Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 29
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 29 INFORMATION MEETING IN ICELAND Date: Monday, February 9 Time: 18.00 – 19.30: MBA (Executive MBA) 19.30 – 20.15: Master of Science (BScB) Venue: Radisson SAS Saga Hotel Reykjavik, Hagatorg BI Norwegian School of Management, one of the leading private business schools in Europe, will be holding an information meeting in Iceland to present its graduate programs: MSc and MBA. Icelandic BI alumni will be present to answer your questions. For those interested, information about the international full time Bachelor of Science in Business(BScB) and part time Executive MBA program will also be available. MASTER OF SCIENCE – TWO YEARS FULL TIME - state of the art knowledge based on cutting edge research (MSc in Business, Financial Economics, Marketing, Organizational Psychology, Business & Economic History) MBA- 11 MONTHS FULL TIME - strategic leadership through international group work (General management MBA with a focus on Leadership, Strategy, Corporate Finance and group work) More information: www.bi.edu study@bi.no Telephone: + 47 22 98 50 50 Húsnæðismál | Félagsmálanefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum 26. janúar nýtt viðmiðunarverð fast- eigna vegna viðbótarlána. Eftirtaldar breytingar voru samþykktar: 1 í fjöl- skyldu 9,2 milljónir, 2 í fjölskyldu 9,9 milljónir, 3 í fjölskyldu 11,2 milljónir, 4 í fjölskyldu 12,7 milljónir og stærri fjölskyldur 13,6 milljónir.    Stefnumótun í barnavernd | Á fundi félagsmálaráðs Árborgar 26. janúar var lagt fram bréf bæjarráðs frá 22. janúar 2004 þar sem félags- málanefnd er falið að vinna drög að stefnumótun og framkvæmdaáætlun.    Tíðarfar og vatnsnotkun | Sala á heitu vatni hefur dregist saman hjá Selfossveitum um 10% á sl. mánuðum vegna góðs tíðarfars. Selfossveitur hafa ekki breytt gjaldskrá sinni eftir tíðarfari og verður þeirri stefnu hald- ið. Fullvíst má telja að íbúar Árborg- ar muni fagna þessum tíðindum að þeir verði áfram með ódýra hitaveitu.    Átak í vatnsveitu | Hafinn er und- irbúningur að átaki í málefnum Vatnsveitu Árborgar þar sem tekið verður á virkjunarrannsóknum, vatnsvinnslu frá núverandi vatns- bólum og gæðaeftirliti á afhentu vatni. Stjórn Selfossveitna fagnaði átakinu á fundi sínum og fól veitu- stjóra að leggja fram rannsókn- aráætlun að frekari neysluvatnsöflun.    Fjölbýlishúsalóðir | Á fundi skipu- lags- og byggingarnefndar Árborgar 27. janúar var samþykkt tillaga frá formanni nefndarinnar sem lagði til breytt skipulag á þjónustureit við Ástjörn á Selfossi. Tillagan felur í sér að skipulagðar verði fjölbýlis- húsalóðir í framhaldi af þeim fjöl- býlishúsalóðum sem fyrir eru við göt- una.    Sýningar | Vegfarendur geta notið listsýninga á Selfossi og kennir þar ýmissa grasa.Tvær sýningar eru í Ráðhúsinu. Sigurbjörg Guðmunds- dóttir sýnir í Listagjánni. Þar gefur að líta myndir málaðar með blandaðri tækni, vatnslitamyndir, teikningar og olíumálverk. Á fyrstu hæð Ráðhúss- ins er sýning frá Skátafélaginu Fossbúum í tilefni 60 ára afmælis fé- lagsins. Í Kaffi Krús sýnir Elínborg Jónsdóttir vatnslitamyndir. Hörður Friðjónsson sýnir í Gallery Österby sem er á rakarastofu Leifs Österby í Gamla bankanum. Í kaffihúsinu og leirkerasmiðjunni Eldstó í kjall- aranum að Austurvegi 4 sýnir Mar- grét Hjálmarsdóttir höggmyndir og loks er Snorra Gallerí að Austurvegi opið alla daga klukkan 13–18. Bæjarmál í Árborg Selfoss | „Ef maður hefur gaman af því að umgangast fólk þá er maður á réttum stað í starfi og líka ef manni líkar vel að vera á spjalli við fólk. Maður veit auðvitað margt en segir ekki allt. Ég hef þá meginreglu í rak- arastofuspjallinu að ef ég heyri sömu söguna þrisvar frá sitthverri mann- eskjunni þá er óhætt að segja hana. Þetta hefur gefist vel því þá er mað- ur örugglega ekki að fleipra neitt um neinn,“ segir Leif Österby, rakari á Selfossi, sem byrjaði feril sinn í fag- inu 6. júní 1960 hjá Helga heitnum Björgvinssyni rakara sem þá var með rakarastofu í Ingþórsbúð á Austurvegi 11 á Selfossi. Leif er þekkt persóna á Selfossi og starfrækir rakarastofu sína í Gamla bankanum við Austurveginn á Selfossi. Leif flutti 3ja ára á Selfoss 1946 með foreldrum sínum, Her- manni og Ólöfu Österby, sem bæði komu við sögu í bæjarlífinu, hann sem mjólkurfræðingur og hún sem félagsmálakona og leikari. Meiri hraði núna „Það er auðvitað allt önnur lína í spjallinu á stofunni núna miðað við það sem áður var. Þá biðu menn ró- legir á stofunni í hátt í tvo tíma eftir klippingu. Bændurnir komu kannski með mjólkurbílnum og fóru svo dag- inn eftir. Nú er meiri hraði á öllu menn hafa ekki tíma til neins, varla til að taka sér klukkutíma frá vinnu dagsins. Það þarf allt að gerast strax. Það var oft gaman á þessum árum hjá Helga. Menn töluðu mikið á stofunni og jafnvel allir í