Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
PRENTVILLUPÚKINN boðaði
vonandi aðeins fararheill er ný-
stofnaður fornsönghópur kom fram
í Neskirkju við enda Kyrruviku
undir fyrirsögninni „Kirstur dó á
krossi“. Hópurinn kennir sig við
endurreisnina (rinascimento) upp á
ítölsku og hóf og lauk liðlega
klukkustundar löngu tónleikum sín-
um á fyrri og síðari helmingum
Sálumessu Lassos frá 16. öld. Þess
á milli voru styttri einsöngsverk við
orgelundirleik eftir snemmbarokk-
meistarana Heinrich Schütz (1585–
1672) og Maurizio Cazzati (1620–
78), dúett eftir Monteverdi (1567–
1643) og tvær nýlegar íslenzkar
sálmalagsútsetningar fyrir orgel og
sópran eftir Snorra Sigfús Birgis-
son (f. 1954). M.ö.o. svipuð formúla
og tíðkazt hefur t.d. á Sumartón-
leikum í Skálholti og hjá Contrasti-
hópnum, þar sem svokölluð forn-
tónlist (eldri en Vínarklassík) er
sett saman við nútímatónlist og
þykir fara hvort öðru vel.
Höfundur tónleikaskrár virtist að
vísu ekki gera ráð fyrir miklum
áhuga hlustenda á fornperlum dags-
ins. A.m.k. eyddi hann engu plássi í
höfunda og verk, heldur lét nægja
að tilfæra sálumessutextann á lat-
ínu og íslenzku, líkt og væri um
helgistund að ræða frekar en tón-
leika. Meginuppistaða dagskrár var
fyrrgetin Sálumessa fyrir 4 raddir
eftir hinn afkastamikla Niðurlend-
ing Orlando di Lasso (lat. „Lassus“;
1532–94), samin á seinni hluta
starfsævi hans í München sem tón-
listarstjóra kjörfurstans af Bæjara-
landi. Allangt verk og vandmeðfarið
fyrir jafnlítinn hóp, enda sennileg-
ast hugsað fyrir stærri kór, og í
stærri kirkju. Á móti kom, að með
hérverandi hætti mátti draga betur
fram fágun meistarans í radd- og
hljómfærslu, og virtust margir
áhrifamiklir kaflar í þéttri hómófón-
ískri skipan raunar kalla á það.
Þetta var stór biti fyrir lítt sam-
reyndan hóp, en tókst samt víða
mjög fallega. Þó virtist fullmikill
munur á blæ útradda í sópran og
bassa miðað við hlutfallslega slétt-
ari raddbeitingu Jóhönnu Halldórs-
dóttur og Steingríms í miðju, og
kom það mest að sök í pólýfónískari
köflum. Inntónun var þó víðast í
góðu lagi, og framburður sömuleið-
is, kannski burtséð frá marflata
ókringda y-inu í Kyrie [„kí-ríe“] –
jafnvel þótt y-ið kvæði þegar horfið
úr íslenzku talmáli á tilurðartíma
verksins.
Hljómmikil barýtonrödd Hrólfs
Sæmundssonar féll ágætlega að
kaflaskiptu örkantötu Schütz, Ich
liege und schlafe, er minnti nokkuð
á Buxtehude. Jóhanna söng nær
sléttkvæðum upprunastíl í Iesu am-
or Cazzatis, en hafði samt mikla
fyllingu, þó að textinn mætti vera
skýrari. Stakk sléttsöngur hennar
óhjákvæmilega í stúf við ört víbrató
Hallveigar Rúnarsdóttur í dúetti
þeirra O bone Jesu eftir Monte-
verdi. Hins vegar féll himnesk birta
Hallveigar að fallegum sálmalagaút-
setningum Snorra Sigfúsar Birgis-
sonar sem flís við rass, og textinn
skilaði sér undraskýrt á annars
ótextavæna hásviðinu.
„Víóla, söngur og píanó“
var frekar hugmyndasneydd yf-
irskrift á mjög gefandi tónleikum í
salnum á miðvikudag á raun-, laun-
og postrómantískum nótum. Þeir
hófust á erkirómantíkernum Chopin
þegar Helga Bryndís Magnúsdóttir
lék hina viðamiklu ballöðu hans í f-
moll Op. 52,4 með dramatískum
miðkafla svo nærri má kalla útvíkk-
að sónötuform. Þetta heillandi verk
kom snöfurlega út hjá Helgu, er
náði bæði að strjúka og slá eins og
skáldið kvað með vel mótuðum ses-
úrum á hárréttum stöðum. Alina
Dubik lokkaði síðan lífsvetrarang-
urværðina fram úr Gestillte Sehn-
sucht, hinu fyrra af Tveim söng-
lögum Brahms Op. 91, og
guðsmóðurmildina úr hinu ljúfa
Geistliches Wiegenlied með stórri
en hlýlegri rödd sinni við samstillt-
an meðleik Helgu Bryndísar og
Helgu Þórarinsdóttur á víólu.
