Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mikið úrval - Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning Í dag, sunnudag 18. apríl, kl. 13-19 Sími 861 4883 Töfrateppið GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir vilja til þess innan rík- isstjórnar að gera góðan samning við kúabændur í 6 til 8 ár, en hann kom m.a. inn á gerð nýs mjólkur- samnings í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands kúabænda sem fór fram á Akureyri. Hvað samninginn varðar sagði ráðherra mikilvægt að horfa til framtíðar og menn þyrftu að skoða vandlega hvort gera þyrfti einhverjar breytingar á stuðnings- fyrirkomulagi við mjólkurfram- leiðslu, þó svo að grunnurinn yrði hinn sami. „Við verðum að gefa okk- ur tíma til að skoða hugsanlegar breytingar á samningnum,“ sagði Guðni en nefndi í því sambandi spurningu um stuðning við jarðrækt á kúabúum. „Ég hef aldrei leynt því að kvóta- verð er alltof hátt, óeðlilega hátt,“ sagði landbúnaðarráðherra og taldi ekki víst að það yrði með þeim hætti til framtíðar. Nefndi hann í þessu sambandi þau áföll sem orðið hefðu á svínabúum og framleiðslan ekki allt- af verið því fólki sem stundaði svína- rækt farsæl. Þar hefðu bankar kom- ið inn og miklir erfiðleikar steðjuðu að greininni. Guðni sagði verð á mjólkurkvóta nú vera 265 krónur á lítrann og það væri alltof hátt. Þetta verð væru bændur að greiða jafnvel þótt ekki væri búið að ganga frá nýj- um samningi. Ráðherra sagði mik- ilvægt að leita leiða til að lækka verð mjólkurkvóta. Eins og staðan væri nú væri alls ekki sjálfgefið að stóru og glæsilegu fjölskyldubúin kæmust með sama áframhaldi til næstu kyn- slóðar. Nefndi Guðni að bændur væru að greiða 25–35 krónur í vexti og afborganir vegna kvótakaupa á hvert kíló mjólkur, en þeir fengju 38 krónur í stuðning á hvert kíló frá ríkinu. Nýr samningur skammt undan Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, gerði nýjan samning einnig að umtalsefni og sagði innihald hans skipta mestu. Kvaðst hann bjartsýnn á að nýr samningur væri skammt undan, „og við erum ekkert að gefast upp,“ sagði hann. Nú færu fram umræður um leiðir til að ná markmiðum nýs samnings, en þau eru m.a. að stuðn- ingur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, betri samkeppnishæfni og lægra vöru- verði. Þórólfur nefndi einnig í ræðu sinni að verð á mjólk hefði hækkað um 2,4% til framleiðenda um síðast- liðin áramót án þess að verð til neyt- enda hefði hækkað. „Það er fagn- aðarefni að afkoma mjólkur- iðnaðarins gerði þetta mögulegt og vissulega góður árangur ef hægt verður að halda verðinu óbreyttu til neytenda út þetta ár,“ sagði Þórólf- ur. Megum ekki gefast upp, verðum að halda áfram Þórarinn E. Sveinsson, fulltrúi hjá Bændasamtökum Íslands, fjallaði á fundinum um útflutning mjólkur- vara og nefndi m.a. að Íslendingar ættu 620 tonna ostakvóta inn til Bandaríkjanna, sem því miður hefði ekki verið notaður á liðnum árum. Mjólkur- samlag KEA hefði á sínum tíma flutt tvær gerðir osta til Bandaríkjanna, en ekki hefði náðst samstaða um að halda þeim út- flutningi áfram. Við það að útflutn- ingi var hætt sagði Þórarinn að gæði hefðu dottið niður, greinin hefði ekki lengur haft það aðhald sem hún áður hafði. „Þetta var farið að virka vel og við höfðum náð fram hækkun þegar útflutningurinn lagðist af,“ sagði Þórarinn, en hann benti á að kvótinn væri enn til, en það þyrfti innlenda aðila til að sækja um hann. „Við megum ekki gefast upp, við verðum að halda áfram,“ sagði Þórarinn og taldi alla möguleika á að hægt væri að ná árangri á þessu sviði. Það sem þar skipti máli væri að finna sér- hæfða markaði fyrir vöruna, en skyr taldi hann hvað helst koma til greina í þeim efnum. Landbúnaðarráðherra á fundi Landssambands kúabænda Verð á mjólkur- kvóta er allt of hátt Morgunblaðið/Kristján Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur, og Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri Mjólkurbús Flóamanna, glugga í ársskýrsluna. Guðni Ágústsson Þórarinn E. Sveinsson Þórólfur Sveinsson Akureyri. Morgunblaðið. Áneðanjarðarlestarstöðinni Tottenham Court Road byrjarbyltingin; þetta er síðasta athvarf frjálsrar hugsunar. Kon-urnar eru í korselettum og karlarnir