Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 37
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 37 Útsala útsala Síðasta vika 50% afsláttur Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Ráðstefna Öryrkjabandalags Íslands Aðgengi að upplýsingasamfélaginu Grand hótel Reykjavík, 12. febrúar 2004. Ráðstefnustjóri Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður Dagskrá 09:00 Mæting 09:15 Setning ráðstefnu. Afhending viðurkenningar Öryrkjabandalags Íslands fyrir störf að upplýsingamálum. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalags Íslands. 09:30 Þróun fjölmiðla í náinni framtíð og lausn á þörfum ólíkra hópa. Stefán Jökulsson lektor í upplýsingatækni og miðlun hjá Kennaraháskóla Íslands. 10:00 Kaffi hlé 10:20 The Information Society and people with disabilities. Karin Bendixen yfirmaður samskiptatækni Dansk Center for Tilgængelighed. 10:40 Aðgengi að breskum heimasíðum. Sigrún Þorsteinsdóttir notendaviðmótsfræðingur. 11:00 Prófun heimasíðna með aðgengi í huga. Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. 11:20 Vandinn við að hanna aðgengilegar síður. Már Örlygsson vefhönnuður. 11:40 Stjórnarráðsvefurinn og hönnun hans. Sigurður Davíðsson, vefstjóri stjórnarráðsvefsins. 12:00 Hádegisverðarhlé 13:00 Hjal-verkefnið og þróun talgervils. Helga Waage, tæknistjóri Hex. 13:30 Upplýsingasamfélagið og heyrnarskertir. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir varaþingmaður. 13:40 Fólk með þroskahömlun og upplýsingasamfélagið. Sigurður Fjalar Jónsson framhaldsskólakennari. 13:50 Lesblindir og upplýsingasamfélagið. Snævar Ívarsson varaformaður Félags lesblindra á Íslandi. 14:00 Aðgengi fatlaðra að vísindaritum og æðri menntun. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður. 14:20 Nýtt upplýsingakerfi Strætó BS og bætt aðgengi. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó bs. 14:40 Rafræn þjónusta Landsbankans. Viggó Ásgeirsson forstöðumaður vefsviðs Landsbanka Íslands. 15:00 Kaffi hlé 15:20 Microsoft og bætt aðgengi. Elvar Þorkelsson framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi og Gísli Rafn Ólafsson sérfræðingur Microsoft Íslandi. 15:40 Hvernig vinna skjálesarar? Hartmann Guðmundsson forstöðumaður Örtækni og Hlynur Már Hreinsson leiðbeinandi í Örtækni. 16:10 Umræður 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnugjald: kr. 5000. Kaffi veitingar í fundarhléum og hádegisverður innifalinn. Skráning og upplýsingar: www.obi.is // bsj@obi.is sími: 530 6700 Bára Snæland, upplýsingafulltrúi 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s „AUÐVITAÐ á maður orðið mjög marga uppáhaldsstaði á Íslandi, en ef ég þyrfti að setja einn í for- gang, þá væri það án nokkurs vafa Þingvellir,“ segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, spurð um eft- irlætisstaðinn sinn hér á landi. „Ég fer mjög oft til Þingvalla, hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust. Fyrir utan hvað þetta er þægileg leið frá Reykjavík, fer ég ekki síst þangað vegna þess að mér finnast Þingvellir fallegasti staður í heimi og ennfremur vegna allrar þeirrar sögu, sem tengist staðnum. Þetta eru gjarnan dags- ferðir. Ég fer í göngutúra um svæðið og sest svo niður með kaffi á brúsa úti í náttúrunni.