Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 4

Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reyndi að svíkja fé úr dánarbúi hins myrta HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Þórhall Ölver Gunnlaugsson í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir skjalafals. Þórhallur dvelur í refsivist í fangelsinu að Litla-Hrauni og af- plánar nú sextán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað Agnari W. Agn- arssyni í júlí 1999. Kemur dómurinn nú til viðbótar þeirri refsingu. Þórhallur gerði m.a. tilraun til að svíkja fé úr dánarbúi þess sem hann var dæmdur fyrir að hafa myrt og þótti dómnum sú háttsemi vera sví- virðileg. Þórhallur Ölver var sekur fundinn um öll ákæruatriðin nema eitt en öll skjölin sem voru tilgreind í ákærunni sagði dómari að Þórhallur hefði falsað frá rótum, bæði hvað veð og áritun ábyrgðarmanna varðaði. Í ágúst árið 2000 seldi Þórhallur manni þrjú skuldabréf, samtals að andvirði um 1,7 milljónir, með veði í húseign og fyrirtæki. Í febrúar 2001 afhenti hann síðan konu þrjú fölsuð skuldabréf að andvirði 2,5 milljónir króna til notkunar í viðskiptum en þau og ofangreind skuldabréf falsaði hann á eyðublöð frá Íslandsbanka. Voru bréfin m.a. með veði í íbúð sem Agnar W. átti í Reykjavík. Dómari sagði að af þessu mætti ráða að refsivist hefði takmörkuð áhrif haft á hegðun Þórhalls og þótti dómara tilraun Þórhalls til að svíkja fé úr dánarbúi Agnars gefa til kynna óvenjulega styrkan og einbeittan brotavilja, svo og það að hann framdi brot sín í refsivist á Litla-Hrauni. Var það virt honum til refsiþyngingar og brotin talin stórfelld. Þórhallur Ölver var sýknaður af einum lið ákærunnar en þar var hann sakaður um að hafa sent Tryggingastofnun ríkisins þrjá falsaða reikninga fyrir tannlækna- þjónustu að upphæð tæplega 100.000 krónur. Auk fangelsisrefsingarinnar var Þórhalli Ölver gert að greiða tvo þriðju hluta sakarkostnaðar. Dóminn kvað upp Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. ÁRNI Þór Vigfússon, sem ákærður er fyrir að hylma yfir fjárdrátt aðal- gjaldkera Landssíma Íslands, neitaði sök í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákæruvaldið lagði fram frekari gögn í málinu sem afhent voru verjendum hinna ákærðu, m.a. úrskurð um gjaldþrotaskipti og vitna- lista með nöfnum níu vitna sem kölluð verða af ákæruvaldinu í aðalmeðferð sem fer fram í byrjun júní, að öllum líkindum dagana 2. og 3. júní. Verjendur geta lagt fram gögn í málinu 30. apríl, þegar málið verður næst tekið fyrir. Tilkynnt var að fjölskipaður emb- ættisdómur mun dæma í málinu, en hann hefur ekki verið skipaður enn. Árni Þór Vigfússon neitaði sök VEL á annað hundrað blaðamenn mættu á pressuball Blaðamanna- félags Íslands á Hótel Borg og fylgd- ust með verðlaunaafhendingu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, bestu umfjöllunina og svo blaða- mennsku ársins. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum fyrir rannsóknar- blaðamennsku ársins, bestu umfjöll- unina og svo blaðamannaverðlaun ársins sem Agnes Bragadóttir hlaut. Um greinaflokk Agnesar sagði dómnefndin að hann væri í raun ein- stakt afrek og þegar til viðbótar hafi komið að Agnes hafi verið annar tveggja meginhöfunda annars stórs blaðamáls, þ.e. umfjöllun Morgun- blaðsins á skattamálum Jóns Ólafs- sonar, hafi verið ljóst að verðlaunin féllu henni í skaut. Í þakkarræðu Agnesar, sem Sunna dóttir hennar flutti, sagði hún að sér væri mikill heiður sýndur með verð- laununum en að hún ætti hann ekki ein skilinn þar sem ritstjórar og starfsmenn á Morgunblaðinu hefðu sýnt sér mikinn stuðning og hjálpað til við að gera greinaflokkinn að veruleika. Í rökstuðningi dómnefndar vegna verðlauna fyrir rannsóknarblaða- mennsku árins, sem féllu Brynhildi Ólafsdóttur á Stöð 2 í skaut, sagði að fréttir hennar um herstöðvarmálið og fyrirhugaðan niðurskurð í varn- arviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli hefðu varpað nýju ljósi á samskipti íslenskra og bandarískra stjórn- valda og dregið fram að málið hefði verið á borði ríkisstjórnarinnar frá því viku fyrir kosningarnar í maí. Í rökstuðningi fyrir verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins, sem Reynir Traustason á Fréttablaðinu fékk, sagði að fréttir Reynis, þar sem greint hafi verið frá niðurstöðum úr frumskýrslu Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á samráði olíufé- laganna, hafi sett allt samfélagið á annan endann. Reynir hafi ekki að- eins sýnt útsjónarsemi við að