Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGU meistararnir Bragi Þorfinnsson (2.380) og Jón Viktor Gunnarsson (2.376) urðu efstir og jafnir á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk á miðviku- dagskvöld. Sigurvegarar Skák- þings Reykjavíkur 2004 hafa oft áður komist á þann stall. Jón Viktor Gunnarsson er margfaldur Skákmeistari Reykja- víkur og þótt Bragi Þorfinnsson hafi aldrei hampað titlinum sjálf- um hefur hann a.m.k. tvívegis orðið efstur ásamt öðrum. Þeir félagar þurfa að heyja tveggja skáka einvígi um titilinn Skák- meistari Reykjavíkur. Fyrri skák- in var tefld í gærkvöldi og hafði Jón Viktor hvítt í þeirri skák. Sú síðari verður tefld í dag, laug- ardag, kl. 17 og þá stýrir Bragi hvítu mönnunum. Þó að þeir Bragi og Jón Viktor væru stigahæstu keppendur mótsins fór því fjarri að þeir ynnu auðvelda sigra á andstæð- ingum sínum en með seiglu og sigurvilja náðu þeir jafnan að landa vinningnum. Fyrir síðustu umferð voru þeir jafnir í efsta sæti með 8 vinninga. Fyrirfram mátti búast við því að Bragi ynni öruggan sigur á Heimi Ásgeirs- syni (2.107) með hvítu í lokaum- ferðinni, en Jóns Viktors beið það erfiða hlutskipti að sigra Kristján Eðvarðsson með svörtu. Reyndin varð hinsvegar sú að Bragi lenti í mesta basli gegn Heimi og í miklu tímahraki stóð kóngur Braga í skák í marga leiki án þess að keppendur tækju eftir því. Að lokum féll Heimir á tíma og var Braga því úrskurðaður sigurinn. Jón Viktor tefldi hins vegar sína bestu skák í mótinu og vann Kristján örugglega. Hvítt: Kristján Eðvarðsson Svart: Jón Viktor Gunnarsson 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. Rf3 e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Hd1 a6 10. Rg5 Bxg2 11. Kxg2 Rc6 12. Df4 Dc7 Eins og margir muna þá var Broddgaltarafbrigðið í enska leiknum oft upp á teningnum í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Viktors Kortsnojs. Jóhann hefur oft teflt þetta afbrigði og lék m.a. 12...0-0 gegn Helga Ólafssyni í Gausdal 1996. Helgi vann þá skák snoturlega og með það í huga virðist textaleikurinn prýðilegur valkostur. 13. Rce4?! Bæði 13. b3 og 13. Rge4 voru fýsilegri leikir þar sem eftir þetta stendur riddarinn á g5 ekki nógu vel. 13...Re5! Áður hefur verið leikið 13...Hd8. 14. b3 Dc6 15. f3 15. Kg1 kom einnig til álita að mati Jóns en textaleikurinn er ekkert síðri. 15... h6 16. Rxf6+ gxf6!? 17. Re4 f5 18. Rf2 Bg5 19. Dd4 Bf6 20. Hb1 O-O-O Upp er komin óvenjuleg staða í þessu afbrigði þar sem svartur hefur langhrókerað og hyggst hefja sókn á kóngsvæng. Vegna þessa þarf hvítur að bregðast hraustlega við enda er sókn svarts tiltölulega hraðskreið. 21. De3? Þessi leikur er of hægfara og án tengsla við skýra áætlun. Bæði 21. Be3 og 21. e4 komu frekar til álita og er þá allsendis óvíst að hvítur standi verr að vígi. Í fram- haldinu er taflmennska hvíts stefnulaus á meðan svartur eykur hægt og sígandi sóknartök sín á kóngsvæng. 21... h5! 22. Bb2 h4 23. Bxe5 Bxe5 24. g4 Hdg8 25. h3 fxg4 26. hxg4 f5 27. Kf1? Hvítur hefði getað haldið bar- áttu sinni áfram eftir 27. Kh3 þó að staða hans væri töluvert lak- ari. Sjá stöðumynd 3. 27... fxg4! 28. Rxg4 Hxg4! og hvítur gafst upp enda fátt um fína drætti eftir 29. fxg4 Dh1+ 30. Dg1 Hf8+. Lokastaðan á Skákþingi Reykjavíkur: 1.-2. Bragi Þorfinnsson, Jón V. Gunnarsson 9 v. 3. Dagur Arngrímsson 8 v. 4.-5. Davíð Kjartansson, Sævar Bjarnason 7½ v. 6.-10. Björn Þorsteinsson, Júlíus Friðjónsson, Guðmundur Kjartansson, Kjartan Maack, Magnús Magnússon 7 v. 11.-14. Kristján Eðvarðsson, Jónas Jónasson, Halldór Pálsson, Helgi Brynjarsson 6½ v. 15.