Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 66
NÝ KVIKMYND í fullri lengd eftir
íslenska kvikmyndagerðarmanninn
Börk Gunnarsson verður frumsýnd
vítt og breitt um Tékkland 29. apríl.
Myndin heitir á íslensku Sterkt kaffi
en Silný kafe á tékknesku.
Myndin var tekin með stafrænni
myndbandstækni og tékkneskum at-
vinnuleikurum í aðalhlutverkum.
Íslendingar sem koma við sögu
fyrir utan leikstjórann og handrits-
höfundinn Börk Gunnarsson eru
Stefanía Thors aðstoðarleikstjóri,
sem fer einnig með aukahlutverk í
myndinni ásamt Thor Thors. Kostn-
aður við myndina hljóðaði uppá um
30 milljónir íslenskra króna og er
framleiðandinn Vratislav Slajer fyrir
Bionaut, auk þess sem Börkur á hlut
í myndinni og íslenska fyrirtækið Ilj-
ar hf.
Afbrýðisemi, framhjáhald,
rifrildi og bátsferðalag
Börkur varð líka fyrsti útlending-
urinn í heil 8 ár til að fá styrk úr
Tékkneska kvikmyndasjóðnum, 3
milljónir til lokafrágangs á myndinni,
ráðstöfun sem vakti nokkra athygli í
fyrrasumar.
Þessi fyrsta kvikmynd Barkar í
fullri lengd – hann hefur áður gert
sjö stuttmyndir – segir frá tveimur
vinkonum sem fyrir tilviljun hittast í
Prag og fara í örlagaríkt sumarfrí til
æskuslóða sinna úti í sveit. Eða eins
og Börkur lýsti sjálfur efni mynd-
arinnar í samtali við Morgunblaðið í
apríl í fyrra þegar tökum á henni var
lokið: „Myndin er um vináttu, ást og
það sem því fylgir – afbrýðisemi,
framhjáhald, rifrildi og bátsferðalag
á tékkneskri á. Grunnsetning mynd-
arinnar kemur frá Herakleitosi: „Þú
stígur ekki tvisvar í sömu ána.“ End-
urkoma er ekki möguleg. Ekki til. Þú
snýrð aldrei aftur. Tvær vinkonur
sem hafa ekki sést í tíu ár hittast fyr-
ir tilviljun í Prag og ákveða að fara í
sumarfríinu út á land til bæjarins
sem þær ólust upp í. Ferðin hefur
margar alvarlegar afleiðingar fyrir
þær tvær og sambönd þeirra.“
Börkur hafði áður getið sér gott
orð sem rithöfundur hér á Íslandi,
sent frá sér ljóðabók, skáldsögu,
smásagnasafn, tvö leikverk á sviði
Möguleikhússins og samið handrit að
einni sjónvarpsmynd. Áður en hann
hélt til Prag í kvikmyndanám lauk
hann námi í heimspeki við Háskóla
Íslands.
Í samtali við Morgunblaðið fyrir
helgi segir Börkur myndina þegar
hafa fengið mikla umfjöllun í Tékk-
landi. Þá sé búið að gera samning um
sýningar á myndinni í Póllandi, Ung-
verjalandi og Slóvakíu og að þar
verði hún frumsýnd í vor og í lok
sumars. Hann vonar að myndin verði
svo sýnd á Íslandi með haustinu.
„Dreifingaraðilar myndarinnar í
Tékklandi hafa greinilega trú á henni
því þeir hafa látið gera 16 eintök af
henni,“ segir Börkur greinilega
fremur undrandi yfir öllum áhug-
anum.
Baráttuglaður og óttalaus
Í tékknesku tímariti á dögunum
birtist skemmtileg grein um Börk
þar sem mikið var gert úr þjóðerni
hans og brugðið á leik með því að
bera saman Tékka og Íslendinga.