í hauskúpubolum, allirlitir í hári og hörundi. Þarna er frelsarinn sjalfur, – draum- óramaður í svörtum leðurjakka. Einkenni manlífsins kynlíf, stíll, upp- reisn og felsi. Sem sagt rokk og ról á sýningunni We Will Rock You í Dominion-leikhúsinu við Tottenham Court Road. Við miðasölustandinn er verið að selja leikskrár. – Hvað kostar svona leikskrá, hugsar blaðamaður upphátt. Maðurinn á undan honum í röðinni svarar: – Hún kostar 250 krónur. Þetta er ekki hefðbundið leikhús; meira versl- unarmiðstöð þar sem listin er neysluvara, áhorfendur maula poppkorn og eru með ólesnar leikskrár í kjölt- unni. Í aðalhlutverki er höfundur skáldsögunnar Fak- ing It, sem ugglaust er seld í bókaverslunum á Totten- ham Court Road. Þar er bókabúð eftir bókabúð og jafnvel betlararnir að lesa bækur; fólkið skáldsagna- persónur. Uppáklædd kona í rauðum skrifstofustól á hjólum, sem stendur á miðri gangstétt, virðir fyrir sér mannlífið. Í neðanjarðarlestarstöðinni Tottenham Court Road gengur blaða- maður á stúlku, sem lítur á hann og segir: – Sorry. Vörðurinn veit betur og skipar blaðamanni að fara upp að veggnum. Annars teppir hann umferðina í neðanjarðarlestarkerfi Lund- únaborgar. Sem fellur eins og fljót niður rúllustigana. Það er stórmerkilegt að fylgjast með þeim farvegi sem straumurinn hefur myndað. Þeir sem ekki eru að flýta sér standa hægra megin í rúllustiganum. Þannig að hinir komist niður vinstra megin. Enginn fer inn í lestirnar fyrr en allir hafa komist út sem ætla sér út. Ef þetta væri lítið samfélag eins og Ísland væri þetta ekki svo merkilegt, en í London búa milljónir af öllu þjóðerni. Þetta er framandi fyrir íslenskum blaðamanni. Litla samfélagið Ís- land er nefnilega ekki svona skipulagt. Þar geta tveir menn ekki mæst á leið inn og út úr lyftu án þess að lenda í troðningi. Ef tveir menn hittast í London, þá fara þeir í röð. Það liggur við að hér sé það regla að banka á öxlina á næsta manni og spyrja: – Excuse me, are you in a queue? En ansi er nú mikið af fólki í London. Þegar lestin er orðin full treður blaðamaður sér samt inn. Hann fær að upplifa það hvernig er að vera síld í tunnu. Næsti maður andvarpar. – Þessi borg er of stór. Hann er líka Íslendingur. Veitingastaðurinn Sarastro er í „leikhúslandi“ á Drury Lane og inn- réttingarnar eftir því. Það er leikur í þjónustufólkinu, grímur á veggj- um, sem eru eins og hliðar á feneyskum gondólum, og Rolls Royce fyrir utan. Einkabílstjóri á vappi, sem vindur sér upp að konu og segir: – Þú ert eins og grísk gyðja. Síðan gerir hann undarleg kossahljóð sem ætluð eru henni og eru væntanlega ættuð frá Grikklandi. Ekki veit blaðamaður hvaðan rak- spírinn er sem hann fær á sig þegar hann fer á karlaklósettið. Það er ósköp venjulegt að því leyti að þar eru klósett og vaskar. En myndirnar eru afskaplega inspírerandi og pínulítið dónalegar. Þar horfa menn á uppruna sinn og alls mannkyns – á meðan þeir pissa. – Af hverju eru þessar myndir á klósettinu? spyr stúlka og reynir að koma þjóninum í vandræði. – Af því þær eru svo rómantískar, svarar matargestur á næsta borði. Ef til vill er hann líka frá Grikklandi. – Varst þú á karlaklósettinu, spyr þjónninn. Á neðanjarðarlestarstöðinni Baker Street eru flísar með mynd af Sherlock Holmes, sem bjó í 23 ár í 221b Baker Street. Þar er safn til minningar um hann og seldar skoðunarferðir um vistarverur hans á þremur hæðum, sem verður að teljast nokkuð rúmgott fyrir mann sem aldrei var til. Á annarri hæð mætir blaðamaður dr. Watson, sem tekur hlýlega á móti honum og reynist kunna skil á tveim stöðum á Íslandi, Keflavík og Reykjavík. Á öðrum hæðum er ýmist verið að fremja morð eða fólk að vakna upp frá dauðum. Í búðinni á jarðhæð eru seldir ólíklegustu hlutir sem tengjast Sher- lock Holmes, frá spilum til babúska. Taflmönnum hefur verið raðað á skákborðið. Sherlock Holmes er hvíti kóngurinn og Moriarty fer fyrir þeim svörtu. Í dag væri Sherlock Holmes líklega vel launaður rann- sóknarblaðamaður á Daily Mirror, að rannsaka meint framhjáhald Dav- ids Beckhams. Og Moriarty ritstjórinn. Reuters Líf neðanjarðar í Lundúnum SKISSA Pétur Blön- dal skoðaði mannlífið í London.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.