Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Siggeir ÞórarinnBjörnsson var fæddur í Holti á Síðu 15. janúar 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 29. janúar síð- astliðinn. Hann var sonur Björns Run- ólfssonar, bónda og hreppstjóra í Holti, og konu hans, Mar- ínar Þórarinsdóttur. Systkini hans voru Jón, Sigrún, Runólf- ur og Sigurlaug. Sigurlaug er nú ein þeirra systkina á lífi. Hinn 11. nóv. 1955 kvæntist Sig- geir eftirlifandi konu sinni Mar- gréti Kristínu Jónsdóttur, f. 2. sept. 1919, frá Litla-Langadal á Skógarströnd. Margrét og Siggeir eignuðust tvær dætur, Kristínu Marínu, f. 22. mars 1958, og Önnu Björgu, f. 30. apríl 1961. Sambýlis- maður Kristínar er Eysteinn urhússtjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands frá 1957. Árið 1956 tók hann við stöðu hreppstjóra af Birni föður sínum og árið eftir tók hann sæti í sveitarstjórn og sat þar til hann hætti vegna aldurs. Siggeir tók virkan þátt í fé- lagsstarfi í sinni sveit og var for- maður ungmennafélagsins um skeið, formaður skógræktar- félagsins, lengi formaður veiði- félags Skaftár, tók þátt í starfi Lionsklúbbs frá stofnun hans, sat í sóknarnefnd, skólanefnd og heil- brigðisnefnd svo það helsta sé nefnt. Hann gekk ungur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma formaður félags ungra sjálf- stæðismanna í Vestur-Skaftafells- sýslu. Sat um tíma í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og var varaþingmaður fyrir flokkinn í nokkur ár. Hann tók sæti á Al- þingi fyrst utan flokka 1980 og nokkrum sinnum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á árunum 1982–86. Sig- geir og Margrét hættu búskap um sjötugt og fluttu þá vetrarbústað sinn til Reykjavíkur og bjuggu í Stóragerði 20. Útför Siggeirs verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Gunnar Guðmundsson og með honum á hún synina Guðmund Gauta og Ólaf Eystein Eysteinssyni. Fyrir átti Kristín Þórarin Björn Sigurjónsson. Sambýlismaður Önnu Bjargar er Kristinn E. Hrafnsson og saman eiga þau dótturina Lilju Kristinsdóttur. Áður átti Anna Unu Margréti Árnadóttur og Kristinn átti Sigyn B. Kristinsdóttur. Siggeir gekk til náms í Holti hjá föður sínum og ekki var um frekara nám að ræða. Hann gekk síðar að vinnu í Holti og hann og Margrét tóku við búi í Holti árið 1956. Bjuggu þau á móti Sigurlaugu systur Siggeirs og manni hennar Ólafi Nikulássyni. Með búskapnum vann Siggeir sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1944 og sem verkstjóri og slát- Það var síðsumars árið 1996 að leiðir okkar Siggeirs lágu fyrst sam- an. Ég var í austurvegi að elta unn- ustuna og heimsækja sveitina í fyrsta skipti. Holt á Síðu. Þau voru þar heima við gömlu hjónin, Siggeir og Mar- grét, og sinntu sumarverkum í sínum nýja búskap – uppgræðslu og end- urheimt lands eftir áratuga langan búskapartíma. Engar skepnur á jörðinni og við blasti vinna í upp- græðslu rofabarða á stangli og gróð- ursetning grenihríslna í völdum gilj- um og drögum. Tiltekt. Mér fannst til um áhuga gamla mannsins á upp- græðslu landsins og þess sem hann hafði áorkað. Það voru nýir tímar í Holti. Nú átti að búa með landinu, enda ljóst að fjölskyldan myndi leggja skepnuhald af með öllu. Sig- geir gekk þá til allra útiverka sem ungur maður og hljóp upp Holts- borgina ef þar var eitthvað sem ekki var velkomið, 76 ára gamall. Hélt við girðingum og ræktaði land. Heima við sá Margrét um að sitt fólk hefði eitthvað að láta ofaní sig. Þetta var gamalt heimili á margan hátt og þó nýtt í leiðinni. Þegar ljóst varð að eitthvað yrði úr þessu hjá mér og heimasætunni tók hann til við að kenna mér einskonar Holtsfræði og þar náði ég því miður varla meira en pungaprófi, tel ég víst, nú við ferða- lok. Hann var bókhneigður maður, sagnabrunnur og einstaklega ör- nefnafróður um land sitt og sögu. Ég var strax tekinn í vinnu þarna undir Holtsborginni og nú til að taka húsið í gegn og endurbætur á lóðinni máttu ekki