Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 19 ekki, því okkur vantar grunnfor- sendurnar til að meta það. Við þurf- um að vita stofnstærðina og hvort veðurfarið spilar gegn honum að einhverju leyti. Menn hafa talað um að stofninn sé 8.000 til 20.000 dýr en stofninn gæti hæglega verið mun stærri. Stofnstærðarrannsóknir eru hafnar á vegum Náttúrustofu Vest- urlands en hafa ekki enn verið að fullu fjármagnaðar.“ Áki Ármann segir mikilvægt að rannsaka minkastofninn vel, því þekking sé forsenda þess að vel takist til við að herja á minkinn. Hann nefnir til dæmis hvernig Bretar fóru að því að útrýma svo- nefndri bjórrottu (Myocastor Coyp- us). Hún hafði verið flutt inn til ræktunar vegna feldsins, en slapp og þótti boðflenna í breska lífríkinu. Rannsóknir sýndu að bjórrottan kom illa undan sumum vetrum, því hún þoldi tiltekin veðurskilyrði illa. „Svo biðu þeir þess að hagstæðar aðstæður mynduðust í náttúrunni, þegar stofninn var í lágmarki, til að herja á bjórrottuna. Þá hófst sam- stillt átak vísindamanna og veiði- manna. Þeir réðust á stofninn og lögðu hann að velli árið 1989. Þetta er besta dæmið sem ég þekki um vel heppnaða útrýmingarherferð gegn stórum lífvænlegum stofni villtra dýra.“ En er raunhæft að ætla sér að eyða minkastofninum nema að hætta jafnframt minkaeldi? „Það kæmi að því að taka þyrfti pólitíska ákvörðun um að leggja minkaeldi af.“ Áki Ármann segist muna eftir því að leitað var leyfis til að flytja til landsins aðra marðartegund, en því var hafnað. „Síðan höfum við verið að sleppa út í náttúruna dýrategund sem gæti orðið næsta stóra um- hverfisslys. Það eru kanínurnar. Þær eru orðnar mikið vandamál í Vestmannaeyjum. Þeir hafa reynt að útrýma þeim í tvö ár en gengið frekar illa.“ LOÐDÝRAELDI hófst fyrir alvöru í Norður-Ameríku á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Villt loðdýr voru fönguð og síðan alin í búrum. Þeirra á meðal var rándýrið minkur, eða sundmörður eins og sumir kölluðu skepnuna, enda dýrið af marðarætt. Loðdýraeldi barst nokkru síðar til Evrópu og fyrstu minkabúin voru stofnuð 1927 í Noregi og ári síðar í Svíþjóð. Minkar voru fyrst fluttir til Íslands haustið 1931, þrjú dýr sem keypt voru frá Noregi. Þeir munu hafa verið af stofni villiminka ættaðra úr Mississippi-dalnum í Bandaríkjunum og af svæðinu kringum Hudsonflóa. Voru dýrin höfð á Fossi í Grímsnesi. Fáeinum mánuðum síðar voru 75 minkar fluttir inn fyrir minkabú á Selfossi. Minkabúum fjölg- aði næstu árin en feldgæði voru lítil og dýrin smá- vaxin. Minkaeldið koðnaði niður á 6. áratugnum og lagðist svo alveg af um hríð. Minkaeldi hófst aftur upp úr 1970 en gekk brös- uglega. Frjósemi var lítil og sjúkdómar herjuðu á ali- minka. Um 1980 voru örfá minkabú eftir í landinu. Stofninn var skorinn niður og skipt um stofn á ár- unum 1983-85. Minkaeldi gekk í endurnýjun lífdaga og urðu minkabú flest 1988, um 170 talsins með um 85 þúsund ásettar læður. Lækkandi skinnaverð setti strik í reikning uppsveiflunnar og búum fækk- aði ört. Í ársbyrjun 2000 voru 39 minkabú starf- andi með um 32 þúsund ásettar læður. Nú eru minkabúin 31 talsins og læðufjöldi svipaður og árið 2000. Villtir minkar Vitað er með vissu að minkar hafi fyrst sloppið úr haldi haustið 1932 og gerðist það í Grímsnesi. Fyrsta minkagrenið í íslenskri náttúru fannst við Elliðaár í Reykjavík 1937. Vorið eftir fannst annað greni við Leirvogsá í Mosfellssveit. Villtir minkar breiddust út frá Suðvesturlandi norður og austur um land. Þeir komust snemma að Skeiðarársandi vestanverðum og veiddist þar minkur 1960. Undir lok 6. áratugarins voru minkar komnir lengst norð- ur á Vestfirði og farnir að sjást á Norðausturlandi. Þeir færðu sig suður eftir Austurlandi en komust ekki í Öræfasveit fyrr en eftir lokun hringvegarins 1974 og veiddist minkur þar fyrst 1975. Fljótt varð ljóst hver skaðvaldur minkurinn getur verið í lífríkinu. Þegar árið 1939 var farið að greiða verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir veidda minka. Þegar rætt er um skaðleg áhrif minks á íslenskar fuglategundir eru oftast nefndar æðarfugl, keldu- svín, flórgoði, teista og nú í seinni tíð hefur minkum einnig verið kennt um fækkun rjúpna. Minkurinn á færri náttúrulega óvini hér á landi en víðast hvar á útbreiðslusvæðum erlendis. Auk mannsins er refurinn líklega helsti fjandi minksins hér og hafa fundist minkahræ við tófugreni. Heimildir Karl Skírnisson. Minkur. Villt íslensk spendýr. Reykjavík 1993. www.visindavefur.hi.is Ársskýrsla dýralæknis loðdýrasjúkdóma 2000 (http://www.cvo.is/pdf_skjol/dl_arssk_2000.pdf) Minkurinn Ljósmynd/Karl Skírnisson því ef liður í herferð gegn mink væri að banna eldi búrminka? „Þetta er svo hlægilegt, bara hug- myndin! Ég veit ekki með hvaða rök- um á að banna minkaeldi.“ Árni segir að loðdýraeldið sé hag- kvæmt og tekjuskapandi fyrir þjóð- arbúið. Nú eru minkar aldir á 31 loð- dýrabúi og settar á 32 til 33 þúsund læður á ári. „Minkaeldið er svipað og verið hefur undanfarin ár,“ segir Árni. „Mér kæmi ekki á óvart að þetta ár skilaði minkaeldið 320 til 340 milljónum króna í þjóðarbúið, sem er söluverð skinnanna erlendis.“ Árni segir að loðdýraræktin nýti innlent hráefni sem ella væri fargað. Hann nefnir úrgang af kjúklingum og svínum. Fiskurinn er orðinn dýrt hráefni og í dag er ágætlega borgað í Afríku fyrir hitaveituþurrkaðan fisk frá Íslandi. „Það er engin útflutn- ingsgrein önnur sem getur nýtt þetta innlenda hráefni svona til þrautar og breytt því í verðmæti. Kaupendur skinnanna greiða fyrir flutning og umbúðir, svo það sem fæst fyrir skinnin eru hreinar tekjur fyrir þjóðarbúið.“ Árni segist vilja stórauka loðdýra- eldið og segir nóg til af hráefni í fóð- ur sem ekki nýtist nú. „Húsin eiga að vera vel gerð og það á að vera al- mennilega hugsað um þetta. Þá get- ur loðdýraeldið orðið miklu stærra dæmi en það er í dag. Það hefur helst þjakað loðdýraræktina hvað við er- um fáir í þessari grein.“ Morgunblaðið/Ásdís Árni V. Kristjánsson er fram- kvæmdastjóri loðdýrabænda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.