Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 35 Leikrit Önnu Rósu Sigurð-ardóttur Plómur í NewYork verður frumsýnt íTheatre Row-leikhúsinu í New York-borg síðsumars. Að sögn Önnu Rósu stóð upphaflega til að frumsýna verkið nú á vor- mánuðum en sökum seinagangs upphaflega framleiðandans ákvað hún að finna annan framleiðanda og gerast jafnframt sjálf meðfram- leiðandi. Það hafði í för með sér að fyrirhugaðri frumsýningu var frestað fram á sumar. Að sögn Önnu Rósu hefur hana lengi dreymt um að setja upp sýningu í New York eða alveg síðan hún var í leiklistarnámi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Uppsetningin á Plómum í New York í Theatre Row á sér nokkuð langan aðdrag- anda, allt frá því að Anna Rósa skrifaði handritið og setti upp míníútgáfu af verkinu í Seattle fyr- ir nokkrum árum. „Ég hélt áfram að vinna með handritið og fékk síð- an gott fólk til að vinna að upp- setningu verksins í fyrra,“ segir Anna Rósa sem fer með eina hlut- verkið í verkinu, en í samvinnu við Heru Ólafsdóttur leikstjóra, Rósu Guðmundsdóttur sem sá um tón- listina og Móeiði Helgadóttur og Egil Ingibergsson sem sáu um leikmynda-, ljósa og búningahönn- un settu þau upp Plómur í Tjarn- arbíói síðasta vor. Í haust var sýningin síðan end- urfrumsýnd í Gamla bíói undir heitinu Plómur í New York en þá var Anna Rósa búin að endurskrifa hluta handritsins auk þess að þýða verkið yfir á ensku, enda stóð til að fara með sýninguna út og sýna í New York-borg strax upp úr ára- mótum. Að sögn Önnu Rósu hafði Susan Burdian, umboðsmaður verksins úti, aðstoðað við að finna aðila til að framleiða sýninguna og sýningarhúsnæði, en sýna átti í Theatre Row-leikhúsinu sem stað- sett er við 42. stræti. Þegar til kastanna kom reyndist framleið- andinn hins vegar vinna mun hæg- ar en þau höfðu gert ráð fyrir. „Á endanum ákváðum við því að slíta samstarfinu og tókum að okkur að finna nýjan meðframleiðanda. Ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins farið í svörtu fötin, mætt með skjalatöskuna undir arminn og selt fólki þessa hugmynd.“ Anna Rósa segist fljótlega hafa sigtað út ákveðið fyrirtæki og farið á fund forstjóra þess. „Ég mætti því í svörtu fötunum og nið- urstaðan var sú að við fengum fjármagn til að setja upp sýn- inguna,“ segir Anna Rósa og bætir við: „Það var sannarlega frábært að finna að forsvars- menn fyrirtækisins hafi slíka trú á manni.“ Spurð hvaða fyrirtæki þetta sé segist Anna Rósa ekki mega láta nafn þess getið þar sem þeir vilji njóta nafnleyndar, en tekur þó fram að þetta sé stórt viðskiptafyrirtæki. Nauðsynlegt að búa yfir fáránlega miklu jákvæði Þegar fjármagnið loks var í höfn var hins vegar búið að ráð- stafa upphaflega sýningartím- anum í Theatre Row-leikhúsinu og þess vegna var frumsýning- unni frestað fram á sumar. Að sögn Önnu Rósu er fyrirhugað að frumsýna Plómur í New York 6. ágúst nk. og sýna 5–7 sinnum í viku fram í septembermánuð í stærsta sal leikhússins, The Acorn, en leikhúsið býr yfir sex sölum sem taka frá tæplega 90 til 200 manns í sæti. „Ég er mjög spennt að fara að sýna í Theatre Row, enda er þetta leikhús þar sem mörg af mínum uppáhalds leikskáldum vinna, fólk á borð við John Patrick Shanley, Wallace Shawn og Neil Labute. Ég hef einu sinni áður unnið í þessu leik- húsi, en það var fyrir nokkrum ár- um og þá var það í mikilli nið- urníðslu. Þegar ég skoðaði það núna með Plómur í huga átti ég satt að segja ekki orð yfir þeim miklu endurbótum sem gerðar hafa verið á leikhúsinu í millitíðinni.