Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.2004, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 25 Ástin er dýrgripur Maðurinn í lífi mínuÁstríðufullt augnablik Þú lætur það gerast Gjöf handa ástinni þinni sem hittir í mark. Líttu við á næsta útsölustað. He im sæ kt u w w w .la nc om e. co m „ÞETTA hefur gengið langt framar vonum, en þetta er stanslaus vinna,“ segir Þormar Þor- marsson, annar eigenda Café Konditori Co- penhagen sem opnaði í gær nýjan stað á Lyng- hálsi 4, í sama húsi og verslunin Europris. Umsvif Café Konditori Copenhagen hafa vaxið jafnt og þétt frá því Þormar og eiginkona hans og meðeigandi, Tine Buur Hansen, opnuðu lít- ið bakarí og kaffihús á Suðurlandsbraut 4a árið 1997. Hafa þau allar götur síðan sérhæft sig í brauðum og kökum að danskri fyrirmynd við mikla velgengni. Litla bakaríið hefur vaxið töluvert síðan þá og starfa nú um tuttugu manns hjá þeim hjónum, sem hafa nú þróað þá hugmynd sem er að baki Café Konditori Co- penhagen. Munu þau á Lynghálsinum bjóða upp á breiða línu af mat, brauði og kökum og þjóna starfsfólki fyrirtækja í nágrenninu og íbúum í nærliggjandi hverfum. Þormar segir áherslu lagða á léttan mat, hraða afgreiðslu og þægilegt andrúmsloft þar sem gestir geta átt notalega stund auk þess sem fyrirtækjum sé boðið upp á að fá sent brauðmeti og ýmislegt góðmeti fyrir hvers kyns uppákomur. Þormar og Tine kynntust í Konditoriskóla í Ringsted árið 1992. „Ég var að læra með vinkonu hennar Tinu. Tina var í árgangi á undan mér í skólanum, en síðan bauðst ég til að aðstoða hana í bök- unarkeppni, hana vantaði aðstoðarmann og ég var fljótur til. Þá kynntumst við betur og höf- um verið saman síðan,“ segir Þormar og Tine hlær dátt að því hvað hrifning hans var aug- ljós. Hún segist ekki sjá eftir því að koma til Íslands, hér sé að vísu allt annar lífstaktur en heima í Danmörku. „Maður vinnur á allt öðr- um hraða hér en í Danmörku. Maður þarf svo- lítið að venjast því, auk þess sem maður gleym- ir stundum að stoppa til að njóta lífsins,“ segir Tine og bætir við að náttúran hér sé frábær og í Danmörku bjóða upp á þessa tertu svo að allir Danir geti tekið þátt í brúðkaupinu.“ Danska hirðin fór fram á að kakan yrði „al- dönsk“ úr ekta dönskum hráefnum. „Þarna er rjómi, hindber, möndlubotnar, makkarónukex og marsipan sem allt er notað mikið í danskri kökugerð. Svo er hún auðvitað hvít, rauð og gyllt á litinn, mjög dönsk. Við höfum selt mikið af þessari köku, enda erum við byrjuð að fram- leiða hana niðri á Suðurlandsbraut,“ segir Þor- mar. Þau hjónin eiga marga kúnna í hópi Dana sem búsettir eru á Íslandi auk fólks sem hefur búið í Danmörku eða á danska ættingja. „Fólk vill halda í dönsku stemninguna. Fyrir jólin bjuggum við til mikið af dönskum eftirréttum fyrir Danina sem búa hér. Við flytjum líka inn mikið af vörum frá Danmörku fyrir þá sem vilja fá sínar dönsku hefðir. Skandinavar koma einnig mjög mikið hingað,“ segir Þormar að lokum. gott að búa á landinu. „En maður gleymir stundum að „hygge sig“ í erli dagsins.“ Aldönsk brúðarterta Nú nálgast ört brúðkaup Friðriks krónprins Dana og Mary Donaldson unnustu hans. Þor- mar er vel kunnugur bökurunum dönsku sem hönnuðu brúðarkökuna. „Þeir Kim Andersen og Jon Nielsen koma til með að baka þessa köku. Kim Andersen var fyrirliði danska konditorslandsliðsins og Jon Nielsen vinnur fyrir Odense Marsipan og hefur komið oft hingað til lands. Þeir sendu mér uppskriftina að kökunni, en þeir þurftu að skila inn upp- skriftinni og hugmyndinni að þessu öllu með sex mánaða fyrirvara til að hirðin myndi sam- þykkja það. Um leið og ég vissi að þetta væru þeir setti ég mig í samband við þá og þeir sendu mér hana strax. Það er stefnt að því í Danmörku, í öllum bakarageiranum, að þegar brúðkaupið verður í byrjun maí muni öll bakarí Café Konditori Copenhagen bakaríið opnað á Lynghálsi Fyrsta bakaríið í hverfinu Morgunblaðið/Jim Smart Samhent hjón: Þau Þormar og Tine hafa