Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 29
E
inleikurinn The Secret
Face eftir Elísabetu K.
Jökulsdóttur verður
frumsýndur í Iðnó að
kvöldi síðasta vetr-
ardags, þ.e. 21. apríl nk., en einleik-
urinn er frumsaminn á ensku fyrir
Pálínu Jónsdóttur leikkonu. Að sögn
aðstandenda er verkið gleðiharm-
leikur sem fjallar um stúlku sem
jarðar sjálfa sig tólf sinnum. Hún er
ástfangin af giftum manni og veit
ekki hvernig hún getur tjáð honum
ást sína. Í örvæntingu sinni leitar
hún, spyr og efast um eigin tilvist. Í
draumkenndu rými margmiðlunar
andspænis náttúrunni hefur stúlkan
boðið heimspressunni að verða vitni
að hinum stórskrýtna „jarðarfar-
arleik“ sínum sem ætlað er að leiða í
ljós sannleika og lygi lífs hennar.
Spurð hver kveikjan að sýningunni
hafi verið segir Pálína það vera gaml-
an draum sinn. „Fyrir þremur árum
vaknaði hjá mér löngun til að standa
fyrir frumsömdum leikhúsgjörningi
og ég sá fyrir mér að gera einleik. Ég
var hins vegar lengi að bræða þetta
með mér, hvort ég hefði hugrekki í
þetta og með hverjum ég vildi vinna
slíkt verkefni. Þegar ég síðan sá Ís-
lands þúsund tár eftir Elísabetu í
leikstjórn Steinunnar þá hugsaði ég
með mér að þetta væri teymið sem
mig langaði til að vinna með. El-
ísabetu af því hún er einstök skálda-
gyðja, en texti hennar er barnslega
vitur og fagur, en um leið skerandi
beittur. Steinunni valdi ég af því að
hún býr yfir listrænu innsæi og hug-
rekki og fer ótrauð nýjar leiðir í svið-
setningu sem gerir engar listrænar
málamiðlanir. Þetta var blandan sem
ég var að leita að og allt í einu var hún
komin upp í hendurnar á mér,“ segir
Pálína.
Fljótlega eftir að þær byrjuðu að
vinna saman var ljóst að ástin væri
þema sem yrði ofarlega á baugi í
verkinu. „Stúlkan í verkinu hefur
þörf fyrir að deila ást sinni, þessari
forboðnu ást á manni sem hún fær
ekki, með öllum heiminum og býður í
því skyni heimspressunni til sín.
Henni finnst ást sín vera svo einstök
og langar því til að hrópa um hana á
torgum úti. En þó ástin sé stórkost-
leg í sjálfu sér þá er hún ekkert ein-
stök, þetta er jú eitthvað sem flestar
manneskjur upplifa einhvern tímann
á lífsleiðinni. Að því leyti er þetta
ákveðin þversögn,“ segir Steinunn.
En sýningin fjallar ekki aðeins um
ástina, hún fjallar líka um manneskj-
una og hina eilífu sjálfsleit hennar.
„Meðal lykilspurninga í verkinu er:
„Hver er ég? Hvað hefur mótað mig
og gert mig að þeirri manneskju sem
ég er?“ Okkur fannst nefnilega afar
áhugavert að velta fyrir okkur spurn-
ingum um sjálfið og hvernig sagan og
umhverfið mótar okkur sem ein-
staklinga. Þessar tilvistarspurningar
eru sígildar og eiga alltaf erindi,
kannski einmitt af því að við fáum í
raun aldrei afgerandi heildarmynd,“
segir Steinunn. „Fyrir mér er þessi
sýning einhvern veginn eins og að fá
að kíkja inn í hugann á manneskju og
fá að horfa á hugsanir,“ bætir Pálína
við.
Aðspurðar hvers vegna farin hafi
verið sú leið láta frumskrifa verkið á
ensku segja þær Pálína og Steinunn
nokkrar ástæður liggja þar að baki.