-19. Heimir Ásgeirsson, Haraldur Baldursson, Valgarð Ingibergsson, Þórir Benediktsson, Hjörvar S. Grétarsson 6 v. 20.-26. Helgi E. Jónatansson, Gísli Hólmar Jóhannesson, Kristján Örn Elíasson, Rúnar Gunnarsson, Hilmar Þorsteinsson, Ingi Tandri Traustason, Arnar Sigurðsson 5½ v. o.s.frv. Keppendur voru 44. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson. Hraðskákmót Reykjavíkur Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 8. febrúar og hefst kl. 14. Teflt verður í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Tefldar verða 2x7 umferðir eftir Monrad-kerfi með 5 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 16 ára og eldri og 300 kr. fyrir 15 ára og yngri. Meistaramót Taflfélagsins Hellis hefst á mánudag Meistaramót Hellis 2004 hefst mánudaginn 9. febrúar klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót. Þetta er í þrett- ánda sinn sem mótið fer fram, en núverandi skákmeistari Hellis er Björn Þorfinnsson sem jafnframt hefur oftast hampað þeim titli eða fimm sinnum. Mjög vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á 36 leiki og 30 mínútur til að ljúka skákinni. Mótið er öllum opið og verður reiknað til alþjóð- legra skákstiga. Skráning: www.hellir.is (skráningarform) Tölvupóstur: hellir@hellir.is Sími: 856 6155 (Gunnar) Skráning á mótsstað fyrir 19:30 Aðalverðlaun verða 25.000 kr. fyrir efsta sæti, 15.000 kr. fyrir annað sæti og kr. 10.000 fyrir þriðja sæti. Aukaverðlaun: Skákmeistari Hellis: Chess Assistant 7.1 Besti árangur undir 2.000 skák- stigum: Chess Assistant 7.1 Besti árangur undir 1.800 skák- stigum: 5.000- Besti árangur undir 1.600 skák- stigum: 5.000- Besti árangur stigalausra: Skákklukka eða taflsett Unglingaverðlaun: Þrír efstu keppendurnir 15 ára og yngri fá vegleg bókaverðlaun. Stúlknaverðlaun: Þrjár efstu stúlkurnar 15 ára og yngri fá veg- leg bókaverðlaun. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir félagsmenn Hellis, en 2.500 kr. fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri greiða lægra gjald, fé- lagsmenn 1.500 kr. en aðrir 2.000 kr. Umferðatafla: 1. mánud. 9. feb. kl. 19:30 2. miðvikud. 11. feb. kl. 19:30 3. föstud. 13. feb. kl. 19:30 4. mánud. 16. feb. kl. 19:30 5. miðvikud. 18. feb. kl. 19:30 6. mánud. 23. feb. kl. 19:30 7. miðvikud. 25. feb. kl. 19:30 Alþjóðlegir meistarar efstir á Skákþingi Reykjavíkur dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 11. jan. – 4. feb. 2004 Stöðumynd 3. EINS og áður hefur Bolli Dav- íðsson í Frímerkjahúsinu sent þættinum flest þessara merkja og eins þær upplýsingar um þau, sem honum er kunnugt um. Færi ég honum þakkir fyrir hvort tveggja. Heldur fækkar þeim samtökum, sem gefa út jólamerki. Í fyrra voru þau níu, en að þessu sinni urðu þau átta. Ekki er það vænlegt fyrir þá, sem helga sig þessari söfnun. Áreiðanlega finnst mörgum óþarft að kaupa þessi merki á jóla- bréf sín og jólakort, þar sem Póst- ur- og sími hóf útgáfu jólafrí- merkja árið 1981. Svo tók Íslandspóstur hf. við þeim arfi á sínum tíma. Ég spáði því í upphafi, að útgáfa póstyfirvalda á sérstökum jólafrí- merkjum gæti orðið einstöku styrktar- og líknarfélögum þung í skauti, en þau höfðu verið ein um hituna um mörg ár og eitt þeirra, Thorvaldsensfélagið allar götur frá árinu 1913. Ýmislegt annað kemur einnig til og hefur orðið þess valdandi, að sendendur jólabréfa og -korta hafa dreifzt á milli líkn- arfélaga. Ýmis samtök senda félagsmönn- um sínum óumbeðið bæði merki og eins merkimiða á jólaböggla í von um, að þeir styrki sitt félag. Hér á ég m.a. við