bíða í það endalausa. Næstu sumur voru notuð í þessa vinnu og þau gömlu hjónin, og raun- ar fjölskyldan öll, vildu gera þessa hluti vel úr garði, því þeim var jafn- ljóst og öllum öðrum sem í Holt hafa komið að þetta er staður ástar og fjötra – þeir sem honum bindast verða ekki samir upp frá því. Því til sönnunar eru ófáir gestir sem heim- sóttu gömlu hjónin, miðaldra fólk, sem var að koma í heimsókn á sitt gamla býli og heimili sem þau áttu í faðmi Holtshjónanna sem börn og unglingar í sveit. Ástsamlega þakk- látt fólk með sterkar rætur. Áhugi okkar Siggeirs á þjóðmál- um og einstaka átakamálum varð oft til þess að við ræddum málin og mér varð fljótt ljóst að hann var íhalds- maður af gamla skólanum, þessum sem amma mín fyrir norðan hafði stundum sagt mér af og kalla má frjálslynda mannvini. Það er ágætis manngerð að mæta fyrir þá sem vilja telja sig róttæka í einhverjum efn- um. Bara hollt og stundum meiri skynsemi í því þegar á reynir. Minni draumar, en meira um að eitthvað rætist. Siggeiri var landið kært. Honum var sveitin kær og sveitungarnir og honum var fólk yfirleitt kært. Og því sótti fólk að honum og ég tel það ein- staka gæfu fyrir mig og börnin okkar að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Ef eitthvað ætti að berast milli kynslóða, þá ætti það að vera lundarfar og heilindi slíkra manna. Ég þakka þessa stuttu samfylgd. Kristinn E. Hrafnsson. Okkur langar til að minnast Sig- geirs Björnssonar í Holti með nokkr- um orðum. Hann er nú látinn eftir erfið veikindi. Siggeir var góður maður, ljúfur í lund og stríðinn á sinn góðlátlega hátt. Þegar við vorum stelpur vorum við svo heppnar að fá að vera í sveit- inni hjá þessum elskulegu hjónum, Siggeiri og Margréti frænku. Þar var ávallt tekið vel á móti okkur og dekrað við okkur á alla lund, jafn- framt því sem við fengum að kynnast sveitastörfunum. Þetta var skemmti- legur tími og oft glatt á hjalla og er- um við þakklátar þeim hjónum að hafa viljað taka á móti okkur borg- arbörnunum og kenna okkur á lífið í sveitinni. Einnig á móðir okkar Hall- dóra Guðmundsdóttir bjartar minn- ingar um sumardvöl í Holti, heyskap á sólardögum og lestur á rigningar- dögum, en fjöldi bóka og annars les- efnis var á heimilinu. Hún og amma, Sigurfljóð Jónsdóttir, þakka sam- verustundir og vináttu um áratuga skeið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæra Magga, Kristín Marín, Anna Björg og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnhildur Björg og Kristín Sigurfljóð Konráðsdætur. Fallinn er mikill heiðurs- og sóma- maður. „Heldur þú að þú ráðir við að stjórna svona stórum skóla?“ Þetta var upphaf orðaskipta okkar Siggeirs á skólanefndarfundi í kjall- aranum á prestssetrinu á Kirkjubæj- arklaustri í maí 1971. Þar sat ég ung- ur námsmaður frammi fyrir skólanefnd Kirkjubæjarskóla á Síðu og var að sækja um skólastjórastöðu. Ég man að það var kvöld, úti fyrir var yndisleg blíða eins og svo oft á þessum árstíma, og skólanefnd Kirkjubæjarskóla samankomin í kjallaranum hjá séra Sigurjóni Ein- arssyni, formanni skólanefndar, að hlýða á hvort þessi ungi og ófram- færni umsækjandi hefði nokkuð til síns ágætis. Það eina sem ég man af ræðum manna var þessi grundvall- arspurning Siggeirs. Mér fannst all- ar aðrar spurningar og ræður ekki minnisverðar, þetta var grundvallar- spurningin og skipti ein máli þegar upp væri staðið. Ekki man ég lengur hverju ég svaraði, en það hlýtur að hafa dugað, fundinum var slitið og skömmu síðar fékk ég tilkynningu um að ég hefði verið valinn skóla- stjóri Kirkjubæjarskóla á Síðu. Þannig hófst 19 ára náið samstarf okkar Siggeirs. Þrátt fyrir nokkurn aldursmun, og pólitískan skoðana- mun, laðaðist ég fljótt að honum. Það var eitthvað svo magnað og merki- legt í fari hans sem mér fannst eft- irsóknarvert að kynnast og verða að- njótandi. Hann spurði nefnilega alltaf grundvallarspurninga og nálg- aðist hvert viðfangsefni af skarp- skyggni og