Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 11 FORSETINN hefur ekki óbundnar hendur um hverjum hann felur að mynda ríkisstjórn segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Að- koma hans að stjórnar- myndunarviðræðum sé eina starfið sem stjórn- skipunin geri ráð fyrir að forseti sinni án at- beina ráðherra, en stjórnarskráin geti hins vegar í engu hlutverks hans við stjórnarmynd- anir. „Ég sé fyrir mér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá og þá tengjast því að þingræðisreglan væri fest í sessi sem og skilyrðum til að mynda utanþingsstjórn,“ sagði Davíð í ávarpi á ráðstefnu um aldaraf- mæli þingræðis á Íslandi í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Hann er reiðubúinn til samstarfs við formenn annarra stjórnmálaflokka til að end- urskoða afmarkaða þætti stjórnar- skrárinnar. „Samkvæmt stjórnarskrá skipar forseti ráðherra með atbeina for- sætisráðherra eða eftir atvikum for- sætisráðherraefnis þegar ný ríkis- stjórn er mynduð. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að forseti hefur ekki óbundnar hend- ur um hverjum hann felur að mynda ríkisstjórn og sá er tekur slíkt verk að sér ekki heldur. Af henni leiðir að þeim er skylt haga athöfnum sínum í samræmi við vilja meirihluta Alþing- is. Í því felst kjarni þingræðisreglunn- ar,“ sagði Davíð og forseta beri því skylda til að fela þeim umboð til stjórnarmyndunar sem sé líklegastur til að geta myndað ríkisstjórn. Eina hlutverk forsetans „Þetta er reyndar hið eina hlutverk forsetans, sem hann ber ábyrgð á sjálfur, enda er hann ábyrgðarlaus af öllum öðrum athöfnum, sem atbeina hans þarf til. Þær eru unnar á ábyrgð stjórnarinnar eða viðkomandi ráð- herra og annað inngrip hans í þær, myndi reyndar vinna gegn þingræð- inu,“ bætti hann við. Davíð sagðist tilbúinn til að endur- skoða stjórnarskrána og færa megi ýmis atriði í fyrsta og öðrum kafla hennar til nútímalegra horfs. „Þar er fjallað um stjórnarformið og grund- vallarreglur stjórnskipunarinnar, um forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra. Almennt mætti í þessum köflum draga upp skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun.“ Ber pólitíska ábyrgð Davíð hefur áður sagt að hann telji tímabært að færa þessa kafla stjórn- arskrárinnar til nútímalegra horfs þegar hann svaraði fyrirspurn Stein- gríms J. Sigfússonar um skipun stjórnar- skrárnefndar á Alþingi 5. nóvember 2003. Skipan æðstu stjórn- ar framkvæmdavalds- ins á hverjum tíma, það er ríkisstjórnin, er und- ir því komin að þingið vilji styðja hana eða a.m.k. þola í embætti sagði Davíð. Á þeim grundvelli beri ríkis- stjórnin pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu, sem séu tryggð stjórnarskrárbundin úrræði til að fylgja þeirri ábyrgð eftir og veita ríkis- stjórninni aðhald. „Í þessu ljósi virðist næsta sjálfgef- ið hvers vegna framkvæmdarvaldið hlýtur að lúta pólitískri forystu. Rík- isstjórnin starfar í skjóli hinna þjóð- kjörnu fulltrúa – þiggur í raun umboð sitt frá þeim – og ber á grundvelli þingræðisvenjunnar og 14. gr. stjórn- arskrárinnar ábyrgð á verkum sínum gagnvart þinginu. Til að stefna þeirra, sem þá ábyrgð bera, nái fram að ganga, þarf uppbygging stjórnkerfis- ins jafnframt að vera með þeim hætti, að ráðherrar hennar fari, hver á sínu sviði, með yfirstjórn stjórnsýslunnar og hafi raunveruleg tækifæri til að hafa á hana