„Við vissum strax að við vildum vinna
alþjóðlega sýningu með það að mark-
miði að fara með hana eitthvert út í
lönd. Upphaflega stóð reyndar til að
gera þetta fyrst á íslensku og þýða
síðan verkið yfir á ensku, en þegar til
kastanna kom fannst okkur hins veg-
ar óþarfi að fara lengri leiðina að
hlutunum og ákváðum því að hafa
þetta bara á ensku,“ segir Pálína.
Þess má geta að sýningunni hefur
verið boðið að taka þátt í The New
York International Fringe Festival
sem fram fer seinni hluta ágústmán-
aðar. Þetta er í áttunda sinn sem há-
tíðin er haldin og von er á u.þ.b. tvö
hundruð sýningum víðs vegar að úr
heiminum. Aðspurð hvaða þýðingu
það hafi að vera boðið á slíka hátíð
segir Pálína það mikinn heiður fyrir
sýninguna. „Því auðvitað vilja allir
komast á Manhattan með sína list ef
þeir vilja á annað borð vera með í ein-
hverju alþjóðlegu samhengi,“ segir
Pálína.
„En varðandi það að setja sýn-
inguna upp á ensku þá er það reynd-
ar hugmynd sem ég hef gengið með í
maganum í nokkur ár. Sífellt fleiri
borgartúristar sækja Reykjavík
heim á ári hverju. Þetta eru túristar
sem hafa áhuga á að sjá eitthvað af ís-
lenskri menningu og þá er bara allt í
lagi að sýna þeim eitthvað á tungu-
máli sem þeir hafa aðgang að. En
með því að hafa sýninguna á ensku
erum við að tala í stærra samhengi,
okkar áhorfandi er heimsborgarinn
ekki bara Reykvíkingurinn. Og af
hverju ekki búa til loftbrú í leiklist-
inni eins og gert er í músíkinni? Þetta
gæti verið lítið skref í þá átt,“ segir
Steinunn.
Þar sem Steinunn setti upp síðasta
sviðsverk Elísabetar liggur beint við
að spyrja hvernig sé að búa að þeirri
samvinnu. „Það hefur hjálpað mér
gífurlega. Mér fannst ég strax vera í
einhverjum sérstökum tengslum við
þennan texta og vera kunnug honum,
þó þetta væri nýtt verk. Mér finnst
mjög gaman að vinna með texta El-
ísabetar, því það er svo mikil fantasía
í honum. En jafnframt felst ákveðin
ögrun í því að vinna textann og finna
honum farveg í einhvers konar að-
gerð á sviði, því hann er svo hlaðinn
hugmyndum og myndum úr sérstöku
hugskoti Elísabetar,“ segir Steinunn.
„Hann er líka oft svo abstrakt, sem
er afar fallegt. Hann er líkt og ab-
strakt málverk og það er mjög
heillandi. Það er einstakur hæfileiki
að geta skrifað fantasíu og skapað
þannig töfra. Og ég vildi gera leikhús
sem eru töfrar og þessi texti eru
töfrar. Jafnframt er vinna Stein-
unnar og allra sem koma að þessu
líka töfrar,“ segir Pálína.
Geri þessa sýningu
á mínum forsendum
Undirrituð man síðast eftir Pálínu
á sviði sem Júlía í leikgerð Einleik-
hússins á Fröken Julie eftir Strind-
berg sem sýnd var sumarið 2001. Að-
spurð segist Pálína ekki hafa leikið á
sviði hér heima síðan þá, þar til nú.
„Satt að segja var ég ekki viss um að
ég vildi halda áfram í leiklist og fór
því að hugsa um aðra hluti. Ég hef
alltaf haft fyrir mottó að gera aðeins
það sem mig langar til að gera hverju
sinni. Í dag gengur allt út á að ná
miklum frama á sínu starfssviði og
þetta er gryfja sem margir leikarar
geta fallið í. Ég ákvað hins vegar fyr-
ir nokkrum árum að þetta væri ekki
leið sem ætlaði að fara í þessu lífi. Ég
ætlaði bara að vera lifandi hér og nú,
það sem skipti máli væri gleðin sem
hvert og eitt verkefni, af hvaða toga
sem það er, færði mér í það skipti.
