Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 34
ÚR VESTURHEIMI
34 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MANITOBA í Kanada státar af fjórum höf-
uðborgum. Winnipeg er höfuðborg fylkisins,
Gimli höfuðborg Nýja Íslands, Narcisse er
snákahöfuðborg heims og Komarno mosk-
ítóhöfuðborg veraldar. Tvær síðastnefndu
nafnbæturnar eru ef til vill ekki eftirsókn-
arverðar, en heimamönnum þykir mikið til
koma og fengu J. Marlene Hourd, áður
Magnuson, til að gera listaverk í samræmi
við einkenni svæðanna.
Marlene er af íslenskum ættum, en for-
eldrar hennar voru Jóhann Magnuson og
Guðrún Sigbjörnson. Hún fæddist í Winni-
peg 1932 og bjó lengst af í Inwood í Mani-
toba en hefur búið í nágrenni við yngstu
dóttur sína og fjölskyldu í Árnesi við Winni-
pegvatn undanfarin ár, skammt frá æsku-
heimili Vilhjálms Stefánssonar landkönn-
uðar. „Við skulum tala ensku,“ segir hún
þegar blaðamaður spyr hvort við eigum að
spjalla saman á íslensku eða ensku. „Ég hef
aldrei farið til Íslands en lærði íslensku
með því að hlusta á fólk og lesa málið. Ég
get lesið íslensku en tala ekki málið. Mál-
fræðin er svo snúin.“
Óvenjuleg verkefni
Hún býr ein í gömlu húsi, en það er lif-
andi og heimilislegt, ekki síst vegna verka
hennar. Hvert sem litið er má sjá málverk,
teikningar og ýmiss konar styttur og skúlp-
túra úr leir og gifsi. Mest ber á hestum
enda kemur í ljós að Marlene er hestakona
en auk þess eru styttur af framandi dýrum
nánast úti um allt. „Ég hef föndrað við
þetta í frístundum en aldrei lært neitt í
skóla í þessu efni,“ segir hún og bætir við
að listsköpunin sé í ættinni og vísar til
Hauks Stefánssonar, listmálara á Íslandi, í
því sambandi. „Mér hefur alltaf þótt gaman
að teikna og búa til skúlptúra og mér þótti
skemmtilegt þegar ég var beðin um að
hanna stórt verk af moskítóflugu fyrir
Komarno, sem er í næsta nágrenni við
Inwood. Þetta var fyrir um 20 árum en
Komarno er úkraínskt orð og þýðir mosk-
ítófluga. Það var nóg af þeim í Komarno og
íbúarnir nefndu staðinn eftir flugunum, en
landnemarnir áttu í mestu erfiðleikum með
að halda flugunum frá sér. Þá voru ekki til
varnir eins og úðabrúsar og krem.“
Verkefnið var ögrandi og þó Marlene seg-
ist ekki hafa komist hjá því að sjá mosk-
ítóflugur bendir hún á að hún hafi aldrei
rannsakað þær sérstaklega. „Ég byrjaði á
því að gera skissur og stækkaði myndir af
flugunum til að gera mér betur grein fyrir
stærðarhlutföllunum. Ég fangaði nokkrar
flugur og hafði þær í krukku til að fylgjast
með flugi þeirra, því verkið átti að snúast
eins og vindhani. Eftir að hafa komið þessu
öllu heim og saman gerði ég lítið líkan og
lokaverkið eftir því, en það er heldur
stærra.“
Narcisse er skammt fyrir norðan Inwood,
en snemma á sumrin og á haustin flykkjast
þangað ferðamenn víða að til að sjá hæg-
fara snákana í tugþúsunda tali skríða á
svæðinu. Þetta eru litlir snákar, um 30 til
70 sm að lengd að meðaltali, sem liggja í
dvala fyrir neðan frosna jörðina á veturna,
en koma upp á vorin og skríða um 40 km
vegalengd. Síðan halda þeir sömu leið til
baka á haustin. „Ég og annar listamaður
sendum inn tillögur að listaverki og mín
varð fyrir valinu en við unnum saman að
verkinu,“ segir Marlene um framlag sitt til
að vekja athygli á snákahöfuðborg heims.
