Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 25% afsláttur af ýmsum munum í febrúar Skartgripir, úr, silfurmunir o.fl. Erna. Skipholti 3. Sími 552 0775 Opið í dag laugardag kl. frá11-16 og alla virka daga frá kl. 10-18 www.erna.is ERNA gull- og silfursmiðja 80 ára 1924 2004 Handsmíðað mokkasett með 25% afsl. kr. 187.500 MOKVEIÐI var á loðnumiðunum austur af landinu í gær, bæði í flottroll og nót. Sjómenn segjast sjaldan hafa séð jafnmikið af loðnu á miðunum og vilja aukinn loðnu- kvóta. Svo mikil veiði var á miðunum í gær, að a.m.k. tvö nótaskip sprengdu næturnar vegna mikils afla og trollskipin fengu hundruð tonna eftir nokkurra mínútna tog. Í gær höfðu nærri 70 þúsund tonn af loðnu borist á land frá ára- mótum en samtals um 170 þúsund tonn að sumar- og haustvertíðun- um meðtöldum, samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Loðnukvóti ársins er 497 þúsund tonn eða nærri helmingi minni en á undanförnum árum. Skipstjórn- armenn sem Morgunblaðið hefur rætt við telja margir að óhætt sé að veiða meira, enda verði nú vart við mikið magn af loðnu á mið- unum. Þeir hvetja stjórnvöld til að veita meira fé til loðnurannsókna, enda gríðarmiklir hagsmunir í húfi. Jón Axelsson, skipstjóri á Júpi- ter ÞH, segir miklar breytingar hafa orðið á miðunum allra síðustu daga. „Við sjáum gríðarmikla loðnuflekki og það er stöðugt að bætast í. Göngumynstur loðnunnar virðist gerbreytt, hún kemur nú austan úr hafi og er mun seinna á ferðinni en venjulega. Þetta er loðna sem fiskifræðingarnir hafa aldei séð og þar af leiðandi ekki getað mælt. Ég hef aldrei séð jafn- mikið af loðnu á miðunum og nú, þetta er mjög falleg, átulaus loðna sem er alveg kjörin til frystingar. Það væri sorglegt að horfa á hana synda framhjá og fá ekkert að gert,“ segir Jón. Forsendur fyrir góðri vertíð Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, efar að Hafrann- sóknastofnunin hafi fengið rétta niðurstöðu í loðnurannsóknarleið- angri sínum í síðasta mánuði og þar af leiðandi sé ráðgjöf þeirra um loðnukvóta vertíðarinnar fjarri öllum sanni. „Ég held að nú séu uppi allar forsendur fyrir góðri loðnuvertíð. Það sást mikið af loðnu í sumar og niðurstaða seiða- talningar eftir hrygninguna árið 2001 var ein sú besta sem sést hef- ur í langan tíma. Þessi árgangur ætti að skila af sér mjög góðum veiðistofni nú. Loðnan er mjög vel framgengin, lítur vel og er talsvert þyngri en í meðalári. Hún hefur greinilega haft góðan haga allt í kringum landið undanfarin tvö sumur. Ég sé því engar forsendur fyrir því að vertíðin ætti að klikka,“ segir Bjarni. Hann segist ekki vera að kasta rýrð á aðferðir Hafrannsókna- stofnunarinnar. Hins vegar megi öllum vera ljóst að stofunin verði að fá meiri fjármuni til að gera ít- arlegri mælingar á stofninum. „Það er hneyksli að ekki skuli fylgst betur með stofninum. Það er öruggt að loðan finnst ekki á með- an hafrannsóknaskipið er bundið við bryggju í Reykjavík. Ráða- menn virðast ekki átta sig á að hér er um mikla hagsmuni að ræða. Fé til frekari loðnurannsókna myndi borga sig margfalt til baka.“ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Mokveiði var á loðnumiðunum í nótt, bæði í flottroll og nót. Loðnan mokveiðist PÉTUR Björnsson formaður Sam- taka verslunarinnar sagði á aðal- fundi samtakanna í gær að umbjóð- endur samtakanna væru hræddir við að opinbera ástand, sem þeir segja að ríki í viðskiptalífinu, vegna ótta við hefndaraðgerðir. „Fleiri og fleiri greinar falla nú undir tvo eða þrjá ráðandi aðila með 80% mark- aðshlutdeild eða þar yfir. Allt frá stofnun FÍS fyrir rúmum 75 árum hefur eitt helsta baráttumál samtak- anna verið frelsi í viðskiptum og virk samkeppni. Fákeppni er ekki bönn- uð sem slík, en dyggur fylgifiskur hennar er misnotkun á markaðsráð- andi stöðu og það er bannað með lögum. Þetta ástand er orðið svo slæmt að það kennir orðið hálfgerðs vonleysis hjá sumum félagsmanna okkar í þeim greinum sem rammast