Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 1

Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 109. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Latibær á Sólheimum Fatlaðir og ófatlaðir á öllum aldri setja upp barnaleikritið vinsæla Listir Viðskipti | Skin og skúrir í útrásinni  Einkaframkvæmd  Hlutabréf og fjölmiðlafár Úr verinu | Sóknardagakerfið í deiglunni  Gagnabanki fyrir þorskeldi KOFI Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna (SÞ), hét því í gær að graf- ist yrði fyrir um hvað væri hæft í ásök- unum um spillingu og mútuþægni starfsmanna SÞ í tengslum við áætlun samtakanna um sölu Íraka á olíu í skipt- um fyrir mat í valdatíð Saddams Huss- eins. Sagði Annan að ný nefnd yrði skipuð til að rannsaka málið ítarlega. Öryggisráðið samþykkti í gær sam- hljóða ályktun þar sem skorað er á allar aðildarþjóðir samtakanna að vinna með nefndinni, en formaður hennar er Paul Volcker, fyrrverandi yfirmaður banda- ríska seðlabankans. Ásakanirnar um mútuþægni starfs- manna SÞ komu fyrst fram í janúar þegar íraskt dagblað birti lista yfir mörg hundr- uð manns frá yfir 40 löndum og sagði að fólkinu hefði verið gefið að sök að hafa þegið greiðslur frá stjórn Saddams. Fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar ABC kváðust á þriðjudaginn hafa séð skjal frá íraska olíuráðuneytinu sem benti til, að yfirmaður olíu- og matvæla- skiptaáætlunar SÞ, Benon Sevan, hefði verið einn af að minnsta kosti þrem emb- ættismönnum hjá SÞ sem þegið hefðu greiðslur frá stjórn Saddams. Sevan, sem á að fara á eftirlaun í næsta mánuði, hefur neitað ásökununum. Matvæla- og olíuáætluninni var hleypt af stokkunum í desember 1996, og sam- kvæmt henni máttu írösk yfirvöld – sem þá sættu alþjóðlegum viðskiptaþvingun- um – selja olíu og nota tekjurnar til að kaupa matvæli og aðra aðstoð sem íraska þjóðin þurfti. Kofi Ann- an heitir ítarlegri rannsókn Starfsmenn SÞ sagðir hafa þegið mútur frá Saddam Hussein Sameinuðu þjóðunum. AFP. BJÖRK Guðmundsdóttir er nú í Lundúnum að leggja loka- hönd á vænt- anlega breið- skífu, The Lake Exper- ience, sem gefa á út á þessu ári. Upptökum lauk hér á landi fyrir viku. Á plötunni heyrast engin hljóðfæri, allir taktar og undirspil er búið til með röddum Bjarkar og sam- starfsmanna hennar. Þeirra á meðal eru japanski raddlista- maðurinn Dokaka, Mike Patt- on söngvari Fantomas, kanad- íska inúítasöngkonan Tagaq, sem söng með Björk á tónleik- um hér á landi, Mark Bell, sem hefur oft unnið með Björk, Rahzel úr The Roots og ís- lenskur kór sem settur var saman til að syngja á plötunni. Björk og raddirnar einar HÁSKÓLARNIR hér á landi, sem alls eru tíu talsins, finna fyrir gríð- arlegri aðsókn fyrir næsta haust. Þó að endanlegar tölur liggi ekki fyrir fyrr en í sumar, þegar um- sóknarfrestur um skólavist rennur víðast hvar út, stefnir í talsverða fjölgun frá þeim nærri 16 þúsund nemendum sem skráðir voru til náms í skólunum tíu í vetur. Tals- menn skólanna, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, skýra aukna að- sókn einkum með auknum mennt- unarkröfum atvinnulífsins og því að atvinnuástand sé lakara en reiknað hafi verið með á tímum stórframkvæmda. Dæmi eru um að allt að fimm nemendur séu um hvert laust pláss og þurfa háskól- arnir að vísa frá hundruðum, jafn- vel þúsundum umsækjenda þegar allt er talið. Margir skólar, jafnt smáir sem stórir, eru að auka námsframboð sitt en það eru einkum smærri há- skólarnir sem keppast við að fá fleiri nemendur. Líkt og fram kom í blaðinu í gær ætlar Háskólinn á Akureyri að grípa til fjöldatakmarkana í öllum sínum deildum