“ Fyrir allar pyngjur Erna segist hvorki eiga sum- arbústað né nútíma viðleguútbún- að á borð við fellihýsi eða tjald- vagn. „Ég fór auðvitað hér áður fyrr þegar börnin voru lítil í úti- legur með gamla tjaldið mitt, en nú nenni ég því ekki lengur enda er nú orðið svo gríðarlega mikið framboð og mikil fjölbreytni í gististöðum út um allt land fyrir allar pyngjur og mismunandi smekk fólks. Mér finnst því nú orðið mest gaman að keyra um landið og svo gisti ég á hótelum og gistiheimilum, allt eftir því hvað við á hverju sinni.“ Noregur og Frakkland í toppsætum Erna segist ferðast bæði innan- lands og utan í fríum sínum. „Ég myndi segja að Noregur og Frakkland bitust um að vera í toppsætinu hjá mér hvað varðar eftirlætislöndin utan Íslands, en það sem einkum höfðar til mín þegar ég er á ferðalögum erlendis er landslag, matur og menning. Til Noregs hef ég komið ótal sinn- um og farið með öllum tegundum af farartækjum um landið, allt frá syðsta odda þess til hins nyrsta. Ég held að mér þyki Noregur eitt fallegasta landið erlendis sem ég hef farið um,“ segir Erna Hauks- dóttir að lokum. Fer oft til Þingvalla Erna Hauksdóttir: Noregur er eitt fallegasta land sem hún hefur komið til. Morgunblaðið/Þorkell  EFTIRLÆTISSTAÐUR| Erna Hauksdóttir Kynning á gönguferðum GÖNGUKLÚBBURINN Göngu- Hrólfur boðar til kynningarfundar á morgun, sunnudaginn, 8. febrúar. Kynningarfundurinn verður haldinn á hótel Loftleiðum Víkingasal og hefst klukkan 15.00 Þar verða kynntar gönguferðir í hefðbundnum takti, í léttari takti og fyrir matgæðinga til staða eins og Mallorca, Pyreneafjalla, Toscana, Krítar, Dólómíta- fjalla á Ítalíu, Tatrafjalla í Slóvakíu og Thüringen í Þýskalandi. Aðgangseyrir er 600 krónur með kaffi og kökum. Heimsókn frá knattspyrnuskóla Bobby Charlton IAN Bateman, skóla- stjóri Bobby Charlton- skólans, kemur til Íslands og verður með kynningu á skólanum mánudaginn 9. febrúar á Akureyri og þriðjudaginn 10. febr- úar í Reykjavík. Á Akureyri verður sýnikennsla í Boganum kl. 17.00 og kynningarfundur í Félagsheimili Þórs að Hamri kl. 18.30. Í Reykja- vík verður kynningarfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardag kl. 20.00 á þriðjudaginn. Einnig býðst félögum að fá Ian í heimsókn. Knattspyrnuskóli Bobby Charlton er fyrir unga knattspyrnumenn á aldrinum 12 til 17 ára, stelpur jafnt sem stráka, einstaklinga, hópa og lið. Viku til 10 daga ferðir verða í boði lok júlí eða byrjun ágúst, en lið geta einnig komist að um páskana. Hús til leigu í Frakklandi Í SUÐUR-Frakklandi stendur til boða að leigja hús til sumardvalar í þorpinu Mas Carbades sem er í Aude-fylki. Þar búa 200–300 manns allt árið, en mun fleiri á ferða- mannatímanum. Þorpið er 21 km norður af borginni Carcassonne, 320 km frá Barcelona og um 90 km frá Toulouse. Í húsinu er aðstaða fyrir 6 manns og er hægt að leigja það í minnst eina viku frá því í apríl fram í október. Margt er hægt að skoða í þorpinu sem er í gili í Mon- tagne Noire-fjöllunum. Flestar neysluvörur er hægt að kaupa í lítilli verslun, en slátrarinn kemur í bæinn tvisvar í viku og er látið vita af komu hans með því að kalla í lúður sem er tengdur hátölurum í fjöll- unum í kring. Sami háttur er hafður á þegar bakarinn og grænmetissal- inn koma í bæinn. Vikuleiga er frá 30.000–40.000 krónur.  Þeir sem hafa áhuga á að dvelja í Mas Carbades geta haft samband við: Kristínu Magnússon net- fang: kristinm@hafro.is og kmhsk@simnet.is. Símar: 545 8382, 551 1590 og 899 7733.  Upplýsingar um Knatt- spyrnuskóla Bobby Charl- ton hjá ÍT- ferðum í Laug- ardal Sími 588 9900 Netfang:itferdir@itferdir.is; veffang: www.itferdir.is  Upplýsingar um göngu- ferðir á vegum Göngu- Hrólfs veitir Úrval-Útsýni í Smáranum. Sími: 585 4140. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.