Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Fiskveisla fiskihatarans eftir Gunnar Helga Kristinsson er óvenjuleg matreiðslubók, full af fróðleik, bráðskemmti- legum athugasemdum og girnilegum upp- skriftum. Bók sem á heima jafnt á náttborðinu sem í eldhúsinu. Einstakur skemmtilestur MJÖG GÓÐ LOÐNUVEIÐI MJÖG góð veiði var á loðnumið- unum í gær, svo góð að nætur sprungu vegna of mikils afla. Segj- ast sjómenn sjaldan eða aldrei hafa séð jafn mikið af loðnu á miðunum. Þeir segja loðnukvóta vertíðarinnar ekki gefa rétta mynd af ástandi stofnsins og skora þeir á stjórnvöld að veita meira fé til loðnurannsókna hið fyrsta. Óbreytt rekstrarform Stjórn SPRON hefur ákveðið að falla frá tillögu um breytingu á rekstrarformi sparisjóðsins í hluta- félag eftir að Alþingi hefur gert breytingar á lögum um sparisjóði. Nánari grein verður gerð fyrir mál- inu á fundi stofnfjáreigenda 10. febr- úar nk. Tugir létu lífið í árás Að minnsta kosti 39 manns létu lífið og á annað hundrað særðist í sjálfsmorðsárás í neðanjarðarlest í Moskvu í gærmorgun. Vladímír Pút- ín, forseti Rússlands, kenndi téts- enskum aðskilnaðarsinnum um hryðjuverkið en leiðtogi þeirra, Asl- an Maskhadov, neitaði því. Drukknuðu við skeljatínslu Að minnsta kosti nítján manns, sem voru að tína hjartaskeljar í Morecambe-flóa á Norður- Englandi, drukknuðu í fyrrakvöld þegar skyndilega flæddi að og fólkið komst ekki í land. Lögreglan er að rannsaka hvort fólkið, aðallega kín- verskir innflytjendur, hafi verið að vinna fyrir glæpagengi. Rannsóknarnefnd skipuð George W. Bush Bandaríkja- forseti tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði skipað óháða nefnd til að rann- saka leyniþjónustugögn um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka fyrir innrásina í Írak. Rannsókninni á að ljúka 31. mars á næsta ári. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 50/57 Viðskipti 16 Hestar 48 Erlent 18/20 Kirkjustarf 48/49 Höfuðborgin 25 Úr Vesturheimi 34 Akureyri 26 Staksteinar 66 Suðurnes 28 Myndasögur 64 Árborg 29 Bréf 64 Landið 30 Dagbók 66/67 Listir 31/32 Leikhús 72 Neytendur 38 Fólk 72/77 Heilsa 39 Bíó 74/77 Forystugrein 40 Ljósvakamiðlar 78 Viðhorf 44 Veður 79 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Sumarið 2004“ frá Icelandair. Einnig fylgir blaðinu auglýs- ingablaðið „Sumar 2004“ frá Heims- ferðum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÍNA Langsokkur var á heimaslóðum í gær en þá heimsótti hún krakkana á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Lína var alveg í essinu sínu og reytti af sér brand- arana og sýndi auðvitað krafta sína eins og henni einni er lagið. Eins og kunnugir vita er heim- ilisfangið hennar Línu einmitt Sjónarhóll, þó ekki sá sem hún heimsótti, en engu að síður gerði Lína sig heimakomna og lét fara vel um sig meðal krakk- anna. Morgunblaðið/Ásdís Lína kunni vel við sig á Sjónarhóli FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Kaldbakur hf. keypti í gær breska útgerðarfyrirtækið Boyd Line af Brimi, dótturfélagi Eimskipafélagsins. Greitt er fyrir hlutinn með hlutabréfum í Íslandsbanka, en Kaldbakur seldi í gær öll hlutabréf sín í bankanum til Burðaráss, dótturfélags Eimskipafélagsins. Gengi hlutabréfanna sem Burðarás keypti í Ís- landsbanka var 7,4 og markaðsverð þeirra nemur tæpum 3,3 milljörðum króna. Boyd Line var keypt á 1.660 milljónir króna. Viðræður við Samherja um kaup Eftir viðskiptin á Eimskip 5,2% hlut í Íslands- banka, en félagið átti 1% í bankanum fyrir. Sam- anlagt eiga Landsbankinn, stærsti hluthafinn í Eimskip, og Eimskip nú 9,2% hlut í Íslandsbanka. Miðað við hluthafalista í gær, að teknu tilliti til þessara viðskipta, er Eimskipafélagið nú þriðji stærsti hluthafi bankans. Stærsti hluthafinn er Lífeyrissjóður verslunarmanna, með 8,1%, og í öðru sæti er Straumur með 5,8%. Landsbankinn er einnig meðal stærstu hluthafa Íslandsbanka með 4,0% hlut. Í tilkynningu frá Kaldbaki segir að félagið hafi hafið viðræður við Samherja og hollenska sjáv- arútvegsfyrirtækið Parlevliet & Van der Plas um kaup þessara aðila á Boyd Line. Í samtali við Morgunblaðið segist Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, ekki gera ráð fyrir að nokkrir hnökrar geti komið