Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HEIMASTJÓRN 1904 Sýningin er unnin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. www.thjodmenning.is Heimastjórn 1904 - sýning í Þjóðmenningarhúsinu. Opið alla daga frá kl. 11-17 Sandgerði | Framkvæmdir við upp- byggingu miðbæjar Sandgerðis hóf- ust í gær með því að tekin var fyrsta skóflustunga að húsi fyrir íbúðir og skrifstofur bæjarins við Miðnestorg. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn byggja húsið en selja Sandgerðisbæ og leigja það pláss sem félagið nýtir ekki sjálft. Steinunn Finnbogadóttir, varafor- maður Búmanna, og Guðrún Sif Pét- ursdóttir, 14 ára Sandgerðingur, tóku fyrstu skóflustunguna. Guðrún er fulltrúi þessa bekkjar Grunnskóla Sandgerðis en börnin eru jafngömul bæjarfélaginu. Þeim var boðið að vera við upphaf framkvæmda. Við athöfn í Fræðasetrinu blessaði séra Björn Sveinn Björnsson fram- kvæmdina. Búmenn munu eiga átta íbúðir í húsinu og Sandgerðisbær að auki fjórar þjónustuíbúðir sem áhugi er á að Búmenn reki. Að auki er aðstaða fyrir skrifstofur Sandgerðisbæjar, bókasafn og ýmsa aðra þjónustu. Búmenn eru að fara inn á nýjar brautir með því að taka að sér bygg- ingu þessa húss. Daníel Haf- steinsson framkvæmdastjóri segir að félagið hafi áhuga á því að taka upp samvinnu við sveitarfélög um uppbyggingu þjónustu í tengslum við Búmannaíbúðir. Samstarfið við Sandgerðisbæ sé frumraunin. Búmenn sömdu við verktakafyr- irtækið Húsagerðina hf. í Keflavík, að undangengnu útboði, um bygg- ingu hússins. Því verki á að vera að fullu lokið í ágúst á næsta ári. Fyrsta skóflustungan að miðbæjarhúsi Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Foreldrar í Skýjaborg | Starfs- fólk félagsmiðstöðvarinnar Skýja- borgar í Sandgerði hefur áhuga á að fá foreldra og alla sem áhuga hafa á starfinu í heimsókn. Í því skyni hafa verið skipulög sérstök mömmu- og pabbakvöld þar sem gestum gefst kostur á að sjá hvað fram fer í miðstöðinni. Kaffi verður á könnunni og sjoppan opin en þar er hægt að kaupa hressingu af nemendaráði. Skýjaborg er á efri hæð Reynis- heimilisins að Stafnesvegi 7. Kvöld fyrir foreldra nemenda í 8. til 10. bekk verður næstkomandi mánudag, kl. 19 til 22 og kvöld fyr- ir foreldra nemenda í 6. og 7. bekkjar verður á þriðjudag kl. 17 til 19. Vogar | Þórey Eyþórsdóttir hefur opnað talmeina- og sálfræðistofu í Vogum. Hún verður opin einn dag í viku, á föstudög- um, í heilsu- gæslustöðinni. „Mér skilst að það hafi lengi verið bið eftir því að komast í tal- þjálfun um allt land. Ég geri ráð fyrir því að það sé einnig svo hér á Suðurnesjum og ég hef áhuga á að bjóða fram þekkingu mína og reynslu,“ segir Þórey í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að Fræðsluskrifstof- urnar vinni gott starf á þessu sviði en ágætt sé fyrir fólk að hafa val. Þórey mun taka að sér greiningu, ráðgjöf, þjálfun og meðferð. Hún nefnir þætti sem varða tal-, mál-, framburðar- og raddþjálfun, per- sónuleikapróf og ráðgjöf varðandi náms- og hæfnismat. Einnig upp- eldis- og sálfræðiráðgjöf. Þórey hefur rekið talmeina- og ráðgjafarstofu á Akureyri í mörg ár, verði skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins þar, starfað við Fræðslu- skrifstofu Norðurlands og unnið sérfræðistörf fyrir Fjórðungs- sjúkrahúsið þar og Skólaskrifstofu Suðurlands. Hún starfaði í mörg ár í Noregi, þar á meðal sem for- stöðumaður Uppeldis- og sál- fræðiþjónustu í Vestfold og við greiningarstöð ríkisins fyrir suður- hluta Noregs auk þess sem hún vann sem talmeinafræðingur og sérkennari. Þórey verður einnig með opna stofu í Domus Medica í Reykjavík og starfar einn dag í viku á Selfossi. Hún hefur einnig áhuga á að halda áfram listsköpun en hún er text- íllistamaður og rak Gallerí Allra- handa í Listagilinu á Akureyri.    