Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 36
36 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
17. apríl 1994: „Í Morg-
unblaðinu í gær var frá því
skýrt, að flugvirkjar hefðu
boðað verkfall frá 25. apríl til
30. apríl. Augljóst er, að
vinnustöðvun flugvirkja hlýt-
ur að hafa mjög truflandi
áhrif á starfsemi Flugleiða
og verða fyrirtækinu dýr.
Einar Sigurðsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að allt flug á vegum fé-
lagsins mundi stöðvast mjög
fljótlega ef til verkfalls kæmi.
Rekstur flugfélaga er við-
kvæmari nú á tímum en
rekstur vel flestra annarra
atvinnufyrirtækja, eins og
dæmin sanna. Flugfélög
leggja í gífurlega fjárfestingu
í tækjabúnaði og ekkert má
út af bera til þess að rekst-
urinn standi undir fjárfest-
ingunni.
Staða Flugleiða hefur
veikzt. Fyrirtækið hefur ekki
skilað nægilega góðri afkomu
og eiginfjárstaða þess hefur
heldur versnað á und-
anförnum árum. Hvarvetna í
nálægum löndum hafa flug-
félög átt við mikla erfiðleika
að stríða á síðustu árum og
sum þeirra orðið gjaldþrota
og hætt starfsemi. Að stöðva
rekstur Flugleiða með verk-
fallsaðgerðum eins og málum
er háttað er glapræði. Flug-
virkjarnir, sem verkfallið
boða, eru með slíkum aðgerð-
um að grafa undan sjálfum
sér og sinni lífsafkomu um
leið og þeir stofna afkomu
annarra starfsmanna fyr-
irtækisins í stórhættu.
Flugleiðir hafa lagt út í
gífurlega fjárfestingu á und-
anförnum árum í nýjum flug-
vélum. Sennilega hefur félag-
ið gengið heldur langt í þeim
fjárfestingum. Af þeim sök-
um er full ástæða til að hafa
nokkrar áhyggjur af stöðu
þess. Ef rekstrarstöðvun
bætist við vegna verkfalls-
aðgerða er alveg augljóst, að
stefnt getur í enn erfiðari
stöðu fyrirtækisins.
Sú tíð er liðin að fámennir
starfshópar í fyrirtækjum
geti leyft sér að stöðva um-
fangsmikinn atvinnurekstur
með þessum hætti. Raunar
er löngu tímabært að taka til
umræðu breytingar á lög-
gjöf, sem koma í veg fyrir að
fámennir hópar geti stofnað
lífsafkomu og atvinnuöryggi
fjölmennra starfshópa á
sama starfssviði í stórhættu.
Þess vegna ættu flugvirkjar
að hugsa sinn gang og endur-
skoða þessa verkfallsboðun.“
. . . . . . . . . .
17. apríl 1984: „James D.
Watkins, aðmíráll, yfirmaður
alls flota Bandaríkjanna, seg-
ir í skýrslu til Bandaríkja-
þings sem fylgir fjárlaga-
tillögum fyrir árið 1985, að
því aðeins geti floti Banda-
ríkjanna fullnægt þeim kröf-
um sem til hans séu gerðar
kæmi til langvinnra átaka að
hann fái afnot af kaupskipum
til flutninga fyrir sig. Paul X.
Kelley, hershöfðingi, yfir-
maður alls landgönguliðs
Bandaríkjanna, segir í
skýrslu sinni af sama tilefni,
að allt verði að gera til þess
að styrkja kaupskipaflotann.
Hér er hreyft máli sem eng-
um kemur á óvart og síst Ís-
lendingum miðað við reynslu
þeirra til dæmis í síðari
heimsstyrjöldinni. Engu að
síður má spyrja miðað við
brölt bandarísks skipafélags
í skjóli laga um einokun sem
nú sýnist að eigi að beita um
flutninga fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli hvort inn-
an Atlantshafsbandalagsins
beri að túlka orð bandaríska
aðmírálsins og hershöfðingj-
ans á þann veg að aðeins eigi
að treysta á bandarísk skip í
flutningum á Norður-
Atlantshafi eða milli Íslands
og Bandaríkjanna.
bandaríska stjórnkerfið er
stórt og viðamikið en verður
þó að hafa samræmi í stefnu
og ákvörðunum. Aðförin að
íslenskum kaupskipum í
skjóli bandarískra einok-
unarlaga stangast á við allt
það sem skynsamlegt getur
talist þegar hugað er að sigl-
ingum og vörnum.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
G
eorge W. Bush Bandaríkja-
forseti og Tony Blair, for-
seti Bretlands, hafa enn á
ný snúið bökum saman.
