Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 21 Í takt við þínar þarfir BIKARKEPPNI KKÍ & LÝSINGAR Úrslitaleikirnir í Lýsingarbikarnum í körfuknattleik hefjast í dag klukkan 13:00 Meistaraflokkur kvenna kl. 13:00 Keflavík - KR Meistaraflokkur karla kl. 16:30 Njarðvík - Keflavík Í hálfleik í leik karla fá tveir heppnir þátttakendur í skotleik Lýsingar að reyna sig við 100.000 króna skotið. Kalli Bjarni Idol stjarna skemmtir fyrir leik í karlaflokki. Lukkudýr liðanna verða á staðnum á báðum leikjum. Stuðningsmenn hvers liðs fá gefins boli frá Lýsingu í lit síns félags. Miðaverð kr. 1.000 fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Miðinn gildir á báða leikina. Sætaferðir verða frá Kaffi Duus í Keflavík og Biðskýlinu í Njarðvík kl. 11:30 og 15:00. Miðaverð kr. 100. Ókeypis sætaferðir frá KR heimilinu við Frostaskjól kl. 12:00 h ö n n u n : w w w .m m ed ia .is /h ip PERVEZ Musharraf, forseti Pak- istans, hefur fyrirgefið Abdul Qad- eer Khan, föður pakistönsku kjarn- orkusprengjunnar, að hafa komið kjarnorkuleyndarmálum til ann- arra landa, það er að segja til Ír- ans, Líbýu og Norður- Kóreu. Hins vegar var haft eftir pakistönskum embættismönnum í gær, að Khan mætti búast við að vera í raun í stofufangelsi það sem hann ætti eftir ólifað. Musharraf sagði, að Khan væri „þjóðhetja“ þótt honum hefðu orðið á „mistök“ en við yfirheyrslur ját- aði hann á sig sök og endurtók það síðan í beinni sjón- varpsútsend- ingu. Haft er eftir heimildum innan pakistönsku stjórnarinnar, að Khan hafi stýrt svartamarkaðsneti frá Dubai og þangað hafi hann far- ið 44 sinnum á síðustu fjórum ár- um. Þá hafi hann einnig átt erindi til Malasíu, Líbýu og Írans. Hafi annar pakistanskur kjarneðlis- fræðingur, Mohammad Farooq, einnig tekið þátt í svartamarkaðs- sölunni með kjarnorkuleyndarmál og auk þess einstaklingar frá Suð- ur-Afríku, Þýskalandi, Hollandi, Sri Lanka, Malasíu og Dubai. Mus- harraf sagði í fyrradag, að það hefði fyrst og fremst verið fé- græðgi, sem stjórnað hefði gerðum Khans. Ekkert samstarf við IAEA Það var Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin, IAEA, sem krafðist rannsóknar á þessu máli, en Mus- harraf sagði, að henni yrði ekki kynnt það, sem fram hefði komið við rannsóknina að öðru leyti. Þá sagði hann, að Sameinuðu þjóðun- um yrði ekki leyft að hafa eftirlit með kjarnorkumannvirkjum í Pak- istan. Það er mikið áfall fyrir Pakistani að komast að raun um framferði Khans og í gær efndu íslamistar til verkfalla og uppþota í ýmsum borgum til að mótmæla „niðurlæg- ingu þjóðhetjunnar“. Khan fyrirgefinn kjarnorkulekinn Verður hugsanlega látinn vera í stofufangelsi það sem hann á eftir ólifað Islamabad. AFP. Abdul Qadeer Khan SÆNSKA lögreglan hefur hand- tekið tvo fyrrverandi frammámenn hjá sænska tryggingafélaginu Skandia nú í vikunni en báðum er gefið að sök að hafa notað stórfé úr sjóðum fyrirtækisins til að endur- nýja lúxusíbúðir sínar. Ulf Spång, fyrrverandi fjármála- stjóri Skandia, var handtekinn í fyrrakvöld og yfirheyrður í gær en þá fékk Ola Ramstedt, fyrrverandi forstjóri Skandia Liv, dótturfyrir- tækis Skandia, að fara heim til sín eftir að hafa setið inni í þrjá daga. Báðir eru þeir grunaðir um að hafa misnotað fé fyrirtækisins og eiga sex ára fangelsi yfir höfði sér, verði þeir fundnir sekir. Skandia-hneykslið, sem snýst meðal annars um bókhaldssvik og gífurlegar greiðslur til æðstu stjórnenda, hefur verið fyrirferð- armikið í sænskum fjölmiðlum að undanförnu en þar fyrir utan er verið að rannsaka misferli hjá sænsku áfengiseinkasölunni, sam- göngufyrirtæki Stokkhólmsborgar, sænsk-svissnesku samsteypunni ABB og hjá fjarskiptarisanum Er- icsson. Fjármálahneyksli hafa verið heldur ótíð í Svíþjóð og er um það samstaða í ríkisstjórn og á þingi að taka þessi mál engum vettlingatök- um. Skandia- stjórar handteknir Stokkhólmi. AFP. NOKKRIR breskir vísindamenn vinna nú að því mikla verkefni að koma 5,5 milljónum loftmynda úr síðari heimsstyrjöld yfir á Netið. Er áhuginn á þeim svo mikill, að miðlarinn hefur margsinnis kiknað undir álaginu og hefur stundum orðið að loka honum að hluta um tíma. Myndirnar eru af ýmsum toga en flestar sýna afleiðingar hernaðarins og sundursprengdar borgir og mannvirki. Þar er meðal annars mynd af Köln í Þýskalandi, að mestu í rústum en yfir auðninni gnæfir dómkirkjan í umkomulausri tign. Önnur mynd, jafnvel enn dap- urlegri, er af óskemmdum fanga- búðunum í Auschwitz, tekin árið 1944. Liðast reykurinn frá skor- steinum líkbrennsluofnanna en í búðunum voru hundruð þúsunda gyðinga tekin af lífi. Sagði frá þessu framtaki bresku vísindamannanna í Jyllands-Posten í gær. 5,5 milljónir mynda eru ekkert smáræði en þó aðeins brot af þeim loftmyndum, sem teknar voru í stríðinu. Talið er, að bandamenn hafi tekið 50 milljónir slíkra mynda og við það bætast síðan þýskar, ítalskar og rússneskar myndir. Slóðin fyrir myndirnar er: http:// www.evidenceincamera.co.uk Heimsstyrjöldin Loftmyndir á Netinu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.