Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Parket Flísar Furugólfborð Kamínur Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244. Til sölu er orlofshús nr. 2 að Illugastöðum í Fnjóskadal. Húsið er ca 45 fm að stærð. Orlofshús til sölu Allar nánari upplýsingar veita: Jón Óskarsson s. 462 6199 Hákon Hákonarson s. 462 6800 NEMENDUR Menntaskólans á Ak- ureyri, tóku í vikunni þátt í könnun Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Ís- lands á vetraróyndi, fyrstu könnun þessarar tegundar. Að auki taka nem- endur Verkmenntaskólans á Akur- eyri og Fjölbrautaskólans í Ármúla þátt í þessari könnun. Jóhann Axelsson prófessor við HÍ greindi nemendum MA frá könnunni og Brynjólfur Ingvarsson læknir á FSA gerði nemendum grein fyrir því hvernig þeir svöruðu, hvernig unnið yrði úr könnuninni og hvernig nem- endur gætu sótt eftir upplýsingum eða ráðum í kjölfarið, en könnunin er nafnlaus, og nemendum var í sjálfs- vald sett hvort þeir tækju þátt í henni. Fram kom að vetraróyndi og skammdegisþreyta sé nokkuð algeng meðal fullorðinna Íslendinga og komi fram í þreytu, syfju að degi, sam- skiptaörðugleikum og einbeitingar- skorti og morgunsleni. Með þessari könnun er í fyrsta sinn kannað hvern- ig þessu sé varið hjá unglingum, hvort og hversu mikið sé um vetraróyndi hjá ungu fólki. Könnunin er gerð með fullri heimild vísindasiðanefndar og með styrk menntamálaráðherra. Vetraróyndi og skamm- degisþreyta ÞAÐ er vetrarlegt um að litast í Sandgerðisbót- inni á Akureyri þessa dagana, líkt og annars staðar í bænum. Stefán Baldvinsson var að vinna um borð í trillunni sinni, Elvu Dröfn EA, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð í gær. Stefán var að koma úr smátúr út á Eyjafjörðinn, þar sem hann veiddi 20–30 þorska á stöng, „svona rétt í matinn,“ eins og hann orðaði það. „Annars fer nú ég ekki mikið á sjóinn á þessum árstíma, enda orðinn gamall og kulsæll.“ Stefán sagðist vera með 15-16 tonna kvóta með öllu en að hann færi ekki að sækja hann fyrr en sól hækkaði á lofti, í lok þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Trillu- karlarnir eru annaðhvort á netum eða línu en Stefán sagði að það tæki sig rúman mánuð að veiða kvóta sinn. Hann sagðist hafa gert lítið annað um ævina en að stunda sjóinn. Hann hef- ur gert út trillu í um 30 ár en á sínum yngri ár- um var hann á síldveiðum, vertíðarbátum og togurum. Morgunblaðið/Kristján Vetrarríki í Sandgerðisbót. Stefán Baldvinsson um borð í trillu sinni í Sandgerðisbótinni á Akureyri. Vetrarlegt um að litast í BótinniPopptíví tilAkureyrar SKEMMTI- og tónlistarstöðin Popptíví, sem nýtur mikilla vinsælda meðal unga fólksins, hefur hafið út- sendingar á Akureyri. Útsending sjónvarpsstöðvarinnar er heldur seinna á ferðinni en ráð fyrir gert í haust og þá þurfa Eyfirðingar að bíða enn um sinn eftir því að Bíórás- in verði send út á sérstakri rás á svæðinu. Hægt er að ná Bíórásinni á Akureyri á þeim tímum sem Sýn sendir ekki út, þ.e. á daginn og yfir blánóttina. Til stóð að Bíórásin kæmi norður um síðustu áramót en sam- kvæmt upplýsingum frá Pálma Guð- myndssyni markaðsstjóra sjónvarps Norðurljósa, hafa tæknimál vegna Bíórásarinnar reynst þrautin þyngri og því liggur ekki fyrir hvenær hún verður send út á sérstakri rás. ♦♦♦ Tvö innbrot | Tilkynnt var um inn- brot í Brekkuskóla á fimmtudags- morgun. Þar hafði verið brotist inn um glugga í kjallara og farið víða um húsið og stolið peningum m.a. úr bekkjarsjóðum nemenda. Á mánu- dagsmorgun var tilkynnt um innbrot í leikskólann á Klöppum. Þar hafði verið brotist inn um glugga í kjallara. Líklega hefur engu verið stolið þar.    