Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 71
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 71 Í reglum danska íþrótta- og ólymp- íusambandsins, sem nýverið voru samþykktar, segir að þeir sem hafa fallið á lyfjaprófi fái ekki að taka þátt í Ólympíuleikum sem hluti af keppnisliði Dana. Eiga þessar regl- ur jafnt við íþróttamenn sem þjálf- ara þeirra. Það gæti því farið svo að Vésteini Hafsteinssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands í frjálsum, yrði meinað að fara með Joachim B. Olsen til Aþenu í sumar. Olsen keppir þar í kúluvarpi og er Vé- steinn landsliðsþjálfari Dana í kast- greinum. Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins ætlar Vé- steinn að sækja um undanþágu frá þessum reglum en hann féll á lyfja- prófi árið 1984 á ÓL í Los Angeles, þar sem hann keppti í kringlukasti. Fær Vésteinn ekki að fara á ÓL í Aþenu? DANSKA úrvalsdeildarliðið OB ætlar ekki að gera Eggerti Stefáns- syni varnarmanninum sterka úr liði Fram tilboð en Eggert er kominn heim frá Danmörku þar sem hann var til reynslu hjá OB í nokkra daga. OB taldi sig ekki geta haft not fyrir Íslendinginn þar sem fé- lagið gerði á dögunum samning við hollenskan miðvörð. Eggert verður því með Fröm- urum í sumar en nokkur erlend fé- lög hafa á undanförnum mánuðum haft augastað á þessum 24 ára gamla varnarmanni og hann var til að mynda til reynslu hjá ensku lið- unum Stoke, Ipswich og Barnsley á síðasta ári. Fyrstu tíu mínúturnar gekkhvorki né rak hjá Fram. Vörn- in náði ekki að stilla sig af og sóknarleikurinn var í molum en þau skot sem komust í gegnum vörn ÍR tók Ólafur H. Gísla- son með tilþrifum. Framarar bættu það upp með því að taka vörnina fastari tökum og þegar Héðinn Gilsson tók til við þrumu- skotin dugði það að halda Fram á floti. Í upphafi síðari hálfleiks var stórskyttan Einar Hólmgeirsson, sem hafði skorað með hverju þrumuskotinu á fætur öðru, tekinn úr umferð. Við það riðlast sókn- arleikur ÍR, sem kom Fram á bragðið og eftir 11 mörk úr 14 sóknum munaði aðeins einu marki, 22:23, og 15 mínútur eftir. „Það kom okkur ekki á óvart, við ætl- uðum að spila frjálst og agað all- ann leikinn, ekki endilega bundnir við leikkerfin okkar,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, um það. Fram að því hafði markvörður ÍR aðeins varið tvisv- ar eftir hlé en hrökk í gang með því að verja vítakast. Það vakti líka félaga hans af værum blundi og heimamenn áttu ekkert svar við því. „Við byrjuðum mjög illa og spil- uðum illa í heildina en það vantaði herslumuninn um miðjan síðari hálfleik að við kæmust inn í leik- inn,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fengum á okkur alltof mikið af ódýrum mörkum þegar við áttum möguleika á að vinna upp forskotið og leikmenn mínir gerðu sig seka um alltof mörg mistök, hvort sem var í vörn eða sókn. ÍR-ingar hirtu hvern einasta bolta sem datt dauð- ur niður því við einfaldlega fórn- uðum okkur ekki í að taka þá. Það má því segja að liðið sem vildi frekar sigur hafi fengið hann. Menn verða annaðhvort að mæta tilbúnir til leiks eða sleppa því al- veg. Það er staðreynd að menn voru ekki tilbúnir núna, værukær- ir með óyfirveguð skot og varn- arleik út úr kortinu. Til að komast inn í leikinn er ekki nóg að skora, það verður líka að varna því að hinir skori og við fáum á okkur alltof mörg mörk í ekki hraðari leik en þetta svo segja má að varn- arleikurinn hafi verið skelfilegur í dag.“ Egidijus Petkevicius, mark- vörður Fram, stóð rækilega fyrir sínu, sérstaklega þegar hann fór að fá hjálp frá vörn sinni og Héð- inn átti góða spretti en aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Öllu léttara var yfir Ólafi H. Gíslasyni, markverði ÍR, sem fór á kostum til að byrja með og átti mestan þátt í að ÍR náði góðri for- ystu þegar hann varði 15 skot fyrir hlé, flest erfið og tvö vítaskot. „Við byrjum stórkostlega sem er fyrir öllu og ég átti ágætan leik. Við komum ákveðnir til leiks og sýnd- um það strax með því að ná ágætis forskoti og náðum síðan að halda haus þótt við höfum aldrei náð að hrista Framara alveg af okkur því þeir neita alveg að gefast upp, en það vissum við líka fyrir. Það lærðum við í bikarkeppninni og það kom aldrei til greina að tapa aftur fyrir þeim,“ sagði markvörð- urinn en eftir hlé varði hann tvö skot í tæpar 20 mínútur. „Þá fór þreytan að segja til sín. Við skor- uðum 32 mörk í leiknum og hlup- um allan tímann svo að við urðum bara þreyttir eins og annað fólk. Við köstuðum mæðinni um stund en fórum síðan aftur í gang. Það var aðeins farið að fara um mann með eitt mark í forskot og farið að líkjast bikarleiknum um of en við höfðum þetta af.