áhrif. Stjórnskipunin ger- ir þannig ráð fyrir að völd og ábyrgð fari saman,“ sagði forsætisráðherra. Þó að þingræðið og lýðræðisleg stjórnskipun og stjórnarhættir séu þannig beinlínis undir því komnir að uppbygging stjórnsýslunnar sé með þessum tiltekna hætti segir Davíð að nokkuð hafi borið á því að tiltekin verkefni eða verksvið innan stjórn- sýslunnar séu að hluta eða í heild felld undan yfirstjórn ráðherra og falin sjálfstæðum stjórnvöldum sem skip- að er til hliðar við hið eiginlega stjórn- kerfi. Losa sig við erfið viðfangsefni „Ég hef bæði innan þings og utan leitast við að stemma stigu við að grafið sé á þennan hátt undan þeim áhrifum sem þinginu er á grundvelli þingræðisreglunnar ætlað að hafa á stjórn landsins og lagt á það áherslu að slíkum stofnunum sé ekki komið á fót án ígrundaðs mats á því, hvort kostir þess eða ávinningur yfirgnæfi áreiðanlega þann alvarlega ágalla að stjórn þeirra lýtur ekki þeim lögmál- um sem lýðræðisleg stjórnskipun gerir almennt ráð fyrir. Hitt er hins vegar staðreynd að ráðherrar hafa gegnum tíðina verið meira en fúsir til að veita hluta af valdi sínu í þennan farveg, til að losna við erfið viðfangsefni og losa sig und- an ábyrð. Við þessu ætti þingið að sporna, en þekkir iðulega ekki sinn vitjunartíma hvað þetta varðar,“ sagði Davíð Oddsson. Forsætisráðherra segir ráðherra hafa viljað losa sig undan ábyrgð Forseti hefur ekki óbundnar hendur við stjórn- armyndanir Davíð Oddsson KRISTINN Kristjáns- son lést á Landspítal- anum við Hringbraut að kvöldi miðvikudags- ins 4. febr. sl., 79 ára að aldri. Kristinn fæddist á Hellnum 17. júlí 1925. Foreldrar hans voru Kristján Brandsson út- vegsbóndi í Bárðarbúð og kona hans Kristjana Þorvarðardóttir hús- freyja. Hann starfaði sem kaupmaður og fisk- verkandi á Hellnum um árabil. Kristinn var síðasti farkennarinn á Snæfellsnesi og kennari við grunnskólann á Hell- issandi frá 1975– 1995. Hann skrifaði ljóð, sögur og leikþætti; gaf út ljóðabókina „Höll birtunnar“ árið 1996 og árið 2000 gaf hann út bókina „Ver- öld stríð og vikurnám undir Jökli“ þar sem hann skráði þætti úr sögu Breiðuvíkur- hrepps á árunum 1935-1970. Kristinn tók virkan þátt í félagsmálum. Hann var um árabil fréttaritari Morgunblaðsins og Rík- isútvarpsins. Andlát KRISTINN KRISTJÁNSSON SNJÓ kyngdi niður á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrinótt. Þegar líða tók á daginn fór að fjúka og fáir voru á ferli þegar verst lét. En þeir sem þurftu að ferðast um höfuðborgina þurftu að hafa svolít- ið fyrir því. Flestir bílar voru á kafi í snjó í gærmorgun og fáfarnar göt- ur illfærar. Það rættist þó úr færð- inni þegar líða tók á daginn enda starfsmenn borgarinnar iðnir við að ryðja götur og gangstéttir. Morgunblaðið/Ásdís Allt á kafi í snjó í Reykjavík OLÍUFÉLAGIÐ lækkaði í gær verð á bensíni og olíu. 95 oktana bensín lækkaði um 3,20 kr. í sjálfs- afgreiðslu og 2,20 kr. í fullri þjón- ustu. Verð á dísilolíu lækkaði um 5,70 kr. í sjálfsafgreiðslu og um 4,70 kr. í fullri þjónustu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir að félagið vilji með þessari lækkun mæta því verði sem lægst býðst á markaðinum. Hann segir hins vegar að forsendur séu ekki fyrir þessari verðlækkun því heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið að hækka. Hjörleifur sagði í samtali við Morgunblaðið að Olíufélagið hefði mótað sér verðstefnu sem