Forsagan vildi vita að næsta at-
riði hefði verið pantað af móður
víóluleikarans, og væri líklega leit-
un á úthugsaðri afmælisgjöf til
klassísks hljóðfæraleikara. Um var
að ræða sónötu eftir Þórð Magn-
ússon er hér var frumflutt. Þó að
tæp 8 mínútna langt verk hans fyrir
víólu og píanó hefði í fyrndinni
kannski frekar verið kallað „són-
atína“, gerði það sig samt furðuvel í
umræddu rómantísku samhengi,
enda ófeimið við bæði púlsrytmísk
tilþrif og melódískt tilfinningalega
spennu; eiginleika sem ósjaldan
virðast víðs fjarri í venjulegri fram-
sækinni nútímamúsík. Sónatan var
endurflutt eftir hlé, og heyrðist þá
enn betur að hér fór engin þeirra
kyrrstæðu „blokk“-smíða sem nú
ríða húsum, heldur ekta tematísk
úrvinnsla sem höfuðtónskáld 20.
aldar hefðu verið fullsæmd af, áður
en gegnheilt handverk fyrri kyn-
slóða leystist upp í kóngavatni til-
raunahyggjunnar. Þær stöllur fóru
vel og líflega með þetta ágæta litla
stykki sem á efalítið eftir að heyrast
oftar.
Eini annmarki tónleikanna var
jafnvægiseðlis, þar sem slagharpan
var höfð á alopnu í stað hálfopins
loks, og kom það nokkuð niður á
hlut víólunnar er þekst mun auð-
veldlegar í samleik en fiðla. Mest
var það í Sónötunni en einnig tölu-
vert í næsta atriði, Märchenbilder
Op. 113 eftir Schumann. Var það
synd fyrir litríkan samleikinn, því
bráðfallegt verk hárómantíska
meistarans gerði greinilega ráð fyr-
ir meiri jöfnuði á milli hljóðfæra en
hlauzt af svo búnu.
Alina átti marga marga fallega
staði í sex Spænskum söngvum eftir
Sjostakovitsj Op. 100 sem bræða
saman suðrænan funa og rússneska
dulúð. Kannski eftirminnilegast
undir lokin í Svörtum augum og
Drauminum, er þær Helga Bryndís
fluttu af safaríkri innlifun.
TÓNLIST
Neskirkja
HÓPSÖNGSTÓNLEIKAR
Missa pro defunctis eftir Lasso, auk
verka eftir Schütz, Cazzati, Monteverdi
og Snorra Sigfús Birgisson. Rinascente
(Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna
Halldórsdóttir alt, Steingrímur Þórhalls-
son tenór/orgel, Hrólfur Sæmundsson
barýton). Laugardaginn 10. apríl kl. 17.
Salurinn
KAMMERTÓNLEIKAR
Verk eftir Chopin, Brahms, Þórð Magn-
ússon (frumfl.), Schumann og Sjostako-
vitsj. Helga Þórarinsdóttir víóla, Alina
Dubik mezzosópran og Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanó. Miðvikudaginn 14.
apríl kl. 20.
Splunkunýr
fornsönghópur
Ríkarður Pálsson
Á
laugardaginn var
dagskráin
Glæpaverk, Arn-
aldur Indriðason
á Ritþingi
Gerðubergs.
Sama dag var
skyggnst inn í glæpaveröld Arn-
alds á sýningu í samstarfi við Lög-
regluna í Reykjavík. Þar var boðið
upp á lík og lögregluþjóna.
Daginn áður hófst dagskrá um
skáldið Sjón í Þjóðmenningarhús-
inu að frumkvæði hússins, Lands-
bókasafns, Háskólabókasafns,
Skólavefjarins og Þjóðminjasafns-
ins. Áður hafa m.a. Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Matthías Johann-
essen og Jóhannes úr Kötlum
verið Skáld
mánaðarins í
Þjóðmenning-
arhúsinu.
Fréttir bár-
ust um svipað
leyti af frama
Guðbergs
Bergssonar í Svíþjóð þegar hann
tók við norrænum verðlaunum
Sænsku akademíunnar og þakk-
aði fyrir sig með sögu.
Guðbergur er ekki yfirlýstur
aðdáadi skandínavískra bók-
mennta eins og allir vita. Mér er
minnisstæð háðuleg ræða hans
um þessar „bókmenntir“ á um-
ræðufundi á Spáni í tilefni Nor-
rænnar viku þar.
Þetta sem fyrr var talið og
margt fleira er til marks um
grósku og líf í bókum og bók-
menntum. Er hægt að álykta öðru
vísi?
Mikil sala verka Arnalds Indr-
iðasonar í Þýskalandi er vænt-
anlega dæmi um íslenska útrás á
bókum og sagnalist.