Samskipti ríkjanna hafa
ávallt verið öflug og í sagn-
fræðinni er iðulega talað um
hið „sérstaka samband“
þeirra. Blair hefur lagt sérstaka rækt við þetta
samband og verður síst sagt að það sé vegna póli-
tískrar hentisemi. Samskipti Blairs og Bills Clint-
ons voru náin, enda mátti segja að þeir væru póli-
tískir samherjar, en lítil eða engin breyting varð á
þegar Bush varð forseti. Enginn þjóðarleiðtogi
hefur verið jafn ötull á alþjóðavettvangi við að
styðja Bush í málefnum Íraks og Blair, sem iðu-
lega hefur gengið fram fyrir skjöldu og jafnvel
verið betri málsvari innrásarinnar í Írak en
Bandaríkjaforseti sjálfur.
Í gær, föstudag, komu Blair og Bush saman á ný
og eftir að hafa ræðst við gáfu þeir út sameiginlega
yfirlýsingu í Rósagarðinum við Hvíta húsið. Í yf-
irlýsingunni sögðust þeir hvergi mundu hvika í
baráttunni fyrir því að gera Írak að frjálsu lýðræð-
isríki þrátt fyrir þá óöld, sem þar ríkti núna. „Írak
verður frjálst, Írak verður sjálfstætt, Írakar verða
friðsöm þjóð og við munum ekki láta hræðslu og
ógnanir hafa áhrif á okkur,“ sagði Bush. Blair tók í
sama streng, en varaði við því að eftir því sem nær
drægi að bráðabirgðastjórn tæki við í landinu 30.
júní mætti búast við því að hættan á ofbeldisverk-
um myndi aukast. „Þetta gat aldrei orðið auðvelt
og er það ekki núna,“ sagði breski forsætisráð-
herrann.
Í frétt í laugardagsblaði Morgunblaðsins segir
að ætlunin með fundinum hafi verið að sýna fram á
að leiðtogarnir væru einhuga og því bætt við að
fréttaskýrendur hefðu sagt að Blair myndi ef til
vill gagnrýna aðferðir Bandaríkjamanna í Írak og
segja þá ganga of hart fram, en það hefði hann
ekki gert.
Áhersla á hlut-
verk SÞ
Athygli vakti að leið-
togarnir lögðu báðir
áherslu á að Samein-
uðu þjóðirnar myndu
leika mikilvægt hlutverk í Írak. Alþjóðasamfélagið
hefur hamrað á nauðsyn þess að Sameinuðu þjóð-
irnar leiddu uppbygginguna í Írak og hefðu meira
að segja um atburðarásina þar í landi. Bandaríkja-
menn hafa hins vegar verið nánast einráðir um
gang mála og lagt línurnar eftir sínu höfði. Nú er
sú staða hins vegar komin upp að Bush kann að sjá
að eigi hann að halda saman því bandalagi, sem
hann hefur myndað um aðgerðir sínar í Írak, þurfi
hann á Sameinuðu þjóðunum að halda. Nægir í
þeim efnum að benda á afstöðu Spánverja, sem
hyggjast draga herlið sitt burt frá Írak verði
ábyrgð ekki falin í hendur Sameinuðu þjóðunum,
en einnig hafa Frakkar og Þjóðverjar margsinnis
ítrekað að SÞ eigi að leika lykilhlutverk í uppbygg-
ingunni í landinu. Hin pólitíska staða Blairs, sem
með stuðningi sínum við Bush hefur bakað sér
töluverðar óvinsældir kjósenda, kynni einnig að
batna. Þá er líklegt að Bush líti svo á að það myndi
henta sér pólitískt á kosningaári að Sameinuðu
þjóðirnar kæmu til skjalanna. Umræðan um at-
burðarásina í Írak og stríðið gegn hryðjuverkum
hefur verið mjög hávær og óánægja bandarískra
kjósenda með frammistöðu Bush í embætti hefur
farið vaxandi. Samkvæmt könnun, sem birtist á
föstudag, eru nú 56% Bandaríkjamanna þeirrar
hyggju að Bush hafi enga skýra áætlun um það
hvernig eigi að greiða úr málum í Írak. John
Kerry, væntanlegur forsetaframbjóðandi demó-
krata, hefur gagnrýnt Bush harkalega vegna inn-
rásarinnar í Írak og hvernig staðið hefur verið að
uppbyggingu þar og það er síður en svo eina gagn-
rýnin á forsetann, sem heyrist um þessar mundir.
