Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 49 Nú eru aðeins fáeinir sólar-hringar þangað til sum-arið 2004 gengur form-lega í garð á Ísa köldu landi. Það er eitt og annað sem hafa ber í huga við þessi tímamót. Kannski sérstaklega það, að þrátt fyrir hið fagra nafn er engan veginn öruggt að téður dagur verði sum- ardagur. Það er sem sé ekki víst að það verði sólar- breyskja og heið- ur himinn með lognmollu og hi- tamistri. Auðvitað lík- legra, og í raun eðlilegra, að dagurinn beri keim af vori. Hangi þurr, með hægum en svölum andvara úr norðri, eftirvænt- ingarfullu fuglatísti í móum og fjörum, fjaðrafoki kringum hreið- urgerð í greinaberum trjákrónum. Töluverðar líkur benda þó til að þennan dag verði hausthljóð í hryss- ingsvindi af suðvestri, regn af nánast láréttri gerð og skýjafar mikið og misjafnlega grátt. Þá er ótalinn einn möguleiki sem margir eiga alltaf hálfvegis von á og styðja þær væntingar rökum sem sóttar eru í hinn alíslenska og ísi- lagða brunn minninganna frá liðnum fimmtudögum í seinni hluta apríl. Það er að segja að þetta verði í raun- inni vetrardagur. Snjóföl í sinunni, ís- skæni á pollum. Skýjahraukur á Esj- unni í samræmi við stinningskalda norðanátt. Sumardagurinn fyrsti er nefnilega í raun hátíðisdagur hins alíslenska veðurfars og þeirrar lýðræðishefðar sem einkennir það. Ein af rótföstum minningum mín- um um sumardaginn fyrsta tengist stuttum og ekki sérlega glæsilegum ferli mínum innan skátahreyfing- arinnar. Eftir að hafa mætt á ylf- ingafundi í kjallaraherbergi í Hlíða- skólanum um veturinn og tekið síðan svokallað nýliðapróf og orðið alvöru skáti í ljósbrúnni hermannaskyrtu, stuttbuxum og með samlitan bát á hausnum var það einn af hápunktum þessara tíma að marsera í stórum hópi félaga minna í skrúðgöngu úr Hlíðunum og vestur í Háskólabíó, þar sem fram átti að fara skemmti- dagskrá. Ég hef væntanlega verið um það bil tíu ára. Það var blíðviðri framan af vikunni og þegar við æfðum marseringuna á skólalóðinni á lognkyrrum kvöld- unum var augljóst að sumarið var á næstu grösum. Hnígandi sólin logaði í gluggunum og Akrafjall og Skarðs- heiði fjólubláir draumar handan við Klambratúnið. Flokksstjórar og stór- menni eins og Stebbi skáti og Óli ylf- ingur fóru mikinn á silfurlitar flautur og þarna upplifði ég í fyrsta skipti hve það að hafa á valdi sínu að geta gert skýran greinarmun á hægri og vinstri getur skipt sköpum í fram- gangi manna. Á miðvikudagskvöldi var allt fullkomið. Ekkert klikkaði, ekkert gat farið úrskeiðis lengur. Ég vaknaði snemma hinn mik- ilvæga dag. Ég sá áhyggjusvip á for- eldrum mínum og þegar talið barst nánast undir eins að stingandi ull- arfatnaði rauk ég út í glugga og þar blasti ástæðan við: Það var kominn vetur. Með veður hörð og stríð. En nú var ég orðinn alvöruskáti í hermannabúningi og staðráðinn í að láta ekki bugast og verða að úlpu- og ullarklæddu gjalti. Það var að vísu rokið með skæri á síðar ullar- nærbuxur og einhverjar fleiri ósýni- legar vosbúðarráðstafanir gerðar, en svo arkaði ég af stað með vel þjálf- uðum en nokkuð samanbitnum flokki berleggjaðra skáta áleiðis vestur, lengstu leið sem ég hafði nokkurn tíma farið fótgangandi. Manni varð hugsað til landnem- anna í Klettafjöllum Ameríku, til Amundsens og Scotts og Peter Freuchen sem einhverju sinni gróf sig úr fönn með hægð. Stebbi skáti og Óli ylfingur blésu í blístrurnar og gangan mikla hófst. Það má segja um þessa gönguferð eins og margt annað, að hún var verst fyrst og versnaði síðan stöðugt. Ég hef reynt að gleyma þessu síðan. Rámar í hrímaða norðurveggi á blokkunum í Eskihlíðinni og að hafa horft á ljósbrún skyrtubök félaga minna hverfa mér sjónum í skafrenn- ingi nærri Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg. Ennfremur man ég vel hvað Birki- melurinn leyndi hrikalega á sér. Í beygjunni við sjoppuna og blóma- söluskúrinn naut maður þess and- artak að vera innst í beygjunni og fékk skjól af hópnum, en svo tók dag- leiðin langa við út eftir Birkimels- heiðinni. Aldrei, fyrr og síðar, hef ég kunnað jafn vel að meta anddyri Há- skólabíós. Það er í minningunni ekki ósvipað himnaríki Gullna hliðsins, nema það er líka hægt að kaupa popp. Skemmtunin var ugglaust fín, ég man ekki mikið eftir henni, en man hvað það var gott að það var bjart í salnum, svo maður sá hvort maður var með popp milli blárra fingranna eða ekki, því tilfinningin í fingurgóm- unum var engin. Hvernig sem viðrar á okkur núna á fimmtudaginn skulum við hafa hug- fast að þótt sumarið heilsi er ekki þar með sagt að veturinn sé endilega að kveðja. Í öðrum löndum eru víða skörp skil milli árstíða. Þær ryðja hver annarri frá með afgerandi hætti. En á Íslandi eru allar árstíð- irnar vinir. Hér ríkir lýðræðislegt veðurfar. Og enda þótt það sé ekki gallalaust fyrirkomulag býður það að minnsta kosti upp á takmarkalausa umræðu. Sumardagurinn fyrsti og lýðræði í veðurfari HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.