Skáldævisögur Guðbergs koma út í Svíþjóð
og einnig skáldsagan Með titrandi tár eftir
Sjón. Áður sendi Sjón aðallega frá sér ljóð en
skáldsagnagerðin hefur orðið helsti vett-
vangur hans. Hann „sló í gegn“ með Augu þín
sáu mig.
Ungir höfundar lesa úr verkum sínum og
miðaldra líka.
Það er ljóst að eihvers konar glæpasagna-
alda fer yfir hér sem annars staðar. Helsta
dæmið er Arnaldur en líka margir fleiri. Nýtt
Tímarit Máls og menningar getur naumast
komið út nema í því sé alvöru glæpasaga, að
þessu sinni eftir Ævar Örn Jósepsson, fremur
laglega skrifuð.
Og allir hrífast af glæpasögum, að minnsta
kosti vitna yfirlýsingar um það og einnig sala
bókanna.
Glæpir þrengja sér alls staðar inn, ekki bara
í bækur heldur veruleikann og hvers kyns list-
ræna viðleitni. Þetta ætti að gleðja bókaþjóð-
ina!
Himinháar sölutölur berast ekki af fag-
urbókmenntum en þó er engin ládeyða kring-
um þær.
Sumar þessara bóka, eins og til dæmis Öxin
og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson, herma frá
glæpaverkum og ofbeldi en þar er það ekki síst
sagan sem vakir fyrir höfundinum að túlka.
Hinir mörgu afkomendur Jóns Arasonar og
Daða í Snóksdal fá að kynnast nýjum og göml-
um hliðum þeirra, ekki síst „afrekum“ Daða í
kvennamálum.
Ágirndin á í þeim báðum sanna fulltrúa.
Spyrja má sig hvort heiður rithöfunda skipti
meira máli en söluvon.
Voanandi verður svarið jákvætt þegar upp
er staðið.
Glæpasögurnar eru rithöfundunum freist-
ing. Dæmi um það er rússneski rithöfundurinn
B. Akúnin sem viðurkennir að glæpasögurnar
séu leið til að ná til lesenda.
Akúnin reynir með glæpasögum sínum að
brúa bilið milli skemmtisagna og bókmennta.
Haft hefur verið eftir Akúnin um Rússland „að
land okkar er að verulegu leyti fundið upp í
bókmenntunum, byggt á þeim og getur ekki án
þeirra verið“ (Skírnir haust
2003).
Rússar eins og fleiri munu
hafa áhyggjur af minna vægi
fagurbókmennta en áður.
Komi glæpasögurnar til
hjálpar er það vissulega þarft
hlutverk.
Kynning bókmennta er sífellt
umhugsunar- og deiluefni. Hér
var minnst á hlut Gerðubergs
og Þjóðmenningarhúss og einn-
ig hafa kaffi- og veitingahús
staðið sig vel.
Í ljósvakamiðlum þarf að
gera meira og vinna markvisst
að kynningu bókmennta. Víðsjá
Ríkisútvarpsins hefur sérstöðu
að þessu leyti með vandaðri um-
fjöllun og líka rökstuddri gagn-
rýni.
Gagnrýni sjónvarpsstöðv-
anna hefur mikið að segja,
glæðir m.a. sölu bóka, en þar
þarf að gera mun betur.
Stöku sinnum er vel gert í
Mósaik, samanber til dæmis
viðtal Árna Bergmanns við B.
Akúnin nýlega.
Morgunblaðið er að verða
eina dagblaðið sem sinnir bók-
um og bókmenntum reglulega
og birtir gagnrýni um bækur.
Lesbókin hefur sérstöðu vegna
ítarlegra viðtala við höfunda og
þar eru líka greinar um bók-
menntir, innlendar og erlendar.
Það efni sem birtist í Frétta-
blaðinu á laugardögum virðist
einkum pantað af útgefendum
þótt forvitnilegt efni slæðist
með. Má í því samhengi geta
slúðurs um erlenda rithöfunda.
Heiðurinn á að skipta ein-
hverju, bæði fyrir rithöfunda og
fjölmiðla. Sé fyrst og fremst
stefnt að því að koma til móts við æsiþörf les-
enda, kannski má kalla fyrirbrigðið landlægan
blóðþorsta, fer tómahljóðið að yfirgnæfa. Ís-
lendingar verða nákvæmlega eins og allar aðr-
ar þjóðir. Bókmenntakynningar leggjast niður
en við taka Glæpaverk.
Með vefsíður í huga er sérstök ástæða til að
benda á fjölbreyttan Skólavef. Þar eru m.a.
Skáld mánaðarins með sitt rými.
Morgunblaðið er nú komið með Hagalínsvef
en fyrir var Laxnessvefur. Þessi framkvæmd
lofar góðu. Ég má þó ekki verða eins og mað-
urinn sem vitnað var nýlega til í sænska tíma-
ritinu Artes (Nr. 1/2004):
„Gættu þín, þú ferð að líkjast Narkissosi, þú
ert alltof ánægður með sjálfan þig.“
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is
Lík, lögregluþjónar og heiður