Því gæti það hjálpað Bush að leggja áherslu á að
fela Sameinuðu þjóðunum hlutverk í Írak og fá
þann stuðning alþjóðasamfélagsins, sem í því yrði
fólginn.
Bæði Blair og Bush lögðu á föstudag áherslu á
að Sameinuðu þjóðirnar hefðu mikilvægu hlut-
verki að gegna í Írak. Þar ræddu þeir fjálglega um
tillögur Lakhdars Brahimis, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sérlegs
sendimanns Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ,
í Írak. Brahimi, sem er fyrrverandi utanríkisráð-
herra Alsírs, hefur rætt við hina ýmsu hópa í Írak
og gert áætlun um að bráðabirgðastjórn taki við af
hernámsstjórninni, sem Paul Bremer fer fyrir, 1.
júlí. Bráðabirgðastjórnin verði við völd fram að
þingkosningum í janúar. Kveðst Brahimi vona að
hægt verði að mynda slíka stjórn í maí. Leggur
hann einnig til að efnt verði til þjóðfundar í Írak
skömmu eftir valdaframsalið til að stuðla að sátt-
um. „Á þjóðfundinum yrði kosið ráðgjafarþing
sem starfaði með ríkisstjórninni fram að þing-
kosningum í janúar,“ sagði Brahimi.
Viðbrögð við tillögum hans hafa verið jákvæð í
bandaríska stjórnkerfinu og lýsti Colin Powell
utanríkisráðherra þær skynsamlegar þótt banda-
rísk stjórnvöld ættu eftir að ræða þær frekar við
Sameinuðu þjóðirnar, ríkin, sem tækju þátt í her-
námi Íraks, og framkvæmdaráðið í Bagdad.
„Við fögnum tillögunum, sem Brahimi, sérlegur
sendimaður SÞ, hefur lagt fram,“ sagði Bush í
Rósagarðinum. „Hann hefur bent á leið fram á við
til þess að koma á bráðabirgðastjórn, sem í stórum
dráttum er viðunandi fyrir írösku þjóðina.“ Hann
sagði að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra
myndu áfram vinna að því með Sameinuðu þjóð-
unum að undirbúa almennar kosningar í Írak í
janúar á næsta ári. „Við erum þakklát fyrir það að
Brahimi mun brátt snúa aftur til Íraks til að halda
sínum mikilvægu störfum áfram,“ sagði Bush.
„Augljóslega eiga eftir að fara fram viðræður, sem
Brahimi leiðir, en hugmyndin er að sett verði sam-
an stjórn byggð á breiðum grunni, á næsta ári
verði tekin upp ný stjórnarskrá og loks haldnar
lýðræðislegar kosningar,“ sagði Blair og hét því að
Sameinuðu þjóðirnar myndu „gegna lykilhlut-
verki“ í valdaframsalinu og hvatti til þess að ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýja
ályktun til þess að varða leiðina bæði í pólitískum
skilningi og öryggismálum.
Skuldbinding
um valda-
framsal
Bush sagði að það væri
mikilvægt að Banda-
ríkjamenn og Bretar
stæðu við skuldbind-
ingu sína um valda-
framsalið og fullviss-
uðu Íraka um að þeir yrðu ekki skildir eftir að því
loknu. „Ef þeir halda að við munum snúa við og
flýja af hólmi, ef með öðrum orðum ástandið
versnar og við segjum bara „sjáumst síðar“ mun
enginn koma til varnar frelsinu,“ sagði Bush.
