Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 26
AKUREYRI
26 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Parket
Flísar
Furugólfborð
Kamínur
Njarðarnesi 1, Akureyri,
sími 462 2244.
Til sölu er orlofshús nr. 2
að Illugastöðum í Fnjóskadal.
Húsið er ca 45 fm að stærð.
Orlofshús til sölu
Allar nánari upplýsingar veita:
Jón Óskarsson s. 462 6199
Hákon Hákonarson s. 462 6800
NEMENDUR Menntaskólans á Ak-
ureyri, tóku í vikunni þátt í könnun
Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Ís-
lands á vetraróyndi, fyrstu könnun
þessarar tegundar. Að auki taka nem-
endur Verkmenntaskólans á Akur-
eyri og Fjölbrautaskólans í Ármúla
þátt í þessari könnun.
Jóhann Axelsson prófessor við HÍ
greindi nemendum MA frá könnunni
og Brynjólfur Ingvarsson læknir á
FSA gerði nemendum grein fyrir því
hvernig þeir svöruðu, hvernig unnið
yrði úr könnuninni og hvernig nem-
endur gætu sótt eftir upplýsingum
eða ráðum í kjölfarið, en könnunin er
nafnlaus, og nemendum var í sjálfs-
vald sett hvort þeir tækju þátt í henni.
Fram kom að vetraróyndi og
skammdegisþreyta sé nokkuð algeng
meðal fullorðinna Íslendinga og komi
fram í þreytu, syfju að degi, sam-
skiptaörðugleikum og einbeitingar-
skorti og morgunsleni. Með þessari
könnun er í fyrsta sinn kannað hvern-
ig þessu sé varið hjá unglingum, hvort
og hversu mikið sé um vetraróyndi
hjá ungu fólki. Könnunin er gerð með
fullri heimild vísindasiðanefndar og
með styrk menntamálaráðherra.
Vetraróyndi
og skamm-
degisþreyta
ÞAÐ er vetrarlegt um að litast í Sandgerðisbót-
inni á Akureyri þessa dagana, líkt og annars
staðar í bænum. Stefán Baldvinsson var að
vinna um borð í trillunni sinni, Elvu Dröfn EA,
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á
ferð í gær. Stefán var að koma úr smátúr út á
Eyjafjörðinn, þar sem hann veiddi 20–30
þorska á stöng, „svona rétt í matinn,“ eins og
hann orðaði það. „Annars fer nú ég ekki mikið
á sjóinn á þessum árstíma, enda orðinn gamall
og kulsæll.“ Stefán sagðist vera með 15-16
tonna kvóta með öllu en að hann færi ekki að
sækja hann fyrr en sól hækkaði á lofti, í lok
þessa mánaðar eða í byrjun þess næsta. Trillu-
karlarnir eru annaðhvort á netum eða línu en
Stefán sagði að það tæki sig rúman mánuð að
veiða kvóta sinn. Hann sagðist hafa gert lítið
annað um ævina en að stunda sjóinn. Hann hef-
ur gert út trillu í um 30 ár en á sínum yngri ár-
um var hann á síldveiðum, vertíðarbátum og
togurum.
Morgunblaðið/Kristján
Vetrarríki í Sandgerðisbót. Stefán Baldvinsson um borð í trillu sinni í Sandgerðisbótinni á Akureyri.
Vetrarlegt um að litast í BótinniPopptíví tilAkureyrar
SKEMMTI- og tónlistarstöðin
Popptíví, sem nýtur mikilla vinsælda
meðal unga fólksins, hefur hafið út-
sendingar á Akureyri. Útsending
sjónvarpsstöðvarinnar er heldur
seinna á ferðinni en ráð fyrir gert í
haust og þá þurfa Eyfirðingar að
bíða enn um sinn eftir því að Bíórás-
in verði send út á sérstakri rás á
svæðinu. Hægt er að ná Bíórásinni á
Akureyri á þeim tímum sem Sýn
sendir ekki út, þ.e. á daginn og yfir
blánóttina. Til stóð að Bíórásin kæmi
norður um síðustu áramót en sam-
kvæmt upplýsingum frá Pálma Guð-
myndssyni markaðsstjóra sjónvarps
Norðurljósa, hafa tæknimál vegna
Bíórásarinnar reynst þrautin þyngri
og því liggur ekki fyrir hvenær hún
verður send út á sérstakri rás.
