Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN SPRON kom saman til fundar í gær. Eftir fundinn sendi stjórnin frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu: „Áform stjórnar SPRON um breytingu á rekstrarformi spari- sjóðsins í hlutafélag hafa miðað að því einu að tryggja rekstur spari- sjóðsins til framtíðar sem sjálf- stæðrar og öflugrar einingar og þar með hagsmuni starfsfólks og viðskiptavina. Stjórn sparisjóðsins fór í þessu efni að gildandi lögum. Alþingi hefur nú samþykkt stjórnarfrumvarp, sem kollvarpar áformum stjórnar SPRON með hagsmuni sparisjóðsins til fram- tíðar í huga. Er það óneitanlega sérstakt að sett séu lög til að hindra að farið verði eftir gildandi lögum og er lagabreytingunni leynt og ljóst beint gegn viðskipta- samningi. Um leið er komið í veg fyrir að myndaður verði sex millj- arða króna sjóður, sá langstærsti sinnar tegundar á Íslandi, sem ætlað var að styðja við menningar- og líknarmál í Reykjavík og ná- grenni. Stjórn SPRON hefur lagt sig fram við að fara að vilja löggjafans og hefur því ákveðið að falla frá til- lögu um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins í hlutafélag. Gerð verður grein fyrir málinu á fundi stofnfjáreigenda 10. febrúar nk. Í kjölfar hinnar nýju lagasetn- ingar horfir stjórn sparisjóðsins til framtíðar og kappkostar að efla starfsemi sparisjóðsins og treysta sterka stöðu hans í krefjandi sam- keppnisumhverfi.“ SPRON ekki breytt í hlutafélag KB BANKI sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem segir, að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum bankans á SPRON. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Í ljósi þess að stjórn SPRON hefur samþykkt að falla frá áformum sínum um að breyta SPRON í hlutafélag mun ekkert verða af fyrirhuguðum kaupum Kaupþings Búnaðarbanka á SPRON hf. Yfirlýsing SPRON og Kaupþings Búnaðarbanka frá 21. desember 2003 og samningur Kaupþings Bún- aðarbanka og SPRON-sjóðsins ses. frá í janúar 2004 höfðu að geyma fyr- irvara um samþykki fundar stofn- fjáreigenda en nú er ljóst að tillaga þess efnis að breyta SPRON í hluta- félag mun ekki verða borin upp á fundi stofnfjáreigenda.“ Ekkert verður úr kaupum KB banka á SPRON JÓN G. Tómasson, stjórnarformað- ur SPRON, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að með lagasetning- unni í fyrrakvöld hefði verið tekið forræði af löglega kjörinni stjórn SPRON sem hefði miðað áform sín að því að tryggja rekstur sparisjóðs- ins til framtíðar. M.a. hefði með við- skiptunum átt að mynda sex millj- arða króna sjóð, sem veitti árlega háar fjárhæðir til menningar- og líknarmála. Í veg fyrir þá sjóðs- myndun hefði verið komið með þess- ari lagasetningu. Jón G. Tómasson Forræði tekið af lög- lega kjörinni stjórn UM 500 erlendir sem innlendir þátttakendur, frá þrettán löndum, eru samankomnir á ferða- kaupstefnunni Mid-Atlantic, sem hafin er í Reykjavík. Icelandair stendur að kaupstefnunni, sem er sú stærsta til þessa og hefur þátt- takendum fjölgað ár frá ári, sam- kvæmt upplýsingum Steins Loga Björnssonar, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Icelandair. Markmiðið með ferðakaupstefn- unni er að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í Bandaríkjunum og Evrópu. Eru staddir hér á landi fulltrúar frá löndum sem hafa mikil ferðaþjón- ustutengsl við Ísland auk fulltrúa frá fjarlægari löndum s.s. frá Rúss- landi, Úkraínu, Japan, Eystrasalts- löndunum og Póllandi, skv. upplýs- ingum Steins Loga. Markaðssetja leiðakerfi og Ísland sem ferðamannaland Hann segir þetta í tólfta skipti sem félagið heldur ferðakaupstefn- una og ljóst sé að hún beri góðan árangur, bæði