komast yfir upplýsingarnar heldur hafi hann fylgt henni eftir með umfjöllun sem undirstrikaði yfirsýn og skiln- ing á því hversu víðtæk áhrif þetta samráð hefði haft. Á pressuballinu var fjórum blaða- mönnum veitt heiðursmerki Blaða- mannafélags Íslands, þeim Fríðu Björnsdóttur, Jónasi Kristjánssyni, Kára Jónassyni og Oddi Ólafssyni. Morgunblaðið/Golli Blaðamannaverðlaunin afhent. Frá vinstri: Reynir Traustason, Brynhildur Ólafsdóttir og Sunna og Sindri Viðars- börn sem tóku við verðlaunum fyrir hönd móður sinnar, Agnesar Bragadóttur. Verk blaðamanna verðlaunuð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dag frumvarp um eignarhald á fjöl- miðlum. Hann vill ekkert fjalla um efni frumvarpsins á meðan það er á borði ríkisstjórnarinnar og finnst lakara að einhver efnisatriði þess hafi lekið í fjölmiðla. Það sé óvenju- legt í þessari ríkisstjórn. Spurður um meðferð frumvarps- ins segir Davíð frumvörp oft vikur eða mánuði í ríkisstjórn áður en þau eru kynnt í þinginu. Eftir umræður þar og samþykkt séu þau lögð fram sem stjórnarfrumvörp. Skýrslan til grundvallar Skýrsla starfshóps menntamála- ráðherra um eignarhald á fjölmiðl- um liggi til grundvallar umræðunni nú og sú skýrsla hafi verið lögð fram á sama ríkisstjórnarfundi. Gagnrýni á þessa málsmeðferð sé fráleit. Forsætisráðherra segir að skýrsla starfshópsins verði birt op- inberlega þegar ríkisstjórnin sé bú- in að fjalla um málið. „Við tökum okkur ekki of langan tíma í það,“ segir hann. Frumvarp um fjöl- miðla í ríkisstjórn ÞAÐ var sannkölluð hátíðar- stemmning meðal þeirra 660 kepp- enda sem mættir voru til Andrésar Andar-leikanna á skíðum, er þeir gengu fylktu liði frá KA-heimilinu að Íþróttahöllinni, þar sem setning leikanna fór fram í gærkvöld. Greinilegt var að krakkarnir hlakka mikið til að komast á skíðin og etja kappi á Andrésar-leikunum á ný næstu þrjá daga en eins og fram hefur komið þurfti að aflýsa leikunum í fyrra vegna snjóleysis. Að þessu sinni eru aðstæður í Hlíðarfjalli góðar, þótt vissulega mætti vera þar meiri snjór, að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar, for- manns undirbúningsnefndar, „en það er allt orðið klárt í fjallinu“. Keppt er í alpagreinum og göngu og eru keppendur á aldrinum 6-13 ára. Í gær var gott veður á Ak- ureyri, þar sem hitinn fór í rétt rúmar 10 gráður yfir miðjan dag- inn og gert er ráð fyrir svipuðu veðri í dag. Samkvæmt veðurspánni er svo útlit fyrir veðrið verði enn betra á morgun, föstudag og á laug- ardag og hitastigið þá gæti farið yf- ir 15 stig. „Það stefnir í að það verði einhverjir berir að ofan í fjallinu næstu daga,“ sagði Gísli Kristinn. Ljósmynd/Pedrómyndir Fjölmenni við setningu Andrésar Andar-leikanna LAUN starfsmanna sem vinna á Kárahnjúkasvæðinu hækka að með- altali um 3,25%-5% en síðan fá þeir sömu áfangahækkanir og Starfs- greinasambandið samdi um í samn- ingi sínum. Þetta er megindrætt- irnir í nýjum virkjunarsamningi milli Landsvirkjunar og Samtaka atvinnulífsins vegna aðildarfélaga og Alþýðusambandsins, Rafiðnaðar- sambandsins, Starfsgreinasam- bandsins og Samiðnar sem var und- irritaður aðfaranótt miðvikudags- ins. Samningurinn gildir til áramót- anna 2007 og 2008 og er með sömu samningsforsendum og aðrir samn- ingar sem hafa verið undirritaðir og breytingar á lífeyrisgreiðslum og al- mennar launahækkanir eru einnig þær sömu og í öðrum samningum sem gerðir hafa verið að undan- förnu. Samningurinn nú er fram- lenging á fyrri samningi en samn- ingsaðilar voru sammála um að vegna breyttra aðstæðna á raforku- markaði, þ.e. aukinnar samkeppni í framleiðslu raforku, væru ekki for- sendur fyrir framlengingu þessa samnings eftir að hann fellur úr gildi. Mörg atriði gerð skýrari Í frétt á vef Samiðnar kemur fram að samið hafi verið um nýja launaflokka fyrir vélamenn og iðn- aðarmenn og að þeir fái verulegar launahækkanir. Á vef Rafiðnaðar- sambandsins kemur fram að sam- bandið hafi samið um lágmarkslaun rafiðnaðarmanna og að nýjar skil- greiningar séu á flokkum fyrir bíl- stjóra og vinnuvélamenn og lág- markslaunum lyft töluvert. Þá hafi mörg atriði verið gerð mun skýrari en áður vegna margskonar deilna á virkjanasvæðum undanfarið. Samn- ingurinn fer nú í kynningu á Kára- hnjúkasvæðinu þegar hann hefur verið þýddur á helstu tungumál sem töluð eru á svæðinu og síðan í alls- herjaratkvæðagreiðslu sem skal vera lokið innan fjögurra vikna frá undirskrift hans. Nýr kjara- samning- ur á Kára- hnjúka- svæðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.