♦♦♦
Tvö innbrot | Tilkynnt var um inn-
brot í Brekkuskóla á fimmtudags-
morgun. Þar hafði verið brotist inn
um glugga í kjallara og farið víða um
húsið og stolið peningum m.a. úr
bekkjarsjóðum nemenda. Á mánu-
dagsmorgun var tilkynnt um innbrot
í leikskólann á Klöppum. Þar hafði
verið brotist inn um glugga í kjallara.
Líklega hefur engu verið stolið þar.
Fundu fíkniefni við húsleit | Þá er
þess getið í yfirliti yfir helstu verkefni
lögreglunnar að Lögreglan á Ak-
ureyri gerði á fimmtudagkvöld hús-
leit í íbúð í bænum þar sem grunur
lék á að fíkniefni væru til staðar. Við
leit fundust níu grömm af ætluðu am-
fetamíni og lítilsháttar af maríjúana.
Tveir voru handteknir í kjölfarið og
er málið upplýst að sögn lögreglu.
Tíð óhöpp í umferðinni | Frá
mánudagsmorgni til föstudagsmorg-
uns urðu fimmtán umferðaróhöpp á
Akureyri. Lögreglan segir að snjór,
hálka og miklir ruðningar geri akst-
ursaðstæður víða sérlega varasam-
ar. Nokkrir fóru á slysadeild með
smávægilega áverka en annars var
aðallega um eignatjón að ræða.
Ekið á gangandi vegfarendur |
Síðdegis á miðvikudag voru þrjár
stúlkur á leið yfir Mýrarveg við
gatnamót Vanabyggðar er tvær
þeirra urðu fyrir bifreið sem ekið var
norður götuna. Voru þær fluttar á
slysadeild en munu ekki hafa slasast
mikið. Þarna var hálka og ruðningar
og munu stúlkurnar hafa hlaupið út
á götuna og ökumaður bifreið-
arinnar ekki náð að stansa í tæka tíð.
Menningarhús | Sigrún Björk
Jakobsdóttir og Oddur Helgi Hall-
dórsson verða fulltrúar bæjarráðs í
dómnefnd um menningarhús á Ak-
ureyri. Kostnaður við menningar-
húsið, sem mun rísa á uppfyllingunni
sunnan Strandgötu og austan Gler-
árgötu, mun nema 1,2 milljörðum
króna og greiðir ríkið 60% á móti
40% hlut Akureyrarbæjar. Vonir
standa til að framkvæmdir geti haf-
ist næsta haust.
SÖNGLEIKURINN Gresae, með
þeim Birgittu Haukdal og Jóni
Jósep Snæbjörnssyni í aðal-
hlutverkum, verður sýndur í
Íþróttahöllinni á Akureyri sunnu-
daginn 28. mars nk.
Það er knattspyrnudeild Þórs
sem stendur fyrir þessari uppá-
komu. Tvær sýningar verða í
Íþróttahöllinni, kl. 15.00 og kl.
19.00.
Unnsteinn Jónsson formaður
knattspyrnudeildar Þórs sagði að
unnið hefði verið að því frá í
haust að fá sýninguna norður.
Hún mun skarta sömu stjörnum
og skemmta gestum á fjölum
Borgarleikhússins.
Sýningin hefur notið mikilla vin-
sælda í Reykjavík og binda Þórs-
arar miklar vonir við að íbúar á
Norður- og Austurlandi fjölmenni
í Íþróttahöllina, sem tekur 1.700-
1.800 manns.
Unnsteinn sagði að það væri
mikið fyrirtækið að flytja sýn-
inguna norður og einnig hefði ver-
ið nokkuð erfitt að finna tíma sem
hentaði þessum stóra hópi fólks
sem kemur að sýningunni. Esso
mun sjá um forsölu á sýningarnar
á Akureyri á Norður- og Austur-
landi og einnig verða miðar seldir
í stórmörkuðum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Söngleikurinn Grease norður: Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson eru í aðalhlutverkum í söngleiknum
Grease, sem sýndur verður tvívegis í Íþróttahöllinni á Akureyri í næsta mánuði.
Söngleikurinn Grease
sýndur á Akureyri