byggðist á tveimur forsendum, heimsmark- aðsverði á olíu og samkeppnisstöðu á markaðnum. Hann sagðist treysta sér til að fullyrða að verð- breytingar Olíufélagsins á síðustu misserum, með tilliti til heims- markaðsverðs, hefðu verið gegn- sæjar, ábyrgar og „hafnar yfir gagnrýni“. „Okkar verðstefna byggist á því að við heitum að bjóða viðskipta- vinum okkar hagkvæmt verð. Hjá okkur fá þeir eldsneyti á sam- keppnishæfu verði miðað við það sem lægst gerist á hverju mark- aðssvæði fyrir sig,“ sagði Hjörleif- ur. „Við höfum markað þá stefnu að verð í sjálfsafgreiðslu sé 2–4 kr. lægra en verð fyrir fulla þjónustu. Undanfarna 12 mánuði hefur þessi munur verið 4 kr. á helstu mörk- uðum, en 2 kr. í smærri byggð- arlögum úti á landi. Ekki forsendur fyrir verðlækkun Við höfum einnig markað þá stefnu að verð í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvum okkar sé sam- bærilegt og hjá þeim sem lægst bjóða. Safnkortið okkar kemur sterkt inn í okkar verðstefnu en safnkortshafar fá einnar krónu af- slátt til viðbótar. Okkar vildarvið- skiptavinir eiga því alltaf að fá hag- stætt verð.“ Hjörleifur sagði að Olíufélagið væri oftast leiðandi í verðlagningu á bensíni og lækkaði og hækkaði verð með tilliti til breytinga á heimsmarkaði. „Ef keppinautar okkar á mark- aði fylgja ekki eftir í verðbreyt- ingum upp á við innan ákveðinna tímamarka þá einfaldlega lækkum við aftur. Sama gildir ef aðrir lækka meira en við. Sumir eru kannski undrandi á því að við skul- um vera að hækka og lækka svo aftur, en ástæðan er einfaldlega sú að við erum að vinna eftir ákveð- inni verðstefnu sem byggist á því að bjóða okkar viðskiptavinum hagkvæmt verð.“ Hjörleifur sagði aðspurður að þrátt fyrir þessa ákvörðun væru engar forsendur fyrir verðlækkun. Ef horft væri á heimsmarkaðsverð á olíu hefði grunnverðið þurft að hækka um síðustu mánaðamót. „Þetta ástand sem nú er á mark- aðnum getur því ekki varað mjög lengi, en við teljum mikilvægt að koma til móts við viðskiptavini okk- ar á þennan hátt,“ sagði Hjörleifur. Olíufélagið lækkar verð á bensíni um 3,20 kr. VERÐ á e-pillum hefur lækk- að um helming frá árinu 2000, að því er fram kemur í nýrri könnun SÁÁ á meðal vist- manna á Vogi, og kostar hver pilla nú að meðaltali 1.430 kr., en kostaði 2.960 kr. að með- altali árið 2000. Að öðru leyti virðast ekki vera miklar breytingar á götu- verði eiturlyfja og bendir það til nokkuð stöðugs framboðs efnanna. Verð á hassi er með því hæsta sem það hefur verið frá því að farið var að kanna verðið hjá SÁÁ, og sögðust sjúklingar að meðaltali hafa greitt 2.200 kr, fyrir hvert gramm. Verð á e-pillum lækkar SÓTTVARNARLÆKNIR mælir ekki gegn því að fólk ferðist til svæða þar sem fuglainflúensa geis- ar í fiðurfé. Fólk er hins vegar ein- dregið hvatt til að forðast fugla- markaði, snertingu við fiðurfé og ráðlagt að þvo sér regulega um hendur og huga að hreinlæti. Þetta kemur fram í ráðleggingum Har- aldar Briem sóttvarnarlæknis til ferðamanna vegna fuglainflúens- unnar í Asíu. Ráðleggingarnar má finna í heild á vef Landlæknisemb- ættisins. Þar segir m.a. að fugla- inflúensan sé þekkt að því að geta borist frá fiðurfé til manna, sem starfa á hænsnabúum, og valdið al- varlegri inflúensu. Þá segir að ekki sé vitað til þess að smit hafi borist milli manna. Sóttvarnarlæknir varar við fuglaflensu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.