Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 39

Morgunblaðið - 18.04.2004, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 39 NÝAFSTAÐIÐ togararall gaf 25% hækkun á stofnvísitölu þorsks. Varlega áætlað stækkaði stofninn því um 150 þúsund tonn frá síðustu mælingu. Engin áhætta getur talist að auka þorsk- veiðar um helming af stækkuninni, 75 þúsund tonn. Eftirfarandi rök- semdir styðja þetta sjónarmið: 1. Veiðiálag síðasta árs, að við- bættum 75 þúsund tonnum, er minni „áhætta“ 2. Síðasta tilraun, 1994–1999, um að „lagera“ þorsk í hafið í stað aukinnar veiði mistókst. Það týnd- ust 600 þúsund tonn. 3. Skilgreiningin „ofmat“ á týndum 600 þúsund tonnum stenst ekki. Árgangurinn 1993 mældist til sem seiði 1993 og sem sterkur þorskárgangur í stofnvísitölum öll árin 1994–1998. Þessi árgangur virðist hafa hrygnt – og drepist að mestu eftir hrygningu árin 1997– 1998 og mældist því eðlilega ekki til í stofnmælingum frá árinu 2000. Að fullyrða svo árið 2000 og 2001 að þessi þorskur, aðallega árg. 1993 hafi aldrei verið til (of- mat um 600 þúsund tonn) tel ég tilraunir til að falsa fyrri stofn- mælingar árin 1994–1978. 4. Frekari sannanir eru að kyn- þroski þorsks hér við land hefur farið fallandi við aukna friðun, í stað meiri veiði, eins og áður gafst betur. Þorskur sem hrygnir hor- aður 4–6 ára (2–3,5 kg) þolir ekki álagið – og drepst. Þessi skýring er langtum sterkari rökfræðilega en að þorskurinn hafi aldrei verið til. 5. Frekari sannanir eru að þeg- ar reynt er að þvinga upp stofn- stærð í stað meiri veiði fellur vaxtarhraði. Lélegasta holdafar þorsks var 1993 (eftir tilraunina þá til að „byggja upp stofninn“ í stað meiri veiði) og svo árið 2003 og nú í rallinu 2004 (sjá frétta- tilkynnningu Hafrannsóknastofn- unar 6. apríl 2004). Lélegt holda- far er vísbending um of lágt veiðiálag! Afleiðingar verða aukið sjálfát, hækkuð dánartíðni, fall- andi kynþroski og meiri þorsk- dauði eftir hrygningu – þetta er fyrri reynsla, 1997–1999. 6. Sterkar seiðavísitölur und- anfarin ár koma ekki fram sem sterkir árgangar. Eðlilegt er að álykta sem svo að of lágt veiðiálag hafi leitt af sér mikið sjálfát þorsks á þorskseiðum. Auka á því veiðiálag. 7. Reynsla af hæsta veiðiálagi á þorski hérlendis – 1972–1976 þeg- ar veiðiálag var 45% – var að stofninn tvöfaldaði stofnstærð á fimm árum, – þegar veiðiálag var 120 þúsund tonn umfram ráðgjöf í „svörtu skýrslu“ 1975. 8. Reynsla 1973, 1983, 1984 og 1993, þegar stofnstærð var lítil og veiðiálag hátt, var að sterkustu ár- gangar síðri tíma urðu til við hátt veiðiálag þessi ár. Þessir árgangar skiluð svo mestri veiði, þrátt fyrir hrakspár og aðvörunarorð Haf- rannsóknastofnunar í öllum sömu tilvikum. Niðurstaðan er rangt áhættumat Hafrannsóknastofn- unar í þessum tilfellum. Þetta reyndust kjöraðstæður. Raunvís- indi er = sönnuð reynsla. Tilgáta sem mistekst endurtekið (byggja upp stofninn) er ekki vísindi, frek- ar sjúkleg þráhyggja. 9. Vaxandi hringormur í þorski er staðreynd þrátt fyrir fækkun útsels um helming. Skýring er að öllum líkindum ofverndun þorsks á grunnslóð. Hungraður þorskur leitar í botndýr sem lifa á selskít, eða þorskur étur selskít. Fleiri þorskar með miklu meiri hring- ormi, máttlausir af ormasýkingu, eru auðveld veiðibráð fyrir sel, aðra þorska og smáhveli. Út- breiðsla hringorms magnast, sem afleiðing af friðunarstefnunni get- ur af sér ónýta, ógeðslega og úr- kynjaða þorska á grunnslóð, sem enginn vill helst kaupa eins og nú t.d. þorsk úr í Húnaflóa. 10. Markaðsaðstæður eru nú vaxandi erfiðar. Afurðaverð hefur lækkað og eru enn að lækka. Ódýr „kínafiskur“ veldur harðnandi samkeppni og verð fellur á mörk- uðum. Engin önnur leið er til fyrir íslensk fyrirtæki til að takast á við þetta nema þorskkvóti verði auk- inn um a.m.k. 75 þúsund tonn. Einungis þannig er unnt að lækka meira hráefnisverð og afurðaverð fái fyrirtækin meira magn til að spila úr. Aðrir kostir eru að loka fyrirtækjum eða taka upp rík- isstyrki. Hafrannsóknastofnun hefur ver- ið undirokuð af ICES (Alþjóða hafrannsóknaráðinu) í mörg ár sem krefst þess að beitt sé töl- fræðilegri veiðiráðgjöf með svo- kallaðri „stærðfræðilegri fiski- fræði“ sem alls staðar hefur mistekist. Ekkert tillit er þá tekið til fallandi vaxtarhraða – hækk- andi dánarstuðuls við hungur. Töl- fræðin reiknar þá sjálfvirkt „of- mat“ – áður mældur fiskur sem drepst úr hungri var þá aldrei til! Það er löngu komið nóg af þessum fáránlega tölvuleik ICES. Nú tök- um við höndum saman – hrindum af okkur alþjóðlegri klíku græn- friðunga í ICES – og aukum þorskveiðar um a.m.k 75 þúsund tonn. Annars týnum við þorsk- inum aftur með sömu líkum og 2x2=4. Týnum við þorskinum aftur? Kristinn Pétursson skrifar um þorskveiðar ’Hafrannsókna-stofnun hefur verið undirokuð af ICES (Alþjóða haf- rannsóknaráðinu) í mörg ár… ‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6850 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitekt- unum Birni Jóhannsyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. Hellur steinar Ráðgjöf landslagsarkitekta Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru í sumar. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.