Trú uppruna sínum byrjaði hún samt í ís-
lenskum bæ áður en hún lét til sín taka í
fyrrnefndum „höfuðborgum“. Í Lundar var
reist stór gæs 1978 og þar hefur Marlene
lagt hönd á plóg. „Ég setti fjaðrirnar á
hana og málaði hana, hef reyndar málað
hana nokkrum sinnum, en hvor vængur um
sig er 12 fet að lengd, um fjórir metrar.“
Vinnur við bókaskreytingar
Ekki alls fyrir löngu vann Marlene við að
teikna myndir af bjálkahúsi í bók sem verið
er að gera um landnemasögu tiltekinnar
ættar. „Ég hef teiknað mikið en þetta er
fyrsta verkefni mitt vegna bókaútgáfu. List-
in hefur fyrst og fremst verið áhugamál hjá
mér en það er ánægjulegt að finna að
áhugamálið vekur athygli annarra.“
Með moskítóflugur í krukkum
Almennt er fólki ekki um moskítóflugur gefið og þær
eru ekki til ama á þessum árstíma en J. Marlene Ho-
urd, sem er af íslenskum ættum, hefur haft þær í
krukku heima hjá sér. Steinþór Guðbjartsson tók
hús á henni í Árnesi í Manitoba í Kanada og forvitn-
aðist um málið.
Marlene hefur teiknað myndir af bjálkahúsi í
bók sem verið er að gera um landnemasögu.
Moskítóflugan í fullri stærð í Komarno í Manitoba.
Morgunblðið/Steinþór
Marlene Hourd með líkanið sem hún gerði af moskítóflugunni.
steg@mbl.is
Morgunblaðið/Steinþór
VESTUR-ÍSLENSKU rithöfund-
arnir David Arnason og Bill Holm
standa fyrir tveimur ritlist-
arnámskeiðum í Vesturfarasetrinu á
Hofsósi í sumar og er þetta fimmta
sumarið í röð sem þessi háttur er
viðhafður.
Fyrra námskeiðið verður 31. maí
til 6. júní en það seinna 9. til 17. júní
og verður rithöfundurinn Judith
Neimi félögunum til aðstoðar auk
þess sem íslenskir rithöfundar
leggja sitt af mörkum, en nám-
skeiðin fara fram á ensku.
Bill Holm (icelandworks-
hop@yahoo.com) og David Arnason
(davidarnason@yahoo.com) veita
nánari upplýsingar og taka við
skráningum til 5. mars en 20 manns
að hámarki komast að á hvort nám-
skeið.
Ritlistarnámskeið
á HofsósiSIGRÚN Björg-
vinsdóttir hefur
sent frá sér bókina
Loksins verður
hjarta mitt rótt –
dagbók frá dvöl í
Kanada – um dvöl
sína í Manitoba
haustið 1998 en út-
gefandi er Publ-
ishIslandica.
Í bókinni, sem er 164 blaðsíður, rek-
ur Sigrún samskipti sín við íbúa
vestra, en þar hitti hún meðal annars
frændfólk sem hún vissi ekki um áður.
„Lengst mun fylgja henni hjálpsemi
og glaðlyndi þeirra er hún kynntist
þar,“ segir á bókarkápu. „En henni er
einnig ríkt í huga hve örlög landnem-
anna urðu henni nátengd við að koma
á þessar slóðir.“
Nálgast má bókina á vefnum
www.publishamerica.com/books/3593.
Dagbók frá Kanada
VESTUR-ÍSLENSKI rithöfund-
urinn Betty Jane Wylie er á
meðal þeirra sem fá æðstu við-
urkenningu Kanada, Kanadaorð-
una eða the Order of Canada,
innan skamms.
Kanadaorðan er veitt í þremur
stigum og fá fimm manns æðsta
stigið að þessu sinni, 22 það
næstæðsta og 64 þriðja stigið.
Betty Jane Wylie er í síðast-
nefnda hópnum, en í fyrra var
hún sæmd heiðursnafnbót við
Manitobaháskóla í Winnipeg.
Betty Jane Wylie býr í Mac-
Tier í Ontario.
Hún hefur
skrifað meira
en 40 bækur um
hin margvísleg-
ustu efni og
haldið úti eigin
sjónvarpsþætti.
Meðal annars
hefur Betty
Jane Wylie
skrifað leikrit, ljóð og barnabæk-
ur. Eftir að hún varð ekkja skrif-
aði hún metsölubókina Beginn-
ings: A Book for Widows, og í
kjölfarið fylgdu margir fyrirlest-
ar um ekkjulíf. Á meðal bóka
hennar eru Letters to Ice-
landers, The Write Track, Beg-
innings: A book for Widows,
New Beginnings, Men Quota-
tions about men by women, Lif-
e’s Losses og Reading Between
the Lines: Diaries of Women.
Betty Jane Wylie hefur líka
látið til sín taka í félagsmálum og
m.a. verið formaður Rithöfunda-
samtaka Kanada og í stjórn
Samtaka leikritahöfunda í Kan-
ada.
Fær æðstu viður-
kenningu Kanada
Betty Jane Wylie