Breskur blaðamaður spurði Bush og Blair hvort
þeir hefðu leitt þjóðir sínar á asnaeyrum með því
að fara í stríð við Íraka í ljósi þess að hvorki hefðu
fundist gereyðingarvopn í Írak né tekist að sýna
fram á tengsl á milli Saddams Husseins, fyrrver-
andi leiðtoga landsins, og hryðjuverkasamtakanna
al-Qaeda.
„Þetta er söguleg barátta og nú er mjög mik-
ilvægt augnablik,“ sagði Blair fullur eldmóðs.
„Ímyndið ykkur stöðugt Írak þar sem ríkir vel-
megun og lýðræði og hugsið ykkur þau skilaboð,
sem það myndi gefa, þar væri komið í einni svipan
svar við öllum eitraða áróðrinum gegn Bandaríkj-
unum, um að gerð hefði verið árás á múslíma eða
að hér væri á ferð stríð í þágu siðmenningar …
Írak undir stjórn Íraka, auðlindir landsins í eigu
Íraka og tákn vonar og lýðræðis í Mið-Austurlönd-
um. Í mínum huga er þetta málstaður sem hver
einasti maður, sem er velviljaður og góður í hjarta
sínu, ætti að geta stutt.“
„Vel af sér vikið, forsætisráðherra,“ sagði Bush
þá. „Vel gert.“
Það þarf hins vegar meira en góðan ásetning til
þess að snúa við þeirri uggvænlegu þróun, sem við
höfum orðið vitni að í Írak eftir að Saddam Huss-
ein var hrakinn frá völdum. Mannfall hefur orðið
mun meira í röðum Bandaríkjamanna, en búist
var við. Enn fleiri Írakar hafa fallið, bæði í hryðju-
verkum og aðgerðum Bandaríkjamanna. Hernám-
ið er gríðarlega óvinsælt og jafnvel íraskir stuðn-
ingsmenn innrásarinnar eru farnir að gagnrýna
það harðlega hvernig hernámsstjórnin undir for-
ustu Bremers hefur hagað málum. Bremer hefur
verið gagnrýndur sérstaklega og sagt að hann hafi
gert hvert glappaskotið á fætur öðru. Andstaðan
hefur getið af sér bandalög, sem fáa hefði órað fyr-
ir að óreyndu, og er nú svo komið að sjítar og
súnnítar eru farnir að snúa bökum saman. Hin
svokallaða framkvæmdastjórn nýtur lítilla vin-
sælda og þykja þeir, sem í henni sitja, lítið annað
en leppar Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn
þykja hafa gengið fram af mikilli hörku í borginni
Fallujah og lýsingar sem borist hafa af ástandinu
þar eru óhugnanlegar. Benda þær til þess að að-
gerðir þeirra hafi að miklu leyti bitnað á óbreytt-
um borgurum og í einni frásögn var ástandinu þar
líkt við umsátrið um Sarajevo á sínum tíma.
Fögur orð bandarískra ráðamanna um frelsi,
lýðræði og bjarta framtíð Íraks eru í beinni and-
stöðu við þann veruleika, sem blasir við borgurum
landsins á degi hverjum. Reyndar virðist Bush að
einhverju leyti gera sér grein fyrir því og á blaða-
mannafundi sínum á þriðjudagskvöld kvaðst hann
skilja að menn vildu ekki sætta sig við að land sitt
væri hernumið, hann ekki heldur. Þessi skilningur
þarf hins vegar að skila sér í því hvernig Banda-
ríkjamenn ráða ráðum sínum í Írak. Það er veru-
legt áhyggjuefni fyrir Bandaríkjamenn ef hernám
þeirra í Írak fer fram með þeim hætti að meira að
segja Írakar, sem studdu innrásina, snúast gegn
þeim og því er mikilvægt að finna leið til að fram-
selja valdið í landinu með trúverðugum hætti.
MCDONALD’S OG OFFITA
Ífyrradag birtist svohljóðandi fréttá forsíðu Morgunblaðsins:„Stærsta skyndibitakeðja heims,
McDonald’s, hóf í gær herferð gegn of-
fitu í Bandaríkjunum og kynnti áform
um að bjóða upp á hollari mat í öllum
veitingahúsum sínum í landinu.