Því velgengni fyrir mér er það að
vera hamingjusöm, vera sátt við
sjálfa mig og gera það sem skipti mig
máli í hverju sinni.“
En Pálína er samt komin aftur á
leiksviðið þannig að það er greinilega
eitthvað við leikhúsið sem lokkar.
„Maður kemst náttúrlega ekki hjá
því að vera maður sjálfur. Ég er alin
upp í leikhúsi og það er mér afar
kært. Hins vegar er ég bara að gera
þessa sýningu á mínum forsendum.
Það bað mig enginn að gera þetta. Ég
er að gera þetta af því ég hef listræna
þörf fyrir að standa fyrir svona
gjörningi og gera það með fólki sem
ég virði og treysti og langar til þess
að búa til listaverk með mér,“ segir
Pálína að lokum.
Skemmtilegast að vera í beinni
Aðspurð um tilurð verksins segist
Elísabet hafa skrifað einleikinn að
beiðni Pálínu. „Upphaflega ætlaði ég
að skrifa eina heila sögu um mann-
eskju með ákveðnu upphafi og
ákveðnum endi, hins vegar má segja
að verkið hafi tekið af mér völdin og
hreinlega farið að skrifa sig sjálft,
eins og oft gerist. Í mínum huga má
túlka verkið þannig að þetta eru tólf
jarðarfarir. Maður getur hins vegar
bæði séð þetta sem svo að verið sé að
jarða sömu konuna tólf sinnum, en
líka sagt að þetta séu tólf konur.
Þannig eru þetta brot úr tólf sögum
sem raðast samt á einhvern hátt sam-
an í eina heild.“
Eitt af lykilatriðum verksins er
biðin, en konan í verkinu er að bíða
eftir heimspressunni. „Fyrir mér er
hún að bíða eftir heimspressunni af
því að hún þarf að fá ákveðið svar.
Hins vegar virðist leikritið fara í
gang á meðan hún bíður. Þetta er
eins og oft þegar maður bíður eftir
einhverju ákveðnu þá á meðan kemur
eitthvað allt annað. Að því leyti minn-
ir þetta nokkuð á Estragon og Vla-
dimir sem voru að bíða eftir Godot. Á
meðan þeir biðu kom eitthvað allt
annað, t.d. Lucky og Pozzo, en Godot
kom ekki. Þetta er eins og ef maður
er rosalega skotinn í einhverjum, á
meðan sér maður kannski ekki ein-
hvern annan sem maður ætti að vera
skotinn í, eitthvað tækifæri sem mað-
ur missir af vegna þess að maður er
alltaf að einblína í eina ákveðna átt.
Annað lykilatriði er að jarða sig alltaf
í öllu, leyfa sjálfum sér ekki að
blómstra eða gera t.d. „ekki neitt“. Í
staðinn mokar maður yfir sig. Stund-
um glittir í augu í haugnum eða þúf-
unni. Það er þúfa í leikritinu sem er
einn af leynistöðum persónunnar.
Leikritið er líka um leyndina og ást-
ina, og hvað má maðurinn sem ég
elska koma nálægt mér?“
Aðspurð segist Elísabet hafa sér-
staklega gaman af því að skrifa fyrir
leikhús þar sem það sé svo krefjandi.