“ Sem fyrr segir var Ólafur góður og Einar óstöðv- andi lengi vel, eitthvað dró úr kjarkinum þegar vörn Fram hafði látið hann vita af sér. Fannar Þor- björnsson var einnig sterkur fram- an af og Bjarni Fritzson lét ljós sitt skína í lokin, þegar þurfti að leysa málin. KRISTÍN Rós Hákonardóttir setti heimsmet í 200 m bak- sundi í sínum fötlunarflokki, S7, á Reykjavíkurmeist- aramótinu í sundi um sl. helgi. Kristín Rós, sem keppir fyrir Fjölni, synti á 3.04,59 mín. og bætti heimsmet sitt verulega. Gamla metið var 3.06,15 mín., sem hún setti á Bikarmeist- aramótinu 2002. Kristín Rós er byrjuð að búa sig undir ól- ympíumót fatlaðra sem verður í Aþenu í haust. Kristín Rós setti heimsmet Eggert fær ekki tilboð frá OB  SIGFÚS Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem lagði Hamborg í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöld, 32:27. Læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar eru nú í öðru sæti deildarinnar með 31 stig að loknum 19 umferðum en Flensborg er í efsta sæti með 34 stig.  LIÐ Guðmundar Hrafnkelssonar, Kronau-Östringen tapaði á heimvelli gegn Minden, 22:28, en liðin áttust við í gærkvöld. Kronau-Östringen er í næstneðsta sæti með 9 stig en Minden er í tólfta sæti með 14 stig.  HEIÐAR Helguson leikur sinn síð- asta leik fyrir Watford í dag áður en hann tekur út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum við WBA um síðustu helgi. Watford mætir Sunderland á heimavelli og verður Heiðar í fremstu víglínu. Hann byrjar svo að afplána bannið um næstu helgi og missir af leikjunum á móti Preston, Walsall og Wimbledon.  WATFORD fór þess á leit við Phil Crossley, dómara leiksins, að fella niður rauða spjaldið þar sem myndir þóttu sanna að Heiðar hefði ekki gef- ið mótherja sínum olnbogaskot. Crossley stóð hins vegar fast á sínu og neitaði að draga spjaldið til baka.  NICOLAS Anelka, framherji Man- chester City, vill spila með franska landsliðinu á nýjan leik. Anelka lenti upp á kant við Jacques Santini, þjálf- ara franska landsliðsins, í fyrra og sagðist ekki ætla að spila fyrir þjóð sína aftur. Anelka segir í viðtali við franska íþróttablaðið L’Equipe að hann vilji snúa til baka og freista þess að vinna sér sæti í liðinu sem keppir á Evrópumótinu í sumar.  NBA-meistararnir í Los Angles Lakers máttu þola háðuglega útreið gegn Philadelphia 76ers í fyrrinótt. Meistararnir steinlágu, 96:73, þar sem Allen Iverson fór á kostum í liði Philadelphia og skoraði 39 stig þrátt fyrir að hann væri hvíldur megnið af fjórða leikhlutanum.  SHAQUILLE O’Neal skoraði að- eins 17 stig og var stigahæstur í liði Lakers en honum brást illilega boga- listin af vítalínunni. Shaq tók 15 víta- skot í leiknum og rötuðu aðeins þrjú þeirra ofan í körfuna. Lakers lék án tveggja sterkra leikmanna en bæði Kobe Bryant og Karl Malone voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla.  BJARKI Már Sigvaldason úr HK og Heiðar Geir Júlíusson úr Fram, 16 ára drengjalandsliðsmenn í knatt- spyrnu, fara til æfinga hjá norska úr- valsdeildarliðinu Brann síðar í þess- um mánuði. Þeir æfðu einnig með félaginu fyrr í vetur og var í fram- haldi af því boðið þangað aftur.  MIKILL áhugi er í Þrándheimi í Noregi á knattspyrnuliði bæjarins, Rosenborg, en nú þegar hafa 8000 ársmiðar verið seldir á leiki liðsins. FÓLK Morgunblaðið/Golli Hafsteinn Ingason og Jón Björgvin Pétursson, varnarmenn úr liði Fram, reyna að stöðva ÍR-inginn Hannes Jón Jónsson í Safamýrinni í gærkvöld. Hannes Jón hafði betur í rimmunni að þessu sinni. ÍR þreyði þorrann ÖFLUG byrjun Breiðhyltinga lagði grunninn að 32:27 sigri á Fram í Safamýrinni í gærkvöldi því að heimamenn þurftu að gefa allt sitt til að jafna leikinn, loks er þeir tóku við sér, en það dugði ekki til. ÍR- ingar þurftu bara að hugsa um þegar Fram sló þá út úr bikarkeppn- inni til að hrökkva í gang á ný. Stefán Stefánsson skrifar Breiðablik sýknað af kröfu Þórs Í GÆR var tekið fyrir mál Þórs frá Þorlákshöfn gegn Breiðabliki vegna kæru Þórs- ara á hendur Blikum. Töldu þeir að Kyle Williams, leik- maður Breiðabliks, hefði ver- ið ólöglegur í leiknum þar sem hann var ekki með at- vinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Þórsarar fóru fram á að úrslit í leik Þórs og Breiðabliks, sem fram fór í Intersport-deildinni 18. jan- úar sl., yrðu gerð ógild og Þór dæmdur sigur. Á þetta féllst dómstóll KKÍ ekki og sýknaði Breiðablik af kröfu Þórs Þ. Frá þessu er greint á heimasíðu KKÍ. Vésteinn Hafsteinsson Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.