Opnar talmeina- og sálfræðistofu Þórey Eyþórsdóttir Garður | Sveitarfélagið Garður hefur keypt vitavarðarhús og úti- hús við Garðskagavita. Fyrirhug- að er að byggja við byggðasafnið sem hefur útihúsin til afnota. Byggðasafnið í Garði býr við þröngan kost í útihúsum við Garð- skagavita. Til athugunar var að byggja nýtt sýningarhús niðri á sjávarkambinum en frá því hefur verið horfið vegna kostnaðar og vegna þess að fjárfestar sýndu því ekki áhuga að ganga til liðs við sveitarfélagið um reksturinn, að sögn Sigurðar Jónssonar bæjar- stjóra. Hefur því verið ákveðið að byggja við safnhúsið á Garðskaga. Útihúsin sem safnið hefur haft til afnota og íbúðarhús sem vita- vörðurinn hafði á sínum tíma til afnota voru keypt af ríkinu fyrir eina milljón kr. og nú er verið að undirbúa viðbyggingu. Vélasafnið fær aukið rými Sigurður segir áformað að byggja hús sem er liðlega 550 fer- metrar að grunnflatarmáli. Á efri hæð verður 120 fermetra salur þannig að alls verður húsið liðlega 670 fermetrar að stærð. Sérstaða Byggðasafnsins í Garði er ein- stakt safn véla sem Guðni Ingi- mundarson hefur safnað og gert upp. Hefur aðeins verið hægt að koma fyrir litlum hluta vélanna í safninu. Viðbótin er ekki síst ætl- uð til að hægt verði að gera véla- safninu hærra undir höfði, að sögn Sigurðar. Áformað er að vera með kaffisölu í sal á efri hæð nýbyggingarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvernig vitavarðar- húsið verður nýtt en Sigurður segir uppi hugmyndir um að gera það að gistiheimili. Bæjarstjórnin samþykkti sam- hljóða að hefja viðræður við Braga Guðmundsson og Tryggva Einarsson verktaka um byggingu hússins. Sigurður vonast til að hægt verði að hefjast handa með vorinu og að framkvæmdinni ljúki á næsta ári. Byggt við hús Byggða- safns við Garðskagavita Sandgerði | Bæjarstjórn Sandgerð- isbæjar er í viðræðum við Eignar- haldsfélagið Fasteign hf. um sölu og endurleigu á öllum skólamann- virkjum og Samkomuhúsi bæjarins. Er talið að með því náist sparnaður í rekstri fasteignanna og að vaxta- gjöld lækki um 20 milljónir á ári. Drög að leigusamningi og kaup- samningi voru lögð fram til umræðu á bæjarstjórnarfundi í vikunni og var samþykkt að vísa þeim til ann- arrar umræðu og umsagnar hjá við- komandi fagnefndum. Samningarn- ir ná til allra bygginga á lóð Grunnskóla Sandgerðis, þar á með- al skólahússins sjálfs og íþrótta- mannvirkja, og Samkomuhúss bæj- arins. Á fundi bæjarstjórnar kom fram að með þessu fyrirkomulagi verði rekstur eignanna hagstæðari en nú er og um leið verði gerðar nauðsynlegar endurbætur á eign- unum og umhverfi þeirra, meðal annars endurbygging á Samkomu- húsi Sandgerðis og frágangur lóðar þess. Skuldir verða lækkaðar um 300 milljónir króna Fulltrúar meirihlutans, Samfylk- ingar og óháðra og Sjálfstæðis- flokks, lýstu því yfir á fundinum að verði það niðurstaða bæjarstjórnar að selja eignirnar muni verða lagt til að 300 milljónum kr. verði varið til að lækka skuldir bæjarins og þar með að minnka vaxtagjöld um 20 milljónir kr. á ári. Viðræður um sölu fast- eigna Sandgerðisbæjar Drög að samningi um skóla- húsnæði Reykjanesbær | Fyrsta sýning árs- ins í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum verður opnuð í dag, laugar- dag, kl. 15. Sýnd eru verk portúgalska málarins Carlos Barão. Um er að ræða verk unnin með blandaðri tækni á striga. Carlos er fæddur í Lissabon árið 1964. Hann nam myndlist við Nova University í Lissa- bon og vann lengi sem hönnuður við auglýsingastofur. Hann er einnig menntaður í sál- fræði og má ef til vill sjá áhrif þess í viðfangsefnum listamannsins, segir í fréttatilkynn- ingu frá Listasafni Reykjanesbæjar. Í sýningarskrá segir Margarida Salet listsagnfræðingur meðal ann- ars: Í verkum sínum sækist Carlos Barão eftir því að ná til tilfinninga áhorfandans. Viðfangsefni hans er að kljúfa niður þá heima sem við hrærumst í og smækka tilveru okk- ar. Efniviðurinn er minningarnar, staður þar sem táknin og þeir hlutir sem snerta hinn innri mann líða ósjálfrátt og stjórnlaust fyrir aug- um. Frá árinu 2000 hefur Carlos sýnt víða í heimalandi sínu og einnig á Ítalíu, Brasilíu og Spáni. Þetta er fyrsta eiginlega einkasýning Car- losar á Íslandi en sjá mátti eitt verka hans við opnun Saltfiskset- ursins í Grindavík árið 2002. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 17 og stendur til 14. mars. Carlos Barão sýnir í Listasafninu Run Baby Run: Carlos Barao sýnir verk með blandaðri tækni á striga. Fyrsta sýning ársins: Carlos Barao opnar sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.