst á á Vestfjörðum. Segir
Jón G. Guðjónsson í Litlu-Ávík á Ströndum að
vindmælar hafi farið úr 5 m/sek. í 22 m/sek. á
nokkrum mínútum. Um miðjan dag fór rafmagnið
í Árneshreppi en á tíunda tímanum í gærkvöldi
komst það aftur á.
Óveðrið þokaðist síðan austur eftir landinu og
var orðið vitlaust veður í Húnavatnssýslum síð-
degis. Ekki sást milli húsa á Hvammstanga og
voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða
fólk í bílum sem sátu fastir á Holtavörðuheiði.
Ófært var víðar um land, m.a. um Bröttubrekku,
Óshlíð, Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði,
Klettsháls og Strandir.
Fjórar björgunarsveitir voru að störfum við að
aðstoða ökumenn á Holtavörðuheiði og reyna að fá
þá til að snúa við. „Hér er fullt af bílum stopp. Það
er engin leið að segja hvað þeir eru margir. Annar
björgunarsveitarbíll er kominn við efri endann á
bílalestinni, hann tapaði tölunni á bílunum. Ég er
búinn að sjá um 15–20 bíla og ég er bara neðst í
lestinni,“ sagði Ásgeir Sæmundsson, formaður
Björgunarsveitarinnar Brákar, sem var staddur
við sunnanverða Holtavörðuheiði í gærkvöldi.
Hann sagði að skyggni væri sama og ekki neitt.
Fólk lenti víða í vandræð-
um í norðanstórhríð
Morgunblaðið/Alfons
Blindbylur var í Ólafsvík síðdegis í gær.
LÖGREGLA í Bretlandi rannsakar
nú hvort 19 manns, sem drukknuðu
við skelfiskstínslu í Morecambe-flóa í
fyrrakvöld, hafi verið að vinna fyrir
glæpagengi. Yfir 30 manns, aðallega
kínverskir innflytjendur, voru að tína
hjartaskeljar á leirum við ströndina
þegar skyndilega flæddi að og fólkið
komst ekki í land. Sextán manns
fundust á lífi.
Svæðið er afar hættulegt vegna
þess hve hratt flæðir að, auk þess sem
þarna myndast kviksyndi. Lögreglan
hóf strax að rannsaka hvers vegna
fólkið vann þar við svo hættulegar að-
stæður. Fjórtán þeirra sem bjargað
var eru Kínverjar, þar af níu hælis-
leitendur og fimm ólöglegir innflytj-
endur. Hinir tveir sem komust lífs af
eru Bretar.
„Glæpamenn af versta tagi“
Julia Hodson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Lancashire, sagði að ver-
ið væri að meta hvort lagðar yrðu
fram ákærur vegna slyssins, að því er
fram kom á fréttavef BBC. Hún lýsti
foringjum glæpahringja, sem græddu
á þrælavinnu ólöglegra innflytjenda,
sem „glæpamönnum af versta tagi“.
Formaður sambands breskra
verkalýðsfélaga sagði að yfirvöld
þyrftu að „beita lögunum af fullum
krafti“ gegn þeim sem stjórnuðu
skeljatínslunni. „Þetta veitir okkur
sjaldgæfa sýn á þessar hættulegu að-
stæður og misnotkun sem margir inn-
flytjendur verða að þola daglega.“
Nítján drukknuðu við skelfiskstínslu
Rannsaka hvort
fólkið vann fyrir
glæpagengi
AP
Breskir lögregluþjónar ganga hér framhjá pokum fullum af hjartaskeljum
sem fólkið sem drukknaði hafði safnað í flæðarmálinu kvöldið áður.
Lundúnum. AFP.
Nítján drukknuðu/20
OLÍUFÉLAGIÐ, Esso, lækkaði í
gær verð á 95 oktana bensíni á sjálfs-
afgreiðslustöðvum um 3,20 kr. Jafn-
framt lækkaði félagið verð á dísilolíu
um 5,70 kr. Aðeins eru fjórir dagar
síðan félagið, ásamt Skeljungi og Ol-
ís, hækkaði eldsneytisverð.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Ol-
íufélagsins, segir að verðlækkunin sé
í samræmi við þá verðstefnu félags-
ins að bjóða ávallt hagstætt verð.
„Ef keppinautar okkar á markaði
fylgja ekki eftir í verðbreytingum
upp á við innan ákveðinna tíma-
marka þá einfaldlega lækkum við
aftur. Sama gildir ef aðrir lækka
meira en við.“
Esso lækk-
ar eldsneyti
Olíufélagið/11
HJARTASKELJAR, samlokur af
báruskeljaætt, þykja ljúffengar og
eru verðmætustu lindýr við strend-
ur Bretlands.
Verðmæti hjartaskelja hefur
aukist mjög að undanförnu vegna
umdeilds banns við tínslu þeirra á
mörgum leirum á Englandi og í Wa-
les. Eiturefni hafði fundist í skelj-
um á nokkrum svæðum og reyndist
það yfir hættumörkum.
Verðmætar
skeljar