einu, þetta voru sannkallaðar samkomur, stundum. Við Helgi leiddum þetta áfram með því að skjóta að einu og einu orði og afstýra rifrildi ef í það stefndi,“ segir Leif og hefur greini- lega gaman af því að rifja upp fyrri tíma. Sleppti síldarplássi „Ég var sjómaður á þessum tíma en þetta kom þannig til að móðir mín fór í klippingu hjá Helga og komst þá að því að hann vantaði rakara. Hún dreif mig í viðtal hjá honum og ég sló til, sleppti síldarplássi í Kefla- vík og byrjaði að klippa og hef gert það sleitulaust síðan. Mér fannst þetta svolítið virðuleg stétt og móðir mín sagði mér að Aron í Kauphöll- inni hefði verið rakari og það skemmdi ekki. Hún hafði lag á þessu, gamla konan, og hvatti okkur áfram öll systkinin og það hafði sín áhrif til góðs,“ segir Leif þegar hann rifjar upp fyrstu kynni sín af iðn- greininni. „Maður notar bara þenn- an titil, rakari, og það er bara gott og skilst,“ segir hann og vill ekkert vera að blanda orðinu meistari aftan við rakarann þó að auðvitað sé hann meistari í greininni. Fylgist með mínu fólki „Ég fylgist ákaflega grannt með viðskiptavinum mínum en það kem- ur til af því að maður lítur á þá sem sitt fólk og maður tengist fólkinu nokkuð sterkt. Það kemur til af ná- lægðinni, maður spyr hvernig það hafi það og manni er annt um hóp- inn. Ég veit oft að morgni hverjir muni koma þann daginn og það gengur eftir. Ég hef reyndar trú á því að menn fái frá mér sendingar þegar ég hugsa til þeirra og hef reyndar sannreynt það, spurði mann eitt sinn að því hvað hann hefði verið að hugsa hér austur í Flóa þegar hann renndi í gegnum bæinn daginn áður og hérna framhjá. Jú, vel að merkja hann var að hugsa um að koma til mín en gerði það ekki en kom daginn eftir en ég bjóst við hon- um daginn sem hann ók hér í gegn,“ segir Leif. Listfengi í stéttinni „Já það er alveg rétt, það er ákveðinn sjarmi yfir stéttinni. Mér finnst skemmtilegast að fylgjast með straumum og stefnum í faginu og því sem er að gerast í tískunni. Þetta er gefandi fag og nauðsynlegt að hafa ungt fólk með sér á stofunni. Nemarnir kenna mér mikið, þeir eru ferskir í hugsun og djarfari en við þessir eldri. Það er nátúrulega alveg klárt að menn þurfa að vera handlagnir og ekki skemmir að menn séu listfengir í þessu starfi. Maður þarf að sjá línur og hvernig hár og andlit fara saman svo vel sé. Ég hef alla tíð verið góður í teikningu eins og öll mín systkini,“ segir Leif en hann býður listamönn- um að sýna listaverk á rakarastof- unni. Verkin vekja athygli en hver sýning stendur yfir í 1–2 mánuði svo sem flestir geti notið hennar. „Það má segja að mitt líf byggist upp á hreyfingu af öllu tagi. Hér í eina tíð voru það langhlaup en núna eru það sleðaferðir og jeppatúrar inn á hálendið. Hálendið á hug minn allt árið, þar á ég heima. Það er heillandi að komast inn á hálendið, inn í frið- inn og fegurðina. Ég er rosalega þakklátur fyrir allt sem mér hefur verið gefið,“ segir Leif Österby, rak- ari á Selfossi. Það er allt önnur lína í rak- arastofuspjallinu en áður var Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Í stólnum: Leif Österby leggur hér síðustu hönd á klippingu fasta- kúnna, Magnúsar Guðjónssonar. Leif Österby kann vel við rakarastarfið eftir 44 ár í faginu Þorlákshöfn | Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón ásamt undir- leikaranum Kurt Kopercky píanó- leikara fluttu frábæra söngdagskrá í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, sunnu- dagskvöldið 1. febrúar. Á efnisskránni voru m.a. lög og textar eftir bræðurna Geroge og Ira Gershwin, þekkt lög eins og Sum- mertime og It’t aint Necessarely So úr óperunni Porgy og Bess og minna þekkt lög sem söngvararnir fluttu á eftirminnilegan hátt. Tónleikarnir hófust á aríum úr óperunni Brúð- kaupi Figaros eftir Mozart sem frumsýnd verður í Íslensku óp- erunni í lok febrúar. Hulda Björk og Ólafur Kjartan sungu einnig aríur úr Don Giovanni eftir Mozart og fyrri hluta tónleikanna lauk með fjórum íslenskum sönglögum. Það er óhætt að segja að listamennirnir hafi sungið sig inn í hug og hjörtu áheyrendanna sem fóru sælir og glaðir heim eftir ógleymanlega upp- lifun af söng, leik og húmor. Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson eru bæði fastráðin við Íslensku óperuna. Austurríkismaðurinn Kurt Kop- ercky er píanóleikari og tónlistar- stjóri Óperunnar. Eftir tónleikana höfðu tónleika- gestir á orði að svona ætti hvert ein- asta sunnudagskvöld að vera. Menningarnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss stóð fyrir tónleikunum og eru þeir upphafið að metnaðarfullri dag- skrá nefndarinnar fyrir árið 2004. Morgunblaðið/Jón H.Sigurmundsson Ólafur Kjartan Sigurðsson, baritón og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran sungu við undirleik Kurt Kopercky, píanóleikara í Versölum. Gershwin og annað góðgæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.