Fundu fíkniefni við húsleit | Þá er þess getið í yfirliti yfir helstu verkefni lögreglunnar að Lögreglan á Ak- ureyri gerði á fimmtudagkvöld hús- leit í íbúð í bænum þar sem grunur lék á að fíkniefni væru til staðar. Við leit fundust níu grömm af ætluðu am- fetamíni og lítilsháttar af maríjúana. Tveir voru handteknir í kjölfarið og er málið upplýst að sögn lögreglu. Tíð óhöpp í umferðinni | Frá mánudagsmorgni til föstudagsmorg- uns urðu fimmtán umferðaróhöpp á Akureyri. Lögreglan segir að snjór, hálka og miklir ruðningar geri akst- ursaðstæður víða sérlega varasam- ar. Nokkrir fóru á slysadeild með smávægilega áverka en annars var aðallega um eignatjón að ræða.    Ekið á gangandi vegfarendur | Síðdegis á miðvikudag voru þrjár stúlkur á leið yfir Mýrarveg við gatnamót Vanabyggðar er tvær þeirra urðu fyrir bifreið sem ekið var norður götuna. Voru þær fluttar á slysadeild en munu ekki hafa slasast mikið. Þarna var hálka og ruðningar og munu stúlkurnar hafa hlaupið út á götuna og ökumaður bifreið- arinnar ekki náð að stansa í tæka tíð. Menningarhús | Sigrún Björk Jakobsdóttir og Oddur Helgi Hall- dórsson verða fulltrúar bæjarráðs í dómnefnd um menningarhús á Ak- ureyri. Kostnaður við menningar- húsið, sem mun rísa á uppfyllingunni sunnan Strandgötu og austan Gler- árgötu, mun nema 1,2 milljörðum króna og greiðir ríkið 60% á móti 40% hlut Akureyrarbæjar. Vonir standa til að framkvæmdir geti haf- ist næsta haust. SÖNGLEIKURINN Gresae, með þeim Birgittu Haukdal og Jóni Jósep Snæbjörnssyni í aðal- hlutverkum, verður sýndur í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnu- daginn 28. mars nk. Það er knattspyrnudeild Þórs sem stendur fyrir þessari uppá- komu. Tvær sýningar verða í Íþróttahöllinni, kl. 15.00 og kl. 19.00. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sagði að unnið hefði verið að því frá í haust að fá sýninguna norður. Hún mun skarta sömu stjörnum og skemmta gestum á fjölum Borgarleikhússins. Sýningin hefur notið mikilla vin- sælda í Reykjavík og binda Þórs- arar miklar vonir við að íbúar á Norður- og Austurlandi fjölmenni í Íþróttahöllina, sem tekur 1.700- 1.800 manns. Unnsteinn sagði að það væri mikið fyrirtækið að flytja sýn- inguna norður og einnig hefði ver- ið nokkuð erfitt að finna tíma sem hentaði þessum stóra hópi fólks sem kemur að sýningunni. Esso mun sjá um forsölu á sýningarnar á Akureyri á Norður- og Austur- landi og einnig verða miðar seldir í stórmörkuðum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Söngleikurinn Grease norður: Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson eru í aðalhlutverkum í söngleiknum Grease, sem sýndur verður tvívegis í Íþróttahöllinni á Akureyri í næsta mánuði. Söngleikurinn Grease sýndur á Akureyri      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.