upp sem hindri söluna á Boyd Line áfram. Spurður um hvernig atvikast hafi að þessi við- skipti ættu sér stað á sama tíma segir hann að Samherji, sem Kaldbakur sé stærsti hluthafinn í, hafi haft áhuga á að kaupa Boyd Line. „Og það er alveg ljóst að við fundum fyrir áhuga hjá Burðar- ási á að kaupa í Íslandsbanka,“ segir Eiríkur og bætir því við að frumkvæðið hafi því í raun komið frá báðum aðilum. Eiríkur segir þessi viðskipti ánægjuleg á tvenn- an hátt. Þau hafi skilað Kaldbaki mjög viðunandi hagnaði af bréfunum í Íslandsbanka á skömmum tíma, 640 milljónum króna. Þessu til viðbótar muni Boyd Line skila Samherja góðum ávinningi og þar með koma Kaldbaki til góða í gegnum eignarhlut félagsins í Samherja. Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, segir félagið hafa mikla peninga milli handanna eftir sölu eigna að undanförnu og það hafi verið að leita fjárfestingartækifæra. Þessi möguleiki sem orðið hafi ofaná hafi komið upp í viðræðum við Kaldbak. Eimskipafélagið hafi viljað selja Boyd Line og hafi einnig talið Íslandsbanka ágætis fjárfestingu. Félagið sé því að fá bréfin í Ís- landsbanka og greiða þau að hluta til með Boyd Line. Spurður að því hvort ætlunin sé að eiga bréfin í Íslandsbanka áfram segir Magnús að svo sé, og bendir á að það sé ekkert nýtt að Eimskipafélagið eigi hlut í Íslandsbanka, félagið hafi árum saman átt hlutabréf í bankanum og forverum hans. Inntur eftir því hvort Eimskipafélagið muni sækjast eftir því að taka þátt í stjórn Íslandsbanka segir Magnús að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt, enda kaupin nýafstaðin og engar vanga- veltur verið uppi þar að lútandi. Kaldbakur kaupir Boyd Line af Eimskipafélaginu Eimskip og Landsbank- inn með samanlagt 9,2% í Íslandsbanka DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir grafið undan áhrifum Alþingis þegar tiltekin verkefni eða verksvið innan stjórnsýslunnar séu að hluta eða í heild felld undan yfirstjórn ráð- herra og falin sjálfstæðum stjórn- völdum, sem skipað sé til hliðar við hið eiginlega stjórnkerfi. „Í sjálf- stæði þeirra felst að þau eru undan- skilin eftirlits- og boðvaldi ráðherra, nema lög heimili annað sérstaklega. Þegar svo ber undir er hins vegar skorið á þau tengsl, sem eru for- senda þess að ráðherra geti borið þá ábyrgð á stjórnsýslu slíkra stjórn- valda, sem einungis er á hans valdi að bera gagnvart þinginu. Til þess brestur þá bæði lagalegar og sið- ferðilegar forsendur,“ sagði Davíð í ávarpi á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi í hátíðarsal Há- skóla Íslands í gær. „Sjálfstæð stjórnvöld af þessu tagi eru þó ekki aðeins undanskilin stjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra. Þau eru jafnframt undan- skilin því aðhaldi sem ríkisstjórnin hefur af þinginu á grundvelli þing- ræðisvenjunnar. Ekkert sambæri- legt samband er á milli þings og hinna sjálfstæðu stjórnvalda. Þingið getur ekki krafið stjórnir þeirra eða forstöðumenn um að standa því skil gjörða sinna, veitt þeim aðhald með sama hætti og ráðherrum eða komið þeim frá,“ sagði forsætisráðherra. Verkefni færð frá ráðherra Grefur undan áhrifum Alþingis  Forseti/11 SJÖ hús í Bolungarvík, við Dísar- land og Traðarland, þar sem 25 íbú- ar eru, og eitt hús með tveimur íbú- um á Seyðisfirði voru rýmd seint í gærkvöldi vegna hættu á snjóflóð- um. Íbúarnir dvöldu hjá ættingjum í nótt. Veðurstofan lýsti einnig yfir viðbúnaðarstigi á Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum. Veðurspá fyrir Austfirði þótti óvenjuslæm í gærkvöldi og var veð- urútlit verst á Seyðisfirði. Því var ákveðið að rýma svæði sem rýmt var fyrr í vikunni, þar sem er eitt íbúðarhús og einhver atvinnustarf- semi. Þá var ákveðið að lýsa yfir hættu- ástandi í Bolungarvík þar sem snjóalög voru ótrygg og vindátt óhagstæð þótt veður hefði að miklu leyti gengið niður þar í gærkvöldi. Hafði Veðurstofan áhyggjur af snjóalögum í giljum í Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík, þar sem safnast hafði snjór. Snjóflóðahætta annars staðar á norðanverðum Vestfjörð- um var talin óveruleg, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu. Hús í Bol- ungarvík og Seyð- isfirði rýmd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.