næsta haust og þá hefur Háskóli Íslands þrengt inn- tökuskilyrðin þannig að eingöngu er tekið við nemendum með stúd- entspróf af bóknámssviði. Til dæmis um aukna aðsókn hef- ur Kennaraháskóli Íslands aldrei fengið fleiri umsóknir um fram- halds- og kennsluréttindanám. Umsóknarfrestur rann nýlega út og alls bárust 328 umsóknir um framhaldsnám, samanborið við 260 umsóknir fyrir ári, og 306 umsókn- ir bárust um kennsluréttindanám í fjarnámi. Þar verða aðeins 100 nemendur teknir inn. Aðeins í Kennaraháskólanum var nærri eitt þúsund umsóknum vísað frá í fyrra. Um 2.300 manns voru skráð- ir í skólann í vetur og gæti þeim fjölgað um allt að 200 næsta skóla- ár. Nám með starfi sífellt vinsælla „Það er að verða æ vinsælla að taka nám meðfram starfi. Til við- bótar hefur ekki ræst það sem menn höfðu spáð, að atvinnuástand myndi stórbatna með framkvæmd- unum á Austurlandi. Við höfðum búið okkur undir að það myndi herða að hjá okkur en það hefur ekki gengið eftir,“ segir Ingvar Sigurgeirsson, deildarforseti og prófessor í kennslufræði við KHÍ, um skýringar á aukinni aðsókn í háskólanám. Magnús Árni Magnússon, að- stoðarrektor Viðskiptaháskólans í Bifröst, segir að menntunarkröfur atvinnulífsins séu stöðugt að aukast og ef fólk ætli að eiga mögu- leika á vinnumarkaði þurfi það að mennta sig meira. Á Bifröst hafa verið um 350 nemendur í vetur en að sögn Magnúsar Árna stefnir í að þeir verði um 400 á næsta skólaári. Fleiri sækja í háskólanám og stefnir í að margir fái ekki skólavist Minni atvinna og aukn- ar kröfur auka aðsókn  Háskólarnir/10 KÖTTUR sem flaug með farþegaþotu um Bandaríkin þver og endilöng inni- lokaður í farang- ursrýminu kom heim í gær til eig- enda sinna í Þýskalandi. Þessi sannkallaði Þotu- Brandur slapp út úr búrinu sínu þegar eigendurnir, Günther og Ingrid Kölbl, voru á leið frá Phoenix í Arizona til Fíladelfiu með hundinn sinn og kettina þrjá. Brandur fannst ekki í farangursrým- inu og Kölbl-hjónin urðu að halda áfram heim til München án hans. Átján dögum síðar fundu flugvirkjar í Man- chester í New Hampshire köttinn, öllu grennri og harla þreytulegan. „Það er áreiðanlega engin mús eftir í flugvél- inni,“ sagði Ingrid Kölbl er hún tók á móti Þotu-Brandi á flugvellinum í München. Þotu-Brandur München. AFP. HLÝNANDI veður og hækkandi sól fylgir sumrinu og því fagna margir sumardeginum fyrsta í dag. Veðrið var landsmönnum hagstætt í gær og mældist hæsti hitinn 15 gráður á Kjalarnesi og Hvanneyri. Í dag er spáð hlýju sunnan og vestan til björtu víðast hvar en þó skúrum suðaustan- lands. Hlýtt verður áfram í veðri næstu daga, einkum nyrðra. Það er ekki laust við að aukinn leikur færist í börnin á skólalóðunum þegar þau komast út í sólina eins og myndin ber með sér. Sam- kvæmt hefð er dagurinn oft nýtt- ur af fjölskyldum til leikja og samverustunda. Morgunblaðið/RAX Gleðilegt sumar MOAMMAR Gaddafi Líbýuforseti hyggst leggja leið sína til Evrópu í næstu viku og ræða við hátt- setta menn í Brussel. Er þetta haft til marks um aukinn vilja hans til að bæta samskipti Líbýu við Vesturlönd, en Gaddafi hefur þegar heitið því að Líbýumenn muni láta af tilraunum til að verða sér úti um geryðingarvopn. Gaddafi mun á þriðjudag snæða hádegisverð með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og kvöldverð með Guy Ver- hofstadt, forsætisráðherra Belgíu. Dagskrá miðvikudagsins er óráðin. Þetta er í fyrsta sinn sem Gaddafi fer í opinbera heimsókn út fyrir Afríku og Miðausturlönd síðan 1989. Gaddafi Brussel. AFP. Gaddafi til Evrópu Viðskipti og Úr verinu í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.