Þar var mikið gert úr „baráttuanda“
Barkar og því „óttaleysi“ að ráðast út
í gerð heillrar kvikmyndar án þess að
eiga bót fyrir rassinn á sér. Þetta
þótti tékkneskum blaðamanni að
landar sínir gætu tekið sér til fyr-
irmyndar því þeir væru gjarnan svo
uppfullir af komplexum sem héldi
aftur af framtakssemi þeirra og
sköpunargleði.
„Auðvitað var fullt af vitleysum í
greininni enda hún gerð án minnar
vitundar,“ segir Börkur. „Ég spila
fótbolta með fólki sem ég var með í
skólanum hér en þar er einnig blanda
af fólki sem kemur úr öðrum skólum,
m.a. blaðamaður sá er skrifaði grein-
ina fyrir tímaritið sem er stórt hér í
landi og kemur út á tveggja vikna
fresti í 70 þúsund eintökum.“
Auk þessarar greinar hefur birst
fjöldinn allur af viðtölum við leikara í
myndinni og við Börk sjálfan.
Vonlaust nafn
Hann segist ekki hafa hugmynd
um hvaða þýðingu öll athyglin muni
hafa fyrir myndina og hann sjálfan
sem kvikmyndagerðarmann. „Þetta
er einhvernveginn að gerast of hratt,
ég held að ég viti betur hvar ég stend
þegar vika er liðin frá frumsýning-
unni. Kannski er þetta bara eitthvert
venjulegt fjör í fjölmiðlum og svo bú-
ið.“
Spurður hvort hann sé að verða
þekkt nafn í Tékklandi neitar hann
því alfarið og segist trúlega aldrei
verða það. „Það mun festast seint í
huga Tékka, þarsem þeir geta engan
veginn skilið það né borið það rétt
fram.“
Börkur segist lítið vera farinn að
planleggja frekari dreifingu á mynd-
inni, kvikmyndahátíðir og slíkt, allir
séu með hugann við heimamarkað
eins og stendur. „En ég veit að stefn-
an var ekki sett á Cannes, fremur
aðrar A-hátíðir sem lengra er í, eins
og Karlovy Vary, Berlinale, Moskvu
og Rotterdam. Annars gengur allt
stressið út á Tékkland.“
Sæt plön
Börkur hefur nú búið í Tékklandi í
nokkur ár og leikur því blaðamanni
forvitni að vita hvort hann sé þar til
að vera, eða farinn að hugsa heim?
„Ef myndin gengur vel þá verð ég
örugglega sem lengst hér. Ef hún
gengur illa þá kem ég með skottið á
milli lappanna aftur til Íslands á
stundinni, strax í vikunni á eftir
frumsýningu. Eða fer eitthvað ann-
að. Ég er ekki mikið að hugsa lengra
fram í tímann en til byrjunar maí-
mánaðar.
Þó segist hann vissulega vera far-
inn að huga að fleiri verkefnum, sem
plönuð eru hér, í Þýskalandi og á Ís-
landi. „En þótt plön séu voða sæt þá
þarf ansi margt að koma til, til að þau
verði að veruleika.“
Fyrsta íslensk-tékkneska myndin vekur athygli
Börkur býr
til Sterkt kaffi
skarpi@mbl.is
Börkur við tökur á myndinni sem fóru að mestu fram síðla árs 2002.
Fer í almennar sýningar í
fjórum löndum í vor og sumar
66 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3 og 8. Með ensku tali
Sýnd kl. 2 og 4.30. Með íslensku tali
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í
USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
(Píslarsaga Krists)
HP.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.
Sýnd kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.
Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 10.15.
FRUMSÝNING
Til að tryggja réttan dóm
réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing
En það var einn sem sá við þeim...
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman,
Dustin Hoffman og Rachel Weisz
Frábær gamanmynd frá
leikstjóra
There´s Something About Mary
og Shallow Hal
r r fr
l i stj r
r ´s t i t r
ll l
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í
USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 3.40. B.i. 16.
Vinsælasta
myndin
á Íslandi!
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
(Píslarsaga Krists)
Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Með ísl. tali