framtíðarsýn. Það var ungum skólastjóra afskaplega mikils virði að hafa Siggeir nærhendis við mótun og uppbyggingu sameiginlegs skóla allra sveitarfélaganna á milli Sanda. Siggeir í Holti var foringi í sér, hann veitti sjálfstæðismönnum í Skaftafellssýslu forystu um langt árabil og með ótrúlegri lagni tókst honum að laða fram samstöðu sinna manna þannig að fylking flokksins kom ætíð fram órofin þegar mikið lá við. Á þessum árum átti sér stað mikil uppbygging á Kirkjubæjarklaustri. Siggeir var í forystusveit fram- kvæmda. Ekki voru ætíð allir á sama máli hvernig að skyldi staðið eða hvort rétt væri að byggja. Oft þurfti að fara sendiferðir til Reykjavíkur og rekast í málum á æðstu stöðum stjórnsýslunnar. Ég fór nokkrar ferðir með Siggeiri og mér fannst aðdáunarvert hversu lítil áhrif fínir kontórar og háttsettir ráðherrar höfðu á hann. Hann flutti mál okkar ætíð af yfirvegaðri rökfestu og með þeim hætti að æðstu menn sáu sig oftast knúna að fara að vinna strax að málum með þeim hætti sem Sig- geir lagði til. Einhverntíma hefði verið sagt að hann væri höfðingjadj- arfur. Hvorki kontórar né mikil emb- ætti villtu honum sýn, málefnið og framgangur verksins var aðalatriði, þar skiptu fínheit umhverfisins ekki máli. Ég held að stundum hafi það gerst að menn reyndu að láta hann gjalda þess að hann var ekki skólagenginn. En Siggeir hafði í gegnum tíðina afl- að sér þekkingar og fróðleiks þannig að hann gat orðið mörgum „mennta- manninum“ skeinuhættur ef því var að skipta. Hann kunni bókstaflega Íslandssöguna, einkum stjórnmála- söguna utanbókar frá landnámi til vorra daga og gat vitnað í bókmennt- ir og skáldskap af ótrúlegri þekkingu án undirbúnings. Fróðleiksfýsn og þekkingarþrá mörkuðu viðhorf Sig- geirs til flestra hluta. Vinátta tókst snemma á milli fjöl- skyldna okkar og hefur haldist alla tíð. Nú þegar þessi góði vinur og aldni höfðingi er horfinn yfir móðuna miklu, sitjum við eftir og minnumst góðra stunda. Við hjónin sendum Margréti, Kristínu og Önnu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur með mikilli þökk fyrir góðan vinskap. Jón Hjartarson, Áslaug Ólafsdóttir. SIGGEIR BJÖRNSSON Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI RÚTUR JÓSEPSSON, Hnífsdal, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu í dag, laugardaginn 7. febrúar, kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Guðjón Finndal Finnbogason, Finney Aníta Finnbogadóttir, Ólafur Theodórsson, Finnbogi Rútur Jóhannesson, Sigrún Sigmundsdóttir, afabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARSIBIL GUÐBJÖRG GUÐBJARTSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 5. febrúar. Sigumundur Arthursson, Ásthildur Sigurðardóttir, Halldóra Arthursdóttir, Símon Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuð eiginkona mín og móðir okkar, GERÐUR EBBADÓTTIR leikskólakennari og safnvörður, Blönduhlíð 20, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Benedikt Óskar Sveinsson, Sveinn Rúnar Benediktsson, Bergur Ebbi Benediktsson. Ástkæra konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma, dóttir og systir, REBEKKA ÓLAFSDÓTTIR, Hátúni 10A, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 31. janúar sl. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala Fossvogi og í Hátúni 10A fyrir hlýhug og góða umönnun. Valdimar Sveinsson, Gunnar Þór Árnason, Elín Birna Árnadóttir, Ómar Valgeirsson, Ólafur Logi Árnason, Hildur Lind Árnadóttir, Eiður Örn Ármannsson, Arnoddur Magnús Valdimarsson, Svanhildur Valdimarsdóttir, Dagbjartur Arilíusarson, barnabörn og barnabarnabörn, Kristjana Þorsteinsdóttir, Gerður Ólafía Ólafsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Bergstaðastræti 50a, andaðist fimmtudaginn 29. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum auðsýnda samúð. Þórdís Guðmundsdóttir, Helgi Hákon Jónsson, Örn Símonarson, Klara Helgadóttir, Hörður Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.