Rauða krossinn. Vissu- lega er þessi útgáfustarfsemi góðra gjalda verð, en afleiðingin getur orðið neikvæð fyrir önnur fé- lög. Að venju verður fyrst í röðinni jólamerki Thorvaldsensfélagsins. Stjórn félagsins hefur sent þætt- inum örk af síðasta merki þess, sem ég þakka. Félagið mun í upp- hafi hafa fengið leyfi til að selja merki sín á pósthúsinu í Reykja- vík, enda þá eitt um hituna. Hefur mér skilizt, að sú samvinna hafi haldizt æ síðan. Fyrir síðustu jól var tekið fram hér í Mbl., að þessi merki væru til sölu hjá Thorvald- sensbazarnum í Reykjavík og eins hjá félagskonum, en auk þess á öll- um pósthúsum landsins. Ekki veit ég, hvernig salan hefur almennt farið fram á vegum Íslandspósts hf., en hitt veit ég, að merkin voru ekki fáanleg á mínu pósthúsi, þeg- ar ég spurðist fyrir um þau. Á síðasta jólamerki félagsins var myndin „Englar“ eftir Þröst Magnússon. Er það í annað skipt- ið, sem hann hannar merki fyrir félagið. Sama er að segja um graf- ískan hönnuð þess, Robert Guille- mette. Allur ágóði af sölu merkjanna fer til styrktar veikum börnum. Framtíðin á Akureyri er næst í röðinni. Merkið teiknaði Aðalheið- ur S. Eysteinsdóttir myndlistar- kona. Valdi hún jólaköttinn til að prýða merkið. Var merkið til sölu á pósthúsinu á Akureyri og eins á tveimur stöðum í Reykjavík. Ásprent á Akureyri prentaði merkið, en allur ágóði af sölu þess rennur í Styrktarsjóð aldraðra á Akureyri. Þriðja merkið er gefið út af Rot- aryklúbbi Hafnarfjarðar. Skúli Þórsson hefur tjáð mér, að höf- undur þessa merkis sé einn félaga klúbbsins, Sigurbjörn Kristinsson. Myndefnið er tengt svonefndu Sív- ertsenshúsi í Hafnarfirði, öðru nafni húsi Bjarna riddara að ég hygg, sem hann reisti 1803. Er húsið því 200 ára gamalt. Tók Rot- aryklúbburinn ásamt fleiri félaga- samtökum þátt í uppbyggingu (endurgerð) þess árið 1974. Fjórða merkið gefur Líknarsjóð- ur Lionsklúbbsins Þórs út í 38. skiptið. Hefur Líknarsjóðurinn um ára- bil styrkt Tjaldanesheimilið í Mos- fellsbæ og barnadeildir sjúkrahús- anna í Reykjavík o. fl. Merkið prýðir að þessu sinni mynd af Landakirkju í Vestmannaeyjum. Er það hannað af Þórhildi Jóns- dóttur auglýsingateiknara, en hún hefur teiknað merki klúbbsins um nokkur ár. Ungmennasamband Borgar- fjarðar gefur út jólamerki 17. árið í röð samkv. tilkynningu sambands- ins. Að þessu sinni er teikning af kirkjunni í Hjarðarholti í Stafholt- stungum, en hún var reist 1895. Guðmundur Sigurðsson teiknaði merkið eins og öll fyrri merki sam- bandsins. Er þetta 17. merkið af 22, sem hann hefur teiknað af kirkjum um Borgarfjörð og Mýrar fyrir Ungmennasambandið. Merk- in eru fáanleg bæði tökkuð og ótökkuð. Fást þau á skrifstofu UMSB, Borgarbraut 61 í Borgar- nesi, en svo má panta þau í síma eða um tölvupóst, umsb@mmedia.- is. Félag frímerkjasafnara gefur út jólamerki í þriðja sinn, takkað og ótakkað. Merkið er hið snotrasta og mun „jólalegra“ en merkið í fyrra. Hönnuður þess er hinn sami og áður, Sigrún Ásta Gunnlaugsdótt- ir. Þetta merki er fáanlegt hjá fé- laginu í Síðumúla 17. Rauði kross Íslands bætir enn verulega við safn jólamerkja, eins og hann hefur gert um nokkur ár. Jóla-, líknar- og styrktar- merki 2003 FRÍMERKI Jól 2003 Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvald- sensfélagsins, Framtíðarinnar á Akur- eyri, Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar, Líknar- sjóðs Lionsklúbbsins Þórs, Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, Félags frímerkjasafnara. Rauða kross Íslands, Hins íslenska biblíufélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.