“ Aðspurð segist Anna Rósa alltaf hafa dreymt um að sýna eigið handrit í New York. „Ég á einfald- lega í nokkurs konar ástarsam- bandi við þessa borg. Allt frá því ég heimsótti hana fyrst 18 ára gömul og bjó þar um tíma hef ég verið með annan fótinn þarna og stefni að því að fara í frekara nám í skrifum í New York, vonandi haustið 2005. Einhverra hluta vegna líður mér best í New York, þar finnst mér ég einhvern veginn vera mest ég sjálf, auk þess sem mér finns fólk fatta mig þar, þ.e. hver ég er. Kannski má segja að það sé ákveðinn samhljómur milli mín og þessarar borgar,“ segir Anna Rósa og brosir. En það er ekki lítið mál að flytja heila sýn- ingu milli landa og fá það fjármagn og stuðn- ing sem til þarf og því liggur beint við að spyrja Önnu Rósu hvort hún hafi aldrei haft efasemdir um að þetta myndi hafast. Anna Rósa svarar spurningunni um hæl neitandi, hugsar sig síðan aðeins um og bætir við: „Mér fannst ekkert eðlilegra en að þetta myndi ganga upp. Ég trúi því nefni- lega að ef maður ætlar sér eitthvað þá tekst manni það á endanum, þó það gæti jafnvel tekið lengri tíma en maður hafði upp- haflega gert ráð fyrir. Þetta krefst bara mikillar þol- inmæði, auk þess sem nauðsynlegt er að búa yfir fáránlega miklu já- kvæði,“ segir Anna Rósa að lokum. Plómur á leið til New York Plómur í New York verður frumsýnt í sal Theatre Row-leikhússins sem nefnist The Acorn í ágúst. Anna Rósa Sigurðardóttir leikur á móti klippimyndaskuggum í einleik sínum. Líflæknirinn eftir Per Olov Enquist er komin út í kilju. Þýðandi er Halla Kjartansdóttir. Líflæknirinn er söguleg skáld- saga og hefur sóp- aði að sér verð- launum á Norðurlöndum. Hún var valin besta er- lenda skáldsaga ársins 2001 í Frakk- landi og er metsölubók í Þýskalandi. Líflæknirinn fjallar um eitt merkileg- asta skeið norrænnar sögu, sem stundum er kallað Struensee-tíminn. Þýski læknirinn og hugsjónamaðurinn Struensee vann fullan trúnað hins geðsjúka Kristjáns 7. Danakonungs, sem þá var líka konungur yfir Íslandi, en jafnframt hjarta Karólínu Matt- hildar, drottningarinnar ungu. Á valda- tíma sínum innleiddi hann ýmsar rót- tækar breytingar á stjórn danska ríkisins í anda frönsku byltingarinnar – en tuttugu árum fyrr. Danski aðall- inn brást hins vegar ókvæða við skyndilegum völdum Struensees og harðvítug barátta fór fram við hirðina. Útgefandi er Mál og menning. Kilj- an er 314 bls., prentuð í Danmörku. Bergdís Sigurðardóttir gerði kápu. Verð 1.799 kr. Kilja Svo fögur bein eftir Alice Sebold er komin út í kilju. Þýðandi er Helga Þór- arinsdóttir. Bókin kom út í innbund- inni útgáfu fyrir jól. Á leið heim úr skóla mætir Susie Salmon, fjórtán ára gömul stúlka, morðingja sínum. Hún fer til himna og þar fær hún allar óskir sínar uppfylltar – nema það sem hún þráir heitast, að hverfa aftur til ástvina sinna á jörðu niðri. Úr fjarska fylgist Susie með for- eldrum sínum, systkinum og vinum takast á við reiði, sorg og söknuð. Öll reyna þau á sinn hátt að afbera hina skelfilegu martröð og smám saman leggur tíminn græðandi hönd á harm- inn. Bókin hlaut ABBY-verðlaunin 2003 sem eru verðlaun breskra bóksala. Bókin er frumraun höfundar og hefur hún selst í yfir tveimur milljónum ein- taka og setið í efstu sætum met- sölulista vestra í 68 vikur samfleytt og þar af langtímum saman í 1. sæti. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er prentuð í Danmörku. Verð: 1.590 kr. Kilja PÁLL Sigurðsson, pró- fessor í lögfræði við Há- skóla Íslands, hefur verið mikilvirkur á ritvellinum. Samkvæmt ritaskrá aftast í þessari bók hefur hann ritað 33 bækur. Flestar eru þær að sjálfsögðu um lögfræði, en hann hefur líka látið sig sitthvað fleira varða. T.a.m. ritaði hann stórt tveggja binda ritverk um sögu hús- næðis- og byggingamála Háskóla Ís- lands. Þá hefur hann margt ritað um ferðamál og umhverfismál. Greinasafnið, sem hér birtist í einni bók, ber fjölþættum áhugamál- um höfundar vitni. Eftir efni skiptist það í sex svið. Fyrst koma sextán greinar um Laganám og lögvísi. Þá eru tólf greinar undir samheitinu Al- menn háskólamálefni. Í þriðja lagi eru sautján greinar um lög og sam- félag. – Og víkur nú að öðrum efnum. Tólf greinar bera yfirtitilinn Um- hverfisvernd og skyld efni. Sex greinar eru Af vettvangi Ferða- félags Íslands. Og loks eru fjórar greinar, sem nefnast Í ljósgráu gamni og alvöru. Eins og í Inngangi segir hafa flest- ar greinanna birst áður, einkum í Morgunblaðinu, en fjórtán þeirra (af 67) koma hér á prent í fyrsta sinn. Allt eru þetta nýlegar greinar. Sú elsta er frá árinu 1995, en nokkrar eru alveg nýjar af nálinni. Þeir sem á annað borð lesa slíkar greinar í dagblöðum, kann- ast því sjálfsagt við mikið af efni bókarinnar. Ekki er þetta fræðirit, sem varla er heldur við að búast um dagblaðsgreinar. Í mörgum þeirra er bent á aðkallandi verkefni eða æskilegar breytingar eða almenningi er greint frá ýmsu sem varðar málefni Háskólans. Hér eru hvatningarorð og ávörp til stúdenta, afmælisgrein- ar til samkennara, hvassar ádeilu- greinar (Hveravallamálið), ferða- þættir og ótalmargt fleira eins og nærri má geta um nærri sjö tugi greina. Allar eru þessar greinar stuttar og margar hverjar bundnar við tiltekn- ar aðstæður, sem vafalaust fennir fljótlega yfir. Höfundur skrifar þægilegan stíl og kemur boðskap sínum skilmerki- lega á framfæri, enda er hann enginn viðvaningur með stílvopnið eins og fram hefur komið hér á undan. Bók- arheitið Skæðadrífa er vel til fundið, því að skæðadrífa er þetta safn svo sannarlega. Lög og samfélag BÆKUR Greinasafn Páll Sigurðsson. Safn stuttra greina um lög og samfélag. Háskólaútgáfan, 2003, 334 bls. SKÆÐADRÍFA Páll Sigurðsson Sigurjón Björnsson Launajöfnuður kynja í atvinnustefnu Evrópusambandsins, „Equal pay and gender mainstreaming in the Europ- ean Employment Strategy“ er nýlega komin út í Evrópu. Ritstjórar eru Lars Magnusson, prófessor við Uppsala- háskóla, Lilja Mósesdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst og Amparo Serrano Pascual, fræðimað- ur við Rannsóknarstofnun evrópsku verkalýðshreyfingarinnar (ETUI). Í bók- inni leggja fjölmargir sérfræðingar á sviði vinnumarkaðsmála mat á að- gerðir stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins til að draga úr kynbundnum launamun í Evrópu. Ásamt því að rit- stýra bókinni skrifar Lilja kafla um fræðilegar skýringar á launamun karla og kvenna. Gerð er grein fyrir helstu kostum og hindrunum við að beita áætlunum eins og atvinnustefnu Evrópusam- bandsins til að draga úr kynbundnum launamun. Meginniðurstaða bók- arinnar er að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eigi að hætta að einblína einungis á óskýrðan kyn- bundinn launamun og taka upp heild- ræna stefnu sem tekur á flóknu sam- spili fjölmargra þátta eins og staðalmyndum um t.d. karlfyrirvinn- una, kynskiptingu vinnumarkaðarins og kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna. Nánari upplýsingar um bókina er að finna á vefsvæðinu http:// www.etuc.org/ETUI/New/ Equalpay.cfm Bókin er gefin út af ETUI og sam- starfsnefnd sænskrar verkalýðshreyf- ingar um Evrópumál (SALTSA). Launamunur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.