Skyndibitakeðjan hóf mikla auglýs-
ingaherferð til að kynna þessi áform og
verjast ásökunum um að hún hefði
stuðlað að óhollu mataræði og offitu.
Frá og með 6. maí geta viðskiptavinir
13.500 veitingahúsa McDonald’s í
Bandaríkjunum keypt hollan málsverð
með salati og vatni auk þess sem hon-
um fylgir skrefmælir til að hvetja fólk
til að ganga meira. Börnunum verður
einnig boðið upp á heilnæmara fæði og
drykki svo sem eplasneiðar og ávaxta-
safa í stað franskra kartaflna og gos-
drykkja.“
Offita er að verða eitt stærsta heilsu-
farsvandamálið á Vesturlöndum og
sækir nú stíft á börn og unglinga. Of-
fitu fylgja svo sálræn vandamál, sem
geta orðið erfið viðureignar. Þessi
heilsufarsvandi er rakinn beint til
hinna svonefndu skyndibitastaða og
raunar einnig til matvælaframleiðslu-
fyrirtækja, sem framleiða tilbúinn mat,
en þessi fyrirtæki hafa á undanförnum
mánuðum reynt að bregðast við með
ýmsu móti. Ástæðan er ekki fyrst og
fremst manngæzka, þótt ekki skuli
gert lítið úr henni hjá forráðamönnum
þessara fyrirtækja, heldur minnkandi
sala. Fólk hefur nú orðið meiri þekk-
ingu á mat og gerir sér betur grein fyr-
ir því hvað er hollt og hvað er óhollt.
Vaxandi sala á svonefndum lífrænum
matvælum er vísbending um hvert
stefnir. Það er ekki sama epli og epli
svo að dæmi sé nefnt.
Lífsstíll nútímamannsins gerir kröfu
til að á boðstólum sé matur, sem ekki
þarf að hafa mikið fyrir. En aukin
þekking kallar líka fram kröfur um að
sá matur sé hollur. Það er ekki allt já-
kvætt við það að báðir foreldrar vinni
úti, þótt það sé að vísu undirstaða af-
komu fólks í dag.
Að mörgu leyti hefur þróunin und-
anfarna áratugi verið í þveröfuga átt.
Margir telja, að sá matur sem á boð-
stólum er á skyndibitastöðum sé að
hluta til ekki boðlegur. Sumir kalla það
ruslfæði. Og víst er um það, að eitt-
hvað, sem hægt er að kalla „venjuleg-
an“ mat, er ekki auðfundið á slíkum
stöðum. Raunar finnst mörgum að
fjöldaframleiðslan setji um of mark sitt
á matvælaframboð yfirleitt, hvort sem
um er að ræða veitingastaði eða mat-
vöruverzlanir. Þeim sem reka slík fyr-
irtæki er vorkunn. Krafa neytandans
hefur fyrst og fremst snúið að verði en
ekki gæðum. Hins vegar má vel vera,
að viðleitni alþjóðlegra skyndibita-
keðja til þess að koma til móts við vax-
andi gagnrýni sé til marks um að þess-
ar kröfur neytenda séu að breytast.
Þótt þessi vandi sé ekki orðinn eins
mikill á Íslandi og t.d. í Bandaríkjunum
má sjá augljós merki þess, að þróunin
stefni í sömu átt hér. Það á einnig við
um önnur Norðurlönd og Norður-Evr-
ópu yfirleitt. Það verður fróðlegt að
fylgjast með því, hvort skyndibitastað-
ir hér, sem margir eru reknir á grund-
velli rekstrarleyfa frá alþjóðlegum
keðjum, bregðist við með sama hætti.
Augljóst er að stórmarkaðir verða var-
ir við vaxandi áhuga fólks á lífrænum
matvælum.
Á þeirri stöðu, sem hér ríkir nú,
verður hins vegar ekki almenn breyt-
ing fyrr en þeir sem reka þessi fyrir-
tæki verða varir við sterka kröfu neyt-
enda um breytt framboð á vörum og
þjónustu.