„Mér finnst alltaf skemmtilegast að
vera í beinni útsendingu, t.d. þegar
ég kem fram í sjónvarps- eða út-
varpsviðtali, því þá verð ég hreinlega
að segja eitthvað sem er lifandi. Það
sama á við um leikhúsið, því þar verð-
ur hver einasta replikka að vera lif-
andi. Mér hefur alltaf fundist leik-
húsið svo töfrandi staður. Ætli það sé
ekki barnið í mér. Helst af öllu langar
mig í mitt eigið leikhús, þannig að ef
einhver á stórt herbergi einhvers
staðar þá væri ég til í að fá það og
skrifa stanslaust inn í herbergið. Eða
vill einhver gefa mér hús? Ég ætla að
nefna leikhúsið Elísabetarleikhúsið.“
Steinunn setti líka upp síðasta leik-
rit Elísabetar, Íslands þúsund tár,
fyrir nokkrum árum. Spurð hvernig
sé að búa að því samstarfi segir El-
ísabet það afar gott. „Ég treysti
Steinunni náttúrlega mjög vel vegna
þess að mér fannst hún vinna ofsa-
lega fína vinnu í Íslands þúsund tár.
Það skiptir miklu máli að vera örugg-
ur í samstarfinu og vita að fólk vinnur
vinnu sína vel og er að gera hluti sem
maður er sáttur við. En mér finnst
líka mjög spennandi að vinna með
fólki sem ég hef aldrei unnið með áð-
ur, eins og er tilfellið með Pálínu.
Hún á auðvelt með að sýna inn í
kviku, tilfinningahólfið, en er um leið
mjög tæknileg.“
Eins og fram kom hér að ofan
skrifaði Elísabet einleikinn á ensku
og er það, að hennar sögn, í fyrsta
sinn sem hún frumskrifar verk á því
tungumáli. „Það var mjög sér-
kennileg reynsla. Ég er enginn
enskusnillingur. Hins vegar rak ég
mig á að Íslendingar eru svo góðir í
ensku, allir nema ég. Við það að
skrifa á öðru tungumáli þá er eins og
það hafi hreinlega opnast einhver
flóðgátt og það kviknuðu hugmyndir
að alla vegna sjö öðrum leikritum. Ég
held að þessi flóðgátt hafi opnast við
það að vera að skrifa á ensku, því ég
var að skrifa á mjög einfaldan hátt og
fyrir vikið varð hugsunin ofboðslega
tær. Svona flóðgátt opnaðist síðast
þegar Halldór Laxness dó, þá komu
líka sjö leikrit. Ég ætla að rannsaka
þetta mál,“ segir Elísabet að lokum.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Fyrir mér er þessi sýning einhvern veginn eins og að fá að kíkja inn í hug-
ann á manneskju og fá að horfa á hugsanir,“ segir Pálína Jónsdóttir.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 29
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem
Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú
orðinn einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða
einstakt mannlíf, menningu og
skemmtun. Hér getur þú valið um
góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta
Budapest og spennandi kynnisferðir
með fararstjórum Heimsferða.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.950
Flugsæti til Budapest, 29. apríl með
sköttum. Netverð.
Verð kr. 39.950
Helgarferð, 29. apríl, gisting á hótel
Mercure Metropol með morgunmat,
m.v. 2 í herbergi í 4 nætur. Flug, gisting,
skattar. M.v. að bókað er á netinu
www.heimsferdir.is
Símbókunargjald kr. 1.500 á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu sætin
Helgarferð til
Budapest
29. apríl
frá kr. 29.950
eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur.
Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir.
Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson.
Búningar: Fillipía I. Elísdóttir.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.
Kvikmyndatækni: Elísabet
Rónaldsdóttir.
Leikari: Pálína Jónsdóttir.
The Secret Face
Hver er ég? Er ég sönn eða login? Þetta eru
lykilspurningar í nýjum einleik Elísabetar
Kristínar Jökulsdóttur, The Secret Face,
sem frumsýndur verður í Iðnó að kvöldi síð-
asta vetrardags. Silja Björk Huldudóttir
ræddi við Elísabetu, Pálínu Jónsdóttur leik-
konu og Steinunni Knútsdóttur leikstjóra.
silja@mbl.is
Líkt og abstrakt
málverk