undanfarin tólf ár átt í góðu sambandi og rekið fjöl- skyldufyrirtæki sitt síðan 1997. Garðabær | Framkvæmdir við tvö hundruð og sautján íbúðir hófust í Garðabæ á árinu 2003. Til samanburðar hófust framkvæmdir við einungis fimmtíu íbúðir árið 2002. Í yfirliti byggingarfulltrúa Garðabæjar yfir byrjunar- framkvæmdir íbúðarhúsa á árunum 1979 til 2003 kemur fram að þær hafa aldrei verið fleiri en árið 2003. Næstflestar voru byrjunar- framkvæmdir árið 2000 en þá hófust fram- kvæmdir við hundrað sextíu og eina íbúð. Á árinu 2003 voru gefin út byggingarleyfi fyrir enn fleiri íbúðir, eða tvö hundruð sextíu og fjórar. Gera má ráð fyrir miklum fram- kvæmdum í Garðabæ á næstu árum og ára- tugum. Samkvæmt svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins verða íbúar Garðabæjar yfir tuttugu þúsund eftir tuttugu ár, en í dag eru þeir tæplega átta þúsund og níu hundruð. Það má því telja víst að sú aukning sem varð á byrjunarframkvæmdum íbúðarhúsnæðis á árinu 2003 marki upphafið að þeirri miklu uppbyggingu sem fram undan er í bænum. Uppbyggingar- tímabil í Garðabæ Hafnarfjörður | Fjölskylduskóli Hafnarfjarðar var formlega settur á fimmtudaginn. Skólinn er samstarfs- vettvangur félaga og stofnana í Hafnarfirði sem áhuga hafa á fjöl- skylduvernd. Hlutverk hans er að sjá bæjarbúum fyrir fræðslu, upplýsing- um og hvers kyns þjálfun með það að markmiði að styrkja fjölskylduna sem einingu. Meðal þeirra námskeiða sem verða í boði er foreldranámskeiðið „Ást, agi og árangursríkt uppeldi“, en það er ætlað foreldrum barna á öllum aldri, sem vilja kynnast vönduðum uppeld- isaðferðum til að ná góðum aga og hvetja börn sín til dáða. Einnig verða námskeið um sjálfsstyrkingu ung- linga, undirbúning eftirlaunaáranna, fjármál heimilanna og viðbrögð við sorg, svo fátt eitt sé talið. Sæmundur Hafsteinsson, for- stöðumaður félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir fjölskylduskólann hugsaðan og stofnaðan út frá hug- myndafræðinni á bak við fjölskyldu- stefnu Hafnarfjarðar sem verið er að vinna og kemur út bráðlega. „Við höfðum áhyggjur af þróun fjöl- skyldumála í hinum vestræna heimi. Það er oft verið að tala um að fjöl- skyldan sé að leysast upp og helm- ingur hjónabanda fari í vaskinn,“ segir Sæmundur. „Það er okkar hug- myndafræði að það sé hægt að styðja við fjölskylduna með því að standa fyrir markvissri fræðslu á þeim svið- um þar sem við finnum að fjölskyldur þurfa stuðning. Það getur verið tengt ýmsu, til dæmis unglingavandamál- um, uppeldismálum, fötlun, áföllum og sorg. Við erum að reyna að setja okkur í þau spor að geta hjálpað fólki.“ Sæmundur segir markmiðið einn- ig að stilla saman ýmsa aðila á svæð- inu, að standa fyrir málþingum og ráðstefnum og fylgjast með þróun- inni. Fjölbreytt fræðsla fyrir fjölskyldur Skákskóli | Skákfélagið Hrókurinn er með opinn og ókeypis skákskóla á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í dag er kennt í Rimaskóla í Grafarvogi og byrjar kennsla klukkan 11:00. Í Salaskóla og Selja- skóla hefst kennsla klukkan 14:00 og stendur yfir í tvo tíma. Á sunnudag er skákskóli í Vest- urbæjarskóla klukkan 11:00 og í Mýrarhúsa- skóla klukkan 14:00. Á þriðjudögum og fimmtudögum er börn- um og unglingum boðið upp á ókeypis kennslu í höfuðstöðvum Hróksins í Skúlatúni 4. Allir eru þar velkomnir. Tveir fyrir einn| Skautahöllin og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal hafa ákveðið að bjóða gestum sínum upp á þann möguleika að fá 2 fyrir 1 tilboð í aðgangseyri á annan hvorn staðinn ef báðir staðirnir eru heimsóttir. Að sögn Einars Karlssonar hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fá gestir Skautahallarinnar 2 fyrir 1 af aðgangseyri í garðinn og öfugt, gegn framvísun kvittunar. „Það er allt of oft sem maður sér fólk setjast upp í bílinn og aka burt eftir heimsókn til okkar í staðinn fyrir að nota tækifærið og skella sér á skauta.“       Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.