við markaðssetningu á leiðakerfi Icelandair og við kynn- ingu á Íslandi. Á kaupstefnunni er m.a. stór hópur kaupenda og selj- enda frá Bandaríkjunum sem hér eru að kaupa ferðaþjónustu frá Norður-Evrópu, sem þeir selja síð- an neytendum vestra og hins vegar nota þeir tækifærið og kynna sínar heimaslóðir fyrir evrópskum ferða- þjónustuaðilum. „Hér eru ferða- skrifstofur og ferðaheildsalar frá Bandaríkjunum, kaupendur frá Skandinavíu og síðan eru hér líka fulltrúar ferðamálaráða og birgjar frá Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir hann. Meðal þátttakenda eru fulltrúar ferðaskrifstofa, hótela, bílaleigna og skemmtigarða og auk þess eru hér m.a. fulltrúar frá versl- unarmiðstöðinni Mall of America í Minneapolis. 500 þátttakendur frá 13 löndum á ferðakaupstefnu Morgunblaðið/Jim Smart MEÐALTALSSALA Morgunblaðs- ins á síðari helmingi síðasta árs var 52.321 eintak á dag, skv. upplagseft- irliti Verslunarráðs Íslands. Á sama tíma árið 2002 var meðaltalssalan 53.612 eintök á dag. Þessar upplýs- ingar eru staðfestar með skoðun bókhaldsgagna Morgunblaðsins. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru þátttakendur í Upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Annars veg- ar er um að ræða eftirlit með seldum eintökum Morgunblaðsins fyrir tímabilið júlí – desember 2003 og hins vegar upplýsingar um prentun og dreifingu Fréttablaðsins fyrir sama tímabil. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Verslunarráði að samkvæmt upplýsingum frá Fréttablaðinu og prentsmiðju, um prentun og dreif- ingu fyrir tímabilið október – desem- ber 2003, hafi verið staðfest að prentuð blöð á tímabilinu voru að meðaltali 96.000 til 97.500 á dag. Meðaltalssala Morgunblaðsins 52.321 eintak á dag DNA-sýni úr nælonsokki og hönskum sem fundust nálægt Sparisjóði Reykjavíkur í Hátúni eftir bankarán þar 9. janúar sl. pössuðu ekki við mennina tvo sem lögregla handtók vegna málsins. Talið var að mennirnir hefðu notað sokkinn sem andlitsgrímu við rán- ið. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að þetta sanni ekki annað en það að mennirnir sem lögregla handtók eftir ránið hafi ekki notað þennan tiltekna nælonsokk og þessa hanska við ránið. Hann segir það þó ekki hreinsa mennina af öllum grun, enda hlutirnir ekki tengdir ráninu með óyggjandi hætti þótt þeir hafi fundist á flóttaleið ræningjanna. Málið er enn í rannsókn. DNA sýni eiga ekki við þá grunuðu ICELANDAIR kynnir í dag ný fargjöld til fimm áfangastaða fé- lagsins, Glasgow, London, Kaup- mannahafnar, Berlínar og Ham- borgar. Um er að ræða svokallaða Netsmelli, fargjöld sem aðeins fást á Internetinu, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá félaginu. Lægsta smellfargjaldið til Glasg- ow mun kosta kr. 14.490, báðar leiðir með sköttum, og til London, Kaupmannahafnar, Hamborgar og Berlínar 16.900 kr., báðar leiðir með sköttum. Kynna sumarbækling á ferðasýningu Þá býður Icelandair pakka- fargjald fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, til Kaupmannahafnar, London og Glasgow með bíla- leigubíl í eina viku á kr. 19.900 á einstakling. Skv. upplýsingum félagsins eru hinir nýju verðflokkar og tilboð meðal margra annarra nýjunga sem félagið kynnir í dag í tengslum við útkomu sumarbæklings Ice- landair 2004. Í tilefni af útkomu bæklingsins verður ferðasýning op- in almenningi í dag á Nordica Hot- el en þar stendur nú yfir ferða- kaupstefna Icelandair með þátttöku fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja víðs vegar að úr heiminum. Icelandair kynnir ný fargjöld til fimm áfangastaða Lægsta fargjaldið 14.490 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.