kveður að. Við höfum verið óþreyt- andi við að vekja athygli ráðamanna á þessu en höfum þann djöful að draga að okkar umbjóðendur eru hræddir við að opinbera ástandið vegna ótta við hefndaraðgerðir. Okkur eru sögð dæmi af viðskipta- háttum sem ekki eiga heima í ís- lensku viðskiptalífi, miklu frekar suður í álfum,“ að sögn Péturs. Efla Samkeppnisstofnun Pétur segir að Samtök verslunar- innar telji að sporna verði við fá- keppni í verslun með því að efla starfsemi Samkeppnisstofnunar þannig að áherslur starfseminnar verði einkum á það meginhlutverk hennar að koma í veg fyrir misnotk- un á markaðsráðandi stöðu og vinna gegn ólögmætu samráði fyrirtækja. „Við teljum að þarna sé hægt að bæta töluvert úr án þess að aukið fé komi til. Það er vert að minna á að í apríl 2001 kynnti stofnunin skýrslu sína Matvörumarkaðurinn – verð- lagsþróun í smásölu 1996–2000. Þar var ein helsta niðurstaðan að „mat- vörumarkaðurinn einkennist nú af kaupendastyrk verslunarkeðja sem hefur leitt til viðskiptahátta sem kunna í sumum tilfellum að vera andstæðir samkeppnislögum. Jafn- framt voru gefin þar fyrirheit um að stofnunin myndi láta fara fram stjórnsýsluúttekt á viðskiptaháttum smásölukeðja. Engar efndir hafa orðið þar á og því jafnframt borið við að annir séu slíkar við önnur verk- efni svo sem olíufélagamálið og mál- efni tryggingarfélaganna sem hefur verið að veltast á borðum þar í rúm 6 ár. Það verður að teljast ámæl- isvert, í meira lagi, hversu slælega samkeppnisyfirvöld hafa staðið sína plikt við eftirlit á þessum markaði. Þrátt fyrir þær eindregnu vísbend- ingar sem koma fram í fyrrnefndri skýrslu frá 2001 um kaupendastyrk verslunarkeðja hefur ekkert verið aðhafst,“ sagði Pétur. Banna sölu á undirverði Hann sagði að Samtök verslunar- innar vilji að bannað verði með lög- um að selja vöru á undirverði. „Það kann að vera neytendum hagkvæmt á þeirri stundu sem þeir kaupa til- tekna vöru á verði langt undir inn- kaupsverði en til lengri tíma er þetta óhagkvæmt og óheilbrigt og leiðir til brenglunar á verðskyni enda gert í þeim tilgangi meðal annars. Slík drápsverðlagning er víða bönnuð í nágrannaríkjum okkar t.d. Bret- landi. Í þriðja lagi að settur verði rammi um leyfilegt háttalag stóru kaupend- anna í umgengni við birgja til að koma í veg fyrir að mönnum sé hent út í kuldann af ástæðum sem ekki eiga sér neinar heilbrigðar við- skiptalegar forsendur. Slík löggjöf hefur verið sett m.a. í Frakklandi og víðar,“ að því er fram kom í erindi formanns Samtaka verslunarinnar. Pétur segir að Samtök verslunar- innar vilji hafa sem víðtækast frelsi í öllum viðskiptum. „Hjá því verður ekki komist að settar verði ákveðnar leikreglur. Slíkt er nánast algilt í siðuðum samfélögum. Í knatt- spyrnu, þar sem menn skemmta sér við sparka á milli sín bolta, eru ákveðnar reglur og eftirlitsmenn til að gæta þess að eftir þeim sé farið. Samtökin finna til einmanaleika í þessari baráttu sinni þegar horft er til viðbragða eða öllu heldur þagnar annarra hliðstæðra samtaka og má það furðu gegna. Ég leyfi mér því að kalla eftir skoðunum okkar ágætu kollega,“ að sögn Péturs. Á varðbergi Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði þær breytingar sem átt hafa sér stað í ís- lensku viðskiptalífi að umræðuefni í sinni ræðu. Sagði hún að á tímum hraðra breytinga þurfi að vera sér- staklega vel á varðbergi gagnvart aukinni samþjöppun og hættunni á hringamyndun í okkar litla sam- félagi. „Frjálst markaðshagkerfi byggir á frelsi í viðskiptum og frjálsri sam- keppni. Frelsi er hins vegar vand- meðfarið á hvaða sviði sem er. Frelsi eins getur skapað öðrum ófrelsi og þannig snúist upp í andhverfu sína. Það er á þessu grundvallar viðhorfi sem samkeppnislög byggja, frelsi eins til viðskipta og til að keppa má ekki takmarka möguleika annarra til viðskipta, þjóðfélaginu til skaða. Því er það hlutverk samkeppnis- reglnanna að hafa taumhald á atferli fyrirtækja að því leyti sem það at- ferli heftir starfsemi annarra fyrir- tækja til skaða fyrir markmið sam- keppnisreglnanna,“ að sögn Valgerðar. Valgerður segir að hagkvæmni at- vinnurekstrar vaxi yfirleitt með auk- inni stærð enda verði vöxturinn í samkeppni við önnur fyrirtæki. „Það er jafnframt ljóst að okkar litla hag- kerfi gerir það að verkum að fyr- irtæki sem eingöngu starfa hér á landi eiga erfiðara með að ná sömu hagkvæmni í rekstri og fyrirtæki í sömu grein á stærri mörkuðum. Við getum því hvorki bannað fyrirtækj- um að vera stór eða að verða stór. Við getum heldur ekki skert athafna- og samningsfrelsi fyrirtækja til að kaupa í öðrum fyrirtækjum einfald- lega vegna þess að þau eru stór og hafa peninga til þess. Inngrip í slík viðskipti verða aðeins gerð með stoð í skýrum reglum og til að vernda lagalega skilgreinda hagsmuni þjóð- félagsins. Efni íslenskra samkeppn- islaga er að þessu leyti í samræmi við það hvernig samsvarandi sam- keppnisreglum er beitt í öðrum ríkj- um Evrópu. Ég er þeirrar skoðunar að eftir því sem frelsið í viðskiptum verður meira og þátttaka ríkisins í atvinnu- rekstri minni verður þörfin fyrir eft- irlit með því að fyrirtækin hegði starfsemi sinni í samræmi við for- sendur frelsisins meiri, t.d. eftirlit með því að samkeppni sé í raun frjáls og að allir sitji við sama borð hvað varðar kauphallarviðskipti svo annað dæmi sé tekið. Þetta liggur í hlutarins eðli. Ég er ekki þar með að segja að eftirlit þurfi að vera yfir- þyrmandi bákn, viðskiptalífinu til íþyngingar og trafala. Eftirlitið verður hins vegar að vera nægjanlega öflugt til þess að það veiti fyrirtækjum á markaðinum samkeppnislegt aðhald og stuðli þar með að virkri samkeppni,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Samþjöppun ríkjandi Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands, sagði að samþjöppun væri ríkjandi hér á landi í matvöru, byggingavörum, tryggingum, flutn- ingum, lyfjum, olíu og fjölmiðlum, en hafði þó fyrirvara á því síðastnefnd- ar þar sem óvíst væri um lokanið- urstöðu í þeim málaflokki, eins og hann orðaði það. Tryggvi fjallaði sérstaklega um þróun hlutdeildar fyrirtækja á mat- vörumarkaði frá árinu 1995. Þar kom fram að árið 1995 hafði stærsta fyrirtækið, sem þá var Hagkaup, 24% markaðshlutdeild. Árið 1998 var stærsta fyrirtækið á markaðn- um með 35% hlutdeild, Baugur, og árið 2003 hafði stærsti aðilinn 51% hlutdeild á markaðnum, einnig Baugur. Aðeins fjórir aðrir stórir aðilar eru með Baugi á markaðnum í dag samkvæmt erindi Tryggva, en árið 1995 voru helstu markaðsaðilar 12 talsins, til samanburðar. „Þannig að það hefur orðið gríðarlega mikil samþjöppun á matvörumarkaði á Ís- landi,“ sagði Tryggvi og bætti því við að ekki væri þó hægt að segja óyggjandi að hækkandi matvöru- verð stafaði af samkeppni, eða skorti á henni. Hann bar ástandið á Íslandi sam- an við hin Norðurlöndin þar sem svipað er ástatt; einn stór aðili er ríkjandi og tveir aðeins minni sigla í kjölfarið. „Munurinn er að þetta ástand hefur varað síðustu 10 ár eða lengur á Norðurlöndunum en er nýtt hér á Íslandi.“ Að lokum sagði Tryggvi að ekki mætti leyfa aðila að beita markaðs- valdi, en ekki mætti heldur hindra hann í að nýta stærðarhagkvæmni. Hann sagði einnig að mikilvægt væri að hlaupa ekki til og setja ný lög og reglugerðir nema að vel at- huguðu máli og taldi að styrkja ætti samkeppnisyfirvöld og auka þekk- ingu þeirra, þannig að þau geti fylgst vel með þróun markaða af kunnáttu, innsæi og skynsemi, eins og Tryggvi orðaði það á fundi Sam- taka verslunarinnar í gær. Pétur Björnsson á aðalfundi Samtaka verslunarinnar Hræddir við hefndaraðgerðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur Björnsson, formaður Samtaka verslunarinnar, fjallaði um sam- keppni í verslun á aðalfundi samtakanna í gær. Auk Péturs fluttu